Morgunblaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2010 BRUCE WILLIS, MORGAN FREEMAN, JOHN MALKO- VICH OG HELEN MIRREN ERU STÓRKOSTLEG Í ÞESSARI ÓTRÚLEGA SKEMMTILEGU GRÍN HASARMYND HHHH - HOLLYWOOD REPORTER HHHH - MOVIELINE HHHH - NEW YORK POST SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG AKUREYRI ROBERT DOWNEY JR. OG ZACH GALIFIANAKIS EIGA EFTIR AÐ FÁ ÞIG TIL AÐ GRENJA ÚR HLÁTRI FRÁ TODD PHILIPS, LEIKSTJÓRA THE HANGOVER SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í EGILSHÖLL „HELDUR ATHYGLI MANNS FRÁ UPPHAFI TIL ENDA” - MORGUNBLAÐIÐ „HELVÍTI HRESSANDI“ - ERPUR EYVINDARSSON HHHHH - PRESSAN HHHH - FRÉTTABLAÐIÐ SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA HHHH - T.V. - KVIKMYNDIR.IS HHHH - H.S. MBL MIÐASALA Á SAMBIO.IS Í BEINNI ÚTSENDINGU FRÁ NATIONAL THEATER 9. DES KL. 19.00 Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS TRYGGIÐ YKKUR MIÐA Í TÍMATHE JONSES kl. 5:50 - 8 - 10:10 10 HARRY POTTER and the Deathly Hallows kl. 5:30 - 8:30 10 DUE DATE kl. 8 - 10:20 10 THE SWITCH kl. 5:50 10 / KRINGLUNNI HARRY POTTER kl. 6 - 9 10 DUE DATE kl. 6 - 8 10 RED kl. 10:10 12 / AKUREYRI SNILLDAR GAMANMYND 8 lítrar Coca - Cola og 1 DV D ódýrt og gott 8 lítrar Coca Cola og 1 DVD 1198kr.pk. Sambíóin frumsýna í dag kvik- myndina The Joneses. Í myndinni segir af Jones-fyrirmyndarfjöl- skyldunni, Steve og Kate Jones og börnum þeirra tveimur á tánings- aldri, Jenn og Mick. Fjölskyldan flytur í nýtt og fínt hverfi í upp- hafi myndar en fljótlega kemur í ljós að hér er ekki um raunveru- lega fjölskyldu að ræða heldur starfsmenn markaðsfyrirtækis sem hafa það að markmiði að fá ná- granna sína og íbúa hverfisins aðra til að kaupa hinar ýmsu vörur og þjónustu. Þetta gengur vel hjá „fjölskyldunni“ í fyrstu, ná- grannarnir keppast við að lifa í sömu vellystingum og Jones- fjölskyldan en óvæntur atburður í hverfinu setur strik í reikninginn. Leikstjóri er Derrick Borte og með aðalhlutverk fara David Duc- hovny, Demi Moore, Amber Heard og Ben Hollingsworth. Metacritic: 55/100 Variety: 50/100 Frumsýning Engin fyrirmyndarfjölskylda Blekkingar David Duchovny og Demi Moore þykjast vera hjón í The Joneses. Maxímús Músíkús trítlar í tón- listarskólann Hallfríður Ólafsdóttir og Þórarinn Már Baldursson Forlagið bbbbb Höfundurinn Hallfríður og teikn- arinn Þórarinn eru bæði hljóðfæra- leikarar í Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Fyrir tveimur árum kom út fyrsta bókin um Maxímús Músíkús, litla mús sem ratar inn á æfingu hjá Sinfóníuhljómsveit- inni og kynnist þar töfrum tónlistar- innar. Nú er komin út önnur bók um Maxímús og í þetta sinn trítlar hann í tónlistarskóla. Líkt og í fyrra skiptið fylgir geisladiskur með bókinni en á honum má heyra upptöku af tón- leikum sem Sinfóníuhljómsveitin hef- ur haldið þar sem sagan er lesin af Val Frey Einarssyni. Sinfón- íuhljómsveitin leikur svo ýmiskonar tónlist sem styður söguna. Það er skemmst frá því að segja að bókin og diskurinn eru miklir gæða- gripir. Sagan er stórskemmtileg, sögð frá sjónarhóli músarinnar, sem þvælist um og lendir í ýmsum æv- intýrum. Maxímús er algjört yfirkrútt, hvort sem hann dansar, læðist á tánum, sit- ur á strokleðri eða reiðist Svartþrest- inum félaga sínum. Þórarinn gæðir hann lífi í teikningum sínum sem eru afar vel heppnaðar. Bókin er fræðandi um heim hljóð- færa og tónlistar og gerist í ramm- íslenskum raunveruleika. Frábært framtak hjá þeim Hallfríði og Þórarni sem gerir starfsemi Sinfón- íuhljómsveitarinnar enn aðgengilegri unga fólkinu. Svo er gaman að bjóða Maxímús velkominn í hóp eft- irminnilegra söguhetja í bókmennta- sögunni. Kvöldsögur Disney Þýðandi: Helga Soffía Einarsdóttir Edda bb mnn Í bókinni Kvöldsögur má finna 19 sögur af góðkunningjum barnanna úr Disney-fabrikkunni margrómuðu. Undir vörumerki Disney hafa ver- ið framleiddar ótal margar gæða-teikni- myndir sem margir geta ver- ið sammála um að eru með því besta sem gengur og gerist í kvik- myndaheiminum. Nægir að nefna Leitina að Nemó, Mjallhvíti og dvergana sjö og Ratatouille máli sínu til stuðnings. Í teiknimynd- unum hefur verið kynnt til sögunnar spennandi sögusvið og enn skemmti- legri karakterar svo sjálfsögð viðbót er bók sem fjallar um frekari æv- intýri góðkunningja á borð við Gosa, Hefðarkettina, Dúmbó og Bang- símon. Kvöldsögur eru upp til hópa skemmtilegar sögur fyrir svefninn, þó þær flokkist kannski seint undir tímamóta bókmenntaverk. Þær eru passlega langar og með mjög fal- legum myndum, eins og við var að búast. Eðlilegt er að börnum þyki gaman að lesa enn meira um persón- ur sem þeim eru kunnugar frá öðrum vettvangi. Stingur þá í stúf sagan Ratatou- ille, sem er hrein endursögn á sögu- þræði þeirrar teiknimyndar. Saga með allt of mörgum persónum og óskýrum söguþræði á 14 blaðsíðum. Það hefði verið mun meira gaman að fylgjast með rottunni Remý fást við önnur verkefni en þau sem okkur voru áður kunn. Annars eru Kvöld- sögur prýðis kvöldskemmtun fyrir sanna teiknimyndaunnendur. Með á nótunum 2 Hrafnhildur Sigurðardóttir tók saman. Sigríður Ásdís Jón- asdóttir myndskreytti. Sigrún Andrésdóttir sá um nótnaskrift. JPV útgáfa bbbnn Eins og titillinn á bókinni afhjúpar er um að ræða aðra bók Hrafnhildar Sigurðardóttur þar sem hún tekur saman vísur og þulur sem eiga það sameiginlegt að hægt er að syngja þær með hreyf- ingum. Að syngja með börnum hlýtur að flokkast undir skemmtilega samverustund og því stórfínt að hafa við höndina bók með textum, nótum og uppskrift að hreyf- ingum með lögunum. Bókinni fylgir diskur þar sem lögin eru flutt og hjálpar það þeim sem ekki þekkja öll lögin í bókinni. Eins eru nóturnar við lögin með- fylgjandi í bókinni, sem kemur sér af- ar vel fyrir heimili og skóla þar sem spilandi einstaklingur er fyrir hendi. Þetta er því afar gott framtak hjá Hrafnhildi og félögum. Vísurnar í bókinni eru alls 58, margir góðkunningjar þar á meðal eins og Gamli Nói, Meistari Jakob og Maðurinn með hattinn. Teikningarnar í bókinni eru ágæt- ar, margar skemmtilega útfærðar til að dýpka skilning yngstu lesenda á efni laganna. Barnabækur Birta Björnsdóttir birta@mbl.is Yfirlit yfir nýútkomnar barnabækur, íslenskar og þýddar Maxímús Músíkús Músin sjálf ásamt sögumanninum Vali Frey á tónleikum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.