Morgunblaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2010 – Lifið heil www.lyfja.is Jólin eru tími til að gefa. Í Lyfju finnurðu úrval af gjafavöru í pakkana til þeirra sem þér þykir vænst um. Við erum aldrei langt undan. Mundu eftir jólahandbók Lyfju. Kannski er jólagjöfin í Lyfju Lágmúla - Laugavegi - Garðatorgi - Smáralind - Smáratorgi - Setbergi - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Patreksfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Blönduósi - Hvammstanga Skagaströnd - Sauðárkróki - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstöðum - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Fáskrúðsfirði - Höfn - Laugarási - Selfossi - Grindavík - Keflavík LYFJA STYÐUR LANDSLIÐ KVENNA Í HANDBOLTA FRÉTTASKÝRING Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Samkvæmt breytingartillögu meiri- hluta fjárlaganefndar á fjár- aukalögum munu stjórnvöld fá heim- ild til þess að auka eiginfjárstöðu Íbúðalánasjóðs um allt að 33 millj- arða króna. Um er að ræða verulegar fjárhæðir eða sem samsvarar um 2,2% af landsframleiðslunni í fyrra. Eins og fram kemur í breyting- artillögu stjórnarmeirihlutans í fjár- laganefnd miðast heimildin við að efla eiginfjárstöðu Íbúðalánasjóðs þannig að hún verði 5% af áhættu- grunni hans eins og honum er gert að stefna að samkvæmt lögum. Sam- kvæmt breytingartillögunni á heim- ildin að duga til þess að mæta „af- skriftarþörf vegna útistandandi lánveitinga og áhrifum af ráðstöf- unum sem kunna að verða gerðar vegna skuldavanda heimilanna“. Að sögn Oddnýjar Harðardóttur, þing- manns Samfylkingarinnar og for- manns fjárlaganefndar, er ráðgert að um 20 milljarðar af heimildinni fari beinlínis til fjármögnunar Íbúða- lánasjóðs og það sem eftir stendur verður notað til þess að bæta upp tap hans vegna mögulegra aðgerða vegna skuldavanda heimilanna. Oddný segir að þessir 33 millj- arðar verði fjármagnaðir af ríkinu með sambærilegum hætti og eig- infjárframlag ríkisins í bankakerfið eftir hrun. Þá gaf ríkið út skuldabréf til bankanna sem þeir hafa síðan get- að notað í veðlánaviðskiptum við Seðlabankann. Slík fjármögnun þýð- ir að breytingin leiðir ekki til þess að fjárlagahallinn aukist í ár. En hún leiðir til þess að skuldastaða ríkisins versnar um 33 milljarða, verði heim- ildin fullnýtt, og að vaxtakostnaður vegna skuldabréfaútgáfunnar bætist við útgjöld ríkisins frá og með næsta ári. Sem kunnugt er eru vaxtagjöld orðin að ráðandi útgjaldalið hjá rík- issjóði vegna skuldasöfnunar. Sé horft til skuldabréfaflokks sem ríkið gaf út í tengslum við fjármögnun bankakerfisins má gera ráð fyrir að skuldabréf í tengslum við endur- fjármögnun Íbúðalánasjóðs myndi bera 4% vexti eða sambærilega vexti og Seðlabankinn greiðir vegna reikn- inga innlánsstofnana. Síðbúinn fjárauki þrátt fyrir að þörfin hafi legið fyrir Sérstaka athygli vekur að stjórn- armeirihlutinn skuli setja nú fram breytingartillögu á fjáraukalögum svo hægt sé að koma eiginfjárstöðu Íbúðalánasjóðs í viðunandi horf. Vandi sjóðsins er ekki nýr af nálinni og um alllanga hríð hefur verið ljóst að ríkið þyrfti að hlaupa undir bagga með rekstrinum. Eiginfjárhlutfall sjóðsins var kom- ið í 3% við lok síðasta árs. Stjórnvöld skuldbundu sig í viljayfirlýsingu í vor í tengslum við aðra endurskoðun á efnahagsáætlun AGS til þess að færa eiginfjárkröfurnar á sjóðinn til sam- ræmis við aðrar fjármálastofnanir sem er 8%. Ennfremur skuldbinda stjórnvöld sig til þess, í viljayfirlýs- ingu í tengslum við þriðju endur- skoðunina frá því í október, að sjá til þess að eiginfjárhlutfall sjóðsins færi ekki undir slík mörk. Tekið er sér- staklega fram í viljayfirlýsingunni að stjórnvöld ættu að sjá til þess með því að tryggja aðgengi Íbúðalána- sjóðsins að markaðshæfum rík- isbréfum. Gróflega reiknað dugar 20 millj- arða framlag frá ríkinu til þess að koma eiginfjárhlutfalli Íbúðalána- sjóðs í 8%. Þar með er sagan ekki sögð, enda eru horfurnar á fast- eignamarkaðnum og í efnahagslífinu dökkar um þessar mundir. Þannig geta aukin vanskil hjá sjóðnum leitt til fjölgunar fullnustuaðgerða en uppboðsíbúðir eru óvaxtaberandi eignir, eins og gefur að skilja, og hafa því áhrif á vaxtamun sjóðsins. Ein af- leiðinga slíkrar þróunar er versnandi eiginfjárhlutfall. Um 33 milljarðar í Íbúðalánasjóð Morgunblaðið/RAX Fasteignafrost Fjármálakreppan og efnahagsástandið hafa leikið Íbúðalánasjóð grátt að undanförnu.  Útgjaldaaukningin vegna Íbúðalánasjóðs í fjáraukalögum nemur um 2,2% af landsframleiðslu  Skuldastaða ríkissjóðs versnar sem því nemur og vaxtagjöld fjárlaga næsta árs aukast enn frekar                                             !"# $% " &'( )* '$* ++,-., +/+-/+ ++0-1/ 2.-03+ +/-/,2 +1-140 ++,-.1 +-451/ +,/-33 +32-00 ++,-43 +/2-23 ++3-.2 2.-3++ +/-52/ +1-1/4 ++,-45 +-0..5 +,5-./ +32-/, 2.1-,403 ++,-14 +/2-15 ++3-41 2.-3,+ +/-5/0 +1-,42 ++,-,2 +-0.3 +,5-1+ +34-4 Það að ríkissjóður skuli gefa út skuldabréf sem hann svo lætur aðra ríkisstofnun fá, sem fer með það upp í Seðlabanka þar sem hún fær peninga í staðinn, minnir óneitanlega á hefðbundna peningaprentun. Í raun er þetta ekki svo ólíkt þeim aðgerðum sem seðla- bankar Bandaríkjanna og Bret- lands hafa beitt til þess að auka peningamagn í umferð á undanförnum árum. Sam- kvæmt svari frá skrifstofu seðlabankastjóra er Seðlabank- anum heimilt samkvæmt lög- um að kaupa og selja rík- istryggð verðbréf í því skyni að ná markmiðum um verðstöð- ugleika. Samkomulagið við AGS felur ekki í sér bann við aðferðum sem notaðar hafa verið af öðrum seðlabönkum í því skyni að auka laust fé í umferð. Í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins segir Seðla- bankinn að þessari aðferð hafi hins vegar ekki verið beitt, enda ekki talin þörf á því vegna þess að lausafjárstaða fjármálafyrirtækja hefur verið rúm og engin áform verið um slíkt. Seðlabankinn minnir einnig á að bein lántaka rík- issjóðs í Seðlabankanum er óheimil samkvæmt lögunum enda yrði slíkt talið ýta undir verðbólgu og lausung í fjár- málum. Lausung og verðbólga MILLI VASA RÍKISINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.