Morgunblaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2010 Sést vel í umferðinni Skærlitur fatnaður kemur sér vel þegar fólk er að störfum á götunum. Þessi vegfarandi var að skrá niður staðsetningarpunkta með GPS-tæki á Reykjanesbrautinni. Kristinn Tillögur að reglum mannréttindaráðs um samskipti skóla og trúfélaga eru í heild sinni hið furðulegasta mál og kemur öllum er fjallað hafa um á óvart. Í fyrsta lagi endurspeglar tillaga meirihluta mannrétt- indaráðs ekki umburð- arlyndi eða jafnræði heldur einkennist hún af miðstýringu og boðvaldi. Í öðru lagi eru þessar róttæku reglur aðeins unnar á grundvelli 22 kvartana sem hafa borist mann- réttindaskrifstofu úr skólakerfi sem þjónar rúmlega 20.000 nem- endum. Í þriðja lagi er samvinna og samstarf við skóla og trúfélög eng- in. Á auðveldan hátt hefði verið hægt að vanda betur til verka með því að ná fram víðtækri samstöðu við foreldra, kennara og starfs- menn skóla, nemendur, fræði- menn, þjóðkirkju og trúar- og lífs- skoðunarfélög með það að markmiði að leggja mat á hvort ástæða sé til þess að endurmeta samstarf trúar- og lífsskoð- unarfélaga við grunnskóla og leik- skóla í Reykjavík. Í fjórða lagi gengur sú hugsun í tillögunni um boð og bönn gegn þeirri hugmyndafræði sem búið er að innleiða í skólasamfélagið í mörg ár, að skólinn hafi mikið sjálfstæði og að stofnanir, félög og fyrirtæki í hverju hverfi vinni náið með skólasamfélaginu. Tillögurnar nú útiloka einn lykilþátttakanda í þessu mikilvæga samstarfi og fela í sér vantraust á starfsfólk skól- anna, sem hingað til hefur verið treyst til að virða mörk skóla og samstarfsaðila. Dæmin um samstarf stofnana og starfsemi trúar- og lífsskoð- unarhópa á skólatíma eru fjölmörg og uppbyggileg og fela ekki í sér trúboð. Dæmi eru um að skólar brautskrái elstu nemendur við há- tíðlega athöfn í kirkju sem er í næsta húsi, að starfs- menn kirkju kynni fyr- ir leikskólabörnum hvað er að gerast í kirkjunni á daginn þar sem börnin sjá reglu- lega líkfylgd frá leik- svæði sínu og samstarf kirkju og skóla um nafnlaus framlög til að greiða niður mat- argjöld barna sem eiga um sárt að binda. Með tillögum meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins verður allt slíkt samstarf bannað. Fjölmörg önnur dæmi eru um persónuleg, vinaleg og fé- lagsleg tengsl kirkju og skóla auk þess sem tengsl kristinnar trúar og íslenskrar menningar hafa um aldir verið svo samofin að erfitt er og óæskilegt að draga línu þar á milli. Borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins hafa lýst yfir andstöðu við fram komna tillögu mannrétt- indaráðs og telja skýrslu mennta- og leikskólasviðs frá 2007 um sam- starf kirkju og skóla vera afar góðan ramma um samstarf þess- ara aðila. Þar er gengið út frá því að starfsfólk beggja aðila noti heil- brigða skynsemi og að „samskipti leik- og grunnskóla við trúar- og lífsskoðunarhópa einkennist af skilningi og virðingu fyrir hlut- verki hvorir annarra. Stofnanir eru meðvitaðar um ólíkar for- sendur fyrir starfi hvorar ann- arrar og virða þau lög, reglur og samþykktir sem í gildi eru fyrir þessar stofnanir og samfélagið í heild.“ Eftir Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur »Dæmin um sam- starf stofnana og starfsemi trúar- og lífs- skoðunarhópa á skóla- tíma eru fjölmörg og uppbyggileg og fela ekki í sér trúboð. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi. Heilbrigð skynsemi Háttvirtur félags- málaráðherra. Staða Sólheima er mjög alvarleg. Eins og þér er kunnugt hefur hvorki þú né ráðuneyti félagsmála gert nokkurn hlut til þess að laga þá stöðu né tryggja íbúum Sólheima það öryggi sem þeir kalla eftir. Fulltrúaráð Sólheima hefur sent út ákall um að úr málum verði leyst, ákall sem undirrituðum var falið að fylgja eftir. Hvað gerist? Ráðuneytið og ráðherra ráðast persónulega á undirritaðan og ráðuneytið fer með rangt mál í yf- irlýsingum sínum. Efnislegt svar, nei. Framkvæmdastjórn Sólheima sendir þér bréf dagsett 2. nóv- ember. Hvað gerist? Bréfi ekki svarað. Einstaklingar í fulltrúaráði Sól- heima og aðstandendur óska eftir fundi með þér. Hvað gerist? Þeim er ekki svarað. Það sem íbúar Sólheima standa frammi fyrir er þrennt: Öryggi fyrir áframhaldandi rekstri. Félagsmálaráðuneytið hefur lýst því yfir að Sólheimar hafi ekki neina tryggingu fyrir því að fá fé til starfseminnar þann 1. janúar, þ.e. eftir 40 daga. Reyndar hefur ráðuneytið gefið það í skyn að Sól- heimar verði þá komnir á „ver- gang“. Félagsmálaráðuneytið hef- ur lýst því yfir við sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi að „þeim beri ekki nokkur skylda til þess að kaupa þjónustu af Sól- heimum“ og geti þannig þegar þeir vilji í raun lokað fyrir það að Sólheimar veiti fötluðu fólki þjón- ustu eins og þeir hafa gert í 80 ár. Þessi staðhæfing er sérstök fyrir margra hluta sakir, s.s. það að fagráðuneytið virðist gleyma því að það eru fatlaðir sem eiga að ráða bú- setu sinni en ekki „misvitrir pólitík- usar“. 2. Þjónustumat er mat sem gera á ár- lega samkvæmt lög- um. Þetta mat hefur ekki verið gert á Sól- heimum í 8 ár. Er það ásættanlegt að fé- lagsmálaráðuneytið brjóti lög, ekki á Sól- heimum heldur á fötluðu fólki sem býr á Sól- heimum, því það fólk á rétt á þjón- ustu samkvæmt matinu? Sól- heimar eru að óska eftir því að félagsmálaráðuneytið hætti að brjóta lög á fötluðu fólki! Sólheimar óska eftir því við ráð- herra að hann geri samkomulag sem tryggi starfsemina fram til ársins 2014. Samkomulagið komi þá til endurskoðunar með sama hætti og það samkomulag sem ráðherra gerir varðandi rekstur fyrir fatlaða á vegum sveitarfé- laga. Hér er aðeins óskað eftir jafnræði. 3. Friður um starfsemi Sólheima og öryggi. Við flutning málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga er nauðsynlegt að taka tillit til Sól- heima. Það að neita að ræða stöðu Sólheima eða standa á því að ekki megi gera undantekningu „af því að það eigi ekki að gera und- antekningu“ leysir ekki það verk- efni sem þarf að leysa. Verkefnið þarf að leysa hvort sem þér líkar það betur eða verr. Verkefnið er þetta: - Fatlaðir íbúar í Grímsnes- og Grafningshreppi eru allir búsettir á Sólheimum og eru 14,3% af íbú- um sveitarfélagsins. - Ef sama staða væri í Reykja- vík væru 12.270 fatlaðir ein- staklingar þar í búsetu og atvinnu hjá einum þjónustuaðila. Ekki einn af þeim einstaklingum væri fædd- ur í Reykjavík, né myndi kjósa að búa þar nema vegna þess að þar væri þjónustuaðili sem þessir ein- staklingar óska eftir að fá þjón- ustu hjá. - Umræddir einstaklingar koma m.ö.o. frá öllum öðrum stöðum en þar sem þjónustan er veitt, sama staða á við þó menn fari að tala um þjónustusvæði. - Myndi félagsmálaráðherra segja við Reykvíkinga, ef sama staða ætti þar við, þið skuluð tala við Seltirninga, þeir taka örugg- lega vel í það að gera við ykkur samning? Það er það sem er í raun sagt við íbúa Sólheima. - Sólheimar bjóða upp á þjón- ustu á landsvísu og fatlað fólk af öllu landinu kallar eftir þeirri þjónustu. Staðreyndin er sú að ef fari ætti að vilja fatlaðra þá væru Sólheimar að þjóna 2 til 3 sinnum fleiri einstaklingum en gert er í dag. Nauðsynlegt er að þjónusta fyr- ir fatlaða verði veitt áfram á Sól- heimum vegna þess að fjöldi fatl- aðra einstaklinga vill bæði búa áfram á Sólheimum og flytja þang- að. Þó svo að Sólheimar falli ekki inn í þann „ferning“ sem þjónusta við fatlaða á að fara í, þá breytir það ekki staðreyndum. Stað- reyndin er að Sólheimar eru þjón- ustuúrræði á landsvísu, úrræði með 80 ára samfellda sögu. Þetta verkefni þarf að leysa. Ef ekki fyr- ir Sólheima þá fyrir þá 43 fötluðu einstaklinga sem þar búa – það er ekki lausn að loka augunum. Eftir Guðmund Ár- mann Pétursson »Nauðsynlegt er að þjónusta fyrir fatl- aða verði veitt áfram á Sólheimum vegna þess að fjöldi fatlaðra ein- staklinga vill bæði búa áfram á Sólheimum og flytja þangað. Guðmundur Ármann Pétursson Höfundur er framkvæmdastjóri Sólheima. Opið bréf til félagsmálaráðherra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.