Morgunblaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 28
Menning MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2010 Munið að slökkva á kertunum Slökkvilið höfuborgasvæðisins Kerti úr sama pakka geta brunnið mismunandi hratt og á ólíkan hátt Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Bókafélagið Ugla gefur út fjórtán bækur á þessu ári. Stofnandi og eigandi Uglu, Jakob F. Ásgeirsson rithöfundur, segir að mestum tíð- indum muni að líkindum sæta ný bók eftir Þór Whitehead prófessor, Sovét-Ísland – óskalandið. Undirtit- ill bókarinnar er: Aðdragandi bylt- ingar sem aldrei varð. Njósnir og launráð „Í þessari bók Þórs kemur mjög margt fram sem ekki hefur verið á almanna vitorði: njósnir, launráð, neðanjarðarstarfsemi og skipulögð ofbeldisverk. Þetta er í fyrsta sinn sem dregin er upp heildarmynd af byltingarundirbúningi íslenskra kommúnista á árunum 1921-1946 og viðbrögðum ríkisins,“ segir Jak- ob. Hann bætir við að Þór segi þessa sögu með sínum lifandi hætti þar sem örlög einstaklinga eru tvinnuð saman við þjóðarsöguna, rétt eins og hann geri í bókum sín- um um Ísland í síðari heimsstyrj- öld. Annað stórvirki sem Jakob gefur út er bók Benedikts páfa XVI. um mikilvægasta mann mannkynssög- unnar, Jesús frá Nasaret. Joseph Ratzinger er einn af fremstu guð- fræðingum heims og þetta er fyrsta bókin sem hann skrifar sem páfi. Tvær bækur eftir Matthías Johann- essen eru meðal útgáfubóka Uglu: Kvæðabálkurinn Hrunadansinn, en bókinni fylgir geisladiskur þar sem Gunnar Eyjólfsson flytur bálkinn, og Á vígvelli siðmenningar, sem fjallar um upplausnina hér á Ís- landi á fyrsta áratug 21. aldar. Ensk klassík og spenna Jakob gefur út eitt af meist- araverkum enskra bókmennta á 19. öld, Silas Marner eftir George Eliot í þýðingu Atla Magnússonar. Einn- ig kemur út á hans vegum rómuð spennusaga, Pompei, eftir enska höfundinn Robert Harris. Sagan gerist á dögunum áður en eldgosið í Vesúvíusi lagði Pompei og nágrenni í rúst. Myrkraverk á Style-setri er fyrsta bók Agöthu Christie en hún kemur út í þýðingu Elíasar Marar sem las söguna í útvarp á sínum tíma. Í bókinni Ranghugmynd Rich- ards Dawkins eftir Alister McGrath er tekist á við guðleysishugmyndir í samtímanum. Endurútgáfa á skáld- sögunni Pantaljón og sérþjónustan eftir nýja nóbelsverðlaunahafann í bókmenntum Mario Vargas Llosa kemur á markað sama dag og höf- undurinn tekur við verðlaununum 10. desember. Adda og leit að hamingju Leitin að sannri hamingju kemur við sögu í Týndu rósinni, al- þjóðlegri metsölubók eftir tyrk- neska höfundinn Serdar Özkan. Gunnar Dal segir frá Maríusýnum á 20. öld í bókinni Leyndardómur Maríu. Þá kemur út síðasta bókin í Bartemæusar-þríleiknum eftir Jo- nathan Stroud sem hefur notið mikilla vinsælda erlendis, Hliðgátt Ptólemeusar. Skáldsaga Christinu Sunley, Freyjuginning, kemur einn- ig út í kilju, en hún fjallar um fólk af íslensku bergi brotið vestanhafs sem leitar uppruna síns hér á landi. Loks er að nefna að Ugla heldur áfram að endurútgefa hinar sí- vinsælu Öddubækur eftir Jennu og Hreiðar með þriðju bókinni, Adda lærir að synda. Morgunblaðið/Kristinn 14 bækur Jakob F. Ásgeirsson gefur út fjórtán bækur í ár og þar er margt forvitnilegt að finna. Þór Whitehead, páfi og nýr nóbelsverðlaunahafi  Meðal nýrra höfunda Bókafélagsins Uglu „Við flytjum mestmegnis jólalög af léttara taginu,“ segir Snorri Wium tenórsöngvari en þau Antónía Hevesi píanóleikari koma fram á hádegistón- leikum í Hafnarborg á morgun, fimmtudaginn 2. desember. Tónleik- arnir taka svip af aðventunni og er boðað að búast megi við hátíðlegri stund á tónleikunum sem standa yfir í um hálfa klukkustund. „Þetta verða í bland klassísk lög tengd þessum tíma árs og amerísk jólalög. Hvað er betra en að ganga út í daginn eftir að hafa hlustað á „Have Yourself a Merry Little Christmas“?“ spyr Snorri og vitnar í jólalagið banda- ríska. Aðgangur að tónleikunum er ókeyp- is en Rio Tintio Alcan er bakhjarl þeirra. Snorri hefur sungið í óperuhúsum víða um Evrópu auk þess sem hann hefur tekið þátt í uppfærslum Íslensku óperunnar og sungið á fjölda tónleika, meðal annars sem einn af Tenórunum þremur á hátíðartónleikunum Tenór- arnir þrír í Háskólabíói í janúar 2010. Morgunblaðið/Árni Sæberg Flytja jólalög Antonía Hevesi og Snorri Wium á æfingu í vikunni. Jólalög á hádegistónleikum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.