Morgunblaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2010
Látinn er Sigurður
Viðar Óskarsson. Góð-
ur vinur minn og fé-
lagi á lífsins vegferð.
Hann var fáum líkur
og gekk síst hina troðnu slóð
fjöldans. Náttúrubarn og ástríðu-
maður. Gæddur frumkrafti og orku
sem sjaldgæft er að finna meðal
fólks. Leiðir okkar lágu saman á
unglingsárum í gegnum hina stóru
sameiginlegu ástríðu – hesta-
mennskuna. Þar var okkur líkt farið
um margt í aðdáun og gleði í faðm-
lagi hestsins. Sigurður hafði næmt
auga fyrir góðum hrossum og var
gæddur ríku innsæi hvað varðar all-
ar hliðar hestamennsku. Þar vann
hann og margan sigur. Hann var ið-
inn og þolgóður tamningamaður og
ekki síður var árangur hans í
hrossarækt eftirtektarverður. Frá
honum komu gæðingar og m.a. sig-
urvegari síðasta landsmóts.
Af eðliskostum Sigurðar má
nefna hversu traustur hann var og
heiðarlegur í öllum samskiptum.
Sigurður Viðar
Óskarsson
✝ Sigurður ViðarÓskarsson fædd-
ist á Ísafirði 25. nóv-
ember 1960. Hann
lést á heimili sínu 16.
nóvember 2010.
Útför Sigurðar var
gerð frá Akureyr-
arkirkju 25. nóv-
ember 2010.
Orð hans stóðu sem
stafur á bók. Hann
var hjálpsamur og
gott að leita til hans
með allt. Hann var
ráðagóður og hollur
vinum sínum. Börn og
unglingar hændust að
honum vegna eðlis-
kosta hans. Hann var
ekki mikið fyrir að
trana sér fram, vann
að sínu, ósérhlífinn,
kappsamur og einarð-
ur, oft þrjóskur og
hélt sínu striki hvað
sem öðrum þótti.
Í fjölmörg ár vann hann erfiðustu
verkamannavinnu og vann mikið.
Aldrei kvartaði hann eða bar sig illa.
Þótti mörgum nóg um hversu harð-
ur húsbóndi hann var sjálfum sér.
Hann var stöðugt á ferðinni og þeg-
ar vinnu lauk tóku stundir með
hrossin við eða hjálpsemi við ein-
hvern. Fyrir nokkrum árum fékk
hann þá hugmynd að koma upp
hesthúsum fyrir börn og unglinga
og lét ekki sitja við orðin tóm. Þar
gerði hann einstaklega vel. Húsin
frábærlega vel umgengin og útbúin
og þar nutu margir góðrar gestrisni
hans og hollráða. Þó Sigurður dveldi
ekki við langskólanám voru gáfur
hans góðar og engan mann þekki ég
sem með líkum hætti lærði tungu-
mál og hann. Sú gáfa nýttist honum
vel því á síðari árum nam hann leið-
sögn og starfaði sem slíkur síðast-
liðin sumur hjá SBA-Norðurleið.
Margar góðar minningar koma
nú upp í hugann og sakna ég þess
að eiga ekki von fleiri slíkra stunda
með góðum vini. Ófáar voru ferð-
irnar að líta á hross í einhverjum
girðingum, umræður um hesta á
kaffistofunni eða ferðir með hrossa-
rekstur fram Eyjafjörð og ekki hvað
síst í Sörlastaði í Fnjóskadal. Á
þeim gleðistað var gott að vera og
áhyggjur heims fjarri. Þar var eilíft
sumar í faðmi dalanna sem bera
sannarlega mynd jarðneskrar para-
dísar. Ég minnist líka gleðistundar í
Hálskirkju þegar þau Sigurður og
Ulrika Sillus gengu í hjónaband.
Hún var hans stóra ást og lífslán. Þó
illvígur sjúkdómur sem uppgötvað-
ist á vordögum gæfi ekki mikla von
um bata var hugur Sigurðar fullur
af bjartsýni og lífsþrótti. Enginn má
þó sköpum renna, hans tími út-
mældur og vegferð lokið í þessu
jarðlífi.
Guð blessi minningu Sigurðar og
styrki Ulriku og aðstandendur alla í
sorginni sem aðeins fullvissan um
endurfundi eilífðar fær sefað. Allt er
sömu örlögum selt. Hið jarðneska
hverfur til moldar en sálin og lífs-
andinn heldur á vit eilífðarsumars-
ins í faðmi Guðs.
Arnaldur Bárðarson.
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast vinar míns og vinar okk-
ar allra í sveitinni sem við vorum
svo heppin að kynnast fyrir nokkr-
um árum og höfum á þessum tíma
átt margar skemmtilegar og eftir-
minnilegar stundir með. Göngur,
heyskapur, hestaferðir, spjall um
lífið og tilveruna við eldhúsborðið og
almennt hestastúss eru fyrstu minn-
ingarnar sem koma upp í hugann
þegar ég hugsa um hann Sigga okk-
ar. Ég hitti Sigga síðast í sveitinni í
Hörgárdalnum í sumar þegar við
vorum að ljúka við að taka inn síð-
ustu vagnana eftir fyrsta slátt. Að
þessu sinni hjálpaði hann ekki til við
mokstur eins og hann hefði allajafna
gert enda orðinn frekar máttfarinn
eftir erfið veikindi. Áhugann skorti
þó ekki og ef líkaminn hefði ekki
verið orðinn svona uppgefinn þá
hefði hann verið manna virkastur
við verkin. Þess í stað gæddu þau
hjónakornin sér á kræsingum hjá
mömmu og fylgdust með að allt færi
vel fram. Að hafa hann á staðnum
hjá okkur og sjá hversu glaður og
ánægður hann var með að vera í
sveitinni var einstaklega ánægju-
legt. Tilhugsunin um þessa stund í
sumar hlýjar manni um hjartarætur
nú þegar maður þarf að horfast í
augu við andlát hans og þá stað-
reynd að maður sjái ekki alskeggj-
aða vin sinn aftur í sveitinni, glað-
beittan og ánægðan. Minningin um
yndislegan mann sem gaf okkur svo
margt kemur til með að lifa innra
með okkur, mann sem alltaf var til
þjónustu reiðubúinn og svo góður
við okkur systkinin, uppeldisfrænd-
ur okkar tvo, börnin í sveitinni og
ekki síst við foreldra okkar sem áttu
Sigga að sem góðan og traustan vin
og félaga. Við eigum öll eftir að
sakna þín, elsku Siggi.
Elsku Ulrike, við sendum þér og
öllum ástvinum Sigga okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Fyrir hönd allra í sveitinni þinni,
Siggi minn,
Árdís Ármannsdóttir.
Bridsdeild
Breiðfirðingafélagsins
Nú er lokið þriggja kvölda tví-
menningskeppni. Baráttan um fyrsta
sætið var mjög jöfn. Röð efstu para
var þessi.
Oddur Hanness. – Árni Hannesson 828
Björn Arnarss. – Baldur Bjartmarss. 811
Sveinn Ragnarss. – Torfi Sigursson 747
Birgir Kristjánss. – Jón Jóhannsson 746
Örn Einarsson – Björn Árnason 714
Sunnudaginn 28/11 var spilað á 15
borðum. Röð efstu para var þessi.
Norður/Suður
Oddur Hannesson – Árni Hannesson 291
Björn Arnarsson – Baldur Bjartmars 274
Kristín Andrews – Jón Þ. Karlsson 230
Austur/Vestur
Örn Einarsson – Björn Árnason 264
Sveinn Ragnarsson – Torfi Sigursson 257
Karólína Sveinsd. – Sigurjóna Björgvd. 245
Sunnudaginn 5/12 Verður spilaður
eins kvölds tvímenningur. Síðasta
spilakvöld fyrir jól er föstudagurinn
10/12. Þá spilum við jólabrids.
Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxa-
feni 14, á sunnudögum klukkan 19.
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Föstudaginn 26. nóvember var
spilað á 18 borðum.
Úrslit urðu þessi í N/S:
Sigurður Hallgrímss. – Anton Jónsson 362
Friðrik Hermannss. – Oddur Halldórss. 335
Sverrir Jónsson – Óli Gíslason 335
A/V
Kristján Þorlákss. – Haukur Guðmss. 381
Örn Ísebarn – Örn Ingólfsson 360
Ásgeir Sölvason – Helgi Sigurðss. 352
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Fatnaður
Háaleitisbraut 68
sími 568 4240
Fimleika-
fatnaður
Fimleika og jazz
fatnaður í miklu úrvali
Skór, töskur o.m.fl.
Ástund dance
Minkapels til sölu Af sérstökum
ástæðum er til sölu minkapels. Mjög
hagstætt verð. Stærð M-L. Upplýs-
ingar í síma 843 7811 eftir kl. 17.
Gisting
Þú átt það skilið að slappa af fyrir
jólin! Allar helgar langar í vetur í
Minniborgum. Þú færð 3 nætur á
verði tveggja. Fyrirtækjahópar,
óvissu-hópar, ættarmót. Heitir pottar
og grill. Opið allt árið.
www.minniborgir.is
Gisting á góðum stað.
AKUREYRI
Höfum til leigu 50, 85 og 140 m²
sumarhús 5 km frá Akureyri, öll
með heitum potti og flottu útsýni yfir
Akureyri. Bjóðum einnig upp á íbúðir
á Akureyri. www.orlofshus.is,
Leó, s. 897- 5300.
Sumarhús
Laus sumarhús fyrir jólabakst-
urinn!!! Næstu helgar fram að jólum
eigum við laust fyrir föndur og jóla-
bakstur. Helgarverð kr. 18.900.
Velkomin í Tungurnar. S. 698 9874,
898 6033, eyjasol@internet.is
Til sölu
BÚÐU TIL ÞÍN
JÓLAKORT
Gleðileg jól!
Auðvelt, þægilegt, flott,
Ódýrt!!! ...eftir þínu höfði.
www.prentlausnir.is
Auðvelt, þægilegt, flott,
Ódýrt!!! ...eftir þínu höfði.
www.prentlausnir.is
BÚÐU TIL ÞITT
DAGATAL
JÚLÍ 20
08
Auðvelt, þægilegt, flott,
Ódýrt!!!...eftir þínu höfði.
www.prentlausnir.is
BÚÐU TIL ÞITT
MYNDA-
ALBÚM
Ódýr blekhylki og tónerar í
HP, Dell, Brother, Canon og Epson.
Send samdægurs beint heim að
dyrum eða í vinnuna. S. 517 0150.
Sjá nánar á blekhylki.is
Snowex dreifarar
Salt- og sanddreifarar til afgreiðslu
strax. Ýmsar stærðir. Kynnið ykkur
verð og kjör. Visa/Euro.
ORKUVER ehf.
www.orkuver.is,
Smiðjuvegi 11, Kópavogi.
Matta rósin og Halastjarnan
Ný sending af glösum ofl í Möttu
rósinni og Halastjörnunni.
Einnig glös í öðrum munstrum.
Slóvak kristall,
Dalvegi 16b, Kópavogi.
S. 544 4331.
Verslun
Vönduð armbandsúr fyrir dömur og
herra Pierre Lannier, 2011 árgerðin af
þessum vönduðu og fallegu úrum
komin frá Frakklandi. Bæði mekkan-
ísk og kvarz úr.
ERNA, Skipholti 3,
s. 552 0775, www.erna.is
Óska eftir
KAUPI GULL !
Ég, Magnús Steinþórsson gull-
smíðameistari, kaupi gull, gull-
peninga og gullskartgripi. Kaupi allt
gull, nýlegt, gamalt og illa
farið. Leitið til fagmanns og fáið góð
ráð. Uppl. á demantar.is, í síma
699 8000 eða komið í
Pósthússtræti 13 (við Austurvöll).
Verið velkomin.
Bílaþjónusta
Hjólbarðar
Útsala á 13“ og 14“ dekkjum.
Kaldasel ehf.,
Hjólbarðaverkstæði, Dalvegi 16 b,
Kópavogur, s. 5444333.
Húsviðhald
Þak og
utanhússklæðningar
og allt húsaviðhald
Ragnar V Sigurðsson ehf
Sími 892 8647.
Blómaskór. Margir litir.
Eitt par 1.200 kr., tvö pör 2000 kr.
Ný sending af kínaskóm kr. 1500
Póstsendum.
Skarthúsið, Laugavegi 44.
Sími 562 2466.
Labrador Retriever hvolpar.
Hreinræktaðir. Ættbókarfærðir HRFÍ.
Sprautaðir. Tilbúnir til afhendingar.
Upplýsingar í síma 695 9597 og í
síma 482 4010 eftir kl. 17.00.
Dýrahald Ýmislegt
Ökukennsla
Bilaskoli.is
Bókleg námskeið - ökukennsla -
akstursmat - kennsla fatlaðra
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza '08.
6960042/5666442.
Snorri Bjarnason
BMW 116i.
8921451/5574975. Visa/Euro.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat '08.
8924449/5572940.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '06.
8637493/5572493.
Tilvalin jólagjöf
Ný sending af vinsælu hringtreflu-
num. Einnig mikið úrval af húfum,
treflum, vettlingum, grifflum,
hnésokkum og legghlífum.
Skarthúsið,
Laugavegi 44.
Sími 562 2466.
finnur.is