Morgunblaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2010 Fallegar gjafaumbúðir Hentar öllum Gildir hvar sem er Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is Gjafakortið sem gildir alls staðar Þú velur upphæðina en viðtakandinn velur gjöfina. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Mjög hægðist um hjá björgunar- sveitum upp úr kvöldmatnum í gær en þær höfðu verið önnum kafnar við að aðstoða fólk og koma í veg fyrir foktjón í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær. Ólöf Snæhólm Baldurs- dóttir, upplýsingafulltrúi Slysa- varnafélagsins Landsbjargar, sagði að mörg óveðursútköll hefðu borist víða að. Töluverðar annir voru hjá björgunarsveitum fyrir austan fjall og á Suðurnesjum um og eftir miðjan gærdaginn og á Austfjörðum og Norðurlandi fyrr í gær. Óveðrið tafði samgöngur á landi og í lofti. Margir fjallvegir voru ófærir eða þungfærir. Ferðir áætl- unarbíla voru víða felldar niður og talsverð röskun varð á innanlands- flugi. Meðalvindur var víða yfir 25 m/s í gær og mjög sterkar vindhvið- ur. Einstakar hviður fóru t.d. yfir 50 m/s á veðurstöðvum Vegagerðarinn- ar á Hraunsmúla í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi, í Ham- arsfirði á sunnanverðum Austfjörð- um og undir Eyjafjöllum. Þá voru vindhviður um og yfir 40 m/s m.a. á Vatnsskarði eystra, Kjalarnesi, Hellisheiði, undir Ingólfsfjalli og á Lyngdalsheiði. Blindbylur var á Austfjörðum í gærmorgun og ekkert ferðaveður. Óveðrið skall þar á í fyrradag og fór að ganga niður síðdegis í gær. Rafmagn komst aftur á á bæjum á Suðausturlandi um kl. 15 í gær. Starfsmenn Rarik höfðu þá gert við raflínur sem biluðu þegar staurar brotnuðu við Kálfafell í óveðri í fyrradag. Vonskuveður var á Norðurlandi í gær. Stórhríð við utanverðan Skaga- fjörð, í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum og ekki ferðveður. Mjög hvasst var og byljótt víða á Suðurlandi. Björgunarsveitir voru kallaðar út á Selfossi, í Þorlákshöfn, Hveragerði og undir Eyjafjöllum þar sem þök og klæðningar fuku af húsum. Tveir sendibílar fuku út af undir Ingólfsfjalli. Björgunarsveitarmenn á Suður- nesjum höfðu í mörgu að snúast. Björgunarsveitin Sigurvon í Sand- gerði bjargaði flotbryggju sem var að slitna upp og fiskikör fuku á bíla við höfnina. Gervigras fauk af spark- velli við Njarðvíkurskóla og þak af húsi við Austurgötu í Keflavík. Bílar fuku til á Esjumelum á Kjal- arnesi og mjög hvasst var í Mosfells- dal þar sem barist var við að hemja þak á Skeggjastöðum. Óveður var víðast hvar á Vest- fjörðum og ekkert ferðaveður. Þar var víða stórhríð og vegirnir um Steingrímsfjarðarheiði og Þröskulda lokaðir vegna ófærðar. Mörg útköll vegna óveðursins í gær  Óveðrið tafði samgöngur á landi og í lofti og olli foktjóni Ljósmynd/Jónína Óskarsdóttir Fáskrúðsfjörður Flutningabíll með 40 feta gám fullan af síld í tunnum fór út af í gærkvöldi, líklega vegna blind- hríðar. Ökumaður meiddist lítillega og var fluttur á sjúkrahús. Starfsmenn Loðnuvinnslunnar björguðu farminum. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Makrílkvóti íslenskra skipa verður 146.818 tonn árið 2011 sem er 16.818 tonnum meiri kvóti en á þessu ári. Til viðbótar koma um 8.000 tonn sem voru eftir af kvóta þessa árs. Heild- armakrílveiðin getur því orðið nærri 155.000 tonn árið 2011. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gaf út ákvörð- un um makrílkvótann og undirritaði reglugerð í gær. Hann sagði að Ís- lendingar áskildu sér sama rétt og aðrar þjóðir um að veiða það sem eft- ir stæði af kvóta frá síðasta ári og því bættust 8.000 tonnin við. Hann minnti á að ráðuneytið hefði tilkynnt 30. nóvember sl. að Ísland myndi taka sér óbreytta hlutdeild í makrílveiðum næsta árs að teknu til- liti til aukningar í ráðgjöf Alþjóða- hafrannsóknaráðsins (ICES). Sú ákvörðun var tekin í kjölfar árang- urslausra viðræðna við ESB og Nor- eg um skiptingu makrílsins. ESB og Norðmenn vissu því að hverju þeir gengu þegar þeir ákváðu sína kvóta. ESB og Noregur hafa nú tekið ákvörðun um að veiða 583.882 tonn á næsta ári eða rúmlega 90% af ráð- lögðum heildarafla. „Ljóst er af því að þessir aðilar hafa ekki tekið tillit til lögmætra hagsmuna strandríkj- anna Íslands og Færeyja eða Rúss- lands. Kvótaákvörðun ESB og Nor- egs er því í raun og veru ákvörðun um að heildarveiðar á makríl á næsta ári fari fram úr ráðlögðum heildar- afla og er fullri ábyrgð vegna þessa vísað á hendur þeim,“ segir í tilkynn- ingu ráðuneytisins. En stefnir í makrílstríð við ESB og Noreg? „Þetta eru strandríki sem þarna eiga hlut að máli. Þeim ber að leysa þetta mál innbyrðis. Þar hafa allir sama rétt og sömu skyldur. Við vilj- um að samkomulag náist um sann- gjörn og eðlileg skipti á makríl. Hingað til hafa þær tölur sem hinar þjóðirnar hafa nefnt í þessu sam- bandi verið fjarri því að vera í nokkr- um takti við það sem við getum sætt okkur við,“ sagði Jón. Skiptir verulega miklu máli „Þetta er í takt við það sem búið var að gefa út,“ sagði Friðrik J. Arn- grímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. „Áður en ESB og Noregur ákváðu að hirða yfir 90% var búið að gera þeim ljóst að við myndum halda okk- ar hlut. Við vorum að vonast til að þeir myndu taka minna til sín svo veiði yrði ekki umfram ráðgjöfina. En það gerðist ekki. Við erum ánægðir með þetta.“ Friðrik sagði að makrílveiðar skiptu verulega miklu máli fyrir Íslendinga. Loðnan væri í lágmarki líkt og íslenska síldin og mikill niðurskurður væri í norsk-ís- lensku síldinni. Allt að 155.000 tonna makríl- veiði 2011  Kvótinn aukinn um nærri 17.000 tonn Morgunblaðið/Árni Sæberg Makríll Ágúst Tómasson fisksali með makríl sem veiddist hér. Makrílveiðar » Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur ákveðið 646.000 tonna makrílkvóta í NA-Atlantshafi árið 2011. » Norðmenn ætla að veiða 183.000 tonn og ESB 401.000 eða alls 584.000 t. af makríl. » Íslendingar veiddu 122.000 tonn og áætlað er að Fær- eyingar hafi veitt 85.000 tonn og Rússar 45. 000 tonn úr stofninum árið 2010. Liðsmenn Súlna – björg- unarsveitarinnar á Akureyri, voru kallaðir út í hádeginu í gær til að aðstoða fólk sem var fast í ófærð. Um tíu björgunarsveit- armenn á þremur bílum tóku þátt í aðgerðunum. Þeir komu aftur í hús um kl. 18 í gærkvöldi þegar veðrinu tók að slota. „Veðrið var svo vont. Þessi norðvestanátt er svo slæm hérna,“ sagði Magnús Viðar Arnarson, formaður Súlna. Hann sagði að eftir að veðrið brast á upp úr klukkan 8 í gær- morgun hefði fljótt orðið þung- fært og lítið skyggni í bænum. Veðrið fór að ganga niður um þrjúleytið. „Við vorum að losa bíla hér innanbæjar. Svo fórum við með tvo bíla til að aðstoða rútu, mjólkurbíl og fleiri bíla í Vík- urskarði. Það náðist að koma öllu fólkinu niður,“ sagði Magn- ús. „Veðrið var svo vont“ ÓFÆRÐ Á AKUREYRI Alþingi samþykkti í gær með 50 samhljóða atkvæðum þingsályktun- artillögu um að fram fari sjálfstæð og óháð rannsókn á starfsemi Íbúða- lánasjóðs. Var því lýst yfir við loka- afgreiðslu málsins að það væri sam- eiginlegur skilningur að rannsaka ætti starfsemi sjóðsins frá stofnun hans árið 1999 þegar Bygging- arsjóður ríkisins og Bygging- arsjóður verkamanna voru samein- aðir. Að tillögunni stóðu þingmenn úr Samfylkingunni, Sjálfstæðisflokki og Hreyfingunni. Vildu þeir að rann- sókn á starfsemi Íbúðalánasjóðs færi fram frá aðdraganda breyting- anna á fjármögnun og lánareglum Íbúðalánasjóðs sem hrint var í fram- kvæmd 2004. Er greidd voru atkvæði um tillög- una í gær las Róbert Marshall, for- maður allsherjarnefndar, upp yf- irlýsingu um að það væri sameiginlegur skilningur allsherj- arnefndar og flutningsmanna að rannsaka ætti sjóðinn frá stofnun hans frá árinu 1999 og ástæðu þess að hann var stofnaður. Rannsókn verður gerð á Íbúðalánasjóði Morgunblaðið/Sverrir Ögmundur Jónasson dóms- málaráðherra telur að svo stöddu ekki tilefni til að búa öll lögreglulið landsins rafbyssum. Þá segist ráð- herra telja að takmarka eigi vopna- burð lögreglu sem frekast er unnt. Þetta kemur fram í skriflegu svari dómsmálaráðherra á Alþingi við fyrirspurn Auðar Lilju Erlings- dóttur um rafbyssur í lögreglu- starfi. Í svarinu segir að ráðuneytið hafi haft málefnið til skoðunar um nokkurt skeið og telji að svo stöddu ekki tilefni til að búa öll lögreglulið rafstuðstækjum. Í fyrsta lagi telji ríkislögreglustjóri ekki rétt að taka rafstuðstæki í notkun, eins og sakir standa. Það hefði einnig umtals- verðan kostnað í för með sér. Í þriðja lagi sé notkun rafstuðstækja umdeild og hafi mannréttinda- samtök á borð við Amnesty Int- ernational gagnrýnt notkun þeirra. Ráðherra vill ekki búa lögreglulið landsins rafbyssum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.