Morgunblaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 32
Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2010 Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það er frábært að vera ríkur,“ segir í fyrirsögn greinar Bens Stever- mans á vef tímaritsins Business Week um kjör efnafólks í Bandaríkj- unum þessa dagana. Barack Obama Bandaríkja- forseti samþykkti í gær að fram- lengja skattalækkanir forvera síns, George W. Bush, ákvörðun sem margir stuðningsmanna hans á vinstri vængnum telja svik við lof- orðin sem Obama gaf í kosninga- baráttunni haustið 2008. Lægstu skattar síðan 1931 Steverman segir ákvörðunina góðar fréttir fyrir tekjuháa Banda- ríkjamenn og bendir á að tekju- skattur á einstaklinga í hæsta tekju- þrepi verði áfram 35%, eða sama hlutfall og Bush samþykkti árið 2003. Ef frá sé talið tímabilið frá 1988 til 1992 hafi þetta skattþrep ekki verið svo lágt frá árinu 1931. Til samanburðar var hlutfallið 39,6% í forsetatíð Bills Clintons, for- vera Bush, og hefði það aftur hækk- að upp í það þrep ef skattalækkanir Bush hefðu ekki verið framlengdar. Steverman segir að málamiðlun demókrata við repúblikana í þinginu feli einnig í sér að fjármagnstekjur frá tíð Bush verði áfram 15%, hlut- fall sem hafi ekki verið svo lágt frá árinu 1933. Þá sé erfðaskattur með lægsta móti, á sama tíma og t.d. fast- eignir eru á hagstæðu verði í kjölfar þess að fasteignabólan sprakk. Reuters Lúxus Lystisnekkja er seld á sem svarar um 95 milljónir króna ytra. Smjör á hverju strái  Bandarískir auðmenn hafa sjaldan haft það betra  Lágir skattar og ýmis kauptækifæri í spilunum Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, gaf í gær Laurent Gbagbo, forseta Fílabeinsstrandarinnar, frest til vikuloka til að láta af embætti ella ætti hann yfir höfði sér viðskipta- þvinganir af hálfu Evrópusambands- ins. Gbagbo viðurkennir ekki úrslit forsetakosninganna 28. nóvember síðastliðinn en Sameinuðu þjóðirnar og fulltrúar nokkurra Afríkuríkja og Afríkuráðsins fullyrða að hann hafi þá beðið ósigur fyrir Alassane Ouatt- ara, leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Sneri niðurstöðunni við Yfirkjörstjórn landsins komst að sömu niðurstöðu en stjórnarskrár- nefnd á vegum stjórnarinnar sneri henni við, eftir að hafa ógilt hálfa milljón atkvæða frá svæðum þar sem Ouattara nýtur vinsælda. Gbagbo vísar þessu á bug og full- yrðir að fylgismenn Quattara hafi viðhaft brögð í kosningunum. Róstusamt er á götum úti og segir breska útvarpið, BBC, að heyrst hafi áhyggjuraddir um að ólgan kunni að leiða til borgarastríðs. Skærur hafa verið á milli fylkinganna og í fyrra- dag reyndu stuðningsmenn Quatt- ara að ná stjórn á lykilbyggingum í stjórnkerfinu, með þeim afleiðingum að allt að 30 féllu. Þeir létu ekki deigan síga heldur gerðu aftur áhlaup í gær en undir kvöld var ekki ljóst hvort og þá hversu margir hefðu týnt lífi í átök- um við stuðningsmenn forsetans. Sakar Frakka um áróður Talsmaður Gbagbo forseta sakar Frakka, hina gömlu nýlenduherra Fílabeinsstrendinga, um að kynda undir óeirðunum með beinum og óbeinum hætti. Til aðmynda hafi franskir her- menn dulbúið sig sem al- menna borgara í mótmælunum til að tryggja að upp úr syði með átökum og mannfalli, sem svo mætti kenna for- setanum um. Forseti fær lokafrest  Vaxandi þrýstingur á forseta Fílabeinsstrandarinnar um að viðurkenna úrslit kosninga  Víki fyrir mótframbjóðanda Reuters Höfuðborgin Ókyrrð hefur verið á götum Abidjan síðustu daga og hefur reykur frá bálköstum legið yfir borginni. Forsetinn heitir fullu nafni Laur- ent Koudou Gbagbo en hann hefur setið samfellt á forseta- stóli frá því hann tók við emb- ætti eftir kosningar árið 2000. Gbagbo var áður prófessor í sagnfræði en hann er með dokt- orspróf í þeirri grein frá Dide- rot-háskóla í París (f. Université Paris Diderot). Áður en hann varð forseti tók Gbagbo þátt í starfi neðan- jarðarhreyfingar sem barðist gegn Félix Houphouët- Boigny, forseta landsins á tíma- bilinu 1960-2003. Við völd í áratug VAR ÁÐUR PRÓFESSOR Koudou Gbagbo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.