Morgunblaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 24
Setja þarf framfærsluviðmið, auka upplýsingaflæði og aðgengi að frek- ari menntun. Þetta eru lykilskilaboð fundar með þjóðfundarsniði sem haldinn var í tilefni Evrópuárs gegn fátækt og félagslegri einangrun. „Niðurstaða fundarins var meðal annars sú að það skipti máli að hlúa að einstaklingnum og allt verklag verði einfaldað,“ segir Bjarni Snæ- björn Jónsson stjórnunarráðgjafi sem kynnti niðurstöður fundarins í Ráðhúsinu í gær. Hjálpa þyrfti þeim sem fastir væru í viðjum fátæktar að koma undir sig fótum og auka hvetj- andi umræðu um málaflokkinn. Markmiðið væri ekki að komast á bætur heldur að allir nytu hæfileika sinna. Lokaráðstefna Evrópuársins fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær þar sem verkefni ársins voru kynnt. „Evrópuárinu lýkur senn en bar- áttunni gegn fátækt og félagslegri einangrun er síður en svo lokið. Mik- ilvægur grunnur hefur hins vegar verið lagður með þessu átaki þar sem fjölda verkefna hefur verið ýtt úr vör,“ sagði Guðbjartur Hann- esson, félags- og trygginga- málaráðherra. Hann sagði mik- ilvægt að halda baráttunni áfram þrátt fyrir að Evrópuárinu lyki senn. Atvinnuleysi og heilsufar Efnahagskreppan undanfarin ár hefur haft áhrif á andlega líðan at- vinnulausra í landinu. Þetta er ein meginniðurstaða rannsóknar sem Ása Guðbjörg Ásgeirsdóttir, dokt- orsnemi í lýðheilsuvísindum við Há- skóla Íslands, vann í tengslum við verkefnið Evrópuár gegn fátækt og félagslegri einangrun. Í rannsókn- inni voru skoðuð tengsl atvinnuleys- is í kjölfar kreppunnar og heilsu og líðunar. Skoðað var sérstaklega hvaða áhrif félagslegur stuðningur og heilsutengd hegðun hafi á þetta samband. Ása bar meðal annars saman tvo hópa fólks. Annars vegar fólk með fasta vinnu árin 2007 og 2009 hins vegar fólk sem hafði vinnu árið 2007 en hafði misst vinnuna árið 2009. At- hygli vekur að helmingur hópsins sem hafði misst vinnuna var aðeins með grunnskólapróf. Atvinnulausir einstaklingar stunda síður líkams- rækt og eru líklegri til að vera reyk- ingamenn. Margir telja sig búa við Allir fái notið hæfileika sinna  Auka þarf námsmöguleika fátæks fólks og þeirra sem eru án atvinnu meira álag í einkalífinu og segjast finna fyrir slakari félagsstöðu. „Atvinnulaust fólk upplifir sig í ákveðinni biðstöðu, þar sem skiptast á miklar væntingar og vonbrigði í kjölfar atvinnuumsókna,“ segir Ása. Viðbrögð við þessu sé gjarnan reiði út í stjórnvöld. Ása sagði mikilvægt að auka möguleika atvinnulausra til að mennta sig. Einnig þyrfti nauðsyn- lega að hækka lágmarkslaun því of lítill munur væri á lægstu launum og bótum. Slíkt væri ekki nægilega hvetjandi umhverfi fyrir atvinnu- lausa. hjaltigeir@mbl.is Morgunblaðið/aðsent Evrópuár Niðurstöðurnar voru kynntar í Ráðhúsinu í gær. Evrópuár » Árið 2010 var Evrópuár gegn fátækt og félagslegri ein- angrun. » Alls 21 verkefni og rann- sóknir fengu styrk í tengslum við Evrópuárið. » Niðurstöður verkefnisins voru kynntar í Ráðhúsinu í gær. » Setja þarf framfærslu- viðmið, auka upplýsingaflæði og aðgengi að frekari menntun 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2010 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Stóru bankarnir þrír; Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki, verja um 110 milljónum króna á ári til góð- gerðarsamtaka og líknarfélaga og enn hærri fjárhæðum ef styrkir til menningarmála, íþrótta og mennta- mála eru teknir með í reikninginn. Viðskiptavinum Landsbanka og Íslandsbanka gefst færi á að styrkja góðgerðarsamtök með reglulegum framlögum gegnum heimabankana. Þannig eru á lista hjá Landsbank- anum 85 félög og samtök hvers kon- ar. Að sögn Kristjáns Kristjánsson- ar, upplýsingafulltrúa Lands- bankans, hafa frá árinu 2006 um 5 milljónir króna komið á ári til félag- anna með þessum hætti. Alls ver bankinn um 40 milljónum króna á ári til góðgerðarfélaga og hjálparstofn- ana og má þar m.a. nefna framlög til félaga á borð við Sjónarhól, Félag heyrnarlausra og Umhyggju. Þá söfnuðu starfsmenn Landsbankans um sex milljónum króna til jólaað- stoðar í þessum mánuði. Framlög bankans til mennta- og menningar- mála eru ekki með í fyrrnefndum töl- um en Kristján segir þau skipta tug- um milljóna króna. Arion banki hefur styrkt ýmis góð- gerðarsamtök um 19,4 milljónir króna á árinu. Stærsti einstaki styrk- urinn var veittur Mæðrastyrksnefnd upp á fimm milljónir króna. Einnig hefur starfsfólk lagt sitt af mörkum við hin ýmsu styrktarverkefni eins og Mottumars þar sem starfsmenn söfnuðu veglegri fjárhæð, segir Iða Brá Benediktsdóttir upplýsinga- fulltrúi. Um 200 starfsmenn bankans eru liðsaukar Rauða kross Íslands og fóru m.a. 103 starfsmenn í hreinsun- arverkefni tengd gosinu í Eyjafjalla- jökli. Starfsfólk Arion banka tekur nú þátt í söfnun Mæðrastyrksnefnd- ar þar sem pökkum er safnað undir jólatré og þeim síðar dreift á góða staði. Þá býðst e-korthöfum bankans að leggja sitt af mörkum til Mæðra- styrksnefndar. Hægt er að gefa end- urgreiðslu sem korthafar fá nú í des- ember að hluta til eða öllu leyti til Mæðrastyrksnefndar. 30 milljónir úr maraþoninu Íslandsbanki ráðgerir að verja um 50 milljónum króna á þessu ári til samfélagsmála, m.a. 10 milljónum króna til Fjölskylduhjálpar Íslands. Már Másson upplýsingafulltrúi seg- ir upphæðina annars skiptast á milli fjölmargra félaga og samtaka, jafnt góðgerðarsamtaka sem námsmanna og íþróttafélaga. Eru þá ekki talin með framlög bankans í Frumkvöðla- sjóð og Afrekskvennasjóð ÍSÍ. Eitt stærsta verkefni bankans á þessu sviði er stuðningur við Reykjavíkurmaraþonið. Þetta árið var aukinn kraftur settur í áheita- söfnun á hlaupara gegnum vefinn hlaupastyrkur.is. Þannig söfnuðust nærri 30 milljónir króna í sumar sem runnu til alls 96 góðgerðar- félaga. Viðskiptavinir Íslandsbanka geta styrkt góðgerðarfélög gegnum net- banka með þrennum hætti, en upp- hæðir þaðan liggja ekki fyrir. Þeir geta lagt lið með reglulegum greiðslum og einnig nýtt sér þjón- ustu er nefnist „Eigðu afganginn“. Þá tengja þeir þjónustuna við greiðslukort og velja að láta úttekt- arupphæð námundast upp í næsta hundrað fyrir ofan og láta mismun- inn renna til góðgerðarfélaga að eig- in vali. Þá geta félagar í Vildarklúbbi Íslandsbanka breytt vildarpunktum í styrk til góðgerðarfélaga. 110 milljónir til góðgerðarmála  Styrkir bankanna til hjálparstarfs með ýmsum hætti Morgunblaðið/Samsett mynd 50 milljónir kr. hjá Íslandsbanka til samfélagsmála, utan fastra styrkja 40 milljónir kr. hjá Landsbanka til góð- gerðarmála en mun hærri framlög til samfélagsmála í heild sinni 19,4 milljónir kr. hjá Arion banka til góðgerðarsamtaka á árinu ‹ TIL GÓÐGJÖRÐA Á ÁRI › »                               ! !     " #                !" Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum færði í gær Jólaað- stoð 2010 að gjöf humar og saltsíld sem fjölskyldum verður úthlutað fyrir jólin, alls 2.000 poka af humri og 2.000 fötur af síld. Jólaaðstoðin er samstarf Mæðra- styrksnefndar Reykjavíkur, Rauða krossins í Reykja- vík, Hjálparstarfs kirkjunnar og Hjálpræðishersins. Jólaaðstoð við fjölskyldur sem þurfa hjálpar við Ljósmynd/Hreinn Magnússon Vinnslustöðin gaf humar og saltsíld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.