Morgunblaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 11
Loftriffill Guðmundur leiðbeinir blaðamanni. Byrjað var að skjóta úr sitjandi stöðu og tókst vel til. þetta væri íþrótt sem hentaði sum- um en öðrum ekki og virtist ég til- heyra fyrri hópnum. Næst nartaði ég í áttuna og síðan sjöuna og gataði spjaldið eiginlega í tætlur, „Þetta er í góðu lagi,“ sagði Guðmundur ánægður með mig. Næst var að prófa að skjóta af rifflinum standandi. Þá átti ég að standa á hlið, með byssuna þétt upp við mig, halla mér aðeins aftur með olnboga vinstri handar á síðunni og reyna að hitta. Guðmundur lagði áherslu á að það ætti ekki að hleypa af nema maður væri sáttur, betra væri að leggja byssuna aðeins frá sér, hvíla sig í handleggnum og prófa aftur heldur en að hleypa af í óvissu. Ég hitti svarta hringinn á skífunni standandi sem var gott. Skotið af skammbyssu Þá var komið að skammbyss- unni sem er vandasamara verkfæri. Þar átti ég líka að standa á hlið, með vinstri hönd í buxnavasanum og halda á byssunni í þeirri hægri. Höndin átti að falla vel að skaftinu, halda þéttingsfast um það og litli puttinn að vera laus. Með skammbyssunni er stærra skotspjald en með rifflinum og það átti ekki að miða beint á miðjupunkt- inn. Byrja átti að lyfta byssunni upp, láta hana síga aðeins fyrir neðan svarta punktinn og láta framsigtið nema við neðri hluta hans. Ég rykkti alltaf aðeins þegar ég hleypti af svo skotið fór yfirleitt í vegginn. Það gekk illa hjá mér að hitta með skammbyssunni svo Guðmundur lét mig prófa að fara á hnén og hafa stuðning af borðinu. Þá fór ég að hitta á skotskífuna og síðasta skotið fór inn í sjálfan svarta hringinn. Ég hoppaði af kæti. Guðmundur sagði skammbyss- una vinsælli en riffilinn en ég kunni betur við þann síðarnefnda, kannski vegna þess að með honum hitti ég skotskífuna. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2010 „Ég ætla að vakna í ró- legheitum og fá mér eitthvað gott í gogg- inn, svo ætla ég að setja upp Pop Up markað á Tryggvagötu 4-6, þar sem hárgreiðslustofan Rauðhetta og úlfurinn var áður,“ segir Helga Lilja Magnúsdóttir fata- hönnuður en Pop Up mark- aðurinn verður opinn í dag milli kl. 13 og 22 og á morgun frá kl. 13 til 18. „Þar mun ég standa vaktina allan daginn með hópi af góðum hönn- uðum, umkringd fallegu dóti. Ætli maður fari svo ekki út í einn til tvo jólabjóra með ein- hverjum snillingum.“ Helga Lilja hannar „high street“ kvenmannsföt undir nafninu helicopter. „Ég vil að þú getir hoppað í kjól um morguninn og svo hoppað í hæla fyrir kvöldið og þá ertu orðin fín en yfir daginn ertu yfir meðallagi hversdagsleg.“ Hægt er að kynna sér hvaða hönnuðir verða á Pop Up á Fa- cebook og þar er jafnframt hægt að skoða fötin í helicop- ter-línunni. Hvað ætlar þú að gera í dag? Helga Lilja Magnúsdóttir Stendur vakt- ina á Pop Up mat“. Nýjustu vörurnar hjá mér hafa slegið í gegn fyrir jólin, en það eru seðlaveski með mynd af eig- andanum, jólaóróar með fjöl- skyldumyndum og fleira í þeim dúr,“ segir Erna og bætir við að fólk geti ýmist komið með sinn eigin texta eða valið sér staðlaða texta sem hún á til að setja á flíkur eða hluti. Sérmerktu bolirnir fást í öllum stærðum, bæði fyrir börn og full- orðna, en hún er líka með hettu- peysur fyrir unglinga og fullorðna. Erna segir gaman að vinna heima með eigið fyrirtæki. „Við vinnum hérna saman mæðgurnar, dóttir mín er vinnukona hjá mér, hún rað- ar fyrir mig og hjálpar til við það sem hún ræður við.“ khk@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Saman Erna og Anna Kolbrún dóttir hennar hjálpast að í vinnunni út í bílskúr. Á morgun, sunnudag, verður opið frá kl. 13-17 í bílskúrnum hjá Ernu á Garðaflöt 5, en annars eftir sam- komulagi. S. 555-3533 www.alltmerkilegt.is Facebook: allt merkilegt. Skotfélag Reykjavíkur er elsta íþróttafélag Íslands. Félagið var stofnað 2. júní 1867 og starfsemi þess hófst við Skothúsveg í Reykjavík sama ár. Um sextán skotfélög eru nú starfrækt í landinu. „Félagar inn- an Skotsambandsins eru í kring- um 2500. Það er með stærri sér- samböndum. Á hverju kvöldi eru hér í Egilshöll tíu til tuttugu manns að æfa,“ segir Guð- mundur. Starfsemi félagsins í innigrein- um var flutt í Egilshöllina í Graf- arvogi 2004. Þar er aðstaða fyrir flestar greinar skotíþrótta sem stundaðar eru innanhúss, s.s. æf- ingar og keppni í skotgreinum á 25- og 50 metra brautum og á 10 metra brautum. Árið 2007 fékk félagið útiskotsvæði á Álfsnesi. Svæðið er hannað sem íþrótta- svæði, en einnig er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir skotveiðimenn til æfinga og ekki síst aðstöðu fyrir þá sem stunda skotfimi sem tóm- stundasport. Elsta íþróttafélagið SKOTFÉLAG REYKJAVÍKUR www.sr.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.