Morgunblaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2010 Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is Hópur spilaáhugamanna tók sig nýverið til og stofnaði Leikjavík, leikjamiðstöð þar sem fólk getur komið og spilað saman ýmis borð- spil. Á facebook-síðu Leikjavíkur segir að miðstöðin sé eins og bókasafn nema með borðspilum í stað bóka. Þrátt fyrir að mið- stöðin sé ný eru þeir sem að henni standa engir nýgræðingar í spilamennsku. „Við erum sex sem vinnum að þessu, þrír Íslendingar og þrír útlendingar. Við byrjuðum að spila í heimahúsi og þar voru stundum allt að tólf manns að spila í einu, sem var mjög gam- an,“ segir Filipa Andrade, einn af stofnendum Leikjavíkur. Styrkur frá borginni Vegna vinsælda spilasamkom- anna þótti ráð að finna húsnæði sem gæti hýst allan mannskapinn. Að sögn Filipu var sú hugmynd einnig uppi að fjölga spilamönn- unum í hópnum. „Við höfðum samband við fjölmenning- armiðstöðina Múltíkúltí, sem býð- ur meðal annars upp á íslensku- kennslu, því við vissum að húsnæði þeirra væri ekki nýtt all- an daginn. Við gerðum sam- komulag um að fá að nýta það á kvöldin eftir kennsluna og um helgar.“ Til að koma Leikjavík af stað sótti hópurinn um verkefnastyrk frá Reykjavíkurborg sem nefnist „Vertu með í að skapa betri borg“ og er markmiðið með honum að hvetja ungt fólk til atvinnusköp- unar. „Í október fengum við svo grænt ljós til þriggja mánaða,“ segir Filipa og bætir við að þau hafi nú þegar ráðið til starfa einn íslenskan starfsmann. Ekki rekið í hagnaðarskyni Spilamiðstöðin var opnuð í nóvember og hefur starfsemin gengið vonum framar. Þar hittast Íslendingar, útlendingar sem bú- settir eru hér á landi og ferða- menn sem hafa heyrt af Leikjavík og sameinast yfir spilum. Spurð hvort gestir leikjamiðstöðvarinnar geti keypt sér hressingu meðan á spilamennsku stendur segir Filipa: „Verkefnið er ekki rekið í hagnaðarskyni svo við erum ekki með neitt til sölu en þeir sem koma geta fengið sér ávaxtasafa eða heitt kakó að drekka, og svo erum við oftast með samlokur eða smákökur í boði. Við tökum svo við frjáls- um framlögum.“ Morgunblaðið/Golli Spilamennska Fátt er skemmtilegra en að sitja við krefjandi borðspil í góðra vina hópi. Leikjavík í Reykjavík  Fjölbreyttur hópur sameinast yfir spilum  Bókasafn með borðspilum í stað bóka  Frítt en tekið við framlögum Leikjavík er til húsa í fjölmenn- ingarmiðstöðinni Múltíkúltí á Barónsstíg 3 í Reykjavík. Þar er opið þriðjudaga til fimmtudaga frá klukkan 19 til 23 og um helg- ar á milli klukkan 13 og 23. Í Leikjavík ættu flestir að geta fundið spil við sitt hæfi, jafnt ungir sem aldnir, en spilamið- stöðin býr yfir meira en 70 spil- um af öllum stærðum og gerð- um. Að sögn Filipu hýsir rýmið léttilega 50 manns en 20 til 30 spila þar á hverju kvöldi. Þá mættu 75 spilaáhugamenn til leiks opnunarkvöldið sjálft. Boðið verður upp á ýmsa spilaatburði á næstunni og má til að mynda nefna spilakvöld þar sem þau spil sem komu út fyrir jólin verða tekin fram. Nánari upplýs- ingar má finna á facebook-síðu Leikjavíkur. Spil fyrir alla LEIKJAVÍK BÝR YFIR MEIRA EN 70 SPILUM Í frístundaheimilinu Skólaseli við Ártúnsskóla hefur jólaundirbúningur verið í fullum gangi á aðvent- unni. Undanfarnar vikur hafa börnin unnið að gerð þessa fallega jólatrés sem gert er úr þunnum svampi. Hvert barn klippir út eitt lítið jólatré og skreytir, síðan er þeim raðað saman og myndað eitt stórt jólatré. Á tréð eru síðan hengdar kúlur og á þeim stendur eitthvað spennandi sem gerist þann daginn. Þessi vinna hefur vakið mikla lukku í Skóla- seli. Börnin gerðu jólatré úr svampi Biðin eftir jólunum er brátt á enda Filipa Andrade Heilsa & hreyfing Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað umHeilsu og hreyfingu mánudaginn 3. janúar. –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, þriðjudaginn 21. desember. Í þessu blaði verða kynntir fullt af þeimmöguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífstíl í byrjun ársins 2011. Meðal efnis verður: • Hreyfing og líkamsrækt • Vinsælar æfingar • Bætt mataræði • Heilsusamlegar uppskriftir • Andleg vellíðan • Bætt heilsa • Ráð næringarráðgjafa • Hugmyndir að hreyfingu • Jurtir og heilsa • Hollir safar • Ný og spennandi námskeið • Bækur um heilsurækt • Skaðsemi reykinga • Ásamt fullt af spennandi efni. SÉRBLAÐ Kápur Áður: 19.990 Nú: 14.990 St. 36-48 Hlý jólagjöf Laugavegi 54, sími 552 5201 Kápur Áður: 29.990 Nú: 23.990 St. 42-54 20% afsláttur af öllum vörum Opið til kl. 22 - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.