Morgunblaðið - 25.01.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.01.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2011 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Í framhaldi af mælingum á loðnustofn- inum fyrr í þessum mánuði leggur Haf- rannsóknastofnunin til að leyfilegur há- marksafli á vertíðinni verði aukinn um 125 þúsund tonn og verði alls 325 þús- und tonn. Áætla má að verðmæti þess- arar aukningar nemi yfir sex milljörð- um króna fyrir þjóðarbúið og í heild geti loðnuvertíðin gefið um 14-15 millj- arða í útflutningsverðmæti. Gildandi aflaregla gerir ráð fyrir að 400 þúsund tonn séu skilin eftir til hrygningar. Áfram verður fylgst með loðnugöngum og ráðgerir Hafrann- sóknastofnunin að fara að nýju af stað þegar loðnan er farin að sjást við suð- austurströndina. Hluti af heildaraflamarki af loðnu kemur í hlut Norðmanna og Grænlend- inga samkvæmt samningi þjóðanna. Í gær höfðu norsk veiðiskip veitt um 21 þúsund tonn af loðnu í íslenskri lög- sögu. Jákvæðar niðurstöður Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs Hafrannsóknastofn- unar, segir að vissulega séu þessar nið- urstöður jákvæðar. Eigi að síður séu loðnumælingar vetrarins með þeim lægri í sögulegu samhengi. Þorsteinn segir að loðna hafi sést á stóru svæði, en þéttust hafi hún verið úti af norð- anverðum Austfjörðum og austan við Kolbeinseyjarhrygginn. Sú loðna sem nú er út af austanverðu Norðurlandi gæti veiðst fyrir Aust- fjörðum næstu vikur. Líklegt má telja að um 20% hrognafylling verði komin í loðnuna eftir um einn mánuð, en mest verðmæti fást þá fyrir hrognin. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson var við mælingar 6.-22. janúar og var svæði frá Suðausturlandi, norður um og allt að sunnanverðum Vestfjörðum kannað. Fyrstu dagana komu jafn- framt fimm veiðiskip að þessum rann- sóknum. Fram kom í loðnuleiðangri í nóvem- ber að árgangurinn sem kemur inn í veiðina næsta vetur er enn sterkari en sá sem nú er einkum veitt úr. Vænta má þess að ráðgjöf um upphafskvóta í loðnu á vertíðinni 2011-12 verði gefin út með ráðgjöf um aðra fiskstofna næsta sumar. Í þeim efnum hefur Hafrannsóknastofnun samráð við Alþjóðahafrannsóknaráðið þar sem um deilistofn er að ræða. Aukning kvótans gæti gefið yfir sex milljarða  Vart varð við loðnu á stóru svæði  Áfram verður fylgst með loðnugöngum Ljósmynd/Haukur Jónsson Vertíð Líflegt hefur verið í höfninni á Eskifirði undanfarið og meðal annars hafa norsk skip landað þar um 3.500 tonnum. Eittt norsku skipanna sést á myndinni en Jón Kjartansson er við bryggju og Faxi hefur fengið þjónustu hjá Egersund nótastöðinni. Unnið er á vöktum í Fiskimjölsverksmiðjunni og í nótastöðinni meðan slík uppgrip eru. Þráinn Freyr Vigfússon, aðstoðar- yfirmatreiðslumaður á Grillinu á Hótel Sögu, er um þessar mundir staddur í Lyon í Frakklandi þar sem hann tekur fyrir Íslands hönd þátt í Bocuse d’Or, keppni mat- reiðslumeistara, í dag. Fyrstu dagarnir hafa þó ekki gengið áfallalaust fyrir sig en að sögn Atla Þórs Erlendssonar, mat- reiðslunema og aðstoðarmanns Þráins, hófust vandræðin strax á útleið sl. fimmtudag. „Við sendum fragtina af stað frá Íslandi á undan okkur. Hún millilenti í Kaupmanna- höfn og átti að fara þaðan með flugi til Parísar þar sem við ætluðum að taka við henni og keyra með hana til Lyon. Þegar við komum til Par- ísar kom í ljós að fragtin var enn í Kaupmannahöfn,“ segir Atli. Vegna þessa fengu Þráinn og lið hans ekki hráefni sitt og búnað fyrr. Þarna voru vandræðin hins vegar aðeins rétt að byrja. Rúmfastir með magakveisu Þráinn hafði látið sérsmíða fyrir sig silfurstanda en þrátt fyrir að hafa verið fluttir í handfarangri brotnuðu þeir og segir Atli að ýmsar tilfæringar með lími hafi þurft til að laga þá. Um helgina veiktust svo bæði aðalaðstoðarmaður Þráins og þjálfari hans af magakveisu og voru rúmfastir. Þá kom í ljós að eitt mikil- vægt hráefni, sítrónu-tímían, fékkst ekki í Lyon. Hringt var heim og brunaði frændi Þráins á garðyrkju- stöðina Engi í Laugarási til að ná í kryddið og flaug vinafólk Þráins með það út í gær. Hópurinn krossleggur nú fingur og vonar að engin fleiri áföll komi upp á og að fall sé fararheill, líkt og máltækið segir. ylfa@mbl.is Tekur þátt í HM matreiðslumanna í Lyon Morgunblaðið/Heiddi Meistarakokkur Þráinn keppir fyrir Íslands hönd á Bocuse d’Or í dag.  Ekki gengið áfallalaust hjá Þráni Frey Vigfússyni á Bocuse d’Or í Frakklandi  Fragtin festist í Kaupmannahöfn, búnaður brotnaði, aðstoðarmenn veiktust og eitt hráefnanna var ófáanlegt Afar virt keppni » Bocuse d’Or er ein stærsta og virtasta einstaklings- matreiðslukeppni í heimi og hefur verið haldin síðan 1987. Hún er oft kölluð heimsmeist- arakeppnin í matreiðslu. » Færri þátttakendur komast að en vilja. 24 þjóðir fá keppn- isrétt eftir að hafa unnið for- keppni í sinni heimsálfu en fimm efstu sætin í sjálfri keppninni tryggja sjálfkrafa keppnisrétt í næstu keppni. » Þráinn var valinn mat- reiðslumaður ársins 2007 og hefur unnið fjölda verðlauna í alþjóðlegum keppnum. „Þetta er jákvætt og ég hef enga trú á öðru en að aflaheimildir verði auknar enn frekar,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Nes- kaupstað. „Það er langt síðan loðnuveiðar hafa gengið eins vel og í ár. Auk þess sem skipstjórar telja sig sjá töluvert af loðnu og eru fullir bjartsýni. Verð á mjöli og lýsi hefur verið að styrkjast, en hins vegar er meiri óvissa með afurðir til manneldis. Auðvitað er það slæmt að geta ekki keyrt frysti- húsin eins og við höfum gert, en Norðmenn eru að frysta loðnu og sömuleiðis Rússar. Markaðir fyr- ir frysta loðnu eru mjög þungir og verðið sem hefur verið í boði skilar minna en verð- mæti mjöl- og lýsisvinnslunnar. Við höfum tekið ákveðna áhættu og veitt talsvert af loðnu til mjöl- og lýsisvinnslu. Við trúðum því að það yrði aukið við kvótann og byggðum þessa ákvörð- un á mati skipstjóra sem voru á miðunum fyrir ára- mót. Nú er komið á daginn að þetta var rétt mat. Menn verða að átta sig á því að tíminn er peningar í þessu og verðmæti mjöl- og lýsisvinnslunnar rýrnar þegar líður á vertíðina vegna minnkunar á fituinni- haldi. Við þurfum einfaldlega að vera stöðugt á vaktinni og fylgjast með göngu loðnunnar og menn sem að þessu koma þurfa að hafa trú á því að auknar rann- sóknir skili okkur árangri,“ segir Gunnþór Ingvason. Þurfum að vera stöðugt á vaktinni VERÐ FYRIR MJÖL OG LÝSI AÐ STYRKJAST EN MARKAÐIR ÞUNGIR FYRIR FRYSTA LOÐNU Gunnþór Ingvason Hlákukaflinn sem staðið hefur frá því um miðja síðustu viku stendur áfram, að minnsta kosti út vikuna. Hiti verður gjarnan tvö til sjö stig. Þó er hugsanlegt að það stirðni við jörðu ef léttir til á Norður- og Aust- urlandi. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, neitar því að komið sé vor. Hlákukaflinn sem nú stendur sé hefðbundinn. Slíkir kaflar komi venjulega tvisvar til þrisvar á hverjum vetri. Heitast hefur orðið 17,6 stig 25. janúar. Það var á síðasta ári, á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði. Útlit er fyrir hlýjan dag á Suður- og Suðausturlandi í dag. Veðurkortin sýna rauðar tölur áfram. Þó er gert ráð fyrir því að það birti til á föstudag og að þá verði létt frost inn til landsins. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Einar Falur Hláka Hlýtt loft er yfir landinu og útlit er fyrir milt veður áfram. Hlákukafl- inn stendur áfram Upplýsingar um gönguljósin í Reykjavík verða kynntar um- hverfis- og sam- gönguráði í dag. Ráðið óskaði eft- ir þessum upp- lýsingum eftir banaslys gang- andi vegfaranda á Snorrabraut í desember sl. Sérfræðingur var fenginn í kjölfarið til að kanna gönguljósin og sýnt þykir að þau hafi starfað rétt, segir í tilkynn- ingu. Málið sé enn á rannsókn- arstigi og beðið er eftir niðurstöðu rannsóknarnefndar umferðarslysa um slysið og gönguljósin. „Við vilj- um tryggja umferðaröryggi í borg- inni eins og kostur er og skoða þarf málið í heild sinni,“ segir Karl Sig- urðsson, formaður umhverfis- og samgönguráðs. Skoða betur gönguljósin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.