Morgunblaðið - 25.01.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.01.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2011 Í tilefni af stórafmæli Vigdísar Finnbogadóttur á síðasta ári, og því að 30 ár voru liðin frá forsetakjöri hennar, hefur lyfjafyrirtækið Ac- tavis ákveðið að styrkja Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur um 30 milljónir króna til byggingar húss fyrir starfsemi stofnunarinnar. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, for- stjóri Actavis á Íslandi og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Ís- lands, undirrituðu samning um stuðninginn í Háskóla Íslands á föstudag sl. Stofnun Vigdísar Finn- bogadóttur hefur sett sér það markmið að byggja þrjú þúsund fermetra hús austan við Háskólabíó sem mun m.a. hýsa alþjóðlega tungumálamiðstöð og alla kennslu og rannsóknir í þeim 14 erlendu tungumálum sem kennd eru við Há- skóla Íslands. Morgunblaðið/Kristinn Gefa 30 milljónir til húsbyggingar Matís ohf. hefur sett upp nýja „kæligátt“, sem er upplýsingaveita með hagnýtum upplýsingum og umfjöllun um kælingu og með- höndlun á fiski á öllum stigum virð- iskeðjunnar frá miðum á markað. Leiðbeiningarnar byggjast á rann- sóknum sem framkvæmdar hafa verið innan kæliverkefnana Chill on, Hermunar kæliferla, og Kæli- bótar. Kæligáttin er bæði til á íslensku (www.kaeligatt.is) og á ensku (www.chillfish.net). Leiðbeining- arnar eru settar fram á not- endavænan hátt og eiga vonandi eftir að nýtast sjómönnum, fram- leiðendum og flutningsaðilum og einnig koma að gagni við fræðslu og námskeiðahald á þessu sviði. Upplýsingaveita um kælingu á fiskmeti Í dag, þriðjudag, stendur Fem- ínistafélagið fyrir fundi þar sem staðgöngumæðrun verður rædd frá hinum ýmsu hliðum. Fundurinn fer fram í Fríðuhúsinu á horni Snorra- brautar og Njálsgötu og hefst kl. 20. Frummælendur verða Guðrún Þorsteinsdóttir, formaður vinnu- hóps heilbrigðisráðuneytisins um staðgöngumæðrun, Ástríður Stef- ánsdóttir, læknir, siðfræðingur og félagi í vinnuhópi um stað- göngumæðrun, og Salvör Nordal siðfræðingur. Einnig mun með- limur úr félaginu Staðganga, stuðn- ingsfélagi staðgöngumæðrunar á Íslandi ávarpa fundinn. Umræðufundur um staðgöngumæðrun Í dag, þriðjudag kl. 12, mun Húni Heiðar Hallsson halda erindi um lagalega stöðu hvítabjarna við Ísland. Erindið fer fram í Há- skólanum á Ak- ureyri í M102 Sólborg v/Norðurslóð. Í erindi sínu fjallar Húni um þær réttarheimildir sem gilda um hvíta- birni á Íslandi og hvernig þær hafa þróast. Hann fjallar einnig um túlk- un réttarheimilda um hvítabirni og þær móttökur sem þeir hafa fengið á Íslandi á síðustu árum. Þá mun Húni útskýra þær ráðstafanir sem stjórnvöld gripu til árið 2008 þegar tveir hvítabirnir gengu á land. Lagaleg staða hvíta- bjarna á Íslandi STUTT Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is ÚTSALA Gerið góð kaup Verð áður: Verð nú: Kjóll 15.900 kr. 5.900 kr. Kjóll 8.900 kr. 3.500 kr. Gullvesti 14.900 kr. 5.900 kr. Sparimussa 8.900 kr. 7.500 kr. Toppur 11.900 kr. 2.000 kr. Prjónakjóll 21.900 kr. 8.700 kr. Siffonbuxur 14.900 kr. 5.900 kr Verðdæmi: www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Útsala Str. 38-56 Laugavegi 63 • S: 551 4422 ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR á klassískum og vönduðum kvennfatnaði frá þekktum framleiðendum laxdal.is MÖGNUÐ ÚTSALA Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500 www.flis.is • netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Sími 551 3010 Hárgreiðslustofan - nýr auglýsingamiðill Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Gert er ráð fyrir að alls 94 íbúðir og hús verði seld á nauðungaruppboði á Suðurnesjum í febrúar og er það með allra mesta móti. Hér er um að ræða lokastig í nauðungarsöluferl- inu. Þá verða um 85 nýjar nauðung- arsölubeiðnir teknar fyrir í febrúar og 180 eignir eru komnar á annað stig uppboðs, þ.e. á þeim mun hefjast uppboð. Til samanburðar má benda á að allt árið í fyrra lauk uppboðum á 280 húseignum, þ.e. afsal var gefið út vegna þeirra. Um 590 ný nauðung- arsölumál komu inn á borð sýslu- mannsins í fyrra. Flestar í eigu fasteignafélags Ásgeir Eiríksson, fulltrúi sýslu- mannsins í Keflavík, segir að lang- flest af þeim 94 íbúðum og húsum sem boðin verða upp á framhalds- uppboði í febrúar séu í eigu fast- eignafélagsins Norðurkletts en til- tölulega fáar í eigu einstaklinga eða fjölskyldna. Eftir hrun var lögum um nauðung- arsölu breytt og nauðungarsölum frestað í þrjá mánuði ef fólk óskaði þess. Þetta úrræði var ítrekað fram- lengt, nú síðast þannig að hægt var að óska eftir fresti allt til 31. mars 2011. Það styttist því óðum í að síð- asti fresturinn renni út. Ásgeir á ekki von á holskeflu upp- boða þegar fresturinn rennur út. Sýslumannsembættið hafi undanfar- ið þurft að bjóða upp eignir hjá fólki sem hafði fengið þriggja mánaða frest en hann runnið út. Þá hefðu margir leitað úrræða hjá umboðs- manni skuldara. Bankarnir passa upp á veðin Ásgeir segir að það komi fyrir að einstaklingar bjóði í eignir sem eru á nauðungarsölu en einkum séu það bankarnir sem leysi til sín fasteign- irnar. „Þeir eiga engan annan kost,“ segir hann. Einstaklingar sem komi á uppboð bjóði lágt í eignir og langt undir verðmætinu. Hann þekkir þess ekki dæmi að einstaklingar hafi getað keypt eignir á smánarvirði á uppboðum, bankarnir gæti þess að tapa ekki veðum sínum. Í febrúar verða 94 eignir á Suðurnesjum slegnar Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbær Fjöldi íbúða bættist við á gamla varnarsvæðinu, Ásbrú.  Frestur á nauðungarsölu rennur út 31. mars Fresti frestað » Í mars 2009 var ákveðið að fresta nauðungarsölu fram yfir 31. október 2009. » Í nóvember var lögunum breytt og nú var hægt að fresta allt til 28. febrúar 2010. » Aftur var framlengt, í síð- asta lagi til 31. mars nk. Þrjár þernur, sem störfuðu um borð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi, segjast hafa fengið afhent uppsagn- arbréf eftir að þær óskuðu eftir því að fá stéttarfélög sín til að fara yfir starfslýsingarsamning áður en hann yrði undirritaður. „Við vildum láta stéttarfélagið okkar skoða hann, og létum skip- stjórann vita af því á sunnudag. En þá kom hann bara með uppsagnar- bréfið og það gildir frá og með 23. [janúar],“ sagði Íris Valgeirsdóttir, ein þernanna, í samtali við mbl.is. Íris sagði að þernurnar hefðu óskað eftir því að tvö atriði yrðu tekin út úr samningnum, sem varða þrif sem þernurnar sinna m.a. Sl. föstudag hefði þeim verið tjáð að annaðhvort myndu þær skrifa undir eða verða reknar. Íris sagðist ekki hafa viljað svara þessu strax og sagði að rekstrarstjóri Herjólfs hefði gefið sér frest fram á mánu- dag, þ.e. í gær, til að svara. Í lok vinnudags á sunnudag hefðu þær rætt málið við skipstjóra Herjólfs um stöðuna. „Við sögðum við hann að við ætluðum að láta félagið okk- ar skoða þetta, og vorum búnar að fá tíma kl. 13 í dag [gær]. Þá kom hann með þetta uppsagnarbréf. Og uppsagnarbréfið er dagsett 12. jan- úar 2011,“ sagði Íris og kvaðst vera mjög undrandi. Hún hefur starfað sem þerna um borð í Herjólfi í rúm fimm ár. Leita réttar síns Þernurnar þrjár funduðu í gær með Sjómannafélaginu Jötni og Stéttarfélaginu Drífanda vegna málsins. „Við skiljum þetta ekki,“ segir Ír- is. Það sé skrítið að það skuli vera hægt að reka fólk fyrir að vilja láta stéttarfélagið fara yfir samning. „Við ætlum að leita réttar okkar. Svo vitum við ekki meira, þetta er bara kjaftshögg.“ jonpetur@mbl.is Þremur þernum sagt upp  Vildu láta stétt- arfélagið skoða starfslýsinguna Morgunblaðið/RAX Herjólfur Ferjan leggst að bryggju í Landeyjahöfninni nýju. Jón Sveinbjörn Arn- þórsson, stofnandi Iðn- aðarsafnsins á Akureyri, er látinn. Hann lést 23. janúar sl., 79 ára að aldri. Jón lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 1951 og cand. phil.-prófi frá Háskóla Íslands 1952. Hann vann lengst af fyrir SÍS og var virk- ur í félagstörfum ýmiss konar. Meðal annars var hann formað- ur Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík, forseti Junior Chambers Íslandi, formaður Knattspyrnufélags Akureyrar, í menningarmálanefnd Akureyrar, umdæmis- stjóri Rótarýhreyfing- arinnar á Íslandi og í stjórn Leikfélags Akur- eyrar. Jón hlaut ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín, þ.á m. ridd- arakross hinnar ís- lensku fálkaorðu 2008 fyrir framlag til varð- veislu íslenskrar verk- kunnáttu og safna- menningar. Eftirlifandi eiginkona Jóns er Gisela Rabe-Stephan. Jón átti sex börn, þrettán barnabörn og sjö barnabarnabörn. Þar að auki átti hann þrjú stjúpbörn og í gegnum þau tíu barnabörn. Jón Sveinbjörn Arnþórsson Andlát

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.