Morgunblaðið - 25.01.2011, Side 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2011
STUTTAR FRÉTTIR ...
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Sparisjóður Keflavíkur (SpKef)
þyrfti á auknu framlagi frá ríkinu að
halda færi svo að lán sjóðsins, sem
veitt voru 260 stofnfjáreigendum
sjóðsins árið 2007, og nýtt voru til
kaupa á stofnfé í sjóðnum, yrðu
dæmd ólögmæt í dag. Þetta staðfest-
ir Einar Hannesson, sparisjóðs-
stjóri. Héraðsdómur Reykjavíkur
dæmdi á föstudaginn var nokkrum
stofnfjáreigendum í Sparisjóði
Norðlendinga og Byr í vil í inn-
heimtumáli Íslandsbanka þeim á
hendur. Bankinn hafði lánað stofn-
fjáreigendum í sjóðunum tveimur
háar fjárhæðir til að taka þátt í
stofnfjáraukningum sem sjóðirnir
réðust í árið 2007, á svipuðum tíma
og SpKef. „Við bíðum bara eftir
dómi Hæstaréttar í þessu máli,“
sagði Einar við Morgunblaðið í gær.
Ekki endilega fordæmisgefandi
„Okkar lögfræðingar hafa hins
vegar skoðað dóma Héraðsdóms
Reykjavíkur. Þeir telja ekki að lánin
sem SpKef veitti eigi að fella í sama
flokk og lánin frá Glitni á sínum
tíma. Þó svo að dómurinn sem féll í
héraði verði staðfestur, er ég alls
ekki viss um að hann reynist for-
dæmisgefandi fyrir SpKef,“ segir
sparisjóðsstjórinn.
Einar bendir á að lán til stofnfjár-
kaupa árið 2007 hafi verið af ýmsum
toga, rétt eins og í tilfelli erlendra
lána. „Ef við ímynduðum okkur að öll
lán til stofnfjárkaupa myndu dæm-
ast ólögleg á morgun, þá þyrfti
SpKef á auknu framlagi ríkisins að
halda. Að sjálfsögðu voru lánin færð
yfir í nýja sparisjóðinn á niðurfærðu
verði, við gerðum ekki ráð fyrir að
þetta myndi innheimtast að fullu,
enda staða lántakenda mismunandi.
Við höfum þegar fært lánin aftur á
sinn upphaflega höfuðstól, sem er í
sjálfu sér talsverð afskrift.“
Sparisjóðsstjórinn vildi ekki gefa
upp hversu mikið SpKef á undir í
lánum til stofnfjárkaupa, en heimild-
ir Morgunblaðsins herma að það sé á
annan milljarð.
Hefur þegar boðið
skilmálabreytingu
SpKef hefur þegar boðið þeim
skuldurum sem tóku lán vegna
stofnfjáraukningar sjóðsins skil-
málabreytingu á sínum lánum. Þeir
sem tóku krónulán geta fengið þau
færð niður í upprunalegan höfuð-
stól að viðbættum 3,75% óverð-
tryggðum vöxtum. Sömu skilmálar
gilda fyrir erlend lán, auk þess sem
þeim er skuldbreytt í íslenskar
krónur. Að auki er veittur 10% stað-
greiðsluafsláttur sé lánið greitt upp
í heild.
Óvíst hvort þarf aukið ríkisframlag
SpKef lánaði 260 einstaklingum milljarða króna til stofnfjárkaupa Dómur í máli stofnfjáreigenda
Byr og SpNor eykur óvissu um heimtur SpKef Sparisjóðsstjóri SpKef efast um fordæmisgildi dóms
Héraðsdómur Hefur dæmt lán til
stofnfjárkaupa árið 2007 ólögleg.
SpKef
» Færi svo að öll lán SpKef
yrðu dæmd ólögmæt þyrfti rík-
ið líklegast að veita aukið fé til
sjóðsins.
» Framlag ríkissjóðs til SpKef
hleypur þegar á öðrum tug
milljarða króna.
» Einar Hannesson, spari-
sjóðsstjóri, telur ekki að hér-
aðsdómur í máli stofnfjáreig-
enda Sparisjóðs Norðlendinga
og Byrs reynist fordæmisgef-
andi fyrir lánveitingar SpKef til
stofnfjárkaupa. Lán sem þessi
séu af ýmsum toga.
● Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði
um 0,14 prósent í viðskiptum gær-
dagsins, en verðtryggði hluti vísitöl-
unnar lækkaði um 0,08 prósent og sá
óverðtryggði um 0,26 prósent. Velta á
skuldabréfamarkaði í gær nam 9,3
milljörðum króna, mest með óverð-
tryggð bréf, eða 7,6 milljarðar króna.
Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækk-
aði um 0,15 prósent í 92 milljóna króna
viðskiptum í gær. Bréf Marels hækkuðu
um 0,89 prósent en Atlantic Airways,
Icelandair og BankNordik lækkuðu.
Skuldabréf lækkuðu
● Útsölur hafa nú
staðið yfir í ríflega
þrjár vikur og eru
viðtökur neytenda
svipaðar og í fyrra.
„Þetta hefur
gengið ágætlega.
Það er almennt
ágætishljóð í
kaupmönnum, ég
heyri ekki annað en þeir séu þokkalega
sáttir,“ segir Sturla Gunnar Eðvarðsson
framkvæmdastjóri.
Sturla segir að gangurinn á útsölum
í ár sé svipaður og í fyrra, að minnsta
kosti miðað við fjölda gesta í Smára-
lind. Síðastliðin tvö til þrjú ár hafi hins
vegar átt sér stað ákveðin færsla úr
jólaversluninni í desember fram á út-
sölurnar í janúar.
Ágætishljóð í mönnum
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
MP banki er búinn að gera upp við
slitastjórn Landsbankans allar úti-
standandi kröfur á milli bankanna,
að því er heimildir Morgunblaðsins
herma. Í hálfsársuppgjöri MP frá
því í fyrra er að finna sjöhundruð
og fimmtíu milljóna króna gjald-
færslu undir liðnum Skrifstofu- og
stjórnunarkostnaður. Þessi ein-
skiptiskostnaður er til kominn
vegna áðurnefndra uppgjöra við
gamla Landsbankann. Inni í þess-
ari tölu eru meðal annars þær
millifærslur af reikningum Lands-
bankans í Seðlabanka Íslands, sem
eru til rannsóknar hjá embætti
sérstaks saksóknara.
Eins og áður hefur komið fram í
Morgunblaðinu voru miklir fjár-
munir fluttir af reikningi Lands-
bankans yfir á reikninga MP
banka og Straums fjárfestingar-
banka þann 6. október 2008, en
Landsbankinn var tekinn yfir af
Fjármálaeftirlitinu degi síðar.
Handtökur og húsleitir
Á fimmtudag í síðustu viku voru
gerðar húsleitir hjá Straumi, sem
nú heitir ALMC, MP og í Seðla-
bankanum auk þess sem fjórir
menn voru handteknir í tengslum
við rannsóknina. Enginn hinna
handteknu er starfsmaður MP eða
Straums.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins innan MP þýðir þessi sjö-
hundruð og fimmtíu milljóna króna
gjaldfærsla að ef til sölu á við-
skiptabankahluta MP banka kem-
ur muni nýir eigendur ekki þurfa
að hafa áhyggjur af því að frekari
greiðslur til Landsbankans séu yf-
irvofandi.
Stór hluti af tapi MP
Tap MP á fyrstu sex mánuðum
ársins 2010 var um 1.860 milljónir
króna og er því áðurnefnd færsla
stór hluti af því tapi. Á sama tíma
árið 2009 var 414 milljóna króna
tap á rekstri bankans.
Eigið fé bankans var í júnílok
um 3,2 milljarðar króna, sem þýðir
að eiginfjárhlutfall var 5,1 prósent.
Eiginfjárhlutfall samkvæmt lögum
um fjármálastofnanir var 9,2 pró-
sent, en lögbundið lágmark er 8,0
prósent. Eigið fé umfram lágmark-
ið var í júnílok um 341 milljón
króna.
Hundruð milljóna
til Landsbankans
Uppgjör á málum MP og Lands-
bankans Stór hluti taps MP í fyrra
Morgunblaðið/Kristinn
MP Sjöhundruð og fimmtíu milljóna gjaldfærsla MP var til að gera upp við
gamla Landsbankann og munu engin mál vera útistandandi milli bankanna.
● Fjárhagsstaða einstakra ríkja og
borga í Bandaríkjunum er orðin mjög
slæm, eins og fram hefur komið í frétt-
um. Í Wayne-sýslu í Michigan-ríki er hún
svo bágborin að sýslan hefur ekki leng-
ur efni á að jarðsetja fátækt fólk og
óþekkta einstaklinga sem koma inn á
borð réttarlæknis sýslunnar.
Á vefsíðu Wall Street Journal segir
að réttarlæknirinn hafi bara fasta fjár-
hæð til að jarðsetja þau lík, sem hann
ber ábyrgð á, og þegar sá peningur er
uppurinn verður hann að geyma í frysti-
geymslum þau lík sem eftir standa.
bjarni@mbl.is
Hefur ekki efni á að
jarðsetja fátækt fólk
Ársfundur Alþjóðaefnahagsþingsins (World Economic Forum) hefst á
morgun í Davos-Klosters í Sviss og stendur í fimm daga. 2.000 fulltrúar –
flestir þekktir í viðskiptalífi heimsins – munu sitja þingið. Á dagskránni
verða m.a. fyrirlestrar, málstofur og blaðamannafundir. Á meðal gesta
verða æðstu yfirmenn stærstu fyrirtækja heims, stjórnmálamenn frá 20
stærstu iðnríkjum heims, yfirmenn flestra stórra alþjóðlegra stofnana og
yfirmenn stærstu fjölmiðlafyrirtækja heims. ivarpall@mbl.is
Davos-fundur hefst
Davos Ársfundur Alþjóðaefnahagsþingsins hefst í Sviss á morgun.
Reuters
!"# $% " &'( )* '$*
++,-./
+0/-/
++,-1+
2+-233
2.-.,3
+,-,+0
+22-+
+-4+25
+02-+5
+50-,,
++,-14
+0,-.5
++,-/5
2+-1/+
2.-+10
+,-,,
+22-44
+-4+//
+02-/3
+53-2+
2+4-3+50
++,-/2
+0,-5
++,-33
2+-421
2.-+3,
+,-022
+22-,0
+-42.,
+01-21
+53-/5