Morgunblaðið - 25.01.2011, Síða 16

Morgunblaðið - 25.01.2011, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ HeimsóknforsetaKína til Bandaríkjanna varð tilefni frétta og skýringa sér- fræðinga. Ekkert óvænt gerð- ist þó í þessari heimsókn, sem var skipulögð út í ystu æsar. Hvað gaf þá tilefni til frétta- skýringa? Staða ríkjanna tveggja, og þær miklu breyt- ingar sem eru að verða. Banda- ríkin eru enn talin mesta veldi á jarðarkringlunni en yf- irburðir þeirra fara minnk- andi. Styrkur Kína er á hinn bóginn vaxandi og sjálfstraust landsins einnig. Kína býr við öran hagvöxt og flest ríki heims skulda því verulegar fjárhæðir og eru Bandaríkin ekki undanskilin. Viðskipta- jöfnuður Kínverja er þeim hagfelldur og kenna Banda- ríkjamenn handstýrðu gengi landsins um. Peningaprentun þeirra sjálfra og veiking doll- arans sem því fylgir angrar Kínverja sem helsta kröfuhafa heimsins. En svo mikilvæg sem þessi álitaefni eru stendur annað þó upp úr. Það er vaxandi hern- aðarmáttur þessa fjölmenn- asta ríkis heims. Til hans horfa nágrannar Kínverja mjög og áhyggjur þeirra aukast. Bandaríkjamenn hafa axlað fjöl- marga öryggis- hagsmuni í þessum heimshluta. Ekki er endilega víst að öryggis- og varnaryfirlýsingar þeirra þyki enn eins innihalds- ríkar og þegar þær voru gefn- ar. Þeir eru enn með fangið fullt í Afganistan og Írak, Íran storkar þeim stöðugt, svo þeir eru ekki endilega til stórræð- anna annars staðar. Þegar þrengist að í efnahagsmálum landsins á sama tíma, rík- issjóður skuldum hlaðinn og enn sér ekki að fullu út úr kreppuáhrifum þeim sem skóku bankakerfið er sjálfs- traustið veikara en endranær. Kínverjar hafa sýnt á síð- ustu misserum að þeir vilja að vaxandi veldi þeirra sé við- urkennt. Ekki bara í orði held- ur einnig í verki. Ekki er æski- legt að þeir fylgi þeirri kröfu sinni eftir með því að hnykla bústna vöðvana, sem smám saman eru að koma í ljós. Mót- tökur Bandaríkjanna í þjóð- höfðingjaheimsókninni frá Kína sýna að þeir verða að um- gangast Kína eins og jafningja. Spurningin kann hugsanlega að vera þessi: Í hversu mörg ár eða áratugi komast þeir upp með að gera bara það? Kínverjar vilja að vaxandi veldi þeirra sé viðurkennt } Kína fær meira pláss á sviðinu Umræðan á Ís-landi er stundum með öfug- um formerkjum. Atlagan að starfs- friði Alþingis er gott dæmi. Þegar það mál er tekið fyrir á vett- vangi dómstólanna þá er gerð atlaga að þeim og með marg- víslegum þrýstingi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu þeirra. Þeir, sem síst skyldu, taka þátt í því. Eitt mikilvægasta fyrirtæki landsins vinnur að verkefnum sem eftir eðli máls verður að ríkja leynd um, til viðbótar þeim almennum samkeppn- islegum hagsmunum fyrirtæk- isins sem krefjast trúnaðar. Þegar forstjóri fyrirtækisins lætur í ljósi áhyggjur af frétt- um um iðnaðarnjósnir hér á landi og óskar eftir því að rétt yfirvöld rannsaki málið, þá yppta ráðamenn öxlum. Annað mál þar sem íslenskir hagsmunir eru allt aðrir fær aðra meðferð. Hingað voru fluttir inn atvinnumótmæl- endur frá öðrum ríkjum til að mótmæla framkvæmdum og fjárfestingum sem þegar hafa skilað Íslandi mik- ilvægum ávinningi. Framferði hins innflutta liðs og hérlendra sam- verkamanna var mjög til óþurftar, truflandi og kostnaðarsamt. Þegar í ljós kom að einn þeirra sem fluttur var inn með öðrum reyndist breskur lögreglumað- ur í dulargervi þá verða mikil hróp. Heimtað er að rannsakað verði hvort flugumaðurinn hafi verið hér með atbeina íslenskra yfirvalda. Og það er sama fólk- ið og flutti allan ófögnuðinn inn sem lætur svona núna. Þegar er orðið ljóst að flugu- maður ensku lögreglunnar var ekki í hópnum vegna Íslands sérstaklega. Hann var þar vegna þess að andófshópurinn var alþjóðlegur og svo ekki kæmist upp um hann varð hann að slást með í för hvert sem farið yrði. En þegar margt bendir til að alþjóðlegir flugu- menn hafi komið fyrir njósna- tölvu í sjálfu þjóðþinginu og forsætisráðherrann og þing- forsetinn hafa setið á málinu í heilt ár er reynt að drepa því á dreif. Í íslenskri umræðu veldur það ómerki- lega fjaðrafoki en stórmálin gufa upp} Öfug formerki umræðunnar F átt jafnast á við móðurástina. Taug- in milli móður og barns slitnar ekki svo glatt, þótt ýmislegt á dynji. Jafnvel þótt sonurinn gleymi fórn- um móður sinnar um stundarsakir er hjarta hennar alltaf hjá litla drengnum sínum. Örn Arnarson orti einn fallegasta óð sem saminn hefur verið á íslenska tungu, Þá var ég ungur, til móður sinnar. Fyrsta erindið er svona: Hreppsómaga-hnokki hírðist inni á palli, ljós á húð og hár. Steig hjá lágum stokki stuttur brókarlalli, var svo vinafár. Líf hans var til fárra fiska metið. Furðanlegt, hvað strákurinn gat étið. Þú varst líknin, móðir mín, og mildin þín studdi mig fyrsta fetið. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að leggja mitt litla lóð á vogarskálarnar við vinnuna í kringum heimildarmynd- ina Sólskinsdrenginn. Þá fékk ég að vinna fyrir Margréti Dagmar Ericsdóttur, sem átti soninn Kela, söguhetju myndarinnar. Keli var með einhverfu á háu stigi. Hann hafði aldrei náð að tjá sig við annað fólk og fáa grunaði að innra með þessum unga dreng leyndist hugsandi mann- eskja, með þrár og langanir eins og við hin. Kerfið hafði löngu afgreitt hann sem vangefinn og öll þjálfun miðaði að því að reyna að gera hann sjálfbjarga, þannig að hann gæti sinnt grundvallarþörfum sínum – matað sig og klætt. Margrét var sjálf hálft í hvoru búin að sætta sig við að ekki væri hægt að hjálpa honum mikið úr þessu. Hún ætlaði að gera heimildarmynd um einhverfu, til að vekja fólk til vitundar um þetta vandamál og þau meðferðarúrræði sem stæðu til boða á fremstu stofnunum vestanhafs. Þar skipti höfuðmáli, að því er henni skildist, að ná snemma til barnanna. Þótt Keli hefði misst af þeirri lest gætu aðrir foreldrar ungra einhverfra barna brugðist við nógu snemma og leitað við- eigandi hjálpar. Þessi kjarkmikla móðir, sem hafði vaðið eld og brennistein fyrir son sinn allt frá því hann þjáðist af bakflæði sem kornabarn (mæðginin náðu ekki heilum svefni í tvö ár, ef ég man rétt), dreif kvikmyndagerðina áfram af krafti, með hjálp góðs fólks eins og Friðriks Þórs Friðrikssonar leikstjóra. Hún var óstöðvandi. Í hjartnæmasta atriði myndarinnar sást svo hvernig Keli náði loksins að brjótast í gegnum múr einhverfunnar, eftir að hafa fengið hjálp við hæfi. Margra ára barátta Margrétar bar árangur í einu vetfangi, og við kynntumst Kela í fyrsta skipti. Læstur inni í þessum litla líkama var margbrotinn persónuleiki, sem núna yrkir ljóð, talar reiprennandi ensku og hefur gaman af sígildri tónlist. Keli er núna viðurkenndur sem manneskja, vegna þess að mamma hans gafst ekki upp í baráttunni fyrir strákinn sinn. ivarpall@mbl.is Ívar Páll Jónsson Pistill Móðurástin sigrar allt STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þ ung orð voru látin falla um hagræðingu rík- isstjórnarinnar í heil- brigðismálum á lækna- dögum í Reykjavík í gær og um meintan skort á undirbúningi og samráði við lækna við þær að- gerðir. Gróa Jóhannesdóttir, formaður læknaráðs Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, var á meðal frummæl- enda á málþinginu Heilbrigðisþjón- usta á krossgötum, og var niður- staða hennar sú að vinnubrögð stjórnvalda fengju falleinkunn. „Það skortir fagmennsku í stjórn- sýslunni og að það sé haft samráð við fagaðila á leiðinni,“ segir Gróa og á við ferlið frá því pólitísk ákvörðun er tekin og til þess að hún kemur til framkvæmdar á fjárlögum. Rökstuðninginn skortir Gróa telur jafnframt að það skorti á gegnsæi við ákvarðanatökur og vísar til þess að á vefjum heilbrigð- isnefndar, Alþingis, heilbrigðisráðu- neytisins og fjármálaráðuneytisins sé „hvergi að finna stefnumótunar- skjöl eða ræður þar sem kerfis- breytingar séu rökstuddar“. „Það má vera að hugmyndin sé góð en hún er hvergi rökstudd á leið- inni til framkvæmdar. Stórar ákvarðanir á ekki að taka í óðagoti. Stefnuleysið er mjög sýnilegt. Það skortir heildarframtíðarsýn, sér- staklega í heilbrigðisþjónustu í dreifbýli. Þau mál eru í óvissu og eru hvorki vel rökstudd né undirbúin.“ Álitshnekkir fyrir stjórnvöld Stefán Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri lækninga við Heil- brigðisstofnun Austurlands, tekur undir að skortur sé á skýrri stefnu- mótun í heilbrigðiskerfinu. „Það fólst ákveðin framtíðarsýn og stefnumótun í drögum að fjár- lagafrumvarpinu fyrir árið 2011, eins og þau sneru að heilbrigðis- málum. Sú framtíðarsýn hafði ekki fengið neina umræðu né verið skoð- uð af þeim sem málið snertir. Hún reyndist ekki ganga upp. Að leggja slíkt fram er vandræða- legt fyrir alvöru stjórnvald og gerir það að verkum að maður spyr sig hvort örvænting hafi ráðið för eða hvort að menn hafi hreinlega ekki gert sér grein fyrir afleiðingunum.“ Stefán fullyrðir að ef niður- skurðaráformin hefðu náð fram að ganga hefði það haft grafalvarlegar afleiðingar fyrir heilbrigðisþjónustu í hinum dreifðu byggðum landsins. Hefðu gerbreytt þjónustunni „Í fjárlagafrumvarpi ársins 2011 var að finna svo róttækar hug- myndir að þær hefðu gjörbreytt allri heilbrigðisþjónustu út á landi. Það hefði farið nærri hruni að kippa út svo stórum bakhjarli eins og sjúkra- húsþjónustan er út á landi. Það átti að ganga allt of nærri grunnþjónust- unni á skömmum tíma. Það dæmi gat engan veginn gengið upp. Maður undrast að svona skuli vera sett fram í alvöru af hálfu stjórnvalda. Ég tel satt að segja að hin pólitíska forysta hafi beðið jafn- vel meiri álitshnekki en heilbrigðis- ráðuneytið. Svona stefnumótun er ekki lögð fram nema hin pólitíska forysta leggi línurnar. Útfærslan í heilbrigðisráðuneytinu bar ekki vitni þeirri fagmennsku sem maður gerir kröfu til að sé viðhöfð þar.“ Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, er einnig gagnrýnin á aðgerðir stjórnvalda í heilbrigðismálum. Hún benti þannig í upphafi erindis síns á að innan ríkisstjórnarinnar væru skoðanir skiptar um hvaða leiðir bæri að fara við hagræðingu í málaflokknum. Við þann ágreining bætist tíð ráðherraskipti. Skorið niður án forvinnu og samráðs Morgunblaðið/Kristinn Hryggjarstykkið Skorið hefur verið niður í rekstri Landspítalans. Guðbjartur Hannesson velferð- arráðherra gat ekki tekið þátt í umræðum á málþinginu vegna anna á öðrum vígstöðvum. Sveinn Magnússon, skrif- stofustjóri velferðarþjónustu í velferðarráðuneytinu, setti niðurskurðinn í samhengi við erfiða skuldastöðu ríkissjóðs. Benti hann á að frá því að málþingið var sett klukkan eitt eftir hádegi og þar til því lauk um fjögurleytið hefði halli á rekstri ríkissjóðs numið 35 milljónum króna, eða um 11,7 milljónum króna á klukkustund. Gerir þetta um 100.000 millj- ónir króna í vaxtagreiðslur á ári. Gífurlegur hallarekstur BÁG STAÐA ÞJÓÐARBÚSINS Blóðtaka Vextirnir sem ríkið greiðir á 2 klst. duga fyrir ágætri íbúð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.