Morgunblaðið - 25.01.2011, Side 19

Morgunblaðið - 25.01.2011, Side 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2011 Fyrst af öllu er ef til vill réttast að spyrja að því hvaða merkingu menn leggja almennt í nafnorðið nám- skeið? Að mínu viti og sennilega flestra Íslendinga er námskeið sá tími sem það stendur yfir. Námskeið geta ýmist verið löng eða stutt, erfið eða létt, skemmtileg eða leiðinleg o.s.frv. Nemendur læra það sem þar er kennt, sumir með góðum árangri en aðrir með lakari eins og gengur og gerist í öllu skólanámi. Og nú er komið að aðalatriði þessarar grein- ar. Að halda námskeið, að fara á nám- skeið, læra á námskeiði og að stunda námskeið er að mínum dómi góð og gild íslenska, en að kenna námskeið er hins vegar víðsfjarri að vera það. Það er raunalegt til þess að vita að á hverjum degi virðist því fólki fara fjölgandi sem notar svona óvandað málfar og er háskólafólk ekki þar undanskilið og meðal þess ágæta fólks sem iðkar þennan ósið má t.d. nefna Salvöru Nordal og Hannes Hólmstein Giss- urarson. Ég ætl- aði naumast að trúa mínum eigin augum er ég las eftirfarandi setn- ingu í nýlegri grein í Mbl. eftir sjálfan háskóla- rektor, Kristínu Ingólfsdóttur, en þar stóð m.a.: „Námskeið við Harvard Business School um samkeppnishæfni hefur verið kennt við viðskiptafræðideild HÍ.“ Ekki ber á öðru en að ekki fáum fræðimönnum og prófessorum á fullum launum hjá HÍ veitti ekki af smátilsögn í móðurmálinu. Ef svo ólíklega vildi til að þeir skyldu óska eftir sjálfboðaliðum til þess vanda- sama verks væri ég alveg til í slag- inn. Ég er sem betur fer enn svo kjarkaður. HALLDÓR ÞORSTEINSSON, fyrrverandi skólastjóri Málaskóla Halldórs. Hvaða sagnir ber að forðast með nafnorðinu námskeið? Frá Halldóri Þorsteinssyni Halldór Þorsteinsson Það verður seint sagt að Íslendingar séu mikil kvikmyndaþjóð. Ekki er ég að fara með fleipur, nei. Hér er ég ekki að tala um aðsókn Íslend- inga að kvikmynda- húsum, sem er ansi mik- il miðað við höfðatölu, heldur það úrval sem boðið er upp á í kvik- myndahúsum hér á landi. Annað eins miðju- moð frá Hollywood, sem ræður mark- aðnum hér á landi, er vandfundið í öðrum löndum. Meira að segja í Bandaríkjunum er meira framboð af góðum myndum frá Hollywood og einnig myndum frá sjálfstæðum framleiðendum í Bandaríkjunum svo ekki sé talað um myndir frá öðrum löndum. Svo er það þannig að aðeins örfáar myndbandaleigur hér á landi bjóða upp á breitt úrval af kvikmynd- um frá öllum heimsálfum. Vil ég þó benda sérstaklega á gott úrval mynda frá Norðurlöndunum í Grensásvídeói og Aðalvídeóleigunni. Bíóparadís hef- ur reynt að koma til móts við þennan einsleita markað, Græna ljósið einnig og kvikmyndahátíðir hér á landi hafa reynt að opna augu Íslendinga fyrir kvikmyndum frá hinum ýmsu lönd- um. Ég tek það þó fram að ég er ekki að meina að Íslendingar séu hrifnastir af Hollywood og vilji bara stórmyndir þaðan, ég vil trúa því að mikill áhugi sé hér á landi fyrir myndum utan Hollywood. En þetta einsleita kvik- myndalandslag hér á landi ræðst af innflutningi á kvikmyndum frá Holly- wood sem ég giska á að sé í kringum 90% af þeim kvikmyndum sem fluttar eru inn til landsins. Auðvitað höfum við okkar þjóðarbíó og flestar íslensk- ar kvikmyndir rata í kvikmyndahús sem er að sjálfsögðu eðlilegt en fyrir utan þær og örfáar myndir frá öðrum löndum er Hollywood með yfirhönd- ina. Kvikmyndir endurspegla að vissu marki menningu og ríkjandi hug- myndafræði í hverju landi fyrir sig og þessi einstaka listgrein getur opnað augu okkar fyrir öðrum menningar- heimum. Þó svo að margar kvik- myndir frá öðrum löndum séu oft að stæla formúlumyndir frá Hollywood til að ná til markaðarins þykir mér nauðsynlegt að boðið sé upp á kvik- myndir í bíó hér á landi sem eru mótsvar við Hollywood og þá meina ég að boðið sé upp á myndir frá hin- um ýmsu löndum reglulega, í Smára- bíó sem dæmi, við hlið stórmynda frá Hollywood. En auðvitað vil ég líka frið í heiminum. Hvort tveggja er ekki að fara að gerast á næstunni býst ég við. Aðsóknin á Holly- woodmyndir hér á landi er mjög góð en því mið- ur er aðsóknin á mynd- ir sem standa fyrir utan Hollywood mun minni. En hér kem ég að að- alpunktinum í þessum pistli. Til að ýta undir aðsókn á þær myndir sem fólk hér á landi virðist hræðast, oft á tíðum vegna þess að þær eru ekki á ensku, þarf fræðslu um kvikmyndir. Bæði í grunnskólum og í fjölmiðlum hér á landi og hvar eiga kvikmyndir betur heima en í hinum sjónræna miðli sjónvarpinu? Segir sig sjálft er það ekki? Nú er ég auðvitað ekki að tala um þáttinn Sjáðu sem sýndur er á Stöð 2, sem einmitt fjallar einungis um kvikmyndir frá Hollywood og býður upp á litla fræðslu og umfjöllun um kvikmyndir í víðara samhengi. Sænskur félagi minn hló þegar ég sagði honum að kvikmyndaþáttur væri í útvarpinu hér á landi og ég hló skömmustulega með. Mín áskorun til Ríkissjónvarpsins er sú að taka Kviku af dagskrá í útvarpinu og færa hana í sjónvarpið. Skaupið hitti nagl- ann á höfuðið þegar bent var á að bókmenntaþáttur væri í sjónvarpi og kvikmyndaþáttur í útvarpi. Þetta hljómar eiginlega fáránlega þegar ég skrifa þetta. En þetta er staðreynd og nú þarf að verða breyting á. Nóg er til af kvikmyndafræðingum hér á landi með tilkomu kvikmyndafræði í Há- skóla Íslands og því er ekkert til fyr- irstöðu. Ef ykkur vantar hjálp getið þið tekið Svíþjóð eða Danmörk sem dæmi. Þar eru sýndir mjög vandaðir þættir um kvikmyndir. Við erum umkringd þessari list- grein dag og nótt. Vinir og vinkonur vitna í hinar og þessar kvikmyndir og DVD-söfn margra Íslendinga hlaupa á hundruðum mynda. Betra seint en aldrei að fjalla ítarlega um það sem við elskum að horfa á og kannski í leiðinni aukum við skilning okkar á kvikmyndum því oft á tíðum eru þær svo miklu meira en bara það sem sést á yfirborðinu. Eftir Ragnar Trausta Ragnarsson Ragnar Trausti Ragnarsson »Mín áskorun til Rík- issjónvarpsins er sú að taka Kviku af dag- skrá í útvarpinu og færa hana í sjónvarpið. Höfundur er nemi í kvikmyndafræði. Áskorun til RÚV Bréf til blaðsins ✝ Aðalheiður Finn-bogadóttir fædd- ist í Reykjavík 17. apríl 1947. Hún lést á líknardeild LSH í Kópavogi 15. janúar 2011. Foreldrar henn- ar voru Ragnheiður Sigurborg Bjarna- dóttir, f. 11. júlí 1928, d. 4. október 1980, og Finnbogi Ólafsson, f. 2. september 1918, d. 27. júní 2003. Systkini Aðalheiðar eru Sig- ríður Finnbogadóttir, f. 21. júlí 1945, Ólafur Bjarni Finn- bogason, f. 4. maí 1948, Auður Finnbogadóttir, f. 21. október 1953, Rósa Finnbogadóttir, f. 11. október 1958, Eggert Finn- bogason, f. 11. október 1959, Hulda Hákonardóttir, f. 9. apríl 1956, og Bjarni Hákonarson, f. 24. júní 1961. Aðalheiður giftist eftirlifandi eiginmanni sínum Svavari T. Ósk- arssyni, f. 20. nóvember 1946, hinn 17. júní 1967. Þau bjuggu í Reykja- vík þar til þau fluttust til Akraness haustið 1976. Frá Akranesi fluttu þau til Reykjavíkur sumarið 2001. Í Mosfellsbæ fluttu þau hjónin 2003. Að- alheiður og Svavar eignuðust fjögur börn: 1) Hákon Svav- arsson, f. 14. maí 1967, sambýliskona Anna Sigurðardóttir, f. 16. apríl 1969. 2) Ómar Svavarsson, f. 29. janúar 1969, maki Sigfríð Eik Arnardóttir, f. 18. desember 1968. 3) Linda Björk Svav- arsdóttir, f. 2. sept- ember 1970, maki Kristján H. Svavarsson, f. 1. apríl 1970. 4) Elmar Svavarsson, f. 9. ágúst 1978, maki Kristín Klara Gretarsdóttir, f. 6. desember 1978. Aðalheiður nam matartækni við Menntaskólann í Kópavogi og starfaði í nokkur ár hjá leikskólum Reykjavíkurborgar, þar áður vann hún við verslunarstörf í Bóka- skemmunni Akranesi. Síðustu árin átti Aðalheiður við veikindi að stríða og dvaldi síðast á líkn- ardeild LSH Kópavogi. Minningarathöfn og útför Aðal- heiðar fóru fram í kyrrþey. Nú þegar Heiða systir mín er dáin skjóta ótal minningar upp kollinum þegar ég hugsa til henn- ar, en það sem stendur upp úr er hversu góðar vinkonur við vorum þrátt fyrir 16 ára aldursmun. Heiða var allt í senn stóra systir mín sem ég gat hringt í ef vantaði aðstoð, skemmtilegur félagi í sam- eiginlegu áhugamáli okkar, handa- vinnunni, og traustur og góður vin- ur. Í dagsins önn veltir maður því ekki sérstaklega fyrir sér hverja manni þykir vænt um eða af hverju. Í haust, þegar veikindi Heiðu ágerðust, sóttu slíkar hugs- anir að mér og ég velti því fyrir mér hvað gerði okkur systurnar að góðum vinkonum og á hverju vænt- umþykjan byggðist. Það var í raun mjög einfalt og lá svo skýrt fyrir að vinskapur okkar var einstaklega átakalaus og traustur með gagn- kvæmri væntumþykju og virðingu. Það má segja að Heiða hafi feng- ið mig í 16 ára afmælisgjöf því mamma kom heim með mig af fæð- ingardeildinni þann dag. Heiða rifjaði það stundum upp því þrátt fyrir að það hafi verið komið fram yfir miðjan apríl það árið snjóaði mikið og var víða ófært og þurfti að ryðja heimkeyrsluna á Sogavegin- um svo hægt væri að komast að húsinu með nýburann. Hún sagði mér líka stundum sögur af pabba mínum sem ég fékk ekki að kynn- ast og fann ég þá greinilega hvað henni hafði þótt vænt um hann þótt hann væri ekki pabbi hennar. Ég er viss um að Heiða hafði áhyggjur af mér, 17 ára unglingn- um, þegar mamma okkar dó og hún fylgdist vel með mér úr fjarlægð því henni var í mun að mér farn- aðist vel. Við heyrðumst reglulega næstu árin og rifjast nú upp ánægjulegar heimsóknir til fjöl- skyldunnar þegar þau bjuggu á Akranesi. Þegar árin liðu og ég var sjálf komin með fjölskyldu efldist samband okkar og ekki síst vegna mikils áhuga okkar á allri handa- vinnu, sem reyndar einkennir okk- ur allar systurnar. Fyrir 20 árum fórum við saman á bútasaumsnám- skeið og þá varð ekki aftur snúið. Síðan þá höfum við varið ótal stundum saman við handavinnu, tvær einar eða með fleirum í hópi. Það var unun að fylgjast með hæfileikum og styrkleika Heiðu þegar kom að handverki enda óteljandi teppin sem hún saumaði og peysurnar sem hún prjónaði af einstakri natni og nákvæmni. Því- lík þolinmæði, því allt þurfi að vera svo nákvæmt og rétt. Mikið þakka ég þér elsku Heiða mín fyrir allar þessar yndislegu samverustundir og hversu ljúft samband okkar var. Þegar ég hugsa um Heiðu er Svavar ekki langt undan enda kynntust þau áður en ég fæddist. Öðruvísi þekki ég ekki systur mína en með Svavar og börnin sér við hlið og síðar tengdabörn og barna- börnin allt um kring. Mikið óskap- lega var Heiða stolt af fólkinu sínu og þótti undurvænt um þau öll sem eitt. Maður er aldrei nógu vel búinn undir andlát ástvinar en ég er þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk til að kveðja Heiðu þótt það hafi verið erfitt að horfa upp á hvernig veikindin tóku hægt og sígandi yfir. Ég á góðar minningar um hana sem ég mun varðveita. Elsku Svavar, Hákon, Ómar, Linda, Elmar, tengdabörn og barnabörn. Guð veri með ykkur á þessum erfiðu tímum. Hulda. Það er þyngra en tárum taki að þurfa að kveðja hjartkæra tengda- móður mína alltof snemma á henn- ar lífsleið. Heiða var mér góð vin- kona sem ég mun sakna sárt. Ég kynntist Heiðu og Svavari þegar ég var 18 ára í skóla á Akra- nesi. Þau tóku mér strax opnum örmum og hafa alla tíð reynst mér ákaflega vel. Heiða hafði mikla persónutöfra. Hvert sem hún kom heillaði hún fólk með gæsku sinni. Hennar stolt og yndi voru börnin hennar og barnabörn. Hún þreyttist aldrei á að hæla þeim og okkur tengda- börnunum. Heiða hafði einstakt hjartalag og gæddi allt kærleik, hvort sem um var að ræða samskipti við ástvini, hannyrðir eða matargerð. Hún var listamaður á sínu sviði. Handverk hennar eru einstök og standa öðr- um framar. Hún hafði engan áhuga á að stæra sig af verkum sínum, hún naut þess að skapa fyrir fólk sem stóð henni nærri. Ég er þakk- lát fyrir að á heimili okkar eru verk hennar hvert sem litið er og mun það hjálpa okkur að halda minn- ingu hennar á lofti. Heiða hefur reynst börnunum mínum vel, hún og Karítas voru nánar og er ég þakklát fyrir þær fallegu minningar sem Karítas á um góðar stundir með ömmu Heiðu. Við Elmar og Karítas mun- um sjá til þess að litlu börnin okkar fái að kynnast því hver amma Heiða var og eflaust munu þau finna nærveru hennar um alla tíð. Síðustu mánuðir í lífi Heiðu lýsa vel hvaða persónu hún hafði að geyma, hún tókst á við veikindi sín af ótrúlegu æðruleysi og miklum styrk. Hún hafði alla tíð hugsað fyrst og fremst um sína nánustu og það gerði hún fram á síðasta dag. Svavar stóð eins og klettur við hlið hennar og hafði hún á orði við mig að hann veitti sér mikinn styrk í veikindunum. Við erum öll ákaf- lega þakklát fyrir þann góða tíma sem við fengum saman síðustu mánuðina í lífi Heiðu. Sérstaklega er eftirminnilegur dagurinn þegar við Elmar giftum okkur í kapellu líknardeildarinnar hinn 20. nóvem- ber. Það var falleg athöfn á fal- legum degi umvafin okkar allra nánustu og yndislegt að hafa feng- ið tækifæri til þess að Heiða nyti þess með okkur. Ég veit að elsku Heiða er komin á góðan stað og laus við þjáningar. Ég bið Guð að blessa Svavar og styrkja á þessum erfiðu tímamót- um og munum við fjölskyldan standa þétt saman við hlið hans. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hvíl í friði elsku Heiða. Þín Kristín Klara. Aðalheiður Finnbogadóttir Hún Adda er látin. Í blóma lífsins er hún tekin frá okkur eftir stutt en erfið veikindi. Öddu hef ég þekkt frá því í barnæsku en hún var litla systir Svövu vinkonu minnar. Við gengum allar í skóla í Hveragerði og hefur vinátta okkar haldist alla tíð síðan. Ég hef átt margar samveru- stundir með þeim systrum, Gunnu, Svövu og Öddu og fjölskyldu Öddu og ber þar líklega hæst síðsum- arferð sem farin var ríðandi frá Gýgjarhólskoti og inn í Fremstaver Arnheiður Þórðardóttir ✝ Arnheiður Þórð-ardóttir fæddist 27. ágúst 1964. Hún lést 2. janúar 2011. Útför Arnheiðar fór fram frá Skálholts- dómkirkju 8. janúar 2011. með börn og búalið. Einnig fórum við Adda ásamt dætrum okkar og systrum Öddu ógleymanlega ferð til Marokkó þar sem við riðum á úlf- öldum og gistum í tjöldum úti í eyði- mörkinni. Þetta af- rek rifjuðum við upp þegar við styttum okkur stundir í veik- indum Öddu. Adda var traustur og góður vinur, dug- leg og atorkusöm. Henni var annt um menn og málleysingja og vildi að öllum liði vel. Það er sárt að kveðja en ljósið í myrkrinu eru góðar minningar lið- inna ára. Fjölskyldu Öddu sendum við innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þín. Helga og fjölskylda, Kjarri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.