Morgunblaðið - 25.01.2011, Page 23

Morgunblaðið - 25.01.2011, Page 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2011 Hann átti myndir á sýningum áhugaljósmyndara hérlendis og er- lendis og vann til verðlauna. Hann var hagur í höndum og eftir hann liggja margir afbragðs smíðagripir, bakkar, skartgripaskrín og fleira sem dætur hans og barnadætur njóta góðs af í dag. Hann var mikill fjölskyldumaður og lét sér mjög annt um hag barna sinna. Hann bjó fjölskyldu sinni gott heimili og þangað var gott að koma. Þegar þau Elín fluttust hingað heim skömmu eftir stríð settust þau að í litlu húsi í Árbæjarbletti, rétt við túnfótinn á Árbæ, þaðan sem Elín á ættir að rekja. Hann byggði við hús- ið eftir því sem fjölskyldan stækkaði og garðurinn var stór og fallegur. Hann var góðhjartaður, hlýr og rétt- sýnn þótt hann gæti átt það til að vera þrjóskur og stífur á meining- unni. Þótt hann væri mikill Eng- lendingur í hjarta sínu og ynni ætt- jörð sinni var hann mjög sáttur við að hafa sest að á Íslandi. Honum fannst vel tekið á móti sér og sá ýmsa kosti við að búa hér á landi. Hann talaði um hvað hann væri heppinn að búa hér þar sem öll börn hans byggju í nágrenni við sig og hann sæi þau öll nánast í hverri viku. Ef hann hefði búið í Englandi sagði hann hefðu börn hans líklegast dreifst víðar, flest búið langt frá honum og hann hefði séð þau sjald- an, jafnvel bara einu sinni á ári. Hann átti langa og góða ævi og kvaddi sáttur. Ragnar Þ. Ragnarsson. Það var á sólríkum sumardegi er ég sat með Ralph í garðinum hans og dáðist að trjánum, blómunum og fuglasöngnum. „Þetta er Paradís,“ sagði hann, „ég er heppinn að hafa fengið að búa hér.“ Það eru nú fimmtíu ár síðan ég kom fyrst inn í þennan fallega garð og inn á heimili Elínar og Ralph og allar götur síðan hefur mér verið tekið þar opnum örmum. Á þeim tíma var enginn skóli í Árbæjar- hverfi og börnin gengu í Laugarnes- skólann, við Sólveig urðum bestu vinkonur og fljótlega urðu foreldrar okkar góðir vinir. Það var mikið líf og fjör í litla húsinu við Árbæjar- blett. Elín var ein af þessum glæsi- legu konum sem setjast sjaldan nið- ur og stjana við alla, var listakokkur, saumaði, vann að góð- gerðar- og félagsmálum, var hrókur alls fagnaðar, glaðvær og skemmti- leg og naut þess að ferðast. Það var alltaf stóísk ró yfir Ralph, hann var heimakær og þarna var allt sem hann unni. Hann var smiður góður og byggði við litla húsið eftir því sem fjölskyldan stækkaði. Einnig smíðaði hann undurfagra kistla og skartgripaskrín. Hann var góður ljósmyndari og vann til verðlauna hjá erlendum ljósmyndatímaritum. Það var gaman að fá að líta inn í litlu framköllunarkompuna hans og skoða þessar listrænu ljósmyndir. Ég minnist þeirra hjóna við garð- yrkjustörf, ræktun matjurta, fá- gætra blóma og fegurstu rósa. Svo var sest niður, hellt upp á teketilinn og kíkt í ensku blöðin – stundum smásérrístaup. Takk fyrir allt elsku Ralph og El- ín – minningarnar eru dásamlegar. Linda Sólbjörg Ríkarðsdóttir. Tregi, sorg og söknuður fylgja ávallt andláti ástvinar, sama hvort heldur það er skyndilegt eða fyr- irséð. Tengdafaðir minn, Ralph Thomas Hannam, andaðist 15. þ.m. eftir fárra daga legu. Hann átti langa, farsæla og hamingjuríka ævi; hefði orðið 96 ára í apríl nk. Á stríðsárunum, þá ungur maður í þjónustu breska hersins á Íslandi, batt hann bönd við Ísland með kynnum sínum af eiginkonu sinni, Elínu Guðlaugsdóttur. Fyrstu hjú- skaparárin bjuggu þau í Bretlandi, en eftir stríðslok fluttu þau til Ís- lands. Ísland varð hans heimaland, órofið nema til heimsókna á uppeld- isslóðir í Bretlandi. Hann hélt sínu breska ríkisfangi og fylgdist með öllum málum föðurlandsins eins og góðum borgara sæmir. Ísland var samt sem áður heimalandið og hér festi hann rætur. Skömmu eftir komuna til Íslands keyptu þau hjónin, Elín og Ralph, lítið hús í túnfætinum á Árbæ, en Elín rakti ættir þangað. Húsið stóð afskekkt, eiginlega í sveit. Sam- göngur voru ekki svo greiðar sem nú í dag og einkabíll á heimili ekki eins sjálfsagður og síðar varð. Það þurfti áræði og dug til að setja sig niður svo afskekkt og sækja daglega vinnu um langan veg í Þingholtin og miðbæinn. Það var einmitt ekki skortur á áræði og dugnaði hjá þeim hjónum og því dafnaði þessi sælu- reitur eins og best varð á kosið, fjöl- skyldan öll og heimilið blómstraði í túnfætinum við Árbæ. Í þessu húsi bjuggu þau hjón til æviloka. Lítið hús í upphafi, en með vexti fjöl- skyldunnar óx húsið líka að stærð og í sama takti með markvissum hand- tökum handlagins fjölskylduföður en það var Ralph svo sannarlega. Auk þess að vera laginn smiður og í öllu því, sem að handverki laut, náði Ralph góðum tökum á ljósmyndun og tók þátt í starfi áhugaljósmynd- ara, m.a. með þátttöku í sýningum og vann til viðurkenninga. Í þessu hlýlega húsi óx og dafnaði fjölskyld- an. Þarna þroskuðust kynni okkar Sólveigar, elstu dóttur þeirra hjóna. Alltaf var líf og fjör og mikill gesta- gangur. Auðvitað hægðist um, þegar á leið og börnin stofnuðu sín eigin heimili. Eftir fráfall Elínar um mitt ár 2008 bjó Ralph einn í húsinu. Þrátt fyrir hve Ralph var yfirmáta heima- kær var honum afar umhugað að fjölskyldan kynntist uppeldisstöðv- um hans í Bretlandi. Þær urðu nokkrar ferðirnar til Yorkshire til að kynna fjölskyldunni æskuslóðirn- ar, ánægjulegar og ógleymanlegar. Einu atviki gleymi ég seint, þegar Ralph, þá um 75 ára, endurlifði æsk- una, sýndi okkur eitt af leiksvæðum strákanna, snaraði sér úr fötunum, klifraði upp á nokkuð háan kletta- vegg við fallegan hyl í á, sem þar rann, vippaði sér fram á kletta- brúnina og stakk sér í tæran hylinn. „Svona lékum við okkur í gamla daga,“ sagði hann, þ.e. um 60 árum áður. Það er margs að minnast frá langri viðkynningu. Fastheldni, áreiðanleiki, traust og trygglyndi eru sennilega þau persónueinkenni, sem mörkuðu allt hans æði og háttu til orðs og athafna. Hann var hug- ljúfur og góður öllum sem til hans leituðu. Hann var fjölskyldu sinni sá bakhjarl og stuðningur, sem hvergi verður betri. Ég minnist hans með virðingu og þökk. Árni Ólafur Lárusson. Elsku amma og Daddi. Okkur langar að kveðja ykkur bæði þegar við kveðjum Dadda, eins og það er erfitt þá huggum við okkur við það að amma hefur tekið á móti þér með góðum tebolla eða e.t.v. sérrítári. Rosalega margar og góðar minning- ar sem orðnar eru að fjársjóði koma upp í hugann. Allir sunnudagarnir þegar öll fjölskyldan kom í kaffi og ömmukökur í litla dúkkuhúsið ykk- ar, og allir hinir dagarnir sem við frænkurnar hjóluðum til ykkar í gegnum Elliðaárdalinn, skíðuðum á veturna niðurefir og renndum okkur í Ártúnsbrekkunni eða lékum okkur í fallega skrúðgarðinum ykkar sem við hjálpuðum ömmu oft að arf- areyta og þér að slá og á sumrin hlupum við yfir mýrina upp á Ár- bæjarsafn og sögðum öllum stoltar að langalangamma okkar hefði verið síðasta húsfreyjan á Árbæ og að afi okkar væri hermaður. Litlar og vitlausar földum við okk- ur uppi á skúrþaki með súkkulaði úr búrinu og héldum að þið sæjuð okk- ur ekki, fylgdumst með Dadda smíða einhvern af þeim fallegu hlut- um sem við seinna fengum svo í gjafir. Já, þær eru endalausar fallegu minningarnar sem við eigum um ykkur og eru þær vel geymdar í hjörtum okkar eins og músarævin- týrin sem amma sagði okkur og bænirnar sem hún kenndi okkur á meðan hún nuddaði á okkur tásl- urnar og klóraði okkur á bakinu þar til við sofnuðum. Vöknuðum svo iðu- lega í kærleiksknús hjá Dadda ásamt bröndurum með morgun- matnum sem héldu áfram alveg fram á síðustu vikur því alltaf var stutt í húmorinn. Kveðjum nú með söknuði en á sama tíma gleði yfir að vita af ykkur saman. Kiss kiss amma og Daddi. Ein af bænunum sem amma kenndi okkur: Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Ykkar Elín Arna og Sólveig Sigríður (Solla Sigga). Þá ertu farinn frá okkur elsku Daddi okkar. Það koma margar góð- ar og ljúfar minningar upp í hugann núna, minningar um þig að smíða fallega muni úr tré á litla verkstæð- inu þínu og er eftirminnilegt hversu hlýr og blíður þú varst við hana ömmu og okkur öll. Oft hjólaði ég til ykkar úr Langagerði og oftar en ekki fór ég með súkkulaðistykki í vasanum mínum heim. Þú kenndir okkur krökkunum enskar vöggu- vísur eins og amma kenndi okkur bænirnar. Einnig er ég ofsalega þakklátur fyrir kvöldin og dagana sem við áttum saman eftir að amma dó. Þú varst alltaf svo ánægður að sjá okkur og sérstaklega þegar Nat- an Örn var með. Okkur þótti líka ofsalega gaman að hlusta á sögurnar frá Englandi, skoða myndirnar frá þeim tíma og tímanum í hernum en okkur þótti alltaf mjög merkilegt að afi hefði verið hermaður. Allar þess- ar yndislegu minningar mun ég geyma í hjarta mínu og varðveita vel. Dvel ég í draumahöll og dagana lofa, litlar mýs um löndin öll liggja nú og sofa. Sígur ró á djúp og dal, dýr til hvílu ganga, einnig sofna skolli skal með skottið undir vanga. (Þýð. Kristján frá Djúpalæk) Ég veit að amma hefur tekið vel á móti þér og að þú ert ánægður að vera kominn í hennar faðm. Við söknum þín. Helgi Geir og Natan Örn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR MARINÓS ÞÓRÐARSONAR, Þelamörk 1, Hveragerði. Sérstakar þakkir til starfsfólks og lækna Heilsu- stofnunar Hveragerðis og starfsfólks á Bæjarási, Ási, Hveragerði. Halldóra Þórðardóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GYÐA JÓNSDÓTTIR, Miðleiti 5, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítala Landakoti mánudaginn 17. janúar, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 27. janúar kl. 13.00. Óttar Ottósson, Helga Ottósdóttir, Stefán S. Guðjónsson, Geirlaug Ottósdóttir, Grímur Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát ástkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU JÓHANNESDÓTTUR, Kópavogsbraut 85. Gréta Pálsdóttir, Páll Pálsson, Margrét Yngvadóttir, Jóhannes H. Pálsson, Kristín Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Föðursystir okkar og frænka, INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR, Hjúkrunarheimilinu Fellsenda, lést mánudaginn 10. janúar. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir fær allt starfsfólk að Fellsenda fyrir frábæra umönnun og hlýtt viðmót. Jafnframt þökkum við öllum þeim sem komið hafa að umönnun hennar á lífsleiðinni. Guð blessi ykkur öll. Valur Franklín, Erna Franklín, Esther Franklín, Stefán D. Franklín og fjölskyldur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÓHANNA BJÖRNSDÓTTIR, Stóragerði 29, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 27. janúar kl. 13.00. Jónas Jónasson, Bára Sigfúsdóttir, Björn Jónasson, Arnfríður Jónasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, pabbi okkar, sonur, bróðir og tengdasonur, SIGURJÓN BRINK tónlistarmaður, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 27. janúar kl. 15.00. Þórunn Erna Clausen, Róbert Hrafn Brink, Haukur Örn Brink, Kristín María Brink, Aron Brink, Bjarney Sigríður Sigurjónsdóttir, Filippus Gunnar Árnason, Róbert Magnús Brink, Þóranna Bjarnadóttir, Árni Filippusson, Nína Dögg Filippusdóttir, Róbert Aron Brink, Rannveig Hrönn Brink, Magnús Þór Brink, Elín Hrefna Thorarensen. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð, en athygli er vakin á Áfram – hvatningarsjóði barna Sigurjóns Brink, sem hefur það markmið að hvetja og styðja börnin hans í framtíðinni. Reikningsnúmer sjóðsins er 0546-14-401730 og kennitala 251278-4909.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.