Morgunblaðið - 25.01.2011, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 25.01.2011, Qupperneq 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2011 Ný ævisaga um Bobby Fischer eftir Frank Brady kemur út í Bandaríkj- unum í janúar og á Bretlandi í vor. Bókin nefnist Endatafl eða End- game, Bobby Fischer’s remar- kable Rise and Fall – From Am- erica’s Brightest Prodigy to the Edge of Madness. Brady þekkir vel til Fischers og bandarísks skák- lífs. Hann var einn af stofn- endum tímarits- ins Chess Life, sem bandaríska skáksambandið gaf út. Hann hitti Fischer fyrst þeg- ar hann var tíu ára undrabarn í New York. Janet Maslin segir í umsögn um bókina í The New York Times um helgina að Fischer hafi verið maður mikilla öfga, einn af dáðustu og um leið hötuðustu persónuleikum bandarískrar sögu, og því sé sé auð- velt að skrifa um hann. Brady hafi þá visku til að bera að átta sig á að „snilligáfa væri ekki snilligáfa ef auð- velt væri að útskýra hana“. Í bókinni er því lýst hvernig vænisýki Fischers og tortryggni jókst um leið og orðstír hans óx, hvernig hann „níddi Banda- ríkin, Sovétríkin, gyðinga (hugtak, sem hann notaði af handahófi til að lýsa hverjum þeim sem hann kunni ekki við með orðunum „ég áskil mér rétt til að alhæfa“) og jafnvel Íslend- inga, sem veittu honum ný heim- kynni þegar restin af heiminum vildi ekkert hafa með hann að gera“. kbl@mbl.is Endatafl Bobbys Fischers Ný ævisaga um skák- snillinginn umdeilda Bobby Fischer Kápa Endgame Karl Jóhann Jónsson myndlist- armaður hlaut Dimmalimm – ís- lensku myndskreytiverðlaunin 2010, fyrir bókina Sófus og svínið sem Námsgagnastofnun gaf út. Verðlaunin voru afhent við opn- un sýningarinnar Þetta vilja börnin sjá! í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi á laugardag. Í dómnefnd sátu Aðalsteinn Ing- ólfsson, Bryndís Loftsdóttir og Kal- man le Sage de Fontenay. Bók Karls Jóhanns er tilraun til að vekja áhuga yngstu nemendanna á myndlist og hjálpa þeim að njóta hennar. Söguhetjan Sófus málar fyndin tilbrigði um andlitsmyndir eftir marga frægustu listamenn sögunnar en þær eru litaðar af nærveru aðstoðarmanns hans, svínsins Konráðs. Í bókinni má bera saman örmyndir af fyrirmyndunum og útleggingar Sófusar. Karl Jóhann er níundi handhafi verðlaunanna sem kennd eru við Dimmalimm. Myndskreytirinn Karl Jóhann og Dimmalimm við verðlaunaafhendinguna. Karl Jóhann hlaut Dimmalimmverðlaunin Á hádegistónleikum ungra ein- söngvara í Íslensku óperunni í dag, þriðjudag, verða fluttar óperuaríur og tónlist úr söngleikjum. Hefjast tónleikarnir klukkan 12.15. Að þessu sinni er Snorri Wium gestasöngvari á tónleikunum, en þessi kunni tenórsöngvari hefur á undanförnum árum komið reglulega fram á íslensku tónleikasviði og tek- ið þátt í uppfærslum Íslensku óp- erunnar. Efnisskrá tónleikanna er í léttari kantinum, en þar er að finna atriði úr óperunum Brúðkaupi Fígarós og Brottnáminu úr kvennabúrinu eftir Mozart, óperettunni Paganini eftir Franz Lehár og söngleikjunum An- nie Get Your Gun eftir Berlin og West Side Story eftir Bernstein. Létt efnisskrá á hádeginu Á æfingu Líflegt í Óperunni. Listamiðstöðin Hafnarborg íHafnarfirði hefur efnt tilsýningarraðar á verkumeftir Eirík Smith. Eiríkur, sem er Hafnfirðingur í húð og hár, gaf listamiðstöðinni hátt í fjórða hundrað verk fyrir rétt rúmum 20 árum. Sýningin „Brot úr náttúrunni – Eiríkur Smith abstraktverk 1957- 1963“ er önnur í röðinni þar sem könnuð eru tímabil á ferli hans. Sú fyrri laut að strangflatarskeiðinu og á þessari sýningu eru einnig sýnd af- straktmálverk en formgerðin er öll mýkri og tjáningin ljóðrænni – og áhrif frá náttúrunni segja sterklega til sín. Elstu málverkin hanga vinstra megin þegar komið er upp stigann (eitt þeirra er á vegg herbergis sem slegið hefur verið upp í miðjum saln- um). Þau eru máluð með ripólínlakki á masonít og er yfirborð þeirra glansandi og slétt. Myndheimur þessara aðlaðandi og geysivel gerðu verka er byggður upp með mett- uðum litaflötum og strikum sem hafa ýmist lóðrétta eða lárétta stefnu. Jarðlitir eru áberandi og í sumum verkum liggja rauðir tónar undir dekkri flötum og skapa dýpt og innri glóð, t.d. í Skammdegi frá 1958. Blá- ir litir eru ríkjandi í verkunum Gjáin (frá um 1960) og Hrímklettur (1961) en í þeim túlkar Eiríkur fallega birt- una sem glittir í og fellur á klettana. Í síðarnefnda verkinu skapa mark- vissar málningarslettur lífleg áhrif. Á endaveggnum hanga tvö falleg verk í svipuðum dúr auk tveggja stærri verka þar sem olíulitur er notaður í bland við lakkið sem gefur mattari áferð. Sköfutæknin er áber- andi og við það verða formin, eða litafletirnir gagnsærri. Þetta eru voldug verk en þau skortir tærleika og léttleika minni verkanna. Um- rædd verk eru máluð á árunum 1960-62 en í stærri verkum á borð við Morgunn við sjóinn (1961, hægra megin í salnum) leikur olíuliturinn í höndunum á honum. Þarna skapar Eiríkur blæbrigðaríka mýkt og hrynjandi með sterkri formbygg- ingu og næmri litameðferð. Verkin eru óhlutbundin en Eirík- ur dregur ekki dul á áhrif frá nátt- úrunni. Tilvitnun í listamanninn í sýningartexta á dökkum vegg lýsir viðhorfi hans til afstraktmynda og landslagsmynda sem tveggja greina á sama meiði. Auðvelt er að lesa óhlutbundin form úr gljúfrum, klett- um, hrauni og hellum, og þetta eru endurtekin mótíf í verkunum, einnig í hliðarsalnum þar sem hanga verk sem eru eingöngu unnin með olíu- litum. Áferð þessara verka er hrjúf- ari, fletir gagnsærri og lausbeislaðri og í heild einkennast þau af meiri sviptingum en verkin í stóra salnum. Titill og efnistök verksins Þar sem rauður loginn brann frá 1963 er gott dæmi um hinar tjáningarríku áherslur. Það fer vel á því að búa til sérrými í miðjum stóra salnum en þar eru til sýnis smærri myndir, unnar með vatnslitum og tússi en Eiríkur hefur frábært vald á þessum miðlum. Í sýningarborðum má glöggva sig á gömlum sýningarskrám, boðs- kortum, gestabókum og blaða- gagnrýni frá tveimur sýningum, auk þess sem sjá má verk eftir Eirík á forsíðu 1. heftis tímaritsins Birtings 1958. Þessi sýningarhluti hefur skemmtilegt menningarsögulegt yf- irbragð en þar má m.a. lesa nöfn ým- issa þekktra listamanna. Það er fagnaðarefni þegar góðum listamönnum eru gerð skil með jafn ítarlegum og vönduðum hætti og raunin er á þessari sýningu. Hönnun sýningarinnar, hvað snertir upp- setningu verka og texta, er til fyr- irmyndar. Sýningin dýpkar skilning áhorfandans á ferli listamannsins og vekur löngun til að kynnast fram- haldinu. Óhlutbundin form Verk Eiríks Smith, Kvöld í fiskibænum, frá 1960. Hafnarborg – Menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar Brot úr náttúrunni – Eiríkur Smith abstraktverk 1957-1963 bbbbn Til 6. febrúar 2011. Opið kl. 11-17 alla daga, fimmtud. til kl. 21. Lokað á þriðju- dögum. Aðgangur ókeypis. Sýning- arstjóri: Ólöf K. Sigurðardóttir. ANNA JÓA MYNDLIST Glóð úr náttúrunni Eiríkur Brynjólfsson sagnfræð- ingur heldur fyrirlestur í hádeginu í dag og kallar hann Um kvenfólk og brennivín. Fyrirlesturinn, sem verður fluttur í Þjóðminjasafni Ís- lands og hefst klukkan 12.05, er í hádegisfundaröð Sagnfræðinga- félags Íslands, Hvað er kynjasaga? Fjallað verður um áfengisnotkun kvenna og hvernig þær notuðu það málstað sínum til framdráttar. Um kvenfólk og brennivín 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Nýdönsk – forsalan í fullum gangi Ofviðrið (Stóra sviðið) Þri 25/1 kl. 20:00 Fim 10/2 kl. 20:00 10.k Fim 10/3 kl. 20:00 Mið 26/1 kl. 20:00 Fim 17/2 kl. 20:00 7.k Sun 13/3 kl. 20:00 Sun 30/1 kl. 20:00 8.k Sun 20/2 kl. 20:00 Fim 3/2 kl. 20:00 9.k Fim 3/3 kl. 20:00 Ástir, átök og leiftrandi húmor Fjölskyldan (Stóra svið) Lau 29/1 kl. 19:00 Lau 5/2 kl. 19:00 aukas Lau 19/2 kl. 19:00 aukas Fös 4/2 kl. 19:00 auka Fös 11/2 kl. 19:00 aukas Sun 27/2 kl. 19:00 aukas Síðustu sýningar Faust (Stóra svið) Fös 28/1 kl. 20:00 aukas Lau 12/2 kl. 20:00 aukas Fös 18/2 kl. 20:00 aukas Sun 6/2 kl. 20:00 aukas Sun 13/2 kl. 20:00 aukas Aukasýningar vegna fjölda áskorana Elsku Barn (Nýja Sviðið) Þri 25/1 kl. 20:00 4.k Mið 2/2 kl. 20:00 Fim 10/2 kl. 20:00 Mið 26/1 kl. 20:00 5.k Fim 3/2 kl. 20:00 Mið 16/2 kl. 20:00 Sun 30/1 kl. 20:00 6.k Mið 9/2 kl. 20:00 Fim 17/2 kl. 20:00 Sýningum lýkur í febrúar! Afinn (Litla sviðið) Mið 26/1 kl. 20:00 9.k Sun 30/1 kl. 20:00 Lau 12/2 kl. 19:00 Fim 27/1 kl. 20:00 10.k Fim 3/2 kl. 20:00 Sun 13/2 kl. 20:00 Fös 28/1 kl. 19:00 11.k Fös 4/2 kl. 19:00 Fim 17/2 kl. 20:00 Fös 28/1 kl. 22:00 aukas Lau 5/2 kl. 19:00 Fös 18/2 kl. 19:00 Lau 29/1 kl. 19:00 Sun 6/2 kl. 20:00 Lau 19/2 kl. 19:00 Lau 29/1 kl. 22:00 Fös 11/2 kl. 19:00 Sun 20/2 kl. 20:00 Óumflýjanlegt framhald Pabbans Nýdönsk í nánd (Litla svið) Mið 9/2 kl. 20:00 frums Mið 23/2 kl. 20:00 4.k Fös 25/2 kl. 22:00 Fim 10/2 kl. 20:00 2.k Fim 24/2 kl. 20:00 5.k Mið 16/2 kl. 20:00 3.k Fös 25/2 kl. 20:00 6.k Sáldrandi brjáli sem aldrei fyrr Skoppa og Skrítla á tímaflakki (Litla svið) Sun 30/1 kl. 14:00 Lau 12/2 kl. 14:00 Sun 20/2 kl. 14:00 Lau 5/2 kl. 14:00 Sun 13/2 kl. 14:00 Lau 26/2 kl. 14:00 Sun 6/2 kl. 14:00 Lau 19/2 kl. 14:00 Sun 27/2 kl. 14:00 Bestu vinkonur allra barna Ath. Sýningar hefjast kl. 19:00 Nánar á leikhusid.is Sími miðasölu 551 1200 Mbl, GSP ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.