Morgunblaðið - 02.02.2011, Qupperneq 1
Sorgardagur í sögu St. Jósefsspítala,
stóð á vef spítalans í gær þegar sam-
einingin við Landspítalann tók form-
lega gildi. Þungt hljóð var í starfs-
fólki, sem er mjög óánægt með
sameininguna og hvernig að henni
var staðið. Vill það ekki tala um sam-
einingu heldur hreina yfirtöku.
Flaggað var í hálfa stöng fyrir utan
spítalann og báru starfsmenn sorg-
arbönd á hendi og sorgarslaufur í
barmi. Nær óánægjan yfir alla lín-
una, allt frá ófaglærðu starfsfólki í
eldhúsi og ræstingu upp í sérfræð-
inga og stjórnendur spítalans. Eng-
um starfsmanni er sagt upp í
tengslum við sameininguna heldur
eru þeim boðin önnur störf hjá
Landspítalanum. Einn trúnaðar-
manna starfsmanna segist efast um
að allir muni þiggja þau störf sem í
boði eru. Á St. Jósefsspítala starfa
um 115 manns í 80 stöðugildum.
Björn Zoëga, forstjóri Landspítal-
ans, segir það eiga eftir að koma í
ljós hverjir þiggja áframhaldandi
starf og hverjir ekki. Útilokar hann
ekki að með tímanum geti þurft að
fækka starfsfólki á Landspítalanum.
„Þetta er ekki síst sorgardagur í
nafni nunnanna sem byggðu upp
spítalann og unnu hérna mjög góð
störf,“ sagði einn starfsmanna. »9
Sorgardagur á St. Jósefsspítala
Þungt hljóð í starfsmönnum í gær vegna sameiningarinnar við Landspítalann
Sorg Óánægja ríkir á spítalanum.
M I Ð V I K U D A G U R 2. F E B R Ú A R 2 0 1 1
Stofnað 1913 27. tölublað 99. árgangur
UPPSKRIFTIR
TIL STYRKTAR
INDVERJUM
ÁSTANDIÐ Í
EGYPTALANDI
GALLIANO
SKEMMTI
Í PARÍS
ÓTTI 15 HÁTÍSKUVIKA 33BRAGÐ 10
Fréttaskýring eftir
Boga Þór Arason
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Málið er ekki komið á það stig að við
höfum tekið endanlega afstöðu til ein-
stakra valkosta. Það er verið að skoða
þessi mál. Svarið er einfalt: Málið er í
skoðun og í samræðum hjá forystu-
mönnum flokkanna og innan þings-
ins,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon
fjármálaráðherra um afstöðu VG til
næstu skrefa í stjórnlagaþingsmálinu
í kjölfar fundar fulltrúa stórnmála-
flokkanna um málið í gær.
Flokkarnir sammæltust um að
skipa nefnd allra flokka til að fara yfir
stöðu málsins og segir Steingrímur
aðspurður engan tímaramma hafa
verið „negldan niður“ um framhaldið.
Hann tjáði sig ekki um hvort hann
vildi aðrar stjórnlagaþingskosningar
en sagði VG fylgjandi þinginu.
Fái ekki að starfa áfram
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
form. Framsóknar, sagði líkur á að
Alþingi skipaði nefnd þeirra 25 sem
tilkynnt var að náð hefðu kjöri til
þingsins hafa minnkað. „Mér fannst
það nú eiginlega hafa verið slegið út
af borðinu á fundinum,“ sagði Sig-
mundur sem kvaðst ekki kannast við
að horft væri til kosninga í júní, líkt og
gefið var í skyn í fréttum Stöðvar 2 í
gær. Hann vill fremur bíða til hausts.
Þór Saari, þingmaður Hreyfingar-
innar, telur einnig að líkurnar á að
kjörmennirnir 25 verði skipaðir til
starfa hafi farið minnkandi. „Ég held
að menn séu frekar að færast yfir í
það að það þurfi að vera kosningar.
Mér heyrist á þeim þingmönnum sem
ég hef rætt við að þeim hugnist það
frekar. Fólk er ragt við að skipa kjör-
mennina til starfa.“
Rætt um aðra kosningu
Nefnd mun skila áliti um framhald stjórnlagaþingsmálsins
Álits að vænta um miðjan mánuðinn Kjörmenn á útleið
Um þúsund manns létu í sér heyra við Ráðhús
Reykjavíkur í gær og mótmæltu fyrirhuguðum
18% niðurskurði á fjárframlögum til tónlistar-
menntunar. Mótmælendur vilja að gengið verði
út frá eðli og uppbyggingu tónlistarnáms en ekki
gripið inn í kerfið með aldurstakmörkunum sem
feli í sér skerta möguleika nemenda til náms.
Borgarstjórn segist munu leita allra leiða til að
efla tónlistarkennslu barna og ungmenna. »4
Morgunblaðið/Sigurgeir
Samstöðusöngur um framtíð tónlistarskólanna
Bréf Jóhönnu Sigurðardóttur
forsætisráðherra til Alþingis og
Ríkisendurskoðunar vegna rann-
sóknarbeiðni forsætisnefndar hefur
ekki áhrif á málsmeðferð Ríkis-
endurskoðunar, að sögn Sveins
Arasonar ríkisendurskoðanda.
Sveinn kveður aðspurður að sig
reki ekki minni til þess að sambæri-
legt bréf hafi borist stofnuninni en
tildrög málsins eru að Guðlaugur
Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki,
sakaði Jóhönnu um ósannindi. »13
Bréf Jóhönnu hefur
ekki áhrif á málið
Carl Evald Bakke-Jacobsen, sem
leiddi viðræður fjárfestingasjóðsins
Tritons við Framtakssjóð Íslands um
kaup á ákveðnum eignum Icelandic
Group, segir ákvörðun Framtaks-
sjóðs um að slíta viðræðunum mikil
vonbrigði. Jafnframt sé ákvörðunin
óskiljanleg frá viðskiptalegu sjón-
armiði. Finnbogi Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Framtakssjóðsins,
segir að oft á tíðum neikvæð um-
ræða um söluferlið hafi ekki haft
áhrif á þá niðurstöðu að umræðum
við Triton var slitið í gær. Eignirnar
verða nú settar í opið söluferli. »14
Triton segir niður-
stöðuna vonbrigði
Hosni Mub-
arak, forseti
Egyptalands,
hyggst ekki
sækjast eftir
endurkjöri í sept-
ember, en sitja á
valdastóli þar til
eftirmaður hans
verður kjörinn.
Hann greindi
frá þessu í ávarpi
en tæp 30 ár verða þá liðin frá því
að hann varð forseti, í okt. 1981.
Yfirlýsingin féll í grýttan jarðveg
á meðal andstæðinga forsetans og
kröfðust hundruð þúsunda þess á
götum Kaíró að hann léti tafarlaust
af embætti. Til átaka kom í Alex-
andríu, annarri stærstu borg
Egyptalands, milli stuðningsmanna
og andstæðinga forsetans. »15
Mubarak stefnir
ekki á endurkjör
Mubarak ávarpar
þjóð sína í gær.
„Þetta er í sjálfu sér engin
niðurstaða. Þetta er verk sem
forsætisráðherra vill láta vinna
til að meta kostina í stöðunni.
Málið hefur ekki tekið neina
stefnu þó svo að nefndin hafi
verið skipuð,“ sagði Bjarni
Benediktsson, form. Sjálf-
stæðisflokksins. Flokkurinn til-
nefni þó fulltrúa í nefndina.
Ekki náðist í Jóhönnu Sigurð-
ardóttur forsætisráðherra.
Lítið breyst
FRUMKVÆÐIÐ JÓHÖNNU
Meðallaun leigubílstjóra, að
teknu tilliti til fastra útgjaldaliða,
eru rétt ríflega 400 krónur á tím-
ann, að því er leigubílstjóri sem
Morgunblaðið ræddi við fullyrðir.
Maðurinn ræddi við blaðið í
trausti nafnleyndar en hann segir
leigubílstjóra í svo erfiðri stöðu að
þeir geti ekki endurnýjað bíla sína.
Rekstrarkostnaður leigubílstjóra
hefur hækkað verulega eftir
gengishrun krónunnar. »12
Leigubílstjórar
berjast í bökkum