Morgunblaðið - 02.02.2011, Side 4

Morgunblaðið - 02.02.2011, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sigurður Líndal lagaprófessor telur að ákvörðun Hæstaréttar um ógild- ingu kosninganna til stjórnlagaþings sé endanleg. Það segi sig eiginlega sjálft úr því að ákveðið var í lögum að beina skyldi kærum til Hæstaréttar. Í lögunum um stjórnlagaþing er kveðið á um að þeir sem ekki telja að farið sé að lögum við kosninguna geti kært til Hæstaréttar sem skeri úr um gildi hennar. Þeirri spurningu hefur verið varp- að fram, meðal annars á opnum fundi lagadeildar Háskóla Íslands um ógildingu Hæstaréttar á kosning- unum sem haldinn var í gær, hvort ákvörðun Hæstaréttar væri end- anleg eða hvort landskjörstjórn, inn- anríkisráðuneyti, umboðslausir stjórnlagaþingsfulltrúar eða almenn- ir kjósendur gætu höfðað ógilding- armál fyrir dómstólum. Engin ákvæði eru um það í lög- unum að ákvörðun Hæstaréttar sé endanleg. Þá kom skýrt fram við málareksturinn í Hæstarétti að ekki væri um réttarhöld eða dóm að ræða, heldur ákvörðun. Sigurður Líndal telur þó að úr því að sú skipan var höfð á málum að fela Hæstarétti þetta hlutverk hljóti það eðli málsins samkvæmt að vera endanleg ákvörð- un. „Önnur skipan mála væri að mín- um dómi fjarstæðukennd því ég fæ ekki séð hvaða aðili ætti að vera sett- ur yfir Hæstarétt til þess að taka ákvörðun um slíka kæru,“ segir Sig- urður. Búast mætti við tafsömum og flóknum málaferlum ef höfðað yrði mál fyrir héraðsdómi til ógildingar ákvörðunar Hæstaréttar. Hver tekur til varna? Lögfræðingar telja ólíklegt annað en að héraðsdómur myndi vísa slíku máli frá. Þyrfti að skipa nýja dómara Ef héraðsdómur dæmdi í málinu mætti áfrýja því til Hæstaréttar, hver sem niðurstaðan yrði. Erfitt yrði fyrir Hæstarétt að dæma í eigin máli. Væntanlega eru allir níu dóm- arar réttarins vanhæfir til að fjalla um málið. Þrír sögðu sig frá umfjöll- un um það vegna tengsla við aðila málsins og þeir sex sem eftir eru stóðu að ógildingu kosninganna. Því þyrfti að skipa nýjan Hæsta- rétt til að fjalla um málið. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er beinn aðili að málinu sem ábyrgð- armaður við framkvæmd kosning- anna og gæti varla skipað dómarana. Þá þyrfti forsætisráðherra að fela einhverjum öðrum að skipa nýjan rétt. Ákvörðun Hæsta- réttar endanleg Morgunblaðið/Ómar Stjórnlagaþing Víst þykir að ákvörðun Hæstaréttar sé endanleg.  Sigurður Líndal lagaprófessor sér ekki hver ætti að vera settur yfir Hæstarétt Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Hrun samfelldrar tónlistarmenntunar á Íslandi blasir við ef fram fer sem horfir, að mati Sigrúnar Grendal, for- manns Félags tónlistarkennara. Um þúsund manns komu saman við Ráðhús Reykjavíkur í gær til að mót- mæla og sýna samstöðu um framhald tónlistarskólanna. Mótmælin voru í raun tvíþætt og beindust annars vegar að niðurskurði Reykjavíkurborgar í tónlistar- fræðslu en hins vegar að tillögum ríkis og sveitarfélaga um að grípa inn í tónlistarfræðslukerfið eins og það er í dag með aldurstakmörkunum. „Ég er bjartsýnismann- eskja og hef trú á því að fólk vilji þessum málaflokki vel. Ég ætla að trúa því, þar til annað kemur í ljós, að ríki og sveitarfélög geti náð þannig málalyktum að allir geti vel við unað og tónlistarfræðslukerfið lifi áfram og ég vona að Reykjavíkurborg verði forystuafl í því,“ segir Sigrún. Í ræðu sinni á fundinum benti Sigrún á að sem höf- uðborg landsins bæri Reykjavík mikla ábyrgð gagnvart tónlistarfræðslu í landinu. Hlutfallslega væru miklu fleiri nemendur í framhaldsnámi í Reykjavík en annars staðar á landinu. „Fyrir borg sem vill kenna sig við listir og menningu er það ekki lítil auðlind,“ sagði Sigrún. Skera á niður fjárframlög Reykjavíkurborgar um 18% á árinu 2011. Frá bankahruni verður samanlagður niðurskurður til tónlistarfræðslu því um 38% að sögn Sigrúnar. Í ofanálag standi nú yfir viðræður ríkis og sveitarfélaga um kostnaðarskiptingu tónlistarnáms sem feli í raun í sér að lokað sé fyrir tónlistarnám við 20 ára aldur. „Rekstrargrundvelli söngskóla og skóla með stór- ar söngdeildir verður kollvarpað og ég tel nær fullvíst að einhverjum þeirra verði hreinlega lokað,“ sagði Sigrún. Sú krafa var sett fram á fundinum að gengið yrði út frá eðli og uppbyggingu tónlistarnáms í viðræðunum. Rekstrargrundvelli tónlistarskóla kollvarpað  Þúsund manns mótmæltu niðurskurði og uppstokkun í tónlistarfræðslu  Skapa ójafnræði í möguleikum til náms Morgunblaðið/Sigurgeir Mótmælt Samstaða ríkti á fundinum við Ráðhúsið og brustu mótmælendur í söng til að leggja áherslu á mál sitt. Lyfjafyrirtækið Actavis sem er í eigu kaupsýslumannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar þarf að greiða um 170 milljónir dala, jafnvirði tæp- lega tuttugu milljarða króna í sekt, eftir að tvær starfsstöðvar fyrirtæk- isins voru fundnar sekar um að hækka verð á samheitalyfjum til þess að fá meira greitt út úr opinber- um sjúkratryggingum (Medicaid). Kviðdómur í Austin, höfuðborg Texas, komst að þeirri niðurstöðu að tvær starfsstöðvar Actavis í Banda- ríkjunum, Actavis Mid-Actlantic LLC og Actavis Elizabeth LLC hafi vísvitandi innheimt of hátt verð fyrir samheimalyf. Upp komst um misferlið eftir að lyfsali í Flórída-ríki kærði málið, en umræddur lyfsali hefur verið iðinn við að kæra svik af þessu tagi. Actavis gert að greiða 20 milljarða Mótmælendur púuðu á Jón Gnarr borgarstjóra þegar hann tók til máls á fundinum. Eftir fundinn sendi Reykjavíkurborg út yfirlýs- ingu þar sem segir að leitað verði allra leiða til að efla tónlistar- kennslu barna og ungmenna. Engin ákvörðun hafi verið tekin af hálfu borgarinnar um að hætta stuðningi við eldri nemendur. Borgin vongóð um að farsæl lausn náist PÚAÐ Á BORGARSTJÓRANN Jón Gnarr Morgunblaðið birti á vef sínum 31. janúar 2011 athugasemdir lögmanns Inga Freys Vilhjálmssonar vegna tilgreindrar greinar Agnesar Braga- dóttur blaðamanns. Blaðið birti einn- ig á vef sínum 1. febrúar 2011 tölvu- póst sama lögmanns, þar sem fram kemur svar Björgvins Björgvinsson- ar hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þar kemur fram að Ingi Freyr Vilhjálmsson hafi ekki fengið stöðu grunaðs manns, eins og haldið var fram í frásögn blaðamannsins 31. janúar sl. Því er ljóst að ofsagt var um það atriði í greininni um rannsókn á gagna- stuldarmáli og svokölluðu „njósna- tölvu“-máli. Biðja blaðamaðurinn og ritstj. hlutaðeigendur velvirðingar á því sem þarna var missagt. Ritstj. Morgunblaðsins Ekki réttarstaða grunaðs Yfirlýsing frá ritstj. Morgunblaðsins Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Afar skiptar skoðanir eru um hvort forsendur séu fyrir því að kjara- samningar verði bundnir til langs eða skamms tíma. Finnbjörn Her- mannsson, formaður Samiðnar, seg- ist ekki sjá nein færi á langtíma- samningi á meðan umræðan sé með þeim hætti að Samtök atvinnulífsins blandi óskyldum hlutum, þ.e. sjáv- arútvegsmálum, inn í kjaraviðræður. Stjórn SA ályktaði í gær um mik- ilvægi þess að stjórnvöld mörkuðu það sem þau kalla „atvinnuleið“ út úr kreppunni. Þannig vill SA byggja á kjarasamningum til þriggja ára með samræmdri launastefnu og launa- hækkunum samfara lítilli verðbólgu og aukinni atvinnu. Í ályktun stjórn- ar SA segir að ekki sé unnt að mæta ofurkröfum fámennra hópa um tuga prósenta launahækkanir. Afleiðingar þess myndu að mati SA flæða á stuttum tíma yfir allan vinnumarkaðinn með verðbólgu, gengislækkunum og auknu atvinnu- leysi. Þetta kallar SA „verðbólgu- leiðina“ og segir að þótt einhverjir hópar á vinnumarkaði gætu með henni bætt sinn hag yrði þorri al- mennings mun verr settur. Sátt náist um stjórn fiskveiða „Samtök atvinnulífsins telja það skyldu sína að standa fast gegn þeim hópum á vinnumarkaði sem nú gera kröfur um að verðbólguleiðin verði farin,“ segir í ályktuninni. Þá ítrekar SA að ná verði sátt um breytingu á lögum um stjórn fisveiða á grund- velli samningaleiðarinnar. „Þetta er þeirra afstaða til málanna. Hún er ekkert rétthærri en okkar afstaða til skammtímasamnings,“ segir Finn- björn Hermannsson um ályktunina. Hann telur engin færi á langtíma- samningi meðan sjávarútvegsmálun- um er enn blandað í umræðuna. Setji allt í uppnám Gylfi Arnbjörnsson segir það merkilegt að forysta SA álykti um mikilvægi þess að gera þriggja ára kjarasamning en neiti svo að semja við launþegahreyfinguna nema í þeim tilgangi að nota efni samkomu- lagsins til að þvinga ríkisstjórnina í sjávarútvegsmálum. SA verði að fara að gera upp við sig hvaða leið þau vilji fara í kjaramálunum. „Þeir eru ekki að fara neina atvinnuleið. Þeir eru að setja allt í uppnám.“ Kjaraviðræður í uppnámi  Ekki hægt að mæta ofurkröfum fámennra hópa um launahækkanir, segja SA  Kröfur um sátt í sjávarútveginum setja kjaraviðræður í uppnám, segir ASÍ Morgunblaðið/ÞÖK Framkvæmdir Staðan á vinnumark- aði er ekki góð um þessar mundir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.