Morgunblaðið - 02.02.2011, Blaðsíða 10
Sendingarkostnaður fellur aðeins
á kaupandann ef hann er að
skipta vöru. Helga Dóra segir
verslunina hafa fengið mjög góð-
ar viðtökur. „Ég hef líka boðið
fólki heim þar sem ég hef verið
með lagerinn. Þar vilja allir
kaupa allt enda verðið gott og
skórnir góðir.
Það eru líka mjög margir
búnir að fá nóg af vöruverðinu
hér og farnir að velta fyrir sér
hvernig þeir geti fengið vörur
ódýrari. Það er ekki hægt að
kaupa 10.000 kr. par t.d. á þrjá
krakka, það er fljótt að telja auk
þess sem börnin vaxa hratt upp
úr skónum.“
Helga Dóra segir að það hafi
verið hellings vinna að setja versl-
unina á laggirnar en þau séu
ánægð með árangurinn.
„Ég er í fæðingarorlofi og
þetta er hugsað sem aukavinna til
að nýta tímann á meðan. Ég er
lærður naglafræðingur og með
brúnkusprautun, auk þess sem ég
vinn við ræstingar og í prent-
smiðju. Maðurinn minn er bílasali
svo við erum öll í sölumennskunni
og þetta á vel við okkur.
Það er alveg inni í myndinni
að fara með þetta inn í verslanir,
við erum bara að sjá hvernig
þetta fer af stað og svo ætlum við
að færa út kvíarnar,“ segir Helga
Dóra að lokum.
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Við vorum búin að vera aðhugsa þetta svolítið lengi,við erum með tvö börn og
þegar von var á yngri syninum
var ákveðið að hrinda þessu í
framkvæmd. Allir þurfa nýja skó,
þetta kostar svo mikið og við vild-
um finna leið til að hafa þetta
ódýrara og leyfa fleirum að njóta.
Við vorum upphaflega að hugsa
um vefsíðu með allskonar barna-
vörum en enduðum á að byrja á
skónum enda finnst okkur verðið
á þeim komið í rugl úti í búð.
Skórnir eru samt bara byrjunin,
við ætlum að stækka verslunina
þegar fram í sækir,“ segir Helga
Dóra um aðdragandann að Súp-
erskóm.
Skóna flytja
þau inn frá
Kína.
„Við lágum á
netinu í nokkra mánuði, skoð-
uðum úrval og komum okkur í
samband. Við erum með allskonar
skó á börn, aðallega strigaskó,
ljósaskó og kuldaskó. Það er að-
eins af karlmannsskóm og svo
eigum við eftir að taka inn kven-
skóna, það er í vinnslu núna. Peak
er líka nýtt íþróttavörumerki á Ís-
landi sem við erum með
umboð fyrir og bjóðum
upp á körfuboltaskó frá
þeim. En það er líka
bara byrjunin, við tök-
um innan skamms inn
allskonar íþróttaskó frá
Peak,“ segir Helga Dóra.
Ætla að færa út kvíarnar
Athygli vekur að Súperskór
sendir frítt hvert á land sem er.
Voru komin með
nóg af vöruverðinu
www.superskor.is
Súperskór er líka á Facebook.
Fjölskyldan Helga Dóra
og Bjarmi með synina
tvo. Þau búa á Selfossi.
Hjónin Helga Dóra Gunnarsdóttir og Bjarmi Skarp-
héðinsson voru komin með nóg af verðlaginu á Íslandi
og ákváðu að gera eitthvað í málunum. Fyrir tveimur
mánuðum opnuðu þau vefverslunina Súperskór.is þar
sem má fá skó á fjölskylduna á góðu verði.
Súperskór Sem stendur
eru barnaskór aðallega í
boði á síðunni.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
H
ugsunin er að færa Ís-
lendingum bragð af
Indlandi og leyfa
þeim í leiðinni að
leggja í púkkið til að
bæta aðstöðu barnanna í skól-
anum,“ segir Guðrún Hulda Páls-
dóttir sem er nýkomin heim frá
Indlandi þar sem hún ásamt vin-
konu sinni Jóhönnu Björk Svein-
björnsdóttur var að kenna í Ma-
tendla-skóla í Andhra Pradesh-fylki
á Indlandi. „Þar fengum við á hverj-
um degi svo dásamlega góðan mat
að við tókum okkur til og settumst í
læri hjá kokkunum. Við fylgdumst
með þeim verka og matreiða matinn
á sinn einstaka, frumstæða hátt. Af-
raksturinn er fjöldi uppskrifta sem
við bjóðum matgæðingum og
áhugasömum til sölu á heimasíðu
okkar. Þetta er okkar innlegg til
fjáröflunar fyrir nemendur skólans.
Peningana munum við nota til
kaupa á húsgögnum í skólastofur,
kennsluefni og hluti til íþróttaiðk-
unar s.s. bolta, taflborð og íþrótta-
búninga til að vera í þegar þau taka
þátt í íþróttakeppnum en þessir
krakkar eru framúrskarandi
íþróttafólk.“
Skólinn er útí sveit og þar eru
um 370 nemendur á grunnskólaaldri
sem koma úr þorpunum í nágrenn-
inu. „Nemendurnir koma úr bænda-
samfélagi og þekking þeirra á nátt-
úrunni er þeim því í blóð borin. Þau
Bjóða fólki bragð af
Þær selja dásamlegar
indverskar matarupp-
skriftir á netinu og safna
þannig fyrir húsgögnum
og öðru fyrir börn í skóla
í Andhra Pradesh fylki á
Indlandi þar sem þær
voru sjálfar að kenna
börnum sem eru afar
þakklát fyrir að njóta
menntunar.
1
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2011
Það er oft gaman að setja hlutina í
óvenjulegt samhengi og það býður
vefsíðan Howbigreally.com upp á. Á
síðunni eru mikilvægir staðir, við-
burðir eða hlutir teknir og settir sem
viðmið við þann stað sem þú velur.
Það er til dæmis hægt að sjá hvað
svæðið sem Glastonbury-tónlistarhá-
tíðin er haldin á næði yfir stóran
hluta af Reykjavík eða hvað olíu-
lekinn í Mexíkóflóa í fyrra hefði náð
yfir stóran hluta af Íslandi.
BBC heldur þessari síðu úti og vill
með henni færa fólki mannlegan
mælikvarða á viðburði og staði úr
sögunni. Er þetta ein af leiðum BBC
til að reyna að finna leiðir til að miðla
sögunni til fólks svo það geri sér bet-
ur grein fyrir sögulegum hlutum í
samhengi við nærumhverfi sitt.
Ef Chernobyl-slysið hefði orðið á
Íslandi er hægt að sjá hversu langt
geislunin hefði náð út frá landinu en
hún hefði farið yfir hluta Bretlands,
Grænland og Kanada. Það er áhuga-
vert að tengja þetta mikla slys við
sitt nærumhverfi og auðveldar það
manni að gera sér grein fyrir hvað
það náði yfir stórt svæði.
Það er fróðlegt að sjá hlutina í
samhengi við eitthvað sem maður
þekkir.
Vefsíðan www.howbigreally.com
Morgunblaðið/Ómar
Tunglið Á síðunni má m.a. sjá hvað Ísland yrði fáránlega lítill hluti af tunglinu.
Sagan í óvenjulegu samhengi
Í gær, 1. febrúar, var dagur kven-
félagskonunnar. Þann 1. febrúar 1930
var Kvenfélagasamband Íslands
stofnað og í fyrra var dagurinn form-
lega gerður að degi kvenfélags-
kvenna. Var það gert til að vekja at-
hygli á miklu og óeigingjörnu starfi
kvenfélagskvenna um árabil og þótti
löngu tímabært að kvenfélagskonur
fengju sinn eigin dag á dagatalinu.
Það er skemmtileg og upplífgandi
að vera í kvenfélagi. Þau eru starf-
rækt allstaðar um landið og fyrir
áhugasamar stúlkur og konur er
hægt að fá frekari upplýsingar á:
www.kvenfelag.is.
Endilega …
… gangið í
kvenfélag
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fundur Kvenfélagasamband Íslands.