Morgunblaðið - 02.02.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.02.2011, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2011 www.noatun.is F ÚRFISKBOR ÐI ÚR FISKBORÐI FERSKIR Í FISKI Hafðu það gott með Nóatúni BLEIKJUFLÖK KR./KG 1998 FRÉTTASKÝRING Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Reykjavíkurborg leggur á þessu ári á nýtt gjald til að standa undir sínum hluta af rekstri endurvinnslustöðva Sorpu bs. Gjaldið er 4.378 krónur og leggst á hvert heimili í borginni, óháð notkun og fjölda í heimili. Þeir sem hafa endurvinnslutunnur við heimili sín, sem þeir greiða sérstak- lega fyrir, fá engan afslátt. Gjaldið er innheimt með fast- eignagjöldum 2011. Gert er ráð fyrir að samtals muni gjaldtakan skila um 217 milljónum, sem er hlutur Reykjavíkurborgar í rekstri endur- vinnslustöðva Sorpu bs. Áður var þessi fjárhæð greidd af útsvari. Örn Sigurðsson, skrifstofustjóri umhverfis- og samgöngusviðs, sagði að samkvæmt lögum um úrgang ætti að innheimta gjöld vegna sorphirðu í samræmi við kostnað. Garðabær hefði m.a. innheimt sambærilegt gjald. Hugsunin væri sú að endur- vinnslustöðvar sinntu þjónustu og fyrir hana væri innheimt gjald. Ekki hefði verið hægt að miða gjaldið við notkun enda ómögulegt að mæla það magn af flokkuðu sorpi sem er skil- að. Margir borgarbúar eru með end- urvinnslutunnur við heimili sín, ým- ist frá borginni eða einkaaðilum. Gjald fyrir tunnu frá einkaaðilum er um 1.000 krónur á mánuði. Sorp sem fer í endurvinnslutunnur frá einka- aðilum veldur borginni engum út- gjöldum, heldur þvert á móti. Sá sem er með endurvinnslutunnu hendir minna sorpi í venjulegu svörtu tunn- una og fer væntanlega að jafnaði sjaldnar á endurvinnslustöðvar. Lægri kostnaður af flokkuðu Aðspurður hvort ekki sé sann- gjarnt að þeir sem eru með endur- vinnslutunnur fái afslátt af gjaldi vegna endurvinnslustöðva, bendir Örn á þeir noti líka endurvinnslu- stöðvar. Þar að auki búi borgin ekki yfir upplýsingum um hverjir séu með endurvinnslutunnur og hverjir ekki. Þetta hafi þó verið tekið til skoðunar. „Aðalatriðið er að nið- urstaðan var að hafa gjaldið lágt,“ sagði Örn. Með því að leggja þetta gjald á hefði verið hægt að komast hjá því að hækka sorphirðugjald sem að öðrum kosti hefði hækkað. Mun ódýrara er fyrir borgina að taka á móti flokkuðum úrgangi. Kostnaður vegna flokkaðs sorps er um 4-5 krónur en óflokk- aðs sorps um 12 krón- ur, að sögn Arnar. Endurvinnslugjald lagt á hvert heimili  Borga 4.378 krónur vegna endurvinnslustöðva óháð notkun Morgunblaðið/Ásdís Flokkun Örn Sigurðsson, skrifstofustjóri hjá umhverfissviði, vonast til þess að fólk flokki sorp í ríkari mæli þegar það sér að kostnaður við sorphirðu er mun meiri ef allt sorp er óflokkað. Öll sorphirða kostar sitt. VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is Útborguð laun dæmigerðs leigubíl- stjóra hafa lækkað um 40% frá árinu 2009 og er nú svo komið að hluti bíl- stjóra þarf að ganga á varasjóð sinn til að framfleyta sér, þegar búið er að draga gjöld frá tekjum. Þetta fullyrðir leigubílstjóri sem blaðamaður hitti að máli í Vesturbæ Reykjavíkur í vikunni en hann kvaðst ekki vilja koma fram undir nafni af ótta við að missa leyfið. „Ég vil ekki vera rekinn,“ sagði maðurinn sem er á miðjum aldri og á að baki áratuga feril á bak við stýrið. Stöðvargjöldin vega þungt Bílstjórinn segir að meðaltekjur leigubílstjóra séu um 4,5 milljónir króna á ári. Frá því dragist um 80.000 til 90.000 krónur á mánuði í stöðvargjöld, eða alls 960.000 til 1.080.000 krónur á ári. Sé miðað við lægri töluna standa þá eftir 3,54 milljónir króna, eða 295 þúsund krónur á mánuði. Þar með er ekki öll sagan sögð því leigubílstjórinn þarf að greiða 10.000 krónur í smurningu annan hvern mánuð, enda aki hann að með- altali 70.000 km á ári. Samanlagt gera þetta 60.000 krónur en þá bætist dekkjakostn- aður við, um 120.000 krónur ár hvert, og svo 200.000 krónur í trygg- ingar. Þessir þrír liðir gera 380.000 krónur og eru þá eftir 3,16 milljónir króna, eða 263.000 á mánuði. Mikið fer í afborganir Hér hefur ekki verið tekið tillit til afborgana af bílnum og telur bíl- stjórinn sem rætt var við að varlega megi áætla að meðalafborganir af lánum séu 70.000 til 80.000 á mán- uði, eða 840.000 til 960.000 krónur á ári. Sé aftur miðað við lægri töluna eru því eftir 2,32 milljónir króna. Leigubílstjórinn ítrekar að þetta séu ekki óraunhæfar tölur, svo sem vegna myntkörfulána, og nefnir sem dæmi að félagi sinn greiði nú 100.000 krónur á mánuði í afborg- anir, eða um 30.000 krónum meira en fyrir gengishrunið, vegna láns í erlendri mynt. Hér sé því miðað við dæmigerða afborgun áður en gengi krónunnar hrapaði árið 2008. Sé á ný miðað við lægri töluna, eða 70.000 krónur á mánuði, dragast því 840.000 krónur frá þeim 2,32 milljónum króna sem eftir stóðu. Eru þá eftir 1.480 þúsund krónur, eða 123.300 krónur á mánuði. Bílstjórinn segir vinnuvikuna 70 til 80 tíma og því megi miða við 300 tíma á mánuði. Er hann því með 411 krónur á tímann fyrir skatt. Svo lág laun þýði að dæmigerður bílstjóri geti ekki endurnýjað bílinn. Hafa ekki efni á að endurnýja leigubílana sína  Meðallaun eru 411 krónur á tímann Morgunblaðið/Ómar Flotinn eldist Beðið eftir kúnna. Flotinn eldist » Bílstjórinn segir flotann eld- ast hraðar en nokkru sinni í þá áratugi sem hann hafi starfað sem bílstjóri. » Hér er ekki tekið tillit til eldsneytiskostnaðar en hann lækkar tekjurnar enn frekar. » Margir bílstjórar aka Benz en þeir geta kostað yfir 10 milljónir kr. nýir á götuna. Laga- og mannréttindanefnd Evr- ópuráðsþingsins hefur ákveðið að ljúka ekki skýrslu um það hvort rétt- mætt hafi verið af breskum stjórn- völdum að beita hryðjuverkalögum til að frysta eignir Landsbankans. Þetta upplýsti Lilja Mósesdóttir, þingmað- ur Vinstri grænna, á Alþingi í gær. Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins fór fram á það í janúar 2009 að Evr- ópuráðið skoðaði hugsanleg álitamál í tengslum við beitingu hryðjuverka- laga gegn íslenskum hagsmunum í Bretlandi. Lilja sem er formaður Ís- landsdeildarinnar sagði að málinu hefði verið vísað til laga- og mann- réttindanefndar og finnskur þing- maður útnefndur skýrsluhöfundur. Nefndin hafi hins vegar ákveðið að ljúka ekki gerð skýrslunnar, m.a. vegna þess að efasemdir voru um að æskilegt væri að Evrópuráðsþingið tæki afstöðu sem kynni að verða nýtt í dómsmálum í tengslum við fall Landsbankans. Nefndin komst einnig að þeirri nið- urstöðu, að gildissvið bresku hryðju- verkalaganna væri væntanlega nógu vítt til að frysting eigna Landsbank- ans félli innan þess. Að sögn Lilju kæmi hins vegar til greina að leggja mat á efnahagslegar afleiðingar þess fyrir Ísland, að lögunum var beitt. Ís- landsdeildin sé að skoða það mál um þessar mundir. Hætt við skýrslu um réttmæti hryðjuverkalaga Morgunblaðið/Ómar Alþingi ESB atkvæðagreiðsla.  Taldi óæskilegt að taka afstöðu Íslandsdeildin » Alþingi hefur átt aðild að Evrópuráðsþinginu síðan 1950. » Markmið Evrópuráðsins er að standa vörð um hugsjónir aðildarríkjanna um mannrétt- indi og lýðræði og stuðla að efnahagslegum og félags- legum framförum aðildarríkj- anna. Íslenska gámafélagið býður upp á Endurvinnslutunnuna og Gámaþjónustan býður upp á Grænu tunnuna og í þær má setja flokkað sorp. Reykjavíkurborg ætlar á þessu ári að byrja að hirða flokkað sorp við heimili. Sveinn Hannesson, fram- kvæmdastjóri Gámaþjónust- unnar, segir að ekkert hafi komið fram um hvort borgin ætli að sjá um að hirða sjálf eða bjóða verkið út. Verði hið fyrrnefnda uppi á tengingnum sé augljóst að Gámaþjónustan muni missa sína viðskiptavini yfir til borgarinnar. Sveinn bendir einnig á að Reykjavík sé eina stóra sveitarfélagið á landinu sem er með eigin sorphirðu en býður þjón- ustuna ekki út. Hin hafi öll talið útboð hagstæð- ara. Ætla að taka flokkað sorp EINKAAÐILAR Í SAMKEPPNI Ruslastampar við Laugaveg og Bankastræti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.