Morgunblaðið - 02.02.2011, Síða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2011
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Nýliðinn janúar var hlýr en þó ekki jafnhlýr og í
fyrra. Meðalhiti var um 1,1 til 2,5 stigum yfir með-
allagi. Janúar bætist því í stóran hóp hlýrra mán-
aða undanfarin misseri.
Fram kemur í yfirliti Trausta Jónssonar veður-
fræðings að fremur þurrt hafi verið í janúar um
sunnan- og suðaustanvert landið en annars hafi
úrkoma verið í ríflegu meðallagi. Meðalvindhraði
var meiri en í janúar undanfarin ár og urðu nokkr-
ar fokskemmdir í norðanveðri snemma í mán-
uðinum. Talsvert var um samgöngutruflanir um
landið norðan- og austanvert framan af mánuð-
inum.
Meðalhiti í Reykjavík var 1,6 stig og er það 2,1
stigi yfir meðallagi. Reyndist hann vera 19. hlýj-
asti janúar af 141 sem mældur hefur verið frá
upphafi. Á Akureyri var meðalhitinn 0,4 stig, eða
2,5 stigum yfir meðallagi, og á Höfn í Hornafirði
var meðalhitinn 1,2 stig. Meðalhitinn í Stykkis-
hólmi var 1,0 stig, 2,3 stigum yfir meðallagi.
Hæsti hiti í mánuðinum mældist í Bjarnarey í
Vopnafirði þann 23. janúar, 13,8 stig, en lægsti
hitinn mældist á Brúarjökli þann 10., -20,6 stig.
Lægstur hiti í byggð mældist í Svartárkoti í Bárð-
ardal þann 9., -18,6 stig. Á mönnuðu stöðvunum
var mesti hámarkshiti 12,6 stig og mældist hann á
Sauðanesvita þann 23. Lægsti lágmarkshiti á
mannaðri stöð mældist -15,9 stig þann 6. á Gríms-
stöðum á Fjöllum.
Fremur þurrt var um landið sunnan- og suð-
austanvert. Úrkoma mældist 61,2 millimetrar í
Reykjavík og er það 81% meðalúrkoma. Úrkoma í
Reykjavík hefur mælst aðeins 563 mm síðustu 12
mánuði. Á Akureyri mældist úrkoman 64,4 mm og
er það um 17% umfram meðallag.
Sólskinsstundir mældust aðeins 15,9 í Reykja-
vík, 12 stundum færri en í meðalári. Á Akureyri
mældust þær 2,1 en að jafnaði eru sólskinsstundir
á Akureyri aðeins 7 í janúar.
Vindhraði var vel yfir meðallagi síðustu 15 ár og
hefur ekki verið jafnmikill í janúar síðan 1995.
Janúar bættist í hóp hlýrra mánaða
Mánuðurinn var sá 19. hlýjasti frá upphafi mælinga í Reykjavík Þurrt var sunnanlands og vest-
an en úrkoma í ríflegu meðallagi annars staðar Vindhraði hefur ekki verið jafnmikill í 15 ár
Snjólétt í borginni
» Mjög snjólétt var sunn-
anlands í janúar og alhvítir
dagar í Reykjavík aðeins
tveir. Það er 10 dögum færra
en að meðallagi.
» Meiri snjór var fyrir norð-
an og olli nokkrum erf-
iðleikum fyrir miðjan mánuð,
m.a. féllu stór snjóflóð á
nokkrum stöðum þar og á
Vestfjörðum.
» Alhvítir dagar á Akureyri
urðu 20, einum degi færri en
í meðalárferði.
Morgunblaðið/Skapti
Akureyri Mikið snjóaði suma daga í janúar og
þess voru dæmi að götur væru alveg ófærar.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Bréfið verður á engan hátt haft til
hliðsjónar þegar við vinnum okkar
greinargerð,“ segir Sveinn Arason
ríkisendurskoðandi, aðspurður
hvort tekið verði tillit til bréfs Jó-
hönnu Sigurðardóttir forsætisráð-
herra til Alþingis og Ríkisendur-
skoðunar, vegna þeirrar beiðni
forsætisnefndar að veittar verði
upplýsingar um aðkeyptan sér-
fræðikostnað hjá starfsmönnum fé-
lagsvísindasviðs Háskóla Íslands.
Er forsaga málsins sú að Guð-
laugur Þór Þórðarson, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, óskaði eftir upp-
lýsingunum frá forsætisráðherra og
taldi svo þegar þær voru veittar að
Jóhanna færi með rangt mál.
Guðlaugur krafðist svara
Krafðist Guðlaugur Þór þess að
forsætisnefnd óskaði eftir umrædd-
um gögnum og var orðið við því.
Sveinn kveðst í embættistíð sinni
aldrei hafa fengið skýringarbréf af
því tagi sem barst frá forsætisráð-
herra.
„Þetta er allavega í fyrsta sinn
sem ég fæ svona bréf í þau rúm tvö
og hálft ár sem ég hef verið ríkis-
endurskoðandi,“ segir Sveinn og
tekur fram að málið sé í vinnslu.
„Ég get ekki sagt til um hvenær
þessari vinnu ljúki. Það þarf að afla
gagna upp á nýtt og þar með endur-
taka þá vinnu sem unnin var í upp-
hafi. Síðan er óskað eftir upplýs-
ingum til viðbótar við þær sem áður
voru veittar og þeirra þarf að afla.
Við eigum eftir að sjá hvað kemur
út úr því að endurtaka fyrirspurnina
í bókhaldskerfi ríkisins. Tölurnar
verða sóttar þangað aftur. Að því
loknu mun liggja fyrir efni sem verð-
ur kannað. Við þurfum að staðfesta
að allar upplýsingar sem við fáum
séu réttar og trúverðugar.“
Sviðsstjóri fjárhagsendurskoð-
unar, Ingi K. Magnússon, fer með
málið innan stofnunarinnar.
Bréfið
þykir með
fádæmum
Morgunblaðið/Ernir
Á Alþingi Jóhanna Sigurðardóttir.
Svarbréf Jóhönnu
til ríkisendurskoðanda
Hugrún Halldórsdóttir
hugrun@mbl.is
Íslenski fjárhundurinn Bjartur
fagnaði í gær 10 ára afmæli sínu
en samkvæmt gamalli
þumalfingursreglu jafngildir eitt
hundsár sjö mannsárum og því
lætur nærri að hann sé sjötugur.
Að sögn Hrundar Gunnarsdóttur,
eiganda Bjarts, hefur hann frá
byrjun árs 2010 starfað sem sjálf-
boðaliði fyrir Rauða kross Íslands
og fór á því ári tvisvar sinnum í
viku á Hrafnistu í Hafnarfirði og
gaf vistmönnum tækifæri á að fara
í göngutúr með sér um svæðið.
„Við fórum svo inn á deild sem er
fyrir Alzheimerssjúklinga. Bjartur
er orðinn þetta gamall og yfirveg-
aður svo hann er rólegur og liggur
hjá þeim og leyfir þeim að klappa
sér. Þetta er gríðarlega gefandi og
skemmtilegt,“ segir Hrund og
bætir við að sögur og minningar
kvikni hjá vistmönnum við að sjá
Bjart. „Þeir hafa farið að sækja
myndir af hundunum sínum úr
sveitinni og segja sögur.“ Bjartur
og Hrund venja nú komur sínar í
Drafnarhúsið í Hafnarfirði, dag-
vistun fyrir fólk með elliglöp og
Alzheimer. „Við njótum okkar af-
skaplega vel.“
Að sögn Hrundar ætlar Bjart-
ur að halda upp á afmælið sitt
næstkomandi laugardag og tekur
á móti gestum á heimili sínu,
Suðurgötu 56 í Hafnarfirði, á milli
kl. 15 og 18.
Söfnun fyrir
Rauða krossinn
Bjartur æskir þess að velunn-
arar hans og aðdáendur séu ekki
að spandera í afmælisgjafir en
þeir mega þess í stað veita and-
virði gjafa til Rauða krossins.
„Þetta er pínulítil söfnun. Krakkar
halda tombólu og gefa andvirðið í
Rrauða krossinn, Bjartur ætlar að
gefa andvirði afmælisgjafanna.
Hann ætlar að taka á móti bæði
fjórfættum vinum sínum og tví-
fættum. Ef hann fær verðlaun,
harðfisk, getur hann gert brellur
sem búið er að kenna honum, t.d.
vinkað, heilsað, snúið sér í
hringi.“
Þegar blaðamaður sló á þráð-
inn til Hrundar var góður og lang-
ur göngutúr á dagskrá í tilefni af-
mælisins. „Svo fær hann að fara í
uppáhaldsbúðina sína, Dýraríkið,
og velja sér nýtt dót og bein. Svo
pössum við upp á að eiga ein-
staklega mikið af harðfiski, til að
verðlauna hann allan daginn, þó
svo að hann viti ekki af hverju við
erum að verðlauna hann,“ segir
Hrund og hlær. Hrund fékk Bjart
þegar hann var einungis fjögurra
mánaða og hefur hann alla tíð ver-
ið hinn vænsti hundur að hennar
sögn. „Hann er þó algjör sveita-
hundur og nýtur sín best í sveit-
inni. Þó að hann búi hérna í bæn-
um höfum við ferðast mikið með
hann um landið. Hann hefur farið
með okkur í rekstur og það er frá-
bært að sjá þessa hunda sem eru
ekki aldir upp í sveit fara í hlut-
verkið og reka. Þetta er bara í
genunum,“ segir Hrund að lokum.
Velunnendum Bjarts er bent
á styrktarreikning Rauða krossins
0327-26-6808 og kt. 680878-0139.
Fjórfættum og tvífætt-
um vinum boðið til veislu
Hundurinn Bjartur 10 ára Afmælisveisla á laugardag
Andvirði afmælisgjafanna rennur til Rauða krossins
Gefandi Bjartur er sjálfboðaliði
hjá Rauða krossinum og hefur m.a.
farið á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Góðhjartað afmælisbarn Hund-
urinn Bjartur æskir þess að vel-
unnarar hans og aðdáendur séu
ekki að spandera í afmælisgjafir
fyrir hann en þeir mega þess í stað
veita andvirði gjafa til Rauða krossins.
„Biðlistinn er
langur og plássin
sem við höfum
ekki mörg. Því
höfum við mark-
að þá stefnu að
doktorsnemar
hafi forgang og
því næst fólk í
meistaranámi.
Með því er hvert
rúm fullskipað,“
segir Edda G. Björgvinsdóttir, fjár-
málastjóri Þjóðarbókhlöðunnar, í
samtali við Morgunblaðið.
Nemandi við Hólaskóla í Hjalta-
dal óskaði eftir því að fá inni í einu af
lestrarherbergjum Þjóðarbók-
hlöðunnar en fékk afsvar. Var vísað
til þess að pláss væri ekki til staðar
auk þess sem nemar við Háskóla Ís-
lands hefðu forgang.
„Við höfum sérstakar skyldur við
HÍ enda er þetta bókasafn skólans.
Því kemur þetta til,“ segir Edda og
bendir á að svo eftirsótt séu plássin
að nemendur í almennu námi við HÍ
fái þar ekki inni. Því séu herbergin
góðu sérstaklega ætluð fólki sem er
að afla sér menntunar á æðsta stigi
og fái færri en vilji – eins og staðan í
bókhlöðunni sé nú um stundir.
sbs@mbl.is
Doktors-
nemar fá
herbergin
Bókhlaðan Þétt er
setinn bekkurinn.
Gæsluvarðhald yfir fjórum karl-
mönnum sem játað hafa aðild sína
að skotárás sem framin var í Ás-
garði í Reykjavík síðastliðinn að-
fangadag var framlengt um tvær
vikur í Héraðsdómi Reykjavíkur
síðdegis í gær. Mennirnir verða í
haldi til 15. febrúar nk.
Samkvæmt upplýsingum frá
embætti ríkissaksóknara undi einn
fjórmenninganna úrskurði héraðs-
dóms, tveir tóku frest til að ákveða
hvort þeir mundu kæra hann til
Hæstaréttar og sá fjórði kærði úr-
skurðinn á staðnum..
Ríkissaksóknari mun gefa út
ákæru á næstu dögum.
Morgunblaðið/Júlíus
Vettvangur Tveir mannanna játuðu
að hafa hleypt af haglabyssu.
Skotmenn
áfram í haldi