Morgunblaðið - 02.02.2011, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2011
Morgunblaðið/ÞÖK
Keflavík Séð úr lofti.
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Vonir standa til að endanlegur
efnahagsreikningur SpKef verði
tilbúinn á næstu vikum. Þá mun
liggja fyrir hversu mikið framlag
sjóðurinn þarf að fá frá íslenska
ríkinu til þess að hann uppfylli
reglur Fjármálaeftirlitsins um eig-
infjárhlutfall. Samkvæmt reglum
eftirlitsins þarf SpKef að uppfylla
kröfur um 16% eiginfjárhlutfall.
Talið hefur verið að SpKef þurfi í
kringum 14 milljarða króna til þess
að uppfylla 16% eiginfjárhlutfall en
samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er ekki loku fyrir það skot-
ið að upphæðin verði hærri þegar
vinnu við gerð stofnefnahagsreikn-
ings bankans lýkur á næstunni.
Skuldir nýja sjóðsins
umfram eignir
Samkvæmt skýrslu slitastjórnar
Sparisjóðsins í Keflavík til kröfu-
hafa námu heildareignir sjóðsins
þann 22. apríl um 71 milljarði.
Skuldirnar á sama tíma námu tæp-
um 76 milljörðum. Miðað við þessar
tölur þarf því ríkissjóður að brúa
3,5 milljarða króna gat milli eigna
og skulda auk þess að leggja sjóðn-
um til fé til þess að uppfylla skil-
yrðið um eiginfjárhlutfall. Sam-
kvæmt skýrslu slitastjórnarinnar
námu útlán sjóðsins í apríl í fyrra
ríflega 57 milljörðum. Sé miðað við
að stærsti hluti útlánasafnins sé
hefðbundin lán til heimila og fyr-
irtækja í íslenskum krónum þyrfti
bankinn að sitja á tæpum tíu millj-
örðum vegna reglna um eiginfjár-
hlutfall.
Breytilegt mat
Þetta miðast við stöðuna eins og
hún var í fyrravor og þar af leið-
andi er ekki hægt að útiloka að út-
lánsafnið hafi skaddast meira frá
og með þeim tíma. Ljóst er að
verðmat á heildareignunum hefur
breyst mikið. Þannig má nefna að í
drögum að ársreikningi sparisjóðs-
ins fyrir árið 2009 námu heildar-
eignir 90 milljörðum við lok þess
árs. Matið á eignum var hins vegar
komið niður í 71 milljarð fjórum
mánuðum síðar. Þar af hafði mat á
útlánum lækkað um 12,6 milljarða
á þessum tíma en áhrif gengis-
tryggingardómsins svokallaða út-
skýrðu aðeins um 5,3 milljarða af
þeirri lækkun.
Efnahagsreikningur SpKef að verða tilbúinn
Skuldir nýja sjóðsins 3,5 milljarðar umfram eignir við stofnun Varlega áætlað
gæti ríkið þurft að leggja sjóðnum til um 14 milljarða sé miðað við stöðuna í apríl í fyrra
Stuttar fréttir ...
● Skuldabréf hækkuðu lítillega í verði í
gær, en vísitala GAMMA hækkaði um
0,2% í viðskiptum upp á 6,1 milljarð
króna. Gengi verðtryggðra skuldabréfa
hækkaði eilítið meira en óverðtryggðra,
e eða um 0,3% borið saman við 0,1%.
Velta með óverðtryggð bréf var hins
vegar mun meiri, eða 4,2 milljarðar
króna, samanborið við 1,9 milljarða
króna veltu með verðtryggð bréf.
Vísitala hækkaði
● Atvinnuleysi á
evrusvæðinu var
10% í desember í
fyrra. Engin breyt-
ing varð á mældu
atvinnuleysi milli
nóvember og des-
ember samkvæmt
Hagstofu Evrópu-
sambandsins, Eu-
rostat. Með-
alatvinnuleysi í öllum aðildarríkjum
Evrópusambandsins var 9,6%. Sam-
kvæmt Eurostat hefur atvinnuleysi ver-
ið um eða yfir 10% undanfarna sjö
mánuði. Alls eru 15,7 milljónir manna
án atvinnu á evrusvæðinu en 23 millj-
ónir í öllum aðildarríkjum Evrópusam-
bandsins.
Atvinnuleysi áfram við
10% í Evrópu
Atvinnuleit.
● Heildarviðskipti
með skuldabréf
námu 201 millj-
arði í janúar sem
samsvarar 9,6
milljarða veltu á
dag. Mest voru við-
skipti með ríkis-
bréf, 133 milljarðar.
Heildarviðskipti
með hlutabréf í
janúar námu 2.880 milljónum eða 137
milljónum á dag (desember 2010: 270
milljónir á dag). Mest voru viðskipti
með bréf Icelandair 1.638 milljónir, bréf
Marels 884 milljónir og BankNordik 171
milljón. Úrvalsvísitalan (OMXI6) hækk-
aði um 8% frá desember og stóð í lok
janúar í 1007 stigum. Í tilkynningu frá
kauphöllinni er haft eftir Þórði Frið-
jónssyni forstjóra að hækkun vísitöl-
unnar sýni að áhugi sé á nýjum fjárfest-
ingarkostum.
9,6 milljarða króna
skuldabréfavelta á dag
Þórður Friðjónsson
viðskiptalegu sjónarmiði þykir mér
þessi ákvörðun óskiljanleg, en það
kann að vera að einhverjir aðrir
hvatar en viðskiptalegir hafi legið að
baki ákvörðun stjórnar Framtaks-
sjóðsins. Við buðum mjög hátt verð í
þetta fyrirtæki,“ segir Jacobsen. Að
hans sögn ætluðu Triton-menn sér
að margfalda Icelandic að stærð með
fjárfestingum og yfirtökum: „Til að
fyrirtækið geti starfað á alþjóðlegum
markaði þarf það að vera með starf-
semi um allan heim, þar með talið í
Asíu og Bandaríkjunum. Að vera í
Evrópu er ekki nóg.“
Jacobsen segir að takmörk séu
fyrir því hvað íslenskur eigandi get-
ur gert með fyrirtækið, enda þurfi
talsvert fjármagn inn í Icelandic til
að það geti vaxið, til að geta staðist
samkeppni til langs tíma. „Triton
mun ekki taka þátt í því opna sölu-
ferli sem nú hefur verið boðað. Held-
ur munum við líta til annarra eigna í
þessum geira og fjárfesta í þeim í
staðinn.“
Segir neikvæða umræðu
ekki hafa ráðið niðurstöðu
Slitnar upp úr viðræðum milli fjárfestingasjóðsins Tritons og Framtakssjóðs
Morgunblaðið/Golli
Icelandic Group Carl Bakke-Jacobsen, sem leiddi viðræður Triton við Framtakssjóð, segir að íslenskur eigandi geti
ekki til langs tíma stutt fjárhagslega við Icelandic með þeim hætti sem nauðsynlegt er.
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Framtakssjóður Íslands sleit í gær
viðræðum við fjárfestingasjóðinn
Triton um kaup síðarnefnda aðilans
á verksmiðjum Icelandic Group í
Bandaríkjunum og Asíu. Stjórn Ice-
landic Group samþykkti í kjölfarið
að setja eignirnar sem um ræðir í op-
ið söluferli. Finnbogi Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Framtakssjóðs, segir
að umræða um söluferli Icelandic,
sem oft á tíðum var neikvæð, hafi
ekki haft áhrif á ákvörðun stjórnar
Framtakssjóðsins um að hverfa frá
því að selja Triton: „Umræðan
breytti ekki niðurstöðunni. Upp-
runalegt tilboð Tritons var þess eðlis
að okkur bar skylda til að taka það til
alvarlegrar skoðunar, enda hlutverk
stjórnar Framtakssjóðsins að ávaxta
fjármuni eigenda sjóðsins. Við létum
á það reyna að klára þessa sölu, en
það hafðist ekki,“ segir Finnbogi í
samtali við Morgunblaðið. Hann seg-
ir jafnframt að nú verði hægt að
leggja áherslu á fjárhagslega endur-
skipulagningu Icelandic Group, sem
sé enn ekki lokið.
Óskiljanleg niðurstaða
Carl Evald Bakke Jacobsen, sem
leiddi viðræður við Framtakssjóðinn
fyrir hönd Tritons, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöld að niður-
staðan væri mikil vonbrigði: „Frá
Icelandic Group
» Framkvæmdastjóri FSÍ segir
neikvæða umræðu ekki hafa
ráðið úrslitum um að slíta við-
ræðum við Triton.
» Forsvarsmaður Triton segir
ákvörðun Framtakssjóðs óskilj-
anlega frá viðskiptalegu sjón-
armiði.
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
Kröfuhafar Glitnis gera ráð fyrir því að hægt sé
að selja hlut þeirra í Íslandsbanka eftir þrjú ár,
en kröfuhafar Kaupþings stefna á að geta gert
það eftir fimm ár í tilviki Arion. Verði það ann-
aðhvort í formi hlutafjárútboðs eða sölu til stofn-
anafjárfesta. Kemur þetta fram í sérstakri um-
fjöllun Bloomberg Markets-tímaritsins um
ástand efnahagsmála á Íslandi. Segir þar að
kröfuhafarnir hafi hagsmuni af því að endur-
skipulagning Íslandsbanka og Arion banka gangi
vel því með þeim hætti geti þeir hámarkað end-
urheimtur sínar úr þrotabúum gömlu bankanna.
Haft er eftir Birnu Einarsdóttur, bankastjóra
Íslandsbanka, að útlitið sé bjartara núna fyrir að-
gengi íslenska fjármálafyrirtækja að erlendu
fjármagni en var rétt eftir hrun. Hins vegar er í
greininni haft eftir ónefndum kröfuhöfum bank-
anna að endurreisn trúverðugleika íslenska
bankakerfisins muni ekki eiga sér stað fyrr en
ákveðnir pólitískir og fjármálalegir óvissuþættir
hverfa og er Icesave-deilan nefnd þar sem dæmi.
Í greininni er farið yfir viðbrögð íslenskra
stjórnvalda eftir hrun og segir að sú ákvörðun að
ábyrgjast ekki skuldir banka, eða dæla í þá fé,
hafi verið rétt. Skipting bankanna og að láta
kröfuhafa taka á sig hluta taps hafi verið rétt við-
brögð.
Ein af ástæðunum, sem nefnd er í greininni,
fyrir því að ekki var farið í að dæla fé í bankana
haustið 2008 var sú að það fé var ekki til í Seðla-
bankanum. Bankarnir hafi vaxið það hratt að
heimskulegt hefði verið fyrir Seðlabankann að
reisa fjall úr peningum til að styðja við bankana.
Til sölu eftir þrjú ár
Kröfuhafar Íslandsbanka og Kaupþings vilja fá sem
mest upp í kröfur sínar í gömlu bönkunum
Morgunblaðið/Golli
Söluferli Í grein Bloomberg segir að stefnt sé að
sölu Íslandsbanka eftir þrjú ár.
!"# $% " &'( )* '$*
++,-.,
+/,-//
++,-.0
1+-12+
13-34
+5-04+
+11-,1
+-2+.+
+/3-5/
+,/-.5
++,-4.
+/4-..
++,-5.
1+-.3.
13-++0
+/-3+2
+11-/4
+-2+51
+/+-.1
+,/-/+
1+2-12/
++,-0+
+/4-5/
++4-35
1+-.4,
13-+5/
+/-345
+1.-1
+-21+.
+/+-/4
+,0-1,