Morgunblaðið - 02.02.2011, Side 16

Morgunblaðið - 02.02.2011, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Íræðu sinni áflokksstjórn-arfundi Sam- fylkingarinnar um helgina náði Jó- hanna Sigurðar- dóttir þeim einstæða árangri að ráðast heiftarlega bæði á undirstöðuatvinnuveg þjóð- arinnar og á samstarfsflokk sinn, ásamt því að hóta stjórn- arslitum, en þær hótanir eru að verða einhver sérkennileg- asti pólitíski kækur sem um getur. Erfitt yrði, ef ekki ómögulegt, að finna dæmi um að forystumaður í stjórn- málum hefði sýnt það yfirlæti og fordóma sem komu fram í umræddri ræðu, enda stóð ekki á viðbrögðum. Þeir sem stunda sjávarútveg voru eðli máls samkvæmt reiðir atlög- unni og samstarfsflokknum, sem hefur sætt sig við fleira en aðrir flokkar í ríkisstjórn hafa áður gert, var augljóslega of- boðið þó að hann virðist ætla að láta þetta yfir sig ganga eins og annað. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, svaraði ummælum Jóhönnu með þeim hætti að hún ætti ekki að skipta sér af innri mál- um samstarfsflokksins og not- aði undarlegt myndmál um innyfli í því sambandi. Stein- grímur og Jóhanna hafa fram til þessa reynt að standa sam- an og deila ekki út á við, en jafnvel Steingrímur gat ekki setið þegjandi undir árás for- sætisráðherra. Hann hefur engu að síður ákveðið að sitja undir henni og láta nægja að munnhöggvast en grípa ekki til aðgerða. Björn Valur Gíslason reis einn- ig upp á afturlapp- irnar og mótmælti ræðu forsætisráð- herra og hið sama gerði Ög- mundur Jónasson, innanrík- isráðherra, sem benti réttilega á að orð forsætisráðherra bæru „hvorki vott um sann- girni né góða dómgreind“. Viðbrögð Samfylkingarinnar létu ekki á sér standa. Ólína Þorvarðardóttir réðst í bloggi sínu að tveimur þingmönnum Vinstri grænna fyrir að leyfa sér að gagnrýna forsætisráð- herra. Annar þeirra sem urðu fyrir atlögu Ólínu er Lilja Mósesdóttir, og er ekki ofmælt að þar hafi verið hátt reitt til höggs. Hinn var Ögmundur, en í stuttu máli sagði Ólína að hann þyrfti að segja af sér ráð- herradómi vildi hann vera „maður orða sinna“. Þannig heldur umræðan inn- an ríkisstjórnarinnar áfram dag eftir dag og viku eftir viku og verður æ heiftúðugri. Öllum er löngu ljóst að ríkisstjórn sem þjáist af slíku innanmeini getur aldrei náð árangri á nokkru sviði. Þetta hefur rík- isstjórnin staðfest með því að klúðra öllum málum, stórum sem smáum. Ráðherrum ríkisstjórn- arinnar hlýtur að vera orðið þetta ljóst eins og öðrum landsmönnum, en samt remb- ast þeir við að sitja. Á því eina sviði hafa þeir náð ágætum ár- angri, og metnaðurinn virðist því miður ekki standa til stærri verka. Deilurnar magnast en límið í ráðherra- stólunum er sterkt} Innri átök undir stjórn forsætisráðherra Jóhanna Sigurð-ardóttir sagði að Hæstiréttur hefði fundið „hnökra“ á kosn- ingum til stjórn- lagaþings. Það var sérkennilegt orða- lag. Hæstiréttur Íslands ógildir ekki almennar kosn- ingar vegna þess að á þeim hafi verið „hnökrar“. Það þarf mjög mikið til að Hæstiréttur taki slíka ákvörðun. Og auð- vitað er slík ákvörðun vel und- irbyggð og rökstudd. Fyrrum formaður landskjörstjórnar var í viðtali við Kastljós á dög- unum. Virtist hann vera þeirr- ar skoðunar að þótt alvarlegir ágallar hefðu verið á kosn- ingum til stjórnlagaþings, sem hann viðurkenndi, og þá er einvörðungu átt við þá ann- marka sem að mati Hæsta- réttar töldust beinlínis lög- brot, þá hefði ekki átt að ógilda kosn- inguna. Vísaði for- maðurinn fyrrver- andi til að þá hefði fremur átt að horfa til almennra kosningarétt- arlegra sjónarmiða en gild- andi laga. Þar er mönnum vís- að frá grundvelli laganna sjálfra inn í þokukenndar skil- greiningar sem hvergi er hægt að festa hönd á. Hitt má vera augljóst að hefði Hæsti- réttur látið hina stórgölluðu kosningaframkvæmd standa hefðu ný mörk þar með verið dregin um hvaða afglöp mætti viðhafa við almennar kosn- ingar í landinu. Frá þeim mörkum hefði síðan vænt- anlega enn mátt gefa afslátt með vísan til „almennra kosn- ingaréttarlegra sjónarmiða“. Slík för myndi enda illa. Eiga „almenn kosningaréttarleg sjónarmið“ að standa ofar lögum og stjórnarskrá?} Afsláttur frá lögum V iltu hitta skrímslið“ segir í auglýs- ingu frá sportverslun sem birtist víða þessa dagana. Tilefnið er innflutningur á „stærsta vaxtar- ræktarmanni heims“, Þjóðverj- anum Markus Rühl. Með því að kaupa fæðubót- arefni fyrir 6.000 krónur fá aðdáendur tækifæri til að berja fyrirbærið augum, taka mynd af hetjunni og fá eiginhandaráritun. Þeir sem helst fyllast aðdáun á úttútnuðum vöðvamassa manna eins og Markus Rühl eru ungir menn og þá ekki síst unglingsstrákar. Ungir strákar vilja gjarnan verða stórir, sterkir og massaðir enda er það ímynd karlmennsk- unnar í huga margra. En menn eins og Markus Rühl eru hættulegar fyrirmyndir og full ástæða til að hafna því að þeim sé hampað eins og af- reksíþróttamönnum. Unglingar eru áhrifagjarnir. Öfgafyllsta mynd vaxtarræktar og átraskanir á borð við anorexíu eru í raun tvær hliðar á sama peningnum. Hvort tveggja er fjarri því að stuðla að heilbrigðum og hraustum líkama. Í báðum tilfellum er verið að afskræma mannslík- amann með óheilbrigðum lífsstíl og fíkn og hampa afleið- ingunum sem eftirsóknarverðu útliti. Markus Rühl er ekki afreksíþróttamaður. Hann keppir í yfirborði og ásýnd, ekki afrekum og notar bersýnilega vafasöm lyf til að ná þeirri ásýnd. Notkun stera og efna eins og insúlíns og vaxtarhormóna (e. Human Growth Hormone) hefur farið vaxandi í íþróttum þar sem allt gengur út á að vera stór, stærri, stærstur. Þetta hefur gengið hvað lengst í vaxt- arrækt. Það sést berlega á því að jafnvel Arnold Schwarzenegger, einn frægasti vaxtarrækt- armaður allra tíma, virðist þegar hann var upp á sitt besta í bransanum hafa verið frek- ar penn miðað við þá svakalegustu í dag. Þó notaði hann sjálfur stera, að eigin sögn. Ef bornar eru saman myndir af vaxtarrækt- armönnum í dag við forvera þeirra fyrir 40 ár- um sést hversu öfgafull þróunin hefur verið. Svo útbelgdur er kviður þessara manna, af of- vöxnum líffærum vegna hormónatöku, að engu er líkara en að magavöðvarnir sitji utan á feitri vömb. Sterabumbu. Hefur eitthvað breyst í líffræði mannslíkamans á síðustu 40 árum? Nei, ekki neitt. Það sem hefur hins- vegar breyst er lyfjanotkunin. Um daginn kom hingað til lands annað vaxtarræktartröll, Jay Cutler. Eftir komu hans fékk þátturinn Sportið á RÚV til sín tvo fróða menn og spurði þá hvort hægt væri að verða eins og Cutler án þess að taka stera. Ekki stóð á svörunum: Nei, aldrei. Þetta liggur í augum uppi og má því draga þá ályktun að þeir sem leggi nafn sitt við komu þessara manna hingað til lands og kynna sem hetjur og fyrirmyndir hljóti að leggja blessun sína yfir líf- erni þeirra. Til að nefna nokkra af þeim sjúkdómum og kvillum sem stera- og hormónanotkun vaxtarrækt- armanna hefur í för með sér má telja upp stækkað hjarta og aukna hættu á hjartaáföllum, háan blóðþrýsting, bjúg, ákveðnar gerðir krabbameins, sinaskeiðabólgu, liðverki og síðast en ekki síst karlabrjóst. Verði ykkur að góðu! Strákar, ekki láta blekkjast af sýndarmennskunni, það er ekki alvöru karlmennska. una@mbl.is Una Sighvatsdóttir Pistill Innfluttar sterabumbur STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is E mbætti landlæknis er um þessar mundir að kalla eftir upplýsingum frá sjúkrastofnunum um biðlista eftir skurð- aðgerðum, en nýjar tölur verða birtar í lok þessa mánaðar. Við síðustu birt- ingu í október sl. hafði orðið merkjan- leg fjölgun á flestum biðlistum frá júnímánuði það ár, en biðlistatölur eru teknar saman hjá landlækni þrisvar á ári. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum virðist sem fjölgun á biðlistum hafi haldið áfram eftir viss- um aðgerðum, einkum bæklunar- skurðaðgerðum, en tekist hafi að halda í horfinu eða stytta biðlista á öðrum sviðum. Í október sl. biðu yfir 300 manns eftir því að komast í gervi- liðaaðgerðir á mjöðm og hnjám á Landspítalanum og hafði þá fjölgað um ríflega 100 milli ára. Björn Zoëga, forstjóri Landspít- alans, segir að oft sé um árstíða- bundnar sveiflur að ræða en miðað við stöðuna fyrir ári hafi biðlistar eitt- hvað lengst. Björn segir aukninguna mest hafa orðið í bæklunarskurð- aðgerðum, einkum liðskiptaaðgerð- um. Þetta hafi stjórnendur spítalans séð að stefndi í sl. haust og þá hafi verið brugðist við með því að fjölga aðgerðum. Tekist að halda dampi Spurður hvort mikil veikindi að undanförnu, og tilheyrandi álag á spítalanum, hafi ekki áhrif á biðlist- ana segir Björn það ekki koma fram strax, það geti tekið einhvern tíma. „Það hefur tekist að halda nokk- uð góðum dampi í svonefndum val- aðgerðum, þrátt fyrir þessi veikindi. Í einhverjum tilvikum hefur þurft að senda veikt fólk heim, sem kallað hef- ur verið inn í aðgerð, en alls ekkert oftar en verið hefur á þessum árs- tíma. Starfsfólkið hefur staðið sig frá- bærlega við að koma öllum sjúkling- um fyrir.“ Ástæður fyrir lengri biðlistum geta verið af ýmsum toga en Björn dregur ekki fjöður yfir það að niður- skurður á fjármagni til spítalans hafi þar einhver áhrif. Á tveimur árum hafi spítalinn í raun minnkað um nærri 20%, ef svo má að orði komast, en Björn segir stöðuna samt ekkert verri núna en þegar spítalinn hafði meira fé á milli handa. „Við stöndum ekkert og horfum á biðlistana lengjast. Við grípum til aðgerða og reynum að jafna þá út. Þannig fækkuðum við bæklunar- aðgerðum viljandi fyrir 16 mánuðum síðan en jukum þær síðan aftur í haust er við sáum að fækkun aðgerða var orðin of mikil. Biðlistar eru held- ur ekki að lengjast í öllum tilvikum heldur styttast líka,“ segir Björn og tekur hjartaaðgerðir þar sem dæmi. Biðlistar þar séu vel viðráðanlegir. Við skipulagningu skurðaðgerða er ávallt reynt að forgangsraða eftir mikilvægi aðgerða, þar sem bráða- tilvik eru eðlilega sett efst en biðin er yfirleitt lengri eftir svonefndum val- aðgerðum. Í þeim tilvikum er al- mennt talið að sjúklingar geti eitt- hvað beðið, eins og eftir bæklunaðgerð, þó að það sé óhag- kvæmt og óþægilegt fyrir viðkom- andi. Björn segir Landspítalann með þessum hætti hafa náð að veita þá bráðaþjónustu sem honum ber, eins og varðandi krabbameinsaðgerðir og aðgerðir vegna slysa og alvarlegra veikinda. St. Jósefsspítali sameinaðist Landspítalanum í gær. Spurður hvort það muni hafa einhver áhrif á biðlista eftir aðgerðum segist Björn ekki reikna með því, þann- ig hafi bæklunaraðgerðir ekki farið fram í Hafnarfirði. Lengri bið eftir bæklunaraðgerðum Morgunblaðið/Ásdís Skurðaðgerðir Mismunandi er eftir skurðaðgerðum hvort biðlistar hafa lengst eða ekki, en lengst hefur biðin verið eftir gerviliðaaðgerðum. Eins og kemur fram hér til hliðar eru nýjar tölur um bið- listana væntanlegar. Sam- kvæmt síðasta yfirliti land- læknis höfðu biðlistar lengst í flestum tilvikum. Flestir bíða eftir skurðaðgerð á augasteini, eða alls 532 í október sl., þar af nærri 300 á Landspít- alanum. Hafði þá orðið nokkur aukning frá sl. sumri. Þessar tölur eru hins vegar ekki háar í samanburði við árin 2008 og 2009, þegar 1.200-1.500 manns biðu að jafnaði eftir augasteinaaðgerð. Ástæð- an fyrir þessari fækkun er fyrst og fremst samn- ingur Sjúkratrygginga við einkaaðila, sem tóku að sér um 700 slíkar aðgerðir á ári. Við það styttust biðlist- ar á stóru sjúkra- húsunum verulega, en eftirspurnin þar er þó að aukast á ný. Beðið eftir augnaðgerð BIÐLISTARNIR Björn Zoëga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.