Morgunblaðið - 02.02.2011, Side 18

Morgunblaðið - 02.02.2011, Side 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2011 –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Tísku og förðun föstudaginn 18. febrúar 2011. Í Tísku og förðun verður fjallað um tískuna vorið 2011 í förðun, snyrtingu og fatnaði, fylgihlutir auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 14. febrúar. MEÐAL EFNIS: Förðunarvörur. Förðrun. Húðin,krem og meðferð. Snyrting. Neglur. Kventíska. Herratíska. Fylgihlutir. Skartgripir. Það heitasta í tísku fyrir árshátíðirnar. Hvað verður í tísku á vor- mánuðum. Tíska & Förðun sérblað Ég hefi lesið marg- ar greinar með og móti inngöngu í ESB. Fáar eru jafn skýrt framsettar og sú sem birtist í Mbl. föstu- daginn 14. janúar eft- ir Sigurbjörn Svav- arsson hagfræðing um áhættu þess að ganga í ESB. Greinin ætti að vera skyldu- lesning í framhaldsskólum og fyrir þá sem nú rembast við að ná fram séríslenskum samningi. Ég hvet þá sem hafa aðstöðu til að ljósrita samninginn og hengja upp á vinnu- stöðum að gera það. Ekki veitir af núna þegar ESB hellir yfir okkur auglýsingaskrumi fyrir hundruð milljóna króna um ágæti ES. Frá upphafi hefur verið ljóst hvað er í pakkanum og því verður ekki breytt. Það sem „okkar“ menn eru að semja um eru ekki breytingar á innihaldinu, heldur tímabundnar undanþágur til aðlög- unar að ESB-regluverkinu. Næsta víst er að aðlögunin verður ekki til 65 ára með ákvæði um framleng- ingu í önnur 65 ár, eins og við höf- um samið af okkur um afnot af orkuauðlindum þjóð- arinnar. Upphaflega var um- sóknin um inngöngu í ESB send með það að markmiði að sjá hvað væri í pakkanum. Lengi vel héldu stjórnvöld því fram að við værum að semja um breytingar á reglugerðum ESB með tilliti til sér- íslenskra hagsmuna. Seinna rann upp fyrir ESB-sinnum að ekki væri lengur hægt að ljúga um innihald pakkans og breyttu þeir þá umsókninni í aðildarumræður. Þar með var stig- ið stórhættulegt skref inn á nýja braut og næsta víst að aðlögun með undanþágum til nokkurra ára tekur við af aðildarumræðunum, sem nú eru í gangi. Eftir það verð- um við valdalaust peð á skákborði ESB, þrátt fyrir allt tal Halldórs og Valgerðar Sverrisdóttur um að við yrðum að komast að borðinu og taka þátt í ákvörðunum með hinum Evrópuþjóðunum. Ákvörðunum um hvað? Hagsmuni Íslands eða ESB? Eitt af því sem ekki hefur komið fram er að ekki er spurning hvort heldur hvenær ESB setur vernd- artolla á vörur frá þeim löndum í Asíu sem hafa mestan hagvöxt. Við það verða öll aðföng miklu dýrari, eins og t.d. rekstrarvara og fram- leiðsluvélar til iðnaðarframleiðslu, sem hefur neikvæð áhrif á upp- byggingu atvinnulífsins og hægir á hagvextinum. ESB-sinnar hafa mikið haldið á lofti að við inngöng- una í ESB opnist svakalega stór markaður í Evrópu, en gleyma að um leið lokum við á enn stærri markað í vestri, sem við með EFTA erum aðilar að. Hvað er í pakkanum? Eftir Sigurð Oddsson » Því miður hefur komið fram í aðgerð- um ríkisbankans til hjálpar illa stöddum fyr- irtækjum að hér hafði Þorvaldur rétt fyrir sér. Sigurður Oddsson Höfundur er verkfræðingur. Haldbesta röksemd fyrir inn- göngu í ES var í langri grein Þor- valdar Gylfasonar í Fbl. Hann hélt því fram við gætum ekki stjórnað landinu, því við værum of fá til að hindra að klíkuskapur byggður á skyldleika, kunningsskap og póli- tík væri settur ofar þjóðarhags- munum. Því miður hefur komið fram í aðgerðum ríkisbankans til hjálpar illa stöddum fyrirtækjum að hér hefur Þorvaldur rétt fyrir sér. Er það nægileg ástæða til að loka sig inni með takmarkaðan rét til ákvarðanatöku um okkar hags- munamál. Líkt og Evrópuþjóðir lokuðust og stöðnuðu á bak við járntjaldið. Getur verið að ástæða þess að Samfylkingin vilji frekar selja Icelandic Group (SH) á lægra verði til Triton en til fyrirtækis í Kanada sé sú að þar með sé stigið skref í átt til ESB? Triton er vog- unarsjóður skrásettur á afla- ndseyjunni Jersey, en kanadíska fyrirtækið er framleiðslu- og sölu- fyrirtæki, sem við höfum lengi átt góð viðskipti við. Komi til þess að þjóðin fái að velja væri gott ef ESB-sinnar settu fram kosti þess að ganga í bandalagið á jafn skýru máli og Sigurbjörn setti fram ókosti þess, þannig að almenningur gæti vegið og metið kosti og ókosti þess að ganga í ESB. Hvers vegna eru bifreiðatrygg- ingagjöld ekki tekju- tengt? Ef við lendum í bifreiðaslysi og fáum bætur frá tryggingafélaginu eru þær tekjutengdar að ákveðnu hámarki og því eru þeir sem eru á lágum launum, bót- um og námslánum að borga með trygg- ingagjöldum sínum fyrir þá launa- háu. Að tekjutengja bætur út frá tryggingafélögunum, en ekki einn- ig inn er bara löglegur þjófnaður frá Alþingi. Ef láglaunaþræll fær 10 millj- ónir í bætur þá fær útvalinn há- launasérann 40 milljónir í sinn hlut fyrir sama líkamstjón. Þetta er löglegur þjófnaður. Hvers vegna þarf láglaunafólkið, bóta- þegar og námsmaðurinn að borga fyrir þá hálaunuðu, sem vegna sinna háu launa fá einnig betri og ódýrari tryggingar hjá trygginga- félögunum. Þetta er gróft stjórn- arskrárbrot þar sem hún bannar mismunun. Hvað er að hjá ykkur, þingmenn, sem hafið samið og samþykkt svona gróf lög sem mis- muna svona slösuðu fólki? Er það svo að þið með ykkar laun og lög- menn og annar hálaunaaðall hafið það betra eftir slys, en sauð- svartur almenningur? Að níðast bótalega á öðrum slösuðum til þess að fá fjórum sinnum betri bætur sjálfur er fáránlega skammarlegt fyrir ykkur, þing- menn. Hvers vegna fá ekki allir sömu bætur, fyrst allir borga svo til það sama í tryggingagjöld til trygg- ingafélaganna? Er það ekki bara eðlileg krafa að allir séu jafnir fyrir lögum, þingmenn og laga- spekingar? Þá er það annað sem er ótrú- legt óréttlæti og það er gjafsókn til að fara í mál við fjársterk og fjársjúk tryggingafélögin. Hvers vegna er ekki í skaðbótalögunum ákvæði um rétt slasaðra til að fá gjafsókn til að fara í mál við tryggingafélögin? Það er oft búið að neita mér um gjafsókn til að fara í mál við Vátryggingafélagið VÍS og er það eðlilegt að í gjaf- sóknarnefnd er stjórnarmaður í VÍS? Fyrrum stjórnarmaður í Kaupþingi banka, o.fl. félögum, er á launum hjá ríkinu í gjafsókn- arnefnd. Ég fékk rúmlega 400.000 kr. í bætur frá VÍS vegna umferð- arslysa frá 1999 og hef verið 100% óvinnufær í þau tíu ár sem liðin eru frá slysinu. Ef ég fæ ekki gjafsókn, en beiðni um hana er nú enn og aftur fyrir nefndinni, verða bætur mínar vegna slysins um 60 kr. á dag eða um 2.000 kr. á mán- uði og það dugir ekki fyrir strætó aðra leið, hvað þá fyrir lyfjum og læknishjálp? Vátryggingasvindl og þú borg- ar, segir Vigdís Halldórsdóttir, lögfræðingur hjá Sam- tökum fjármálafyr- irtækja, í grein í Fréttablaðinu og segir þar að þeir sem ákveða að svindla á tryggingafélaginu sínu séu í raun að svindla á okkur sem erum heið- arlegir viðskiptavinir. En hvað segir hún um svik og svindl trygg- ingafélaga gagnvart bótaþegum með því að nota hér lögfæðinga og ótakmarkaða fjármuni til að vaða yfir slasað fók sem getur ekki varið sig vegna veikinda og fjárskorts vegna umferðarslyss? Þá hefur Hæstiréttur Íslands með dómi gefið læknum trygg- ingafélagsins VÍS fullt og ótak- markað leyfi til að ná í sjúkra- skrár slasaðra hjá Landspítalanum og falsa þær. Allar sjúkraskrár og það án heimildar viðkomandi sjúk- lings eða leyfis frá yfirstjórn LSH. Það eina sem læknarnir þurfa að gera er að ljúga um umboð sem er aldrei í málinu og ekki er þörf á að nota það á nokkurn hátt til að fá óheftan aðgang. Hvar er Per- sónuverndin? Bara brandari að áliti Hæstaréttar Íslands og allt gert fyrir VÍS. Hvers vegna? Tryggingafélögin gera flottar og dýrar kannanir um svik og svindl kúnna sinna og ásaka fjölda þeirra svo um svik og svindl. En hvar er könnunin um svik og svindl trygg- ingafélaganna gagnvart tjónþol- um? Ekkert, bara þögnin og árásir á bótaþega tryggingafélaganna til að gera alla þeirra kúnna sem eiga rétt á bótum að svindlurum. Hvað um „bótasjóðina“ ? Hvar eru þeir? Einn 11 milljarða fór og millilenti á Tortóla á leið í lúx- usíbúðir í Kína? Kom síðan sem sundlaug á Álftanesi til syndaaf- lausnar fyrir Sjóvá. Annar, um 30 milljarðar, fór af því sem fréttir segja til Hollands og þaðan til Pa- nama, þar sem hann hvarf. Hvar er Fjármálaeftirlit, sem ber að sjá um að bótasjóðirnir sé varðir fyrir þjófum og ræningjum innan frá? FME gerir ekkert því þar var ekkert eftirlit með þjófn- aði innanhúss hjá tryggingafélög- unum. Hvers vegna FME? Er e.t.v. tregðan á gjafsókn sú að allir bótasjóðir tryggingafélag- anna eru tómir og því ekkert hægt að borga í bætur? Ný gjafsóknarlög voru tilbúin á þingi og það í boði norrænu vel- ferðarstjórnarinnar, en hurfu svo á sama tíma og stjórn Jóhönnu og Steingríms gerði aftur nokkurra ára samning við sömu gjafsókn- arnefndina. Já, og það með stjórn- armanni VÍS í nefndinni aftur? Að lenda í umferðarslysi og vera í 100% rétti en fá ekki bætur eða gjafsókn er fáránlegt og sýnir bara hvernig óréttlætið er varið af þingmönnum og þeim lögmönnum sem komið hafa að lagagerðinni fyrir þá. Þá er þeirra eigin réttur og þeirra sem þeim eru þókn- anlegir tryggður mun betur til bóta í skaðabótalögunum á kostn- að venjulegra láglaunaþræla, bóta- þega og námsmanna. Hvers vegna er þetta svona, þingmenn og lagaprófessorar? Er þetta viljandi gert? Þögn er sama og samþykki. Bótasvindl trygg- ingafélaganna Eftir Guðmund Inga Kristinsson Guðmundur Ingi Kristinsson »Ef láglaunaþræll fær 10 milljónir kr. í bætur fær útvalinn há- launasérann 40 milljónir í sinn hlut fyrir sama líkamstjón. Þetta er lög- legur þjófnaður. Höfundur er öryrki og formaður BÓTar. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500 www.flis.is • netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Sími 551 3010 Hárgreiðslustofan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.