Morgunblaðið - 02.02.2011, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2011
✝ Björn Björns-son fæddist í
Keflavík 12. maí
1960. Hann lést á
heimili sínu Holta-
gerði 13, Kópa-
vogi, 22. janúar
2011.
Foreldrar hans
eru Jóhanna
María Björnsdóttir
f. 5.10. 1934, dótt-
ir Snjólaugar
Hjörleifsdóttur og
Björns Júlíussonar
frá Akureyri og
Jón Björn Vilhjálmsson, f. 18.4.
1934, sonur Ástríðar Þórarins-
dóttur og Vilhjálms Magn-
ússonar frá Höfnum. Jóhanna
María og Jón Björn slitu sam-
vistum. Seinni kona Jóns Björns
er Margrét Elimarsdóttir, f.
24.6. 1949. Systkini Björns eru:
Ásta, f. 11.1. 1957, og Ólafur, f.
14.12. 1958, kvæntur Rósu
Ingvarsdóttur, þau eiga tvö
börn og eitt barnabarn.
Eftirlifandi eiginkona Björns
laugu Gísladóttur, þau eiga tvo
syni og Jóhanna Gerður, í sam-
búð með Rafni Baldri Gíslasyni
og eiga þau þrjá syni.
Björn var fæddur og uppal-
inn í Keflavík. Hann gekk í
Gagnfræðaskóla Keflavíkur og
Héraðsskólann á Núpi í Dýra-
firði. Björn var til sjós nokkrar
vertíðir, vann við smíðar bæði í
Keflavík og á Akureyri þar til
hann fluttist til Reykjavíkur og
hóf störf hjá Ísól þar sem hann
starfaði til æviloka. Aðaláhuga-
mál Björns var stangveiði og
naut hann þess að veiða í góðra
vina hópi, auk þess að vinna við
leiðsögn í laxveiðiám á sumrin.
Anna og Björn hófu sambúð
sumarið 1984 að Engjaseli 29 í
Reykjavík þar sem þau bjuggu
til ársins 1987 er þau fluttu að
Maríubakka 28 í Reykjavík,
1994 fluttu þau að Holtagerði
13 í Kópavogi þar sem fjöl-
skyldan býr í dag. Björn byggði
fjölskyldunni sumarbústað í
landi Litla-Klofa í Landsveit
sem var þeirra sælureitur.
Útför Björns fer fram frá
Digraneskirkju í dag, 2. febr-
úar 2011, og hefst athöfnin kl.
13.
er Anna Gunnlaug
Egilsdóttir, f.
29.12. 1959, ritari
í Breiðholtsskóla.
Anna og Björn
gengu í hjónaband
23.4. 1993. Dætur
Björns og Önnu
Gunnlaugar eru
Elísabet, f. 16.12.
1984, kennari við
Menntaskóla
Kópavogs og Eva,
f. 22.3. 1987, nem-
andi við Háskóla
Íslands. Fyrir átti
Björn, Jóhönnu Maríu, f. 12.1.
1983, starfsmaður hjá Varn-
armálastofnun, sambýlismaður
hennar er Hlynur Jónsson.
Móðir Jóhönnu Maríu er Þórdís
Þórðardóttir. Foreldrar Önnu
Gunnlaugar eru Elísabet Gunn-
laugsdóttir, f. 13.7. 1932, og
Egill Guðmundsson, f. 25.9.
1923. Anna Gunnlaug á 3 systk-
ini: Guðmundur Þór, kvæntur
Sigrúnu Óskarsdóttur, þau eiga
tvö börn, Viðar, kvæntur Guð-
Elsku pabbi, mikið óskaplega
söknum við þín mikið. Við erum bún-
ar að vera duglegar að skoða myndir
og við finnum hvað það er gott að
rifja upp sögur.
Fyrir okkur hefur þú alltaf verið
kraftmikill dugnaðarforkur, ákveð-
inn og með sterkar skoðanir. Þess á
milli varstu einlægur og ávallt stutt í
húmorinn. Við dáðumst að því
hvernig hlutirnir léku í höndunum
þínum, allt frá því að hnýta minnstu
veiðiflugur í að reisa sumarbústaði.
Þú hefur gefið okkur mikið og
kennt okkur margt. Þú varst fljótur
að koma okkur upp á lagið með mús-
ík, okkar aðaláhugamál, og við vor-
um kornungar farnar að hækka
græjurnar í botn. Tónlist hefur aldr-
ei verið langt undan hvort sem við
vorum sönglandi heima, í bílnum eða
spilandi plötur uppi í bústað.
Þú hefur líka sýnt okkur hvað það
skiptir miklu máli að hugsa vel um
þá sem eru manni næst og um-
kringja sig góðu fólki. Þegar við
hittum fólk sem hefur kynnst þér í
gegnum tíðina þá talar það alltaf svo
vel um þig og hefur sögur að segja
sem okkur þykir svo vænt um.
Hugarfarið þitt í gegnum síðast-
liðin 3 ár er svo einkennandi fyrir
þig. Fyrir okkur varstu aldrei veik-
ur heldur var þessi barátta bara
hvert verkefnið á fætur öðru sem
þurfti að yfirstíga svo hægt væri að
komast í sveitina eða að veiða við ár-
bakkann sem fyrst.
Þú hefur alltaf verið okkar klettur
og við reynum eftir bestu getu að
vera sterkar.
Stelpurnar þínar,
Elísabet og Eva.
Með örfáum orðum viljum við
minnast hans Bjössa tengdasonar
okkar. Það var stórt skarð höggvið í
fjölskyldu okkar við fráfall hans.
Hann var alltaf hress og skemmti-
legur og það var aldrei neinn rolu-
gangur í kringum hann. Vinnuorkan
var óendanleg og hjálpsemin eftir
því.
Ef hann vissi til að við vildum ein-
hverju breyta eða bæta var hann
alltaf reiðubúinn að taka það að sér
og var svo mættur með hamar og
borvél en þá var líka bezt fyrir okk-
ur að vera ekki að þvælast fyrir.
Öll störf leysti hann svo vel af
hendi. Eitt var það þó sem Bjössi
gat ekki unnið á þó hraustur væri
fyrir, það var hinn illvígi sjúkdómur
sem hann átti í harðri baráttu við
síðastliðin þrjú ár.
Við viljum þakka þér allar sam-
verustundirnar og allt sem þú gerðir
fyrir okkur, elsku Bjössi okkar. Hvíl
þú í Guðs friði.
Elísabet (Lísa) og Egill.
Það er sárt að kveðja Björn bróð-
ur minn og geta ekki notið nærveru
hans framar. Þessi góði drengur var
snemma kraftmikill dugnaðarfork-
ur, glaðlyndur og trúr sínum.
Snemma kom í ljós einstakur hæfi-
leiki Björns til þess að ná til og
kynnast fólki, hæfileiki sem kom
honum til góða alla tíð bæði í leik og
starfi.
Við fórum ungir í sveit að Laug-
arholti í Skagafirði og vorum þar
nokkur sumur hjá yndislegu fólki
sem æ síðan hefur verið okkur kært.
Björn vann ungur við hin ýmsu
störf bæði til sjós og lands. Um tíma
bjó hann á Akureyri og vann við tré-
smíðar hjá frænda okkar, þetta voru
góð og eftirminnileg ár þar sem
hann treysti frændgarðinn og eign-
aðist góða vini. Eftir að hann fluttist
til Reykjavíkur hóf hann störf hjá
þeim Sófusi og Magnúsi í Ísól, þar
starfaði hann eins lengi og hann
hafði orku til. Vinnustaðurinn var
honum kær og Sófus og sonur hans
Hjörtur voru honum sem fjölskylda
frekar en vinnuveitendur. Þeim
feðgum þakka ég fyrir þann hlýhug
og stuðning sem þeir ávallt sýndu
honum.
Björn var einstaklega vinnusam-
ur, ósérhlífinn og bóngóður. Hann
var alltaf að, ég veit ekki hversu
marga bústaði hann byggði fyrir og
með öðrum en þeir fylla allavega
tuginn.
Hann byggði sér og sínum sum-
arbústað á fallegum stað við Heklu-
rætur. Mikla alúð lagði fjölskyldan í
þessa fallegu fjölskylduparadís. Allt
unnu þau sjálf, ræktuðu landið,
hlúðu að umhverfinu og sífellt var
verið að byggja og bæta.
Veiðimennskan var okkur bræðr-
um í blóð borin, við vorum ekki háir í
loftinu þegar við vorum farnir að
veiða á bryggjunni, seinna tók
stangveiðin í lax- og silungsám við.
Hann tók að sér að kenna mér að
halda á flugustöng og reyna að kasta
flugu. Það reyndi á þolrifin í honum
Birni bróður mínum en hann gaf
mér það að halda þetta út og margir
fleiri fengu notið faglegrar leiðsagn-
ar hans. Ég veit að hans verður sárt
saknað úr nokkrum veiðihópum.
Björn átti úrvalsvini sem stóðu vörð
um vin sinn af mikilli væntumþykju
og virðingu allt þar til yfir lauk.
Bróðir minn var svo lánsamur að
verða ástfanginn ungur og giftast
ástinni sinni. Þau Anna voru ekki
bara hjón heldur frábærir félagar
sem virtu hvort annað. Saman eign-
uðust þau fallegu frænkurnar mínar
þær Elísabetu og Evu. Fjölskyldan í
Holtagerði er samhent og kærleiks-
rík og það hefur verið einstakt að
fylgjast með því hversu sterkar þær
mæðgur eru í sorginni. Þær stóðu
sem klettar að baki honum og um-
vöfðu hann kærleika og hlýju. Engin
orð fá lýst þeirri fegurð sem skein úr
augum hans þegar hann horfði á
þær, heyrði í þeim eða spjallaði við
þær. Þetta allt var svo lifandi ljóst
nú í lokabaráttunni. Mér er þungt
um hjarta og vildi að samferðatím-
inn hefði orðið lengri.
Elsku Anna, Elísabet, Eva og Jó-
hanna María, megi allar góðar vætt-
ir vaka yfir ykkur og minningunni
um góðan dreng.
Vertu Guði geymdur, minn kæri
bróðir
Ólafur.
Það er erfitt að kveðja yngri bróð-
ur sinn, sem fór frá okkur á besta
aldri. Baráttan við veikindin var
ströng og það var aldrei réttlátt gef-
ið. Þvílíkur dugnaður og baráttuvilji
sem var einkennandi fyrir hann
Björn. Í öllum þessum meðferðum
bar hann sig alltaf vel. Ég er svo
stolt og full aðdáunar á honum bróð-
ur mínum, hvernig hann gat lifað og
notið alveg fram á síðustu stund.
Hann var alltaf svo þakklátur og
tjáði manni það þegar hann var að-
stoðaður. Ég er þeim Önnu, Elisa-
bet og Evu þakklát fyrir að hann gat
verið heima. Ég veit að það hefði
verið erfitt án aðstoðar bróður hans
og vina. Ég er strax farin að sakna
hans og á eftir að sakna hringing-
anna hans til að gefa mér skýrslu
um ástand gróðurs og einstakra
plantna uppi í bústað.
Guð geymi kæran bróður og
blessi konu hans og dætur.
Ásta systir.
Okkur langar að kveðja hann
Bjössa mág okkar og svila með
nokkrum orðum. Anna systir kynnti
þennan ágæta dreng frá Keflavík til
sögunnar fyrir um það bil 27 árum
og hafa þau staðið saman í blíðu og
stríðu alla tíð síðan. Þau áttu saman
tvær frábærar dætur, þær Elísa-
betu og Evu, sem nú eiga ásamt
móður sinni um mjög svo stórt sár
að binda, enda reyndist hann þeim
sem og okkur öllum traustur og góð-
ur vinur.
Bjössi var alltaf strákslegur og
glaðvær í lund og hressileikinn smit-
aði frá honum alla tíð en hann var
einnig slíkur vinnuþjarkur að með
eindæmum var. Þá var hann mikill
smiður og reyndist það okkur oft vel
þegar beita þurfti hamri og sög og
hafði hann þá alltaf ráð og lausnir
við öllum uppákomum. Hann var
alltaf boðinn og búinn til að hjálpa
og eigum við honum margt að
þakka. Við munum vissulega sakna
þess að hafa hann Bjössa ekki leng-
ur hér á meðal okkar og ótrúlegt að
þetta mikla hraustmenni hafi að lok-
um þurft að láta í minni pokann fyrir
illvígum sjúkdómi þrátt fyrir harða
baráttu hans til að hafa betur og það
með alla klæki læknavísindanna að
vopni.
Við viljum nú að leiðarlokum
þakka góðum og traustum sam-
ferðamanni vináttu hans í gegnum
tíðina.
Guðmundur (Gummi), Sigrún
og börn.
Hverfulleiki tilverunnar birtist í
hinum ýmsu myndum og á stundu
sem þessari hugsum við um tilurð
alls. Fyrir tæpum tveimur áratug-
um stofnuðum við frændurnir veiði-
hóp, sem farið hefur reglulega á vit
ævintýranna og notið samvista í
náttúrunni við veiðar. Í dag horfum
við á eftir leiðtoga okkar og leiðbein-
anda, Birni Björnssyni. Það gerðist
nefnilega ekkert af viti nema karlinn
léti í sér heyra og setti stefnuna.
Bræðurnir Björn og Ólafur oftast
sammála um hvað gera skyldi fyrir
hópinn. Við hinir fylgdum í humátt á
eftir. Nutum leiðsagnar þeirra og
velvildar og Björn ávallt í farar-
broddi. Vöðlur, skór og stangir í
boði ef við byrjendurnir misstum
fótanna í veiðihamnum. Ófáar flug-
urnar sem hann hnýtti og stakk í
boxið okkar þegar honum fannst það
fátæklegt. Kenndi okkur fræðin í
leiðinni og fangbrögðin. „Búss-
mann“-túpan ómissandi í hvern túr.
Vakti okkur á morgnana þegar
þynnkan og þreytan gerði vart við
sig hjá okkur svefnpurkunum.
„Ræs,“ glumdi í morgunsárið og við
hlýddum eins og skólastrákar í sum-
arbúðum. Keypti verðlaunagripi til
að styrkja sjálfstraustið hjá frænd-
um sínum, stærsti fiskur, flestir
fiskar, flugufiskurinn og maður árs-
ins. Bikarar sem veittir voru á
árshátíð og uppgjöri með frænda-
konum.
Björn var samt ekki mikið fyrir að
trana sér fram, nema til þess að
herða okkur frændurna. Hann sýndi
okkur og sannaði að hann var hörku-
tól og gerði óspart grín að okkur.
Við höfðum þó á hann, að okkur
fannst hann full ýktur í frásögnum
af eigin veiðni og gripi alltof oft til
skáldaleyfis í þeim efnum. Honum
þótti vænt um þær athugasemdir og
bætti frekar í en að draga úr, þegar
um var rætt. Við nutum frásagn-
anna enn frekar fyrir vikið. Gerðum
óspart grín að hvor öðrum með hans
aðstoð. Tryggðum enn frekar
frændskapinn og gerum enn. Rækt-
arsemi og hjálpsemi er ekki öllum
gefin en sannarlega var það Birni
hugleikið að sinna því af eljusemi.
Fyrir vikið nutum við þess í hví-
vetna, enda honum mikilsvert og
samofið. Aldrei gerði hann upp á
milli landshlutanna sem hann átti
ættir að rekja til. Þegar við sunn-
anmenn þöndum okkar vegferð í
dagsins erli og leik, var hann beggja
blands og leysti það með prýði.
Beitti okkur óspart norðlenskunni í
stríðinu um hagsæld sveitarfélag-
anna, þegar honum fannst við
„rembast eins og rjúpan við staur-
inn“.
Við munum sakna hans breiða
faðms, hjartahlýju, dugnaðar, elju
og fylgni. Vonandi höfum við lært af
honum ýmislegt til eftirbreytni á
vegferð okkar um landsins drauma
og lindir. Án efa munum við halda
merki hans á lofti um ókomin ár og í
komandi ævintýrum. Minningin um
frændsemi hans og góðan vilja mun
lifa með okkur um aldur og ævi.
F.h. Hafnamanna,
Páll Ketilsson.
Elsku frændi. Stóri frændi sem
lagaði bremsuna á veiðihjólinu og
skipti um girni þegar ég missti minn
fyrsta stórlax. „Við sækjum hann á
morgun,“ sagðir þú. Busi frændi í
hnotskurn. Ávallt boðinn og búinn,
hjálparhöndin aldrei langt undan,
baráttuþrekið til staðar og af því átt-
ir þú nóg. Best kom það í ljós síðustu
ár þegar þú tókst storminn í fangið,
spyrntir við veikindunum frá fyrsta
degi uns þú óhjákvæmilega og að
endingu lygndir aftur augunum.
Ef í heimreiðinni stóð bíllinn hans
frænda man ég til þess að hafa
stokkið til og flýtt mér heim því þá
var góð heimsókn þegar hafin. Þeg-
ar inn var komið voruð þið pabbi oft-
ar en ekki að ræða um laxveiði, ég
hef alltaf getað hlustað á ykkur tala
um laxveiði svo tímunum skipti. Ég
verð seint jafn góður veiðimaður og
þið pabbi en get huggað mig við þá
staðreynd að hafa lært af þeim bestu
og bý vel að því að hafa haft þig í
mínu horni. Ég óska öllum þess að
eignast stóran frænda eins og þig,
frænda sem sýnir ósvikinn áhuga og
stuðning. Betri mann í mínum huga
hafa fáir, ef nokkrir, að geyma.
Þegar við Hilma fluttum í Skip-
holtið og vorum að fríska upp á bað-
herbergið okkar komst þú í heim-
sókn einn daginn, ég átti bara eftir
að setja fúgu á flísarnar og spurði
þig hvernig best væri að bera sig að.
„Svona,“ svaraðir þú og kláraðir
verkið á mettíma. Svona var þetta í
þrjá áratugi, stóri frændi gat allt.
Ætli það lýsi þér ekki best, kæri
frændi, að um leið og dóttir mín gat
farið að tjá sig þá kallaði hún þig afa
Busa. Slík var nærvera þín.
Þín verður sárt saknað í okkar
litlu fjölskyldu og víðar, þú hefur
verið kallaður á brott og eftir stönd-
um við með minningarnar. Þær eru
og verða um ókomna tíð einhver
dýrmætasta eign okkar.
Elsku Anna, Elísabet og Eva,
megi góður Guð styrkja ykkur í
sorginni.
Vertu sæll, elsku frændi minn.
Jón Björn.
Í dag kveðjum við yndislegan
frænda og vin Björn Björnsson,
Busa eins og ættingjar kölluðu hann
alltaf. Hann barðist kröftuglega í
rúm 3 ár við krabbamein. Þessi
mikli bjartsýnis- og keppnismaður
setti sér mörg markmið með fjöl-
skylduna efst í huga og náði þeim ef-
laust flestum ef ekki öllum áður en
yfir lauk.
Busi var sérlega frændrækinn og
kom oft í heimsókn til okkar, alltaf
glaður og iðandi af lífskrafti. Eins
var hann hrókur alls fagnaðar á ætt-
armótum, þorrablótum og raunar
hvar sem fjölskyldan kom saman.
Mikill veiðimaður var hann og
hafði mjög gaman af að segja veiði-
sögur. Þó voru náttúrulýsingar frá
ýmsum árbökkum engu síðri.
Hann var kröftugur og ham-
hleypa til verka. Einstakt lán var að
eiga svona handlaginn frænda sem
var viljugur að hjálpa til með allt
sem hann mögulega gat.
Busi var vinsæll og vinmargur
sem best sást í veikindum hans,
hvað vinir hans voru traustir. Vinn-
an og vinnufélagar hjá Ísól voru
honum líka mikils virði.
Önnu, Elísabet og Evu sendum
við okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Minningar um Busa frænda eru
góðar og skemmtilegar. Hans er
sárt saknað.
Jófríður, Kristinn og Inga Rún.
Björn Björnsson, vinur minn og
starfsfélagi í nær þrjá áratugi, er
fallinn frá eftir langvarandi veikindi.
Með honum er genginn góður vinur
og vinnufélagi, rétt aðeins liðlega
fimmtugur.
Björn eða Bjössi, eins og hann var
alltaf kallaður, gekk til liðs við okkur
feðga fyrir 27 árum þegar hann
réðst til starfa hjá Ísól. Þá strax
kom í ljós að hann var hamhleypa til
allra verka – hann hreinlega óð í
verkin og oftar en ekki var best að
vera ekki fyrir þegar hann tók til
hendinni.
Þegar krabbinn knúði dyra tók
Bjössi því af æðruleysi, staðráðinn í
að hafa betur í ójafnri keppni. Upp-
gjöf kom ekki til greina. En jafnvel
keppnismaðurinn þurfti að játa sig
sigraðan þegar við ofurefli var að
etja.
Bjössi var meðalmaður á hæð,
þéttur og sterklegur á velli. Þétt
handtakið og góðlegt brosið gaf til
kynna að þar færi maður sem hægt
væri að treysta. Og aldrei brást
Bjössi traustinu og sjaldan man ég
eftir að hann reiddist. En hann var
ekki skaplaus, þvert á móti. Hafði
fastmótaðir skoðanir á mönnum og
málefnum og gekk hreint til verka í
þeim efnum, eins og öllum öðrum. Í
þessu eins og svo mörgu öðru áttum
við gott skap saman.
Það er ómetanlegt fyrir fyrirtæki
að hafa á að skipa starfsmanni sem
setur sig inn í málin og gjörþekkir
þær vörur sem hann er að selja. Við-
skiptavinir sóttust í að fá þjónustu
Bjössa, vegna þekkingar, lipurðar
og léttleika í öllu fasi. Í þeim fjöl-
mörgu utanlandsferðum, sem við
Bjössi fórum, hvort heldur á vöru-
sýningar eða til að heimsækja
birgja, naut hann sín sérstaklega í
fagmennsku sinni. Hann aflaði sér
trausts og trúnaðar hvar sem hann
kom.
Lífið er ekki aðeins vinna og
Bjössi kunni að njóta lífsins. Hvergi
naut hann sín betur en á árbakk-
Björn Björnsson