Morgunblaðið - 02.02.2011, Page 29
DAGBÓK 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2011
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ROP! ROP! VIÐ EYÐUM ALLT OF
MIKLUM TÍMA SAMAN
ÞÚ
ÞARFT EKKI
AÐ SEGJA
MÉR ÞAÐ
VIÐ
EIGUM SVO
ÓTRÚLEGA VEL
SAMAN
OKKUR
ÞYKIR BÁÐUM
SVO GAMAN AÐ
HENDA STEINUM
OG KLIFRA Í
TRJÁM
ÞAÐ
ER EKKI
SATT!
EN
ÞÉR MUN
ÞYKJA ÞAÐ
GAMAN
ER
ÞETTA EKKI
ÞAÐ SEM
HJÓNABÖND
GANGA ÚT Á?
MÁLAMIÐLANIR!!!
ÞÚ ERT EKKI
MANNLEGUR!
ÞAÐ
ER RÉTT
HJÁ ÞÉR!
HLAUPTU NÚ! ÉG ER EKKI LAUS VIÐ
TRUFLANIR EN ÞETTA
VERÐUR AÐ DUGA
HEYRÐU, ÉG
VERÐ Á TENGSLA-
MYNDUNAFUNDI
Í DAG
ÞETTA
ER SÁ
ÞRIÐJI Í
ÞESSARI
VIKU?!?
ÞAÐ ER
MIKILVÆGT AÐ
MYNDA NÝ
TENGSL
JÁ,
EN VIÐ
ÞURFUM LÍKA
AÐ REKA
FYRIRTÆKIÐ
OKKAR
HEFUR ÞÉR TEKIST AÐ MYNDA
EINHVER NÝ VIÐSKIPTATENGSL?
NEI, ÞAU
ÞURFA FYRST AÐ
FINNA VINNU
HÆ,
HÆ!
HÆ,
HÆ!
ÉG HEF ÁHGYGGJUR
AF ÞVÍ AÐ ÞESSAR
LYFJAAUGLÝSINGAR SÉU AÐ
HAFA OF MIKIL ÁHRIF Á ÞIG
AF
HVERJU
SEGIRÐU
ÞAÐ?
ÞÚ ERT BYRJAÐUR AÐ
TAKA ALLSKONAR
MISMUNANDI LYF ÁN
ÞESS AÐ VITA EINU
SINNI HVAÐ ÞAU GERA!?!
ÞAÐ ER EKKI
SATT!
MÉR FINNST
ÞESSI LYF VERA AÐ
HAFA JÁKVÆÐ ÁHRIF
Á LÍF MITT
Hellisheiði
Mikið er talað um tvö-
földun Suðurlands-
vegar þessa dagana.
Frá landnámi og langt
fram á seinustu öld
ferðuðust menn fót-
gangandi eða á hest-
um um landið. Þetta
leiddi það af sér að all-
ar leiðir urðu eftir
þurru og greiðfæru
landi þar sem það var
hægt, leiðin til
Reykjavíkur lá eftir
Bústaðahálsi, utan í
Öskjuhlíð, út í Litla
Skerjafjörð eftir
klapparhrygg sem liggur gegnum
mýrina og svo eftir melunum niður í
bæ. Hver var að fara þangað? Mjög
fáir, því þar var bara einn sveitabær.
Umferðin var út á Nes, því þaðan
reru menn til fiskjar á vertíðum.
„Þurra“ leiðin austur í sveitir var um
Hellisheiði, engar mýrar, ekkert
hraun. Jú, svo rann Svínahraun og
þá var bara krækt fyrir það. Að lok-
inni fyrri heimsstyrjöld stóð til að
leggja járnbraut austur á Rang-
árvelli og suður með sjó, járnbraut-
arstöð átti að reisa við Rauðarárstíg,
nokkurn veginn þar sem utanrík-
isráðuneytið er og smávöruverslunin
Draumurinn. Af þessu varð ekki en
austurbrautin átti að liggja um
Þrengsli og voru gerðar þar land-
mælingar og fundin góð leið, en ekk-
ert gert frekar. Svo kom Kaninn,
kommúnistabaninn, með sínar jarð-
ýtur og risatrukka.
Jarðýturnar nýttust
m.a. til þess að ryðja
snjó af Hellisheiði en
það var dýrt og dugði
ekki alltaf. Þá var
dregið fram járnbraut-
arkortið sem Jón Þor-
láksson og Nils Per
Kirk höfðu búið til og
lagður vegur um
Þrengslin, þetta var
um miðjan sjötta ára-
tug seinustu aldar.
Þrjátíu árum síðar var
svo gerð brú yfir ósa
Ölfusár. Þegar vega-
lengdir eru athugaðar
á vegakortum kemur í
ljós að það er aðeins fimm kílómetr-
um lengri leið frá Reykjavík til Sel-
foss um Þrengsli en yfir Hellisheiði.
Þessi munur er fljótur að hverfa þeg-
ar heiðinni er sleppt, því það kostar
heilmikla orku að hífa hálft annað
tonn af járni upp Kambana, senni-
lega ekki minna en einn lítra af bens-
íni. Nú um stundir er sífellt verið að
tala um umhverfismat, hefur einhver
metið það hversu mikilli orku er sóað
í óþörf ferðalög yfir Hellisheiði? Nú
þarf að breikka brúna yfir Ölfus-
árósa og Þrengslaveginn. Þjóðin
mætti venja sig af því að láta vanann
stjórna öllu, stóru og smáu.
Gestur Gunnarsson tækni-
fræðingur, Flókagötu.
Ást er…
… að baka saman
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Vinnustofa, postulín kl.
9, útskurður/postulín/Grandabíó kl. 13.
Árskógar 4 | Handavinna/smíði/
útskurður kl. 9. Heilsugæsla kl. 10.
Bólstaðarhlíð 43 | Spiladagur, glerlist,
handavinna allan daginn.
Bústaðakirkja | Spil og föndur kl. 13.
Heiðar Ö. Arnarson fjallar um Sjúkra-
tryggingar Íslands. Ritningarlestur og
bæn.
Dalbraut 27 | Handavinna kl. 8, vefn-
aður kl. 9, leikfimi kl. 11.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Göngu-hrólfar frá Ásgarði kl. 10.
Söngvaka kl. 14. Dansspor í kaffihléi.
Söngfélag FEB æfing kl. 17.
Félagsheimilið Boðinn | Stólaleikfimi
kl. 10.30, hádegismatur kl. 12.
Félagsheimilið Gjábakki | Handa-
vinnustofa, botsía kl. 9.30/10.30, gler-
list kl. 9.30/13, félagsvist kl. 13, viðtalst.
FEBK kl. 15, bobb kl. 16.30, línud. kl. 18,
samkv.dans kl. 19. Á morgun kl. 14, dag-
skráin Þulið á þorra í umsjón ljóðahóps.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Mynd-
list kl. 9.05, ganga kl. 10, postulín,
kvennabrids, málm- og silfursmíði kl. 13.
Íslendingasögur kl. 16.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Sýning Óla Kr. Jónssonar, vatnsleikfimi
kl. 8.15/12.10, kvennaleikfimi í Sjálandi
kl. 9.15/10, í Ásgarði kl. 11, bútas./brids
kl. 13.
Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur
kl. 9, leiðsögn fellur niður e. hád. Leik-
fimi kl. 10 söngur og dans. Spilasalur op
e. hád. Á morgun leikhúsferð á Afinn,
skrán. á staðnum og s. 575-7720.
Grensáskirkja | Samverustund kl. 14.
Háteigskirkja - starf eldri borgara |
Setrið kl. 10. Helgistund kl. 11, brids kl.
13 - veitingar.
Hraunsel | Pútt kl. 10, bókm.kl. næst 9.
febr. Línudans kl. 11, boltaleikfimi kl. 12,
glerbr./handav. kl. 13, tréskurður kl. 13,
bingó kl. 13.30, vatnsleikfimi kl. 14.40,
kór kl. 16. Dansleikur 11. feb., Þorvaldur
Halldórs.
Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30 og
9.30. Vinnustofa kl. 9. Samvera kl.
10.30.
Hæðargarður 31 | Hringborðið/kaffitár
kl. 8.50. Stefánsganga kl. 9. Listasmiðja
kl. 9, postulín. Framsagnarhópur kl. 9.
Gáfumannakaffi kl. 15. Spænska hefst 3.
feb. kl. 12.
Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Kópa-
vogsskóla kl. 14.40.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun kl. 10
keila í Öskjuhlíð. Listasmiðja kl. 13,
sjúkraleikf. Eirborgum kl. 14.30.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkr-
unarfr. kl. 10.30, iðjustofa - glermálun
kl. 13.
Neskirkja | Opið hús kl. 15. Guðni
Ágústsson, fv. ráðherra kemur. Kaffiveit-
ingar í upphafi.
Norðurbrún 1 | Útskurður kl. 9. Hjúkr-
unarfr. kl. 10. Félagsvist kl. 14.
Vesturgata 7 | Þeir sem eiga ósótta
miða á þorrablótið fös. 4. feb. vitji
þeirra.
Sund kl. 10, spænska kl. 13, myndmennt
kl. 11.30, Bónus kl. 13, tréskurður kl.
14.30.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Tréskurður
og smiðjan, bókband kl. 9, handav. kl. 9,
morgunstund kl. 10, verslunarferð kl.
12.20, uppl. kl. 12.30, Dans fyrir alla kl.
14.
Áheimasíðu sinni, gangleri.is,birtir Gylfi Þorkelsson pistla
um aðskiljanlegustu efni, en einnig
kveðskap. Í síðasta pistli var þetta
erindi:
Ríð ég kátur! Ríð ég undir þaki,
rennur hryssan tölt og brokk og skeið.
Glóa lampar, gaman er á baki,
gullinn sandur, þett’ er engin neyð!
Næsta hringinn nota skal ég til
að ná í mjúkt og fallegt hófaspil.
Ólafur Stefánsson svaraði í létt-
um dúr:
Alltaf ríð ég undir þaki,
eins þótt blíðuveður sé,
enda dett ég ekki af baki,
eða slæmsku fæ í hné.
Gylfi svaraði að bragði:
Úti jafnt sem undir þaki
í æðum sama fjörið kenni:
Fullnægjuna finn á baki
er folanum í skeið ég renni.
Og Ólafur klykkti út með:
Fyrst og síðast má fjörmenn kenna,
sem fara um land með hrossin sín:
Þeir elska konur og alltaf nenna
ærlega að súpa brennivín.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af vísum, hestum og hófaspili