Morgunblaðið - 02.02.2011, Síða 32
Heimildar- og stutt-myndahátíðinni Reykja-vík Short&Docs lauk ámánudaginn. Helgin síð-
asta var óvenju listahátíðahlaðin,
Myrkir músíkdagar voru auk þess í
gangi og enn lifði eitthvað af frönsku
kvikmyndahátíðinni. Ég þarf ekki að
fjölyrða mikið um það hversu mik-
ilvægur þáttur í menningarlífinu,
hvað þá í kvikmyndalífinu, hátíðir
sem þessar eru og ég ætla líka að
hafa fá orð um það hversu frábært
það er að hafa kvikmyndahús eins og
Bíó Paradís í rekstri. Þetta segir sig
allt sjálft og það er hollt bæði og nær-
andi að ganga aðeins frá Drauma-
verksmiðjunni – þó ekki sé nema til
að koma þangað tvíefldur til baka, vit-
andi það að það er svei mér þá verið
að gera kvikmyndir í öðrum löndum
heimsins, og fara þær meira að segja
stundum ekki alveg eftir formúlunni
sem þar tíðkast.
Alltént náði ég í skottið á Short-
&Docs á mánudaginn og barði þá ansi
athyglisverða heimildarmynd augum.
Dönsk er hún að uppruna, um
klukkustund að lengd og fjallar um
það hvernig tveir drífandi og óvenju-
lega þenkjandi borgarstjórar ná að
draga höfuðborg Kólumbíu, Bogotá,
úr svaðinu og reisa hana við; bæði
byggingar- og skipulega séð en um
leið siðferðis- og hugmyndafræðilega
séð. Við upphaf myndar er árið 1993
og fáum við þá að vita að borgin er
talin sú hættulegasta í heimi. Við
enda myndar kemur í ljós að umferð-
arslysum hefur fækkað um 50%,
morðtíðni hefur fallið um 70%, hjól-
anotkun hefur aukist, drykkjarvatn
komið inn á flest heimili o.s.frv.
Þessi bylting hófst með Antanas
Mockus, litríkum persónuleika sem
klæddist m.a. súpermanbúningi og
fékk látbragðsleikara til að stýra um-
ferðinni. Mockus er drifinn áfram af
heimspekilegum hugsjónum og heið-
arleika, hann einsetur sér að breyta
hugarfari íbúanna og það ótrúlega er
að það tekst. Hann gengur m.a. langt
í að uppræta landlæga spillingu í
embættismannakerfinu og bjó þannig
í haginn fyrir arftaka sinn, Enrique
Peñalosa, sem var ekki síður umhug-
að um að gera borg sinni gagn. Peña-
losa var ekki jafn „flippaður“ og Moc-
kus en hann lét verkin tala og hélt
hinu góða starfi Mockus áfram sem
tók svo við af Peñalosa aftur.
Manni verður óneitanlega hugsað
til okkar góða borgarstjóra, Jóns
Gnarr, þegar maður horfir á mynd-
ina. Hvað sem segja má um árangur
hans í borginni var ástæðan fyrir
sigri hans sú að fólk var komið með
upp í kok af síendurteknu pólitísku
hjali þar sem allir hljómuðu eins.
Fólkið gaf því stöðnuðu kerfi fing-
urinn og það er hressandi að fylgjast
með því þegar Jón svarar einhverju
af einlægni frekar en að vera með
bjánalegt yfirklór eins og venjan er.
Sagan sem er sögð í myndinni er
mögnuð en líkast til nokkuð einhliða,
getur maður ímyndað sér. Hún er þá
næstum of hefðbundin í byggingu, er
eiginlega eins og löng fréttaskýring í
60 minutes. Árangurinn í Bogotá er
engu að síður ótrúlegur og manni féll-
ust eiginlega hendur þegar maður
kom aftur út í napra janúargoluna,
vitandi að sama helvítis tuðið bíður
manns hérna. Hvar er hinn íslenski
Mockus?
Bíó Paradís -
Reykjavík Short&Docs
Cities on Speed - Bogotá Change
bbbmn
Leikstjóri: Andreas Mol Dalsgaard. 55
mín. Danmörk, 2009.
ARNAR EGGERT
THORODDSEN
Ofurhugi Antanas Mockus gerði góðan skurk í málefnum Bogotá.
Afl hins óvenjulega
KVIKMYNDIR
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2011
Fjórðu minningartónleikarnir
um söngvaskáldið Bergþóru Árna-
dóttur verða haldnir í Salnum í
Kópavogi þriðjudaginn 15. febrúar
kl. 20. Það er Minningarsjóður
Bergþóru sem efnir til tónleikanna
en þeir eru að vanda haldnir á af-
mælisdegi hennar.
Að þessu sinni verða mörg af
þekktari lögum Bergþóru flutt í
fyrsta sinn í kórútsetningum og
koma þrír kórar við sögu, en stjórn-
andi þeirra er Guðlaugur Vikt-
orsson. Um er ræða hinn lands-
þekkta Lögreglukór Reykjavíkur,
Kór Menntaskólans í Reykjavík og
Vox Populi.
Tónlist Bergþóru Árna
í nýjum búningi
Fólk
…ráðin um næstu tónleika í
RVK.“ Svo segir í nýjustu fésbók-
arfærslu þessa stærsta orgel-
kvartetts heims. Ekki stendur á
viðbrögðum og er þegar búið að
„læka færsluna í drasl“ eins og
ungviðið segir. Önnur plata kvart-
ettsins, Pólýfónía, sló heldur en
ekki í gegn á síðasta ári, og það
þrátt fyrir að hafa komið út kort-
er fyrir jól. Þá er gaman að segja
frá því að platan er væntanleg á
vínyl þetta árið. Gaman verður að
heyra hvernig nýjustu Appa-
stemmurnar hljóma á forminu
fullkomna.
„Apparat Organ
Quartet leggur á …
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Tónlistarhátíðinni Myrkum mús-
íkdögum lauk á sunnudagskvöldið í
Listasafni Íslands en þá lék Kamm-
ersveit Reykjavíkur verk eftir nokk-
ur íslensk nútímatónskáld. Hátíðin
hefur fyrir löngu öðlast sess í menn-
ingarlífi landsins, var haldin í fyrsta
sinn árið 1980. Í ár voru um sautján
atriði á dagskrá af ýmsum toga,
mikið af nýjum verkum eftir ís-
lenska höfunda voru frumflutt og
hljóðmynd hátíðarinnar teygði sig
frá argasta orgi yfir í kliðmjúka feg-
urð.
„Samuli Famuli“
Bráðsnjallri nýjung var ýtt úr vör
á sunnudeginum kl. 13.00 en þá stóð
finnski slagverks- og trommuleik-
arinn Samuli Kosminen fyrir tón-
leikum sem ætlaðir voru börnum og
fjölskyldufólki. Var yfirskriftin
glettnisleg, „Samuli Famuli“. Sam-
uli þessi tengist Íslandi órofa bönd-
um, hann hefur m.a. starfað mikið
með hljómsveitinni múm og lék á
trommur á sólóplötu Jónsa.
Tónleikarnir voru bráðvel heppn-
aðir og runnu smurt áfram. Ég við-
urkenni að ég átti von á því að meira
yrði um einhvers konar samvinnu
við börnin, þau fengju að fikta í slag-
verkinu eða eitthvað slíkt en ég er
líklega orðinn of „leikskólaður“.
Börnin fylgdust hins vegar með af
athygli allan tímann og vel til fundið
að þau fái einu sinni að heyra tónlist
fremur en barnatónlist.
Samuli sagði mér í lok tónleikana
að hann hefði samið tvö verk sér-
staklega fyrir þá en annars valið út
lög úr safni sínu sem hann taldi
henta ungum eyrum hvað best. Af
stemningunni í salnum að dæma
„hitti“ hann á rétt.
Morgunblaðið/Ómar
Snjall Slagverks- og trommuleikarinn Samuli Kosminen á að baki farsælan feril og hóf að vinna með íslenskum tónlistarmönnum fyrir um tíu árum síðan.
Hitti bara trommuna sem small
Slagverks- og trommuleikarinn Samuli Kosminen hélt barna- og fjölskyldu-
tónleika á Myrkum músíkdögum Húsfyllir var í Norræna húsinu
Gestir Úlfur Eldjárn með börn og buru. Bróðir hans, Halldór, til vinstri.Vertarnir Alex Somers og Kira Kira sáu um vöfflur og heitt kakó.