Morgunblaðið - 09.02.2011, Side 1

Morgunblaðið - 09.02.2011, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 9. F E B R Ú A R 2 0 1 1  Stofnað 1913  33. tölublað  99. árgangur  ÁÐUR EN ÞÚ SMELLIR AF OG TEKUR MYND MANNSKAÐA- VEÐUR FYRIR 65 Á́RUM BUSCEMI SEM MAFÍÓSI Á BANNÁRUNUM BAKSVIÐ 12 BOARDWALK EMPIRE 31LJÓSMYNDUN 10 Gísli Baldur Gíslason gislibaldur@mbl.is Áætla má að heildarandvirði þýfis úr innbrotum sem þrír ungir menn hafa játað á sig nemi tugum milljóna króna. Eru þetta einhverjir afkastamestu innbrotsþjófar sem hér hafa náðst. Þremenningarnir hafa setið í gæsluvarðhaldi í nokkrar vikur og í gær staðfesti Hæstiréttur gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum til viðbótar sem taldir eru eiga hlut að máli. Þeir brutust eink- um inn á heimili fólks en einnig í gistihús. Allir eru mennirnir ungir að árum. Sautján ára piltur er talinn leiða glæpagengið en lögreglan hefur þurft að hafa afskipti af honum frá því hann var á fermingaraldri. Við húsleit hjá einum mann- anna fundust kvittanir sem taldar eru benda til þess að peningar hafi verið fluttir til útlanda. Ef miðað er við tölur Vátryggingafélags Ís- lands um meðaltal tjóna vegna innbrota sem fé- lagið hefur bætt að undanförnu, má áætla að heildarandvirði þýfisins nemi nokkrum tugum milljóna. Er þá ótalið tjón sem fólk þarf sjálft að bera. »8 Stálu andvirði tuga milljóna  Mikið tjón varð í innbrotum ungra innbrotsþjófa sem nú sitja í gæsluvarðhaldi  Náðu miklum verðmætum á stuttum tíma  Peningar fluttir til útlanda Þýfi Innbrot eru fagmannlegri en áður. Morgunblaðið/Júlíus Þetta olíumálverk eftir Pétur Gaut var eitt af þeim 163 verkum sem boðin voru upp hjá Galleríi Fold á seinna uppboðskvöldi af tveimur í gærkvöldi. Seldist verkið á 75 þúsund krónur en það var metið á 60-80 þúsund. Að sögn Tryggva Páls Friðrikssonar, sem sést hér munda uppboðshamarinn ásamt Hans Alexander Hansen aðstoðarmanni, fékkst prýðilegt verð fyrir verkin og seldist megnið af þeim. Dýrasta verkið var olíumálverk eftir Ásgrím Jóns- son sem seldist á 4,3 milljónir króna. Segir Tryggvi að markaðurinn sé að taka við sér og helst fáist gott verð fyrir gömlu meistarana. kjartan@mbl.is Gömlu meistararnir seljast best á listaverkauppboði Morgunblaðið/Ómar Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Kristín H. Tryggvadóttir er 74 ára líf- eyrisþegi sem þarf að lifa á jafnvirði lágmarkslífeyris, eða 65 þúsund krón- um á mánuði, þrátt fyrir að hafa á langri starfsævi unnið fyrir eftirlaun- um sem nema að nafninu til á fimmta hundrað þúsund krónum. Hún hefur ritað fjórum ráðherrum, forsætis-, fjármála-, innanríkis- og velferðar- ráðherra, bréf þar sem hún spyr ein- faldlega: „Er þetta sanngjarnt?“ Kristín starfaði í fjörutíu ár hjá rík- inu, m.a. sem kennari, fræðslufulltrúi hjá BSRB, deildarstjóri og skóla- stjóri. Hún býr nú á Hrafnistu í Hafn- arfirði en þangað neyddist hún til að flytja eftir átta mánaða sjúkrahúsvist vegna skyndilegrar lömunar. Kristín greiðir 120 þúsund krónur á mánuði í skatta, um 240 þúsund í dvalarkostnað til Hrafnistu og á síðan 65 þúsund krónur afgangs sem þurfa að duga fyrir „öllum óþarfa“ eins og hún orðar það, t.d. síma, sjónvarpi, blöðum, hársnyrtingu, fótsnyrtingu, skóm og fatnaði, sælgæti og gjöfum, svo ekki sé minnst á gleraugu, heyrn- artæki og tannlæknakostnað. „Mér finnst ég vera látin greiða ansi mikið, fyrst í skattana og svo þegar ég flyt á Hrafnistu þá greiði ég á þriðja hundrað þúsund fyrir þá að- stöðu sem ég hef þar,“ segir Kristín. Hún segir sér líða ágætlega og ber Hrafnistu vel söguna en finnst ósann- gjarnt að eftir að hafa meðvitað lagt hart að sér alla ævi til að fá góðan líf- eyri hafi hún ekki meira á milli hand- anna. Hart að lífeyrir sé hirtur Þeir sem hafa tekjur undir 65 þús- und krónum á mánuði greiða engan dvalarkostnað til sjúkrastofnana eða dvalar- og hjúkrunarheimila en há- marksgreiðslan er um 294 þúsund á mánuði. Kristínu finnst hart að allur sá lífeyrir sem hún vann fyrir sé hirt- ur af henni, sérstaklega þar sem hún sé nú þegar búin að skila sínu í formi skatta alla sína starfsævi. Heldur eftir 65.000 krónum af lífeyrinum  Greiðir nú 120.000 krónur í skatta  Gjöld á Hrafnistu eru um 240.000 kr.  Útgerðarmenn hafa íhugað að landa loðnu í ná- grannalöndum, komi til verkfalls starfsmanna fiskimjölsverk- smiðjanna. Ótímabundin vinnustöðvun hefur verið boðuð í átta verk- smiðjum á Austurlandi, í Vest- mannaeyjum og á Akranesi um miðja næstu viku. Færeyjar eru einkum nefndar sem hugsanlegur löndunarstaður en einnig Danmörk, Skotland og Noregur. »16 Íhuga að landa loðnu erlendis  Ekki er nóg að horfa aðeins til af- gangs á vöruskiptum við útlönd, þegar greiðslugeta þjóðarbúsins vegna erlendra skulda er metin. Ragnar Árnason, hagfræðiprófess- or, segir að þegar það sé gert sé að- eins horft á aðra hlið dæmisins. „Á hinni hliðinni eru þáttatekjur gagnvart útlöndum, eða greiðslur milli Íslands og útlanda í formi vaxta, arðs og annarra svipaðra þátta. Útlit er fyrir að þessar greiðslur verði neikvæðar um upp- hæð í námunda við hundrað millj- arða króna árlega á næstu árum, vegna vaxtagreiðslna af erlendum lánum, arðgreiðslna til erlendra eigenda íslenskra fyrirtækja og svo framvegis. Þegar þáttatekjurnar eru teknar með í reikninginn sést að það stendur ekki mikið eftir af vöruskiptajöfnuðinum.“ »14 Aðeins önnur hlið Icesave-dæmisins Flæði gjaldeyris inn og út úr landinu Í milljónum króna Jan.-sept. Jan.-sept. 2009 2010 Vöruskipti 72.097 88.575 Þjónusta 43.569 49.314 Þáttatekjur -258.222 -157.763 Samtals -142.556 -19.874 Heimild: Seðlabanki Íslands Í bréfi sínu til ráðherranna spyr Kristín H. Tryggvadóttir: „Til hvers erum við yfirleitt að borga í lífeyrissjóð, þar sem ríkið tekur allt til baka? Er þetta sanngjarnt? Er ríkið ekki að mismuna fólki stórlega? Það greiðir nefnilega allt fyrir þá sem hafa litlar tekjur eða engar og þeir sömu borga enga skatta, því ekki líka fyrir okkur sem borgum háa skatta?“ Helgi Jóhann Hauksson, verkefnisstjóri hjá Lýð- heilsustöð og sonur Kristínar, bendir á að 65 þúsund krónur dugi fólki skammt. „Hvers njóta eftirlaunaþegar fyrir skatta sína sem sjálfir greiða allan dvalarheim- iliskostnað sinn auk hárra skatta?“ spyr hann. Spyr um tilgang lífeyrissjóða RÍKIÐ TEKUR ALLAN LÍFEYRI TIL BAKA Líklegast er nú talið að félag á vegum Stefnis, dótturfélags Ar- ion banka, kaupi kjölfestuhlut í matvörurisanum Högum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa starfsmenn Stefnis m.a. rætt við líf- eyrissjóði og ýmsa fjárfesta um að koma inn í einkahlutafélag sem er ætlað að fjárfesta í Högum. Félagið er sagt eiga að heita SF2 en sem kunnugt er var skrifað undir vilja- yfirlýsingu um að SF1 keypti meiri- hluta í Sjóvá. »14 Leita að kjölfestu fyrir kaup á Högum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.