Morgunblaðið - 09.02.2011, Page 8

Morgunblaðið - 09.02.2011, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2011 Suður-Súdanar hafa nú kosið umsjálfstæði sitt frá norðurhluta landsins. Útlit er fyrir að kosningin muni fá að standa enda fékk ríkis- stjórn Íslands hvergi að koma nærri og kosningin því leyni- leg.    Á Íslandi erukosningar eins og kunnugt er ekki lengur leynilegar, aðeins það sem stjórnvöld gera eftir kosningar.    Mikill meirihlutiSuður- Súdana, yfir 98% þeirra sem atkvæði greiddu, var fylgjandi sjálfstæðinu. Slíkt hlutfall er fátítt að sjá í frjáls- um kosningum og leita þarf til Ice- save-kosninganna í fyrra til að finna dæmi um slík úrslit. Þátttaka var líka svipuð í þessum kosningum.    Í Icesave-kosningunum höfnuðu98% því að greiða ólögmætar kröfur. Þar með töldu ýmsir að mál- ið væri úr sögunni, en nú er útlit fyr- ir annað. Stjórnvöld, með aðstoð úr óvæntri átt, hyggjast samþykkja hinar ólögmætu kröfur og hindra að þjóðin fái nokkru um það ráðið.    Súdan byggir ekki á jafn langrilýðræðishefð og Ísland, en það nýtur heldur ekki ríkisstjórnar Ís- lands og stuðningsmanna hennar.    Þess vegna hafa stjórnvöld í Súd-an sagst munu virða vilja 98% kjósenda í Suður-Súdan, ólíkt því sem stjórnvöld og stuðningsmenn þeirra hyggjast gera hér á landi.    Hver hefði trúað því, að lýðræðiðstæði traustari fótum í Súdan en á Íslandi? Omar Hassan al-Bashir Lýðræðið á Íslandi og í Suður-Súdan STAKSTEINAR Jóhanna Sigurðardóttir Veður víða um heim 8.2., kl. 18.00 Reykjavík 3 rigning Bolungarvík 1 skýjað Akureyri -1 alskýjað Egilsstaðir 0 alskýjað Kirkjubæjarkl. 0 slydda Nuuk -11 alskýjað Þórshöfn 1 léttskýjað Ósló 0 heiðskírt Kaupmannahöfn 6 skýjað Stokkhólmur 1 heiðskírt Helsinki -1 snjókoma Lúxemborg 7 léttskýjað Brussel 8 léttskýjað Dublin 7 skýjað Glasgow 5 léttskýjað London 10 heiðskírt París 8 skýjað Amsterdam 6 léttskýjað Hamborg 6 léttskýjað Berlín 7 skýjað Vín 10 skýjað Moskva -2 snjóél Algarve 16 léttskýjað Madríd 15 heiðskírt Barcelona 11 léttskýjað Mallorca 12 léttskýjað Róm 12 þoka Aþena 12 heiðskírt Winnipeg -17 skýjað Montreal -10 snjókoma New York 2 léttskýjað Chicago -10 léttskýjað Orlando 10 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 9. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:44 17:41 ÍSAFJÖRÐUR 10:02 17:33 SIGLUFJÖRÐUR 9:45 17:16 DJÚPIVOGUR 9:17 17:07 inn en hefur búsetu hér á landi, rétt eins og vitorðsmenn hans. Hann hef- ur komið við sögu lögreglunnar áður, þrátt fyrir sinn unga aldur. Fyrstu af- skiptin voru aðeins skömmu eftir að hann fluttist hingað til lands fyrir nokkrum árum. Var hann þá líklega í kringum fermingaraldur. Elstu brot- in sem þremenningarnir játuðu að hafa framið eru um tveggja ára göm- ul. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er pilturinn afar slunginn þjófur og erfiður viðureignar. Hann er „forhertur“ glæpamaður, eins og einn heimildarmaður Morgunblaðs- ins komst að orði. Eðli glæpa að breytast „Við höfum séð að undanförnu að það hafa komið einstaklingar og hóp- ar hingað til lands sem stunda glæpa- starfsemi af meiri skipulagningu en áður,“ segir Helgi Gunnlaugsson, af- brotafræðingur og prófessor í fé- lagsfræði við Háskóla Íslands. Helgi segir að innbrotsþjófar hafi áður gjarnan verið hvatvísari, óskipu- lagðari og starfað einir. Oft hafi vímu- efnaneysla knúið þá áfram. Nú gæti það hins vegar verið að breytast. Nýj- ustu innbrots tilvikin séu dæmi þess. Helgi segir það óvenjulegt hversu lengi þjófagengið hafi verið virkt, án þess að vera gripið. Helgi segir að breytingin sé fyrst og fremst á eðli glæpanna. „Ef þú skoðar fjölda mála, þá er í sjálfu sér ekkert þar sem bendir til þess að þetta sé að vaxa upp úr öllu valdi. En ef maður skoðar einstök mál, þá gefur það til kynna að það séu hugsanlega einhverjar breytingar á ferðinni. Menn eru farnir að nálgast þetta af faglegri hætti. Eðli málanna er að breytast.“ Markmiðið að græða Eins og áður segir hafa þjófnaðir hér á landi gjarnan verið framdir í þeim tilgangi að fjár- magna vímuefna- neyslu. Glæpa- gengi, líkt og það sem hér um ræðir, eiga ekki við þess konar vandamál að stríða. Markmið þeirra er ekki að standa straum af kostnaði vímuefna, heldur einfaldlega að græða. Og það er óhætt að fullyrða að það hafi þeir gert. Tjónið er mikið. Ef miðað er við töl- ur Vátryggingafélags Íslands um meðaltal þeirra tjóna vegna innbrota sem félagið hefur bætt tjónþolum á undanförnum mánuðum, þá nemur heildarandvirði þýfisins að minnsta kosti nokkrum tugum milljóna. Þá má heldur ekki gleyma því andlega tjóni sem innbrot í heimahús geta valdið. Sálrænt uppnám þolenda er ekki síður alvarlegt tjón. Einhverjir afkastamestu innbrotsþjófar fyrr og síðar  Ungir innbrotsþjófar stálu eignum fyrir andvirði tuga milljóna á stuttu tímabili Aukning undanfarið „Það hafa komið einstaklingar og hópar hingað til lands sem stunda glæpastarfsemi af meiri skipulagningu en áður,“ segir af- brotafræðingur. Alls eru fimm einstaklingar í gæsluvarðhaldi vegna rann- sóknar á innbrotunum sjötíu. Í úrskurði héraðsdóms yfir einum þeirra kemur fram að við húsleit hafi fundist ýmsir munir sem grunur leikur á að séu þýfi. Þá hafi fundist kvittanir sem bendi til útflutnings á peningum. Í úr- skurðinum segir: „...kvaðst kærði X ekki hafa vitað að mun- irnir væru stolnir. Hann kvaðst hafa keypt sjónvarp og fartölvu á pólskum spjallvef, aðrar tölv- ur sem lögregla fann á heimili hans væru í eigu vinar hans. Þá hefði sami vinur komið með fleiri muni til hans og beðið hann um að reyna að selja þá, m.a. leikjatölvu og fatnað. Spurður um nafn og nán- ari deili á þessum vini kvaðst hann ekkert vita.“ Fluttu út fé HÚSLEIT EFTIR HANDTÖKU FRÉTTASKÝRING Gísli Baldur Gíslason gislibaldur@mbl.is Innbrotsþjófarnir þrír, sem játuðu fyrir stuttu að hafa framið um sjötíu innbrot, eru einhverjir afkastamestu innbrotsþjófar hér á landi fyrr og síð- ar. Þjófarnir brutust aðallega inn á heimili fólks en einnig hótel og gistiheimili. Á stuttum tíma má ætla að þeir hafi komist yfir tug- milljóna virði af eignum. Þremenning- arnir hafa setið í gæsluvarðhaldi í nokkrar vikur. Eins og komið hefur fram eru þeir afar ungir að ár- um. Tveir þeirra eru sautján ára gamlir en sá þriðji tuttugu og þriggja ára. Tveir í gæsluvarðhald til viðbótar Í gær staðfesti Hæstiréttur úr- skurð héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum til viðbótar, sem taldir eru eiga hlut í þessu stærsta máli sinnar tegundar hér á landi. Þeir eru einnig ungir. Fleiri hafa verið rannsakaðir en þeir sem eru í gæsluvarðhaldi. Innbrotin báru þess ekki vott að hafa verið framin af óreyndum aðil- um. Þvert á móti voru þjófarnir vel skipulagðir og frömdu brotin eftir kerfisbundnum hætti. Slík vinnu- brögð hafa hingað til verið fátíð meðal þjófa hér á landi. Þjófur frá fermingaraldri Talið er að sautján ára gamall pilt- ur leiði glæpagengið. Sá tengist bróð- urpartinum af innbrotunum sjötíu. Pilturinn er af erlendu bergi brot- Helgi Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.