Morgunblaðið - 09.02.2011, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 09.02.2011, Qupperneq 19
UMRÆÐAN 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2011 Í umhverfi stjórn- mála á Íslandi gætir vissrar togstreitu og einnig hjá almenningi um hvernig sé best að starfa. Hin hefðbundnu stjórnmálaöfl eru sökuð um skoðanakúgun og ólýðræðisleg vinnu- brögð en önnur öfl, flokkar eða listar koma fram og segjast starfa á annan veg. Almenningur annað hvort hyllir þá sem ganga úr takti eða lastar. Oft virðist hyllingin eða lastið vera tengt pólitískum andstæðingum sem njóta þess að horfa á ringulreiðina hjá öðr- um en sér. Hávær krafa er að ef treysta á stjórnmálamönnum megi þeir ekki láta að flokksaga. En hvers vegna að vera þá í flokki eða hópi? Hvenær er rétt að draga sig úr hópi/ flokki og halda sína leið og hvenær ekki? Mannskepnan er félagsvera og hefur hingað til þrifist árangursríkast í hóp. Í hópstarfi felst öryggi, og markmiðasetning hóps eykur líkur á árangri. En hópstarf er líka málamiðlun og er helsti áhættuþátturinn hjarð- hegðun. Ef skoðuð er skil- greining á hópi eða hóp- myndun er nokkuð ljóst að hún getur átt við stjórnmálastarf. Hópur getur skilgreinst sem tveir eða fleiri ein- staklingar sem þróað hafa með sér sameig- inlegan skilning og samvitund á tilteknum aðstæðum. Hópurinn á í samskiptum innbyrðis og við þá sem standa utan hópsins. Við hóp-myndun á sér stað félagsleg aðlögun einstakra liðsmanna. Hver liðsmaður þarf að læra á viðmið og starfshætti hópsins. Á þessum tíma- punkti þarf viðkomandi að gera upp við sig hvort hann geti tilheyrt menn- ingu hópsins og viðmiðum. Þróunarferli hóps hefur til að mynda verið lýst af Edgar Schein (2004) sem hann lýsir í fjórum þrep- um. Fyrst, er Hóp-myndun, þá er hópur ekki orðinn að eiginlegum hópi þar. Kannski fyrst um sinn en síðan rennur þetta í sitt venjulega hóp- mynstur. Persónukjör á stjórnlaga- þing, var þetta „eitthvað annað“, og sitt sýnist hverjum um það. Reynslan mun svo sýna fram á hvernig þessum einstaklingum gengur að komast að niðurstöðu. Ég hef grun um að venju- bundin hóp-myndun muni eiga sér stað þar líkt og alls staðar þar sem krafan er verkefnalok. Þau nýju framboð sem hér popp- uðu upp fyrir sveitarstjórnarkosn- ingar eru einnig „eitthvað annað“. Þau titluðu sig t.d. í Kópavogi sem lista af „venjulegu fólki“ og varð þeim tíðrætt um lýðræði sem sárlega átti að hafa skort í öðrum flokkum. Með þessu var gefið í skyn að eitthvað væri að fólki sem tæki þátt í hefð- bundnu stjórnmálastarfi, það væri öðruvísi á einhvern hátt. Líklega var átt við að það fólk væri án efa gjör- spillt og stýrðist einungis af frum- hvötum en ekki samfélagslegri ábyrgð sem þessi framboð virtust eiga hugmyndafræðilegan einkarétt á. Nema vísun til afbrigðileikans hafi verið um líkamlegt atgervi þeirra! Málflutningur „venjulega fólksins“ í dag er vægast sagt furðulegur. Nú standa þau í pontu og dásama bæinn sinn Kópavog og hversu vel hann er búinn með sínar, mennta- og menn- ingarstofnanir og íþróttamannvirki. Það fór nú lítið á þessum málflutningi hjá „venjulega fólkinu“ þegar þau buðu fram í fyrravor. Samt er það nú þannig að það sem hefur verið gert hingað til í Kópavogi hefur verið gert í boði hinna handónýtu stjórn- málaafla sem greinilega innihalda „ekki venjulegt fólk“. Að sjálfsögðu má gagnrýna margt sem betur hefði mátt fara en ekki var það þó alslæmt allt saman. Þessi framboð, einnig í Reykjavík, hafa nú sýnt fram á að hóp-myndun ræður för hjá þeim þegar kemur að því að greina á milli minnihluta og meirihluta í stjórn. Sem sagt ekkert „eitthvað annað“! Nýju öflin hafa fundið styrkinn í hópamyndun sem þau svo gagnrýndu mikið og hávært áður, en líklega er þeirra hópur og lýðræðislist hans af öðrum toga en áður hefur þekkst, enda „venjulegt fólk“! Eitthvað annað Eftir Karen El- ísabet Halldórs- dóttur » Almenningur annað hvort hyllir þá sem ganga úr takti eða lastar. Karen Elísabet Halldórsdóttir Höfundur er MS í mannauðsstjórnun og BA í sálfræði og er varabæjar- fulltrúi í Kópavogi. þar sem liðsmenn eru uppteknir af eigin reynslu og leitast við að finna hlutverk sitt og annarra í hópnum. Við þetta fer hópurinn að leita eftir leiðtoga. Smátt og smátt verður sam- komulag um viðmið og viðeigandi hegðun. Þá næst verður Hóp- bygging, þá hefur hópurinn komist í gegnum vandann sem fylgir því að velja leiðtoga og raða í hlutverk. Í þriðja lagi verður Hóp-starf, þá hafa meðlimir aflað sér þekkingar á liðs- mönnunum í hópnum og vita að þrátt fyrir að þeim líki ekki við alla liðs- menn verða sameiginleg markmið hópsins því yfirsterkari. Fjórða þrep- ið er Þroski hópsins. Þá hefur hóp- urinn aflað sér reynslu og getur unnið saman og er styrking til að halda áfram til annarra verkefna. Umræðan í dag er að flokkakerfið sé dautt, og að „eitthvað annað“ sé nauðsynlegt. Þrátt fyrir að mörg ný framboð hafi litið dagsins ljós utan fjórflokksins, get ég ekki fljótu bragði séð að „eitthvað annað“ eigi sér stað Í ævisögu Skúla Halldórssonar, Lífsins dómínó, 1992, er kafli sem heitir Náttúru- lækningar. Þar er vitn- að til bókar Svíans Iv- ars Waerlands: Úr viðjum sjúkdómanna sem kom út 1947 á ís- lensku. Þar setur Wa- erland fram þá kenn- ingu að fyrst blóð manna og górillu sé örlítið basískt (lút- að) og fæði górilluapans, sem hann tel- ur líkjast manninum mest, sé 90% bas- ískt og bara 10% súrt en okkar manna 80-90% súrt og 10-20% basískt, eða öf- ugt við apann, ályktar hann að górillu- apinn sé með rétta fæðið. Það er margt athugavert við þessa röksemdafærslu. Górillan hefur væntanlega lifað á fersku og algjöru hráfæði og þá hefur hún líka ekki eyðilagt mat sinn með einhverri hita- meðferð. Það er vel þekkt að mat megi flokka í súran og basískan eftir pH-kvarða og eru skiptar skoðanir um ágæti basískrar fæðu umfram súra. Fullyrt er að koma megi í veg fyrir ýmsa sjúkdóma með t.d. basísku fæði og nú um mundir er þetta aldrei meira boðað sem allra meina bót. Á Íslandi er górillufæði langt í frá auðvelt vegna legu landsins og við því flest neydd til að vera alætur áfram. Jarðargróður er bestur þar sem menn búa vegna steinefnanna í jarð- veginum. Innflutt jurtafæði getur raskað þessu illilega. Best væri að rækta sem mest sjálfur. Mannslíkam- anum virðist eiginlegt að neyta súrs matar, hann myndar líka sýrur, eyðir og losar sig við þær úr blóðinu, en blóðið helst alltaf aðeins lútað eða eðlilegt nálægt 7,4 á pH-kvarða. Lækkun blóðsins undir 6,8 eða hækk- un í yfir 7,8 getur orðið lífshættuleg. Húðin er eðlilega súr við um 5,5, þvagið er súrt við 6,5 og neðar, munn- vatnið er súrt við 6,5 og ögn hærra. Mannslíkaminn á í stöðugu stríði við örverur (bakteríur, vírusa og sveppi) sem sækja að honum. Þessar örverur dafna vel við sem næst hlut- laust umhverfi (pH=7) og enn betur í frekar basísku umhverfi. Allar öfgar hér í mataræði geta því haft alvar- legar afleiðingar. Vöðvastarfsemin myndar mjólkursýru, frumustarf- semin myndar koltvíoxíð (og dálítið af henni leysist upp í blóðinu og myndar kolsýru og bíkarbónat), brennisteins- sýru og fosfórsýru sem fara út í blóð- ið og magakirtlarnir mynda saltsýru með pH um 1,0 sem er nauðsynlegt vegna melt- ingar prótína og eyð- ingar örvera í matnum. En blóðið heldur mjög stöðugu pH við 7,4 með hjálp stöðugs magns bíkarbónats og kolsýru í blóðinu og látlausrar starfsemi lungna, nýrna og húðar við að hreinsa súrinn burt úr blóðinu. Þessar sýrur sem þarna fara burt frá lungum, nýrum og húð halda ör- verum frá að ná yfirhöndinni en ónæmiskerfið sér síðan um það sem sleppur í gegn í heilbrigðum líkama. Verði þvagið og húðin basísk sleppa fleiri örverur inn í líkamann og þá er betra að ónæmiskerfið sé í topplagi, ef ekki á illa að fara. Leyfum við lík- ama okkar að vera basískur verðum við fljótt veik vegna ágangs örvera og verðum þá að breyta matarvali okkar til að ná heilsu. Það er því eðlilegt að súrmyndun sé í líkamanum og nægjanlegt pufferefni (stuðpúði) í blóðinu (bíkarbónat og uppleyst kol- sýra) til að halda pH blóðsins stöð- ugu. Þetta pufferefni virkar best við pH 7,4 og því eðlilegt að náttúran haldi blóðinu í því gildi við brennslu matar en lítið af sýrum eða bösum breytir því pH ekki. Þetta misskildi líklega Waerland. Eftir máltíðir verð- ur fyrst á eftir mikil lútarmyndun (basamyndun) í líkamanum ef neytt er t.d. kjöts, hvíts sykurs, hveitis eða mjólkur. Ráð er að drekka með matn- um eitt glas af vatni íblandað tveimur teskeiðum 5% súrrar eplasýru ásamt tveimur teskeiðum hunangs (ráð læknisins D.C. Jarvis) og hjálpa þannig jafnvægi í sýru- og basavirkni líkamans. Þetta byggist á því að sýra og basi upphefja hvort annað, hlut- leysing. Þetta hjálpar líka minnkandi sýrumyndun hjá sumu eldra fólki. Einfalt er að mæla sjálfur sýrustig þvagsins með pH-pappírsstrimli til að fylgjast með mataræðinu, á morgn- ana eða í þvagi safnað yfir sólarhring- inn. Þá má líka mæla hvort sýrustig munnvatns og húðar sé í lagi. Eftir Pálma Stefánsson » Jafnvægi í sýru- og basamyndun lík- amans er mikilvægt fyrir heilsuna og ein besta vörnin gegn örverusýkingum Pálmi Stefánsson Höfundur er efnaverkfræðingur. Górillur og mannapar – súrt eða basískt? Að gefnu tilefni er brýnt að gera athuga- semdir við mjög vill- andi og óvandaða fjöl- miðlaumfjöllun um tekjur öryrkja og þá sérstaklega þeirra, sem eru einstæðir for- eldrar. Í umfjölluninni hefur borið á því að ekki er greint á milli greiðslna sem ör- yrkjar geta fengið vegna örorku og annarra greiðslna til einstæðra foreldra með börn á framfæri. Greiðslur eins og meðlag, mæðra-/feðralaun, barnabætur og umönnunargreiðslur til foreldra fatlaðra og langveikra barna eru óháðar því hvort foreldri er með ör- orkumat eða ekki. Vert er að minna á að einstæðir foreldrar standa ein- ir að tekjuöflun heimilisins þó að kostnaður þeirra vegna framfærslu barna sé sambærilegur og hjá hjón- um/sambýlisfólki. Einstæðir foreldrar með örorkubætur Einstætt foreldri sem á þrjú börn og er með örorkubætur, sbr. meðfylgjandi dæmi, getur fengið greiddar samtals 244.610 kr. á mánuði fyrir skatt. Ef greiðslum vegna barna (meðlag og mæðra-/ feðralaun), sem eru þær sömu og fyrir aðra einstæða foreldra, er bætt við fær einstæða foreldrið samtals 325.881 kr. Öryrki, einstætt foreldri, með engar aðrar tekjur en örorkubætur Tryggingastofnunar ríkisins (TR). Örorkumat við 16 ára aldur. Greiðslur vegna örorku, fyrir skatt: 1 barn 2 börn 3 börn 205.797 222.953 244.610 Ekki eru teknar með í reikning- inn barnabætur og umönn- unargreiðslur til foreldra fatlaðra og langveikra barna. Umönn- unargreiðslur er fjárhagsleg aðstoð sem veitt er þegar umönnun er krefjandi og kostnaður vegna heil- brigðisþjónustu, meðferðar og þjálfunar er orðinn umtalsverður. Umönnunargreiðslur eru misháar og fara eftir umönnunarmati. Greiðslurnar miðast við að for- eldrið hafi fengið örorkumat við 16 ára aldur og fái fulla aldurstengda örorku- uppbót, en því yngri sem einstaklingur er við gerð fyrsta ör- orkumats því hærri verður upphæð aldurs- tengdrar örorku- uppbótar. Í fréttaflutningi Stöðvar 2 um tekjur öryrkja, sem eru ein- stæðir foreldrar, hafa verið gefnar upp mun hærri tölur en þær upphæðir sem ein- stæðir öryrkjar með börn fá. Ein skýringin er líklega sú að umönn- unargreiðslur eru inni í upphæð heildartekna, en greiðslurnar eru til að mæta verulegum kostnaði vegna fötlunar eða veikinda barna. Á árinu 2009 voru 2.394 börn með umönnunarmat, sem gefur for- eldrum barnanna rétt á umönn- unargreiðslum vegna þeirra. Lífskjör og hagir öryrkja Samkvæmt skýrslu Guðrúnar Hannesdóttur, Lífskjör og hagir ör- yrkja frá október 2010, sem byggist á könnun meðal örorku- og end- urhæfingarlífeyrisþega, eru 17% ör- yrkja einstæðir foreldrar. Stærsti hluti öryrkja fær ekki greiðslur vegna barna en um 58% öryrkja eru á aldrinum 50-66 ára, sam- kvæmt tölum úr áður nefndri könn- un. Samkvæmt tölum frá TR, sem Stöð 2 byggir frétt dags. 21. des- ember 2010 á, eru 18,4% öryrkja með mánaðarlegar tekjur undir 150 þúsund á mánuði og 43% með tekjur á bilinu 150-200 þúsund á mánuði. Þar eru taldar með allar greiðslur og tekjur, sem öryrkjar hafa til að framfleyta sér, svo sem laun og lífeyrissjóðsgreiðslur auk meðlagsgreiðslna, sem allir ein- stæðir foreldrar geta fengið. Rúm- lega 60% öryrkja eru því með heildartekjur undir 200 þúsund kr. á mánuði. Lágar bætur og skerðingar Hámarksbætur sem TR greiðir vegna örorku fyrir einstakling sem býr einn, er frá 1. janúar 2011 184.170 kr. á mánuði fyrir skatt og 157.030 kr. fyrir skatt fyrir ein- stakling sem býr með öðrum full- orðnum. Allar skattskyldar tekjur, svo sem uppbótargreiðslur TR og mæðra-/feðralaun, skerða ör- orkubætur til þeirra sem engar aðrar tekjur hafa en örorkubætur frá TR og skerðist einn bótaflokkur krónu á móti krónu. Þessi hópur hefur því litla sem enga möguleika á að bæta kjör sín. Að auki skerða allar skattskyldar greiðslur, hvort sem um er að ræða atvinnutekjur, lífeyrisgreiðslur eða fjármagns- tekjur, aðra bótaflokka almanna- trygginga eftir mismunandi reglum. Bætur falla enn fremur niður ef viðkomandi er með skattskyldar greiðslur yfir ákveðnum upp- hæðum. Tengsl fátæktar og heilsuleysis Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl á milli heilsufars og fátækt- ar. Fátækt getur leitt til varanlegs heilsuleysis. Að auki eiga fátækir frekar á hættu að einangrast fé- lagslega. Aðstæður fjölmargra ör- yrkja einkennast mjög af takmörk- uðum tækifærum til að auka tekjur sínar eða breyta stöðu sinni. Það vill gleymast í umræðunni um tekjur öryrkja að öryrkjum er oft ætlað að framfleyta sér árum og jafnvel áratugum saman á örorku- bótum, í erfiðri fjárhagslegri og fé- lagslegri stöðu. Fólk með örorku- mat er með skerta starfsorku og með hærri útgjöld að jafnaði en meginþorri almennings í landinu vegna lyfja- og lækniskostnaðar, sjúkra- og iðjuþjálfunar o.fl. Fjöldi öryrkja bjó við kröpp kjör fyrir efnahagshrun og á þeir því mjög erfitt með að takast á við kreppu og kjaraskerðingar. Brýnt er að umfjöllun fjölmiðla um kjör öryrkja ýti ekki undir for- dóma í garð þeirra. Því er mik- ilvægt að fjölmiðlafólk vandi ávallt upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu eins og hægt er og sýni fyllstu tillitssemi í vandasöm- um málum, sbr. siðareglur blaða- manna. Fréttaflutningur fréttastofu Stöðvar 2 um kjör öryrkja Eftir Sigríði Hönnu Ingólfsdóttur » Aðstæður fjölmargra öryrkja einkennast mjög af takmörkuðum tækifærum til að auka tekjur sínar eða breyta stöðu sinni. Sigríður Hanna Ingólfsdóttir Höfundur er félagsráðgjafi hjá Ör- yrkjabandalagi Íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.