Morgunblaðið - 09.02.2011, Side 9

Morgunblaðið - 09.02.2011, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2011 Laugavegi 53, s. 552 1555 TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 11-16 Nýjar vörur Dag- og kvöldfatnaður • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Verðhrun 60-80% afsláttur Kristín Vilhelmína Óladóttir og dóttursonur hennar, Viktor Ínuson Rosevinge, fengu til notkunar 10.000. barnabílstólinn sem VÍS afhendir. Kristín varð sér úti um stólinn vegna heimsóknar Viktors frá Danmörku. Í tilefni tímamót- anna fékk hún glaðning frá VÍS; blóm og boðsmiða fyrir tvo á sýn- ingu að eigin vali í Borgarleikhús- inu. VÍS hefur frá árinu 1994 boðið barnabílstóla til leigu, allt frá ung- barnastólum til stóla sem duga barninu að 12 ára aldri eða upp í 36 kílógrömm. Í fyrra var 1.671 stóll afhentur viðskiptavinum. Hver sem er getur leigt stól frá VÍS. Með Kristínu og Viktori á myndinni er Anna Halldórsdóttir, starfsmaður VÍS, sem afhenti þeim glaðninginn. 10.000. stóllinn Á morgun, fimmtudag kl. 16:15, boðar atvinnumálanefnd Dalvíkur- byggðar til fyrirtækjaþings í menningarhúsinu Bergi. Efni fundarins verður umsókn Íslands um aðild að Evrópusam- bandinu. Stefán Haukur Jóhann- esson, aðalsamningamaður Íslands í viðræðunum, skýrir ferlið og svarar fyrirspurnum ásamt fleiri sérfræðingum sem mæta á fund- inn. Sérstaklega verður fjallað um hvaða máli aðild gæti skipt fyrir Dalvíkurbyggð og hvað kynni að breytast í umhverfi atvinnulífsins. Fyrirtækjaþingið er öllum opið og eru áhugasamir hvattir til að koma viðhorfum sínum á fram- færi. Fyrirtækjaþing á Dalvík á morgun Blindrafélagið hefur tekið ákvörð- un um að hafa forgöngu um smíði á nýjum íslenskum talgervli (Text To Speach Engine eða TTS) sem stenst samanburð við það besta sem þekk- ist í erlendum málum. Meðal þeirra sem koma að verk- efninu eru velferðarráðuneytið og Framkvæmdasjóður aldraðra sem styrkir verkefnið um 15 milljónir króna. Heildarkostnaður við verk- efnið er áætlaður um 500 þúsund evrur, eða um 80 milljónir íslenskra króna. Íslenskur talgervill Íslandspóstur hefur gert breyt- ingar á dreifingu bréfapósts sem mun leiða til mik- illar hagræð- ingar í rekstri, segir í tilkynn- ingu. Í Dan- mörku hafi líkt fyrirkomulag skilað miklum fjárhagslegum ávinningi. „Breytingin hefur lítil sem engin áhrif á viðtakendur. Meginbreytingin er sú að magn- póstur frá stórnotendum verður framvegis borinn út í færri en stærri skömmtum en hingað til,“ segir í tilkynningunni. Með magn- pósti er m.a. átt við yfirlit frá Reiknistofu bankanna eða þann póst sem almennt er kallaður gluggapóstur. Þau almennu bréf sem Pósturinn tekur við verða áfram borin út á hverjum degi. Breytingar á dreifi- kerfi Íslandspósts STUTT anna og störfunum verði áfram að sinna. „Við óttumst að álag á deild- arstjóra og kennara aukist því enn meira nái þessar tillögur fram að ganga. Hlutfall fagmenntaðra er meðaltal í leikskólum borgarinnar, sums staðar er vel mannað af fagfólki en annars staðar er staðan verri. Í þeim tilfellum er jafnvel verið að leggja niður starf eina fagmannsins í skólanum.“ Marta bendir á þá staðreynd að leikskólakennarar séu kvennastétt. Þarna sé markvisst verið að fækka kvenstjórnendum hjá borginni og verulega sé dregið úr möguleikum á framgangi í starfi innan stéttarinnar. Leikskólakennarar hafi hingað til verið duglegir að sækja sér fram- haldsmenntun í stjórnun mennta- stofnana, en nú sé viðbúið að þar verði breyting á. Segið sannleikann „Það eru margir vinklar á þessu máli og mörgum spurningum ósvar- að,“ segir hún. „Ég held að afleiðing- arnar af þessum gjörðum komi ekki nærri strax í ljós.“ Ráðamönnum borgarinnar verður tíðrætt um faglegan ávinning með breytingunum. Marta Dögg fer fram á að þeir segi fremur sannleikann. „Að halda því fram að það að fækka stjórnendum og sameina skóla sé fag- lega betri kostur fyrir börn er í raun og veru vanvirðing við leikskóla- stjórnendur, kennara og börnin í skólunum. Hættið þessu bulli og segið bara eins og er: Þetta er niðurskurður vegna þess að Reykjavíkurborg hefur ekki efni á að halda uppi óbreyttu skólastarfi. Þetta er bara kreppuúr- ræði og kemur ekki til af góðu. Komi stjórnmálamenn hreint fram og við- urkenni þá döpru staðreynd er hugs- anlega mögulegt að ná til baka því sem skorið er niður þegar betur árar í samfélaginu. Um leið og farið er að klæða niðurskurðinn í faglegar um- búðir verður það hins vegar erfiðara.“ Marta segir afleiðingar efna- hagshrunsins verða lengi að koma fram. Nú reyni hins vegar á hvort skólarnir ná að hlúa að börnunum og verja þau fyrir neikvæð- um áhrifum kreppunnar. „Við kennarar trúum því að góð menntun sé áhrifarík- asta leiðin út úr kreppunni.“ Vanvirðing við stjórnendur, kennara og börn í skólunum  Hvorki samvinna né upplýsingar  Gjörólík hugmyndafræði í pott  Kvenstjórnendum markvisst fækkað Morgunblaðið/Golli Leikskólabörn Starfsfólk skólanna sinnir veigamiklu hlutverki. Edda Björk Þórðardóttir, formaður samtaka foreldrafélaga leikskóla- barna í Reykjavík, Barnanna okkar, segir að borgaryfirvöld hafi ekki haft neitt samráð við foreldra um sameiningu skóla, þótt Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, haldi hinu gagnstæða fram. Fjár- hagsáætlun borgarinnar hafi verið samþykkt í desember og þá hafi verið samþykkt að hluti niður- skurðar fæli í sér sameiningu skóla, en á þeim tíma hafi foreldrar ekki fundað með fulltrúum borgarinnar um málið. „Hvorki við né leik- skólastjórar höfum komið að þess- ari ákvarðanatöku,“ segir hún. Stjórn samtakanna hefur veru- legar áhyggjur af framvindu leik- skólamála í Reykjavíkurborg og hefur ákveðið að halda neyðarfund um sameiningu leikskóla með for- eldrafélögum á morgun kl. 20 í Hlöðunni í Gufunesbæ. Edda Björk segir að ekkert lát sé á niðurskurði og fregnir af tillögum um samein- ingu, sem félagar hafi reyndar ekki fengið að sjá, ýti undir óánægju og óvissu. „Við foreldrar höfum ekki fengið neinar upplýsingar um þessar tillögur,“ segir Edda Björk; á hverfafundum í janúar hafi ekki komið fram hjá borg- arfulltrúum með hvaða hætti ætti að sameina skóla. „Ég vil sjá rétta forgangs- röðun hjá Reykjavíkurborg, að skól- anum sé hlíft á þessum tíma og hann fái frekar aukið fjármagn,“ segir Edda Björk. Hún segir að mikil óvissa ríki hjá foreldrum vegna þess að ekkert upplýsingaflæði sé frá borginni. „Við foreldrar tökum þátt í að reka þessa borg og þar með nefndina um sameiningu skóla og ættum því að fá að sjá tillög- urnar. Þær varða börnin okkar,“ heldur hún áfram. „Foreldrar eru al- veg hæfir til þess að meta þessar tillögur auk þess sem gegnsæi á að ríkja í vinnuferlinu. Það er líka mjög mikilvægt að foreldrar jafnt sem fagfólk fái að kynna sér þessar til- lögur og móta sína skoðun á þeim.“ Edda Björk segir mikilvægt að rödd foreldra heyrist í þessu máli. „Allar upplýsingar sem ég hef feng- ið frá fagfólki sýna að það er and- vígt þessari sameiningu, að hún skili ekki faglegum ávinningi, og því spyr ég borgarfulltrúana: Hver er þessi faglegi ávinningur? Af hverju höfum við ekki fengið svör um það? Formaður menntaráðs fjallar um að rannsóknir bendi til þess að sam- eining skóla bitni ekki á þjónustu, að sögn foreldra barna. Á hvaða rannsóknum byggjast þessar full- yrðingar og eru þetta vel unnar rannsóknir sem hægt er að alhæfa út frá? Ég óska eftir útlistun á slík- um rannsóknum frá borginni sem fyrst.“ Ekkert samráð við foreldra um tillögur um sameiningu skóla REYKJAVÍKURBORG OG ÍBÚARNIR BAKSVIÐ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Marta Dögg Sigurðardóttir, formað- ur Félags leikskólakennara, segir að félagið geri alvarlegar athugasemdir við hvernig valið sé í rýnihópa vegna vinnu við endur- skipulagningu á rekstri leik- og grunnskóla og frí- stundaheimila. Formaðurinn bendir á að hlut- fall leikskólakenn- ara í Reykjavík sé með því lægsta sem gerist í leik- skólum landsins eða einungis um 30% starfsmanna í leikskólum borg- arinnar. Þar sem valið sé í hópana með slembiúrtaki séu einungis um 30% líkur á að leikskólakennarar komist að borði hugmyndavinnunnar. Samkvæmt lögum beri leikskóla- kennarar ábyrgð á starfseminni í leik- skólunum og þeim verði gert að inn- leiða þær breytingar sem gerðar verða. Það gefi augaleið að erfiðara sé að innleiða breytingar sem viðkom- andi hafi ekki átt nokkurn þátt í að undirbúa. „Breytingartillögurnar koma ekki innan frá heldur ofan frá,“ segir hún. Glórulaust Marta Dögg segir að erfitt sé að fá upplýsingar hjá borginni um hvaða hugmyndir séu til skoðunar, en fyrir helgi hafi leikskólastjórar fengið tölvupóst þar sem greint var frá hug- myndum um sameiningaráform sem snertu viðkomandi skóla. „Það er engin glóra í þeim,“ segir Marta Dögg og vísar til þess að til að mynda sé lagt til að sameinaðir verði leik- skólar sem starfi eftir gjörólíkri hug- myndafræði og séu jafnvel ekki stað- settir nálægt hver öðrum. „Það er erfitt að átta sig á því hvað þau í starfshópnum eru í raun og veru að hugsa,“ segir hún. Aukið álag Yfirlýstur tilgangur sameiningar skólastofnana er að fækka stjórnend- um og draga úr kostnaði við yfir- stjórn skólanna. Marta Dögg segir að leikskólastjórnendur séu virkir þátt- takendur í daglegu starfi leikskól- Marta Dögg Sigurðardóttir Staðreyndum snúið við Í samtali við Morgunblaðið í gær benti Ingibjörg Kristleifsdóttir réttilega á að skólastigin búa við ólíkt starfsumhverfi. Til dæmis eru 180 skóladagar í grunnskólanum en allir virkir dagar ársins í leikskól- anum. Þessu var snúið við í tilvís- unarfrétt á forsíðu og er beðið for- láts á því. LEIÐRÉTT Flugmálastjórn mun taka til sín þau atriði sem að stofnuninni snúa er koma fram í áliti Samkeppniseftir- litsins vegna veitingar flugréttinda hér á landi. Hefur verklagi þegar verið breytt, að því er segir í til- kynningu frá stofnuninni. Flugmálastjórn segist hins vegar vísa á bug öllum aðdróttunum um að vera handbendi ákveðins flug- rekanda enda leitist stofnunin við að veita heimildir í takt við al- þjóðlegt verklag í flugréttindum en veiti hins vegar ekki heimildir á grundvelli samkeppnislaga. Í ákvörðun Samkeppniseftirlits- ins voru gerðar athugasemdir við afgreiðslu Flugmálastjórnar á um- sókn Astreusar, sem flýgur fyrir Iceland Express. Flugmálastjórn hefur brugðist við Um 7.000 færri bílar fóru um Hval- fjarðargöngin í janúar sl. en sama mánuð í fyrra, sem jafngildir sam- drætti upp á nær 6%. Á vef Spalar segir að varast beri að draga víðtækar ályktanir af þessu. Válynd veður geti sett strik í reikninginn. Einnig geti fækkunin verið vísbending um að fólk dragi úr akstri vegna dýrara eldsneytis. Um 7.000 færri bílar um Hvalfjarðargöng Edda Björk Þórðardóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.