Morgunblaðið - 09.02.2011, Qupperneq 12
BAKSVIÐ
Andri Karl
andri@mbl.is
Tölvubréf sem lögð voru fyrir Hæsta-
rétt skiptu sköpum um niðurstöðu
máls þar sem tekist var á um hvort
móðir tveggja barna, rúmlega 10
mánaða og tæplega 2 ára, hefði flutt
þau ólöglega til landsins frá búsetu-
landi þeirra og föðurins, en þau fóru
sameiginlega með forsjá barnanna.
Í tölvubréfunum hótaði maðurinn
konunni alvarlegum líkamsmeiðing-
um og þóttu þau varpa ljósi á sam-
skipti fólksins á meðan samvistir
þeirra stóðu yfir. Var kröfu föðurins
um að börnin yrðu tekin úr umsjá
móðurinnar og afhent honum því
hafnað.
Líkt og svo oft með mál sem þessi
eru þau afskaplega viðkvæm. Sjá má
á dómnum og svörum lögmanna máls-
aðila að það á sérstaklega við í þessu
máli. Vitað er að fólkið er frá sama
landi en konan flutti til Íslands árið
1998 og fékk síðar íslenskan ríkis-
borgararétt. Hann hefur faðirinn
ekki. Ekki fékkst uppgefið hvers
lensk þau eru, né hvaða land er bú-
setuland föðurins og barnanna.
Gefin út bráðabirgðavegabréf
Konan flýði ofbeldi af hálfu manns-
ins á dvalarstað þeirra í umræddu
óþekktu landi. Hún hafði engin rétt-
indi innan félagslega kerfisins og var
upp á framfærslu mannsins komin.
Því leitaði félagsþjónustan í um-
ræddu landi til íslenska sendiráðsins
eftir aðstoð.
Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavík-
ur segir að félagsmálayfirvöld töldu
ekki tæka lausn að börnin færu aftur
til föðurins og „eftir langt samtal
starfsmanna […] félagsþjónustunnar
hafi íslenska sendiráðið í […] fallist á
að styðja [konuna] til að fara með
börnin til Íslands“. Þar sem faðirinn
var með vegabréf barnanna voru gef-
in út bráðabirgðavegabréf þeim til
handa.
Taka ber fram í þessu sambandi að
í sama úrskurði segir að dómurinn
muni ekki taka afstöðu til meintrar
framkomu mannsins gagnvart kon-
unni en einnig að konunni hafi ekki
tekist að sýna fram á að aðstæður
væru með þeim hætti að hafna ætti
kröfu föðurins í málinu. „Hér er ein-
ungis tekin afstaða til þess í hvaða
landi ber að leiða forsjárdeilu máls-
aðila til lykta.“
Héraðsdómur féllst á kröfu föður-
ins og gaf honum heimild til að fá
börnin tekin úr umsjá móðurinnar og
afhent sér með beinni aðfarargerð.
Einnig úrskurður í héraði
Sambærilegur úrskurður féll í
Héraðsdómi Austurlands í vikunni.
Sambærilegur á þann hátt að um
sama úrlausnarefni var að ræða og
niðurstaða dómsins var sú sama og
hjá Héraðsdómi Reykjavíkur í ofan-
greindu máli. Ekki skal tekin afstaða
til hvort aðstæður séu sambærilegar.
Í máli Héraðsdóms Austurlands
var um að ræða íslenska konu og
danskan karlmann, sem bæði eiga
lögheimili í Danmörku, líkt og þrjú
börn þeirra, fædd 2004, 2006 og 2007.
Konan fór með börnin til Íslands í
október sl. og gekk þannig gegn úr-
skurði dómstóla ytra um að faðirinn
hafi umgengisrétt á meðan forsjár-
mál þeirra stendur yfir. Forsjá
barnanna er þó enn sameiginleg.
Dómurinn féllst á það með föðurn-
um að för konunnar frá Danmörku
með börn þeirra væri ótvírætt ólög-
mæt.
Konan byggði kröfu sína á því að
hún væri beitt ofbeldi af hálfu manns-
ins, bæði líkamlegu og andlegu, og
börnin einnig. Dómurinn taldi slíkt
ekki sannað og byggði það á mati sál-
fræðings sem ræddi við börnin. Sál-
fræðingurinn taldi jafnframt mikil-
vægt að börnin yrðu losuð út úr því að
taka afstöðu með móður á móti föður.
Dómurinn segir það ekki verða skilið
öðruvísi en að hann telji það andstætt
hagsmunum barnanna verði það ekki
gert.
Úrskurðurinn hefur verið kærður
til Hæstaréttar.
Hótunartölvubréf skiptu sköpum
Héraðsdómur tók einungis afstöðu til þess í hvaða landi leiða bar forsjárdeilu málsaðila til lykta
Lögð voru fyrir Hæstarétt tölvubréf sem vörpuðu ljósi á samskipti aðilanna og breyttu niðurstöðunni
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2011
BAKSVIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Tuttugu sjómenn drukknuðu og fjór-
ir vélbátar fórust þennan dag fyrir 65
árum. Þrír bátanna fórust í Faxaflóa
og einn við Vestfirði. Þá drukknuðu
tveir sjómenn af báti úr Garðinum.
Margir bátar fengu á sig brotsjói en
komust að landi, sumir við illan leik.
Veðurspáin að kvöldi 8. febrúar
var einkar hagstæð. Margir fóru því
á sjó í góðri trú.
Fréttaritari
Morgunblaðsins í
Keflavík lýsti
veðrinu: „Í birt-
ingu fór að hvessa
og um hádegi á
laugardag var
komið fárviðri.
Um kl. 4 á laug-
ardag fóru fyrstu
bátarnir að koma
að landi og um
miðnætti voru allir Keflavíkurbátar
komnir að nema v.b. Geir.“ Norð-
vestanveðrið fór yfir 12 vindstig og
fylgdi því éljagangur auk þess sem
sjólagið var afar vont. Sögðu sumir
skipstjóranna „að þeir hafi aldrei
haft verri landleið,“ skrifaði Jón
Tómasson í Faxa í Keflavík.
Leitað var að vélbátnum Geir úr
flugvél morguninn eftir án árangurs.
Síðar um daginn fór að reka brak á
Miðnesi sem reyndist vera úr bátn-
um. Með Geir fórust fimm skipverj-
ar.
Vélbáturinn Magni frá Norðfirði
var gerður út frá Sandgerði þessa
vertíð líkt og Barði frá Húsavík. Í
bókinni Þrautgóðir á raunastund III.
segir að Sandgerðishöfn hafi verið
ófær og því sneru bátarnir til Kefla-
víkur. Barði var rétt á undan Magna
þegar skipverjar á Barða sáu mikinn
brotsjó skella á Magna og hvolfdi
honum á augabragði. Stefán Pét-
ursson, skipstjóri á Barða og afi
Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráð-
herra, sneri strax við. Þegar þeir
komu á slysstaðinn sáu þeir Ríkharð
Magnússon vélstjóra sem hélt sér á
floti á braki úr bátnum og var honum
bjargað en fjórir félagar hans fórust.
Aldan frá Seyðisfirði reri frá Hafn-
arfirði þessa vertíð. Hún fórst með
allri áhöfn, fimm manns. Hrólfur Sig-
urðsson skipstjóri var elstur, 22 ára,
einn var 21 árs og þrír voru 19 ára.
Brot skall á bátnum Hákoni Eyj-
ólfssyni frá Garði þegar verið var að
draga línuna. Tvo menn tók útbyrðis
og tókst ekki að bjarga þeim.
Vélbáturinn Max frá Bolungarvík
fór í róður á föstudagskvöld og dró
nokkuð af línunni á laugardags-
morgun. Síðan spurðist ekkert til
hans en ýmislegt úr bátnum rak á
land við Látra í Aðalvík. Með Max
fórst öll áhöfnin, fjórir menn.
Hurð skall nærri hælum hjá
nokkrum bátum þennan dag. Faxi
frá Garði fékk á sig brotsjó sem kast-
aði bátnum á hliðina. Framsiglan
brotnaði og bakborðshliðin á stýr-
ishúsinu einnig. Allt lauslegt hreins-
aðist af þilfarinu og talsverður sjór
komst í bátinn. M.b. Ægir kom til
hjálpar en gat ekkert gert fyrir veðr-
inu. „Dráttartaugar, sem Ægismenn
komu í Faxa, hrukku eins og tvinni
fyrir trölli,“ skrifar Jón Tóm-
asson. Skipverjum á Faxa
tókst að gangsetja vélina
og komst báturinn hjálp-
arlaust í land en fékk
fylgd tveggja báta. Hilm-
ir frá Keflavík fékk einn-
ig á sig brotsjó og vél-
arbilun varð hjá m.b.
Bjarna Ólafs-
syni. Skip-
stjórinn lét
hífa upp segl og sigldi í land. Bát-
urinn fékk á sig brotsjó við Garð-
skaga sem braut rúður og tók ým-
islegt af dekkinu. Stórsjór braut
stýri Einis og var hann dreginn í
land.
Fleiri lentu í vandræðum, m.a. Sæ-
rún frá Siglufirði og Ófeigur frá
Vestmannaeyjum. Ólag reið yfir
Ófeig og tók þrjá fyrir borð en þeir
náðust.
Sluppu undan veðrinu
Þorsteinn Gíslason, fyrrverandi
skipstjóri og fiskimálastjóri, var 18
ára og byrjaður til sjós þennan dag.
„Ég man eftir þessum degi eins og
þetta hefði gerst í gær,“ sagði Þor-
steinn. „Ég var á sjó þennan dag á
Gylfa EA, 35 tonna báti frá Rauðuvík
við Eyjafjörð. Við rérum frá Hafn-
arfirði, ég var háseti og faðir minn,
Gísli Árni Eggertsson, var skip-
stjóri.“ Þorsteinn fæddist í Garðinum
og bjó þar lengi. Þeir feðgar þekktu
því vel Garðsjóinn og Garðskagaröst-
ina. Eggert bróðir Þorsteins var
landformaður á Gylfa EA þessa ver-
tíð og í landi.
„Faðir minn var forsjáll og taldi
ekkert vit að fara út fyrir Garðskag-
ann. Við byrjuðum í Garðsjónum og
lögðum alla línuna inn flóann. Við
drógum hana alla án þess að slíta. Ég
man að við vorum komnir í land, bún-
ir að ganga frá bátnum og öllu saman
klukkan hálfþrjú að deginum. Meira
að segja búnir að leggja bátnum við
múrningu úti á legu,“ sagði Þor-
steinn. Hann sagði að veðurspáin
hafi ekki verið slæm fyrir þennan
dag. „En eitthvað hefur pabbi vitað
eða fundið á sér því hann fór ekkert
út fyrir Garðskagann. Við hreins-
uðum bara línuna inni í Flóa.“
20 sjómenn og 4 bátar fórust
9. febrúar 1946 gerði mannskaðaveður hér við land Þrír bátar fórust í Faxaflóa og einn við
Vestfirði Margir bátar voru á sjó þennan örlagaríka dag enda var veðurspáin hagstæð
Sorgardagur Íslenska þjóðin var harmi slegin eftir að tuttugu vaskir sjómenn fórust í miklu óveðri sem kom óvænt
og gekk yfir landið. Hildarleikur heimsstyrjaldarinnar var að baki og vonaði fólk að sjóslysin heyrðu sögunni til.
9. febrúar 1946
» Fjórir fórust með Magna frá
Norðfirði. Einum var bjargað.
» Fimm fórust með Öldunni
frá Seyðisfirði.
» Fimm fórust með Geir frá
Keflavík. Bátarnir þrír fórust í
Faxaflóa.
» Fjórir fórust með Max frá
Bolungarvík við Vestfirði.
» Tveir drukknuðu af Hákoni
Eyjólfssyni frá Garði.
Vilborg Dagbjartsdóttir var 15 ára
þegar hún missti bæði bróður sinn
og frænda með Öldunni NS. Vilborg
var í skóla á Norðfirði en þaðan var
vélbáturinn Magni. Aldan var frá
Seyðisfirði, heimabæ Vilborgar. Báð-
ir bátarnir fórust.
„Jóhann bróðir minn var ekki
nema 21 árs. Hann var neyddur til að
fara í þennan róður,“ sagði Vilborg.
„Guðmundur Magnússon, sem fórst
einnig með Öldunni, 19 ára gamall,
var systursonur pabba og við því
systkinabörn.“
Jóhann bar nafn móðurbróður
síns sem hét Jóhann Jóhannsson
og fórst hann með togaranum
Jóni forseta RE 28. febrúar 1928.
„Móðir mín trúði því, eins og
margir trúðu hér og var trúað um
alla Evrópu í þá daga, að menn
sem hétu eftir drukkn-
uðum mönnum myndu
ef til vill drukkna líka. Þess vegna
vildi hún ekki að Jóhann bróðir minn
væri sjómaður. Hann var landmaður
á Öldunni og lofaði því að fara ekki á
sjó. En þarna var hann neyddur til að
fara í þennan róður vegna þess að
það forfallaðist maður. Annar sem
fenginn var í hans stað vildi ekki fara
í róðurinn og Jói vildi ekki fara af því
hann hafði lofað mömmu því að fara
ekki á sjó,“ sagði Vilborg. Hún sagði
að Jóhann hefði látið undan þrýst-
ingi en tekið loforð af mönnum að
segja ekki móður hans frá því að
hann hefði farið í róðurinn.
Vilborg sagði að skelfingin sem
bjó í plássunum fyrir austan, þegar
fréttir bárust af skipsköðunum, væri
sér mjög minnisstæð. Enginn vissi
hverjir höfðu farist. Þegar það varð
ljóst kom sorgin vegna allra sjó-
mannanna sem drukknuðu svo ung-
ir.
Gleymir ekki skelfingunni sem
greip um sig fyrir austan
MISSTI BRÓÐUR SINN OG FRÆNDA
Vilborg
Dagbjartsdóttir
Þorsteinn Gíslason
skipstjóri.