Morgunblaðið - 09.02.2011, Page 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2011
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Tónlistarmaðurinn Valdimar Guð-
mundsson og hljómsveitin Memfis-
mafían stilltu saman strengi sína á
dögunum og tóku upp titillag kvik-
myndarinnar Okkar eigin Osló, sem
frumsýnd verður 4. mars nk. Valdimar
er forsprakki hljómsveitarinnar Valdi-
mar sem nefnd er, nokkuð augljóslega,
í höfuðið á honum. Helgi Svavar úr
Hjálmum á heiðurinn af tónlistinni í
kvikmyndinni en Bragi Valdimar
Skúlason Baggalútur sá um að semja
lagatexta. Valdimar segir Helga og
Braga hafa samið lag og texta og beðið
hann svo um að syngja titillag mynd-
arinnar.
„Hann Helgi Svavar var eitthvað að
pæla í að fá einhvern nýjan til að
syngja með Memfismafíunni, þeir eru
náttúrlega með slatta af söngvurum
sem þeir nota yfirleitt. Ég var búinn að
vera að spila með Big bandinu hans
Samma á básúnu og Helgi Svavar er
að tromma þar og við kynntumst í
kringum það. Hann vissi að ég væri að
syngja með hljómsveitinni Valdimar
og bað mig bara að koma og prófa að
syngja þetta og það gekk bara svona
helvíti vel,“ segir Valdimar. Spurður
að því hvort framhald verði á samstarfi
hans og Memfismafíunnar segir hann
ekkert fast í hendi með það.
Þorrablót í New York
Valdimar hóf ungur að læra á bás-
únu í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
og fór þaðan í FÍH í frekara básúnu-
nám. Hann lauk síðar tónsmíðanámi
við Listaháskóla Íslands. Hann er þó
frekar nýbyrjaður að syngja. Spurður
að því hvað sé framundan hjá Valdi-
mari, þ.e. hljómsveitinni, nefnir Valdi-
mar þorrablót Íslendingafélagsins í
New York 26. febrúar næstkomandi.
Valdimar segist ekki muna hvar það
verður haldið en blaðamaður bendir
honum á að líklega geti hann runnið á
hákarlslyktina í stóra eplinu.
Valdimar syngur
með mafíunni
Valdimar Guðmundsson syngur lagið Okkar eigin Osló
fyrir samnefnda kvikmynd með Memfismafíunni
Morgunblaðið/Kristinn
Kröftugur Það er ekki hver sem er sem fær tækifæri til að syngja með hinni
alltumlykjandi Memfismafíu. Valdimar Guðmundsson er þó slíkur maður.
Mafían Sigurður Guðmundsson, Bragi Valdimar Skúlason og Guð-
mundur Kristinn Jónsson Memfismafíósar.
Morgunblaðið/Ernir
Davíð Roach Gunnarsson
drg@hi.is
Tónlistarhátíðin Icelandic Music
Days er haldin í þriðja skiptið í
Amsterdam og Utrecht í Hollandi
dagana 11. til 13. febrúar. Hátíðin
er skipulögð af íslenskum tónlistar-
nemum við Conservatorium van
Amsterdam og Utrechts Conserva-
torium í samvinnu við skólana auk
Íslenskrar tónverkamiðstöðvar.
Markmið hátíðarinnar er að veita
ungu íslensku tónlistarfólki tæki-
færi til að spila frumsamda íslenska
tónlist við bestu mögulegu að-
stæður, hvort sem um er að ræða
klassík, djass eða popp.
„Fyrst var hátíðin haldin árið
2009 með einum tónleikum sem ég
stjórnaði, Skálholtsmessunni hans
Hróðmars Inga Sigurbjörnssonar,“
segir Ari Hróðmarsson, hinn 25 ára
listræni stórnandi og fram-
kvæmdastjóri hátíðarinnar. Í fyrra
sprakk hátíðin út að sögn Ara en þá
voru fimm tónleikar og verður há-
tíðin í ár með svipuðu sniði.
Kennsla í sálmasöng
Ari verður stjórnandi á opnunar-
tónleikunum en þar verður boðið
upp á nokkurs konar hraðferð í ís-
lenskri tónlistarsögu, allt frá kvæð-
inu um Ólaf liljurós til Jóns Leifs og
glænýrra íslenskra verka. Á dag-
skrá hátíðarinnar er líka djass, raf-
tónlist, popp og kennsla í sálma-
söng. „Við erum að berjast gegn
þessari hólfaskiptingu í tónlist,“
segir Ari sem er sannfærður um að
mismunandi tónlistarstefnur hafi
margt að læra hver af annarri.
Ókeypis inn
Það er vert að vekja athygli á því
að ókeypis er inn á þrenna af fern-
um tónleikum hátíðarinnar. „Það að
við erum í samstarfi við tónlistar-
skólana sem leggja okkur til aðstöð-
una gerir okkur kleift að hafa
ókeypis inn og við erum mjög
ánægð með það. Þannig getum við
fengið sem flesta til að mæta og
vonandi höfðað til breiðari hóps,“
segir Ari að lokum.
Ari Listrænn stórnandi og framkvæmdastjóri Icelandic Music Days.
Gegn hólfaskiptingu í tónlist
Icelandic Music Days haldin 11.-13. febrúar í Utrecht
Höfundur er meistaranemi
í blaða- og fréttamennsku.
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
MEÐAL EFNIS:
Veitingar í veisluna.
Mismunandi fermingar.
Fermingartíska.
Hárgreiðslan.
Myndatakan.
Fermingargjafir.
Fermingar erlendis.
Hvað þýðir fermingin?
Viðtöl við fermingarbörn.
Nöfn fermingarbarna.
Fermingarskeytin.
Boðskort.
Ásamt fullt af spennandi efni.
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 28. febrúar.
Fermin
g
Föstudaginn 4. mars
kemur út hið árlega
Fermingarblað Morgunblaðsins.
Fermingarblaðið hefur verið eitt af
vinsælustu sérblöðum
Morgunblaðsins í gegnum árin
og verður blaðið í ár
sérstaklega glæsilegt.
FERMINGAR
S
É
R
B
L
A
Ð