Morgunblaðið - 09.02.2011, Síða 27

Morgunblaðið - 09.02.2011, Síða 27
DAGBÓK 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2011 Sudoku Frumstig 4 3 9 7 5 8 2 3 7 4 5 9 1 4 8 4 3 9 7 2 7 5 1 1 9 2 5 7 2 4 7 4 3 2 6 4 7 8 7 6 8 1 3 8 3 1 2 3 4 7 6 7 8 1 2 6 6 4 9 4 6 1 7 2 3 5 3 9 1 2 4 5 5 8 1 3 7 4 9 2 6 8 5 9 8 4 3 6 5 1 2 7 2 5 6 7 1 8 9 4 3 3 9 2 6 7 4 5 1 8 4 6 1 8 5 9 7 3 2 8 7 5 2 3 1 4 6 9 5 1 8 9 2 6 3 7 4 7 2 9 1 4 3 8 5 6 6 4 3 5 8 7 2 9 1 6 3 5 4 2 7 8 9 1 4 1 9 6 5 8 3 7 2 2 8 7 1 3 9 5 6 4 9 7 6 2 8 4 1 3 5 5 4 1 3 9 6 2 8 7 3 2 8 5 7 1 6 4 9 7 6 2 9 1 3 4 5 8 1 9 3 8 4 5 7 2 6 8 5 4 7 6 2 9 1 3 5 7 4 8 9 1 6 2 3 3 2 1 6 4 5 9 7 8 8 9 6 7 2 3 1 4 5 9 1 3 4 6 7 5 8 2 2 8 7 5 3 9 4 6 1 6 4 5 2 1 8 7 3 9 7 3 8 1 5 4 2 9 6 1 6 9 3 7 2 8 5 4 4 5 2 9 8 6 3 1 7 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er miðvikudagur 9. febrúar, 40. dagur ársins 2011 Orð dagsins: Og orð hans býr ekki í yð- ur, því að þér trúið ekki þeim, sem hann sendi. (Jóh. 5, 38.) Hlutleysi er markmið, sem í flest-um tilvikum er ógerningur að ná, en getur verið nauðsynlegt að hafa í huga til að vega á móti hlut- drægni og fordómum. Í stjórn- málum er hlutdrægni dagskipunin, en dragbítur í fræðimennsku og að- hald því nauðsynlegt til að tryggja akademísk vinnubrögð. Jonathan Haidt, félagssálfræðingur við Virg- iníu-háskóla, vakti einna mesta at- hygli á þingi sálfræðinga í San Ant- onio í lok janúar, samkvæmt frásögn í The New York Times. Hann hóf er- indi sitt á því að gera könnun. Fyrst spurði hann hve margir teldu sig vera frjálslynda. Í salnum voru um þúsund sálfræðingar og 80% réttu upp hönd. Aðeins þrír réttu upp hönd þegar spurt var hverjir teldu sig vera íhaldsmenn. „Þessi skortur á fjölbreytni er tölfræðilega ómögu- legur,“ sagði Haidt og benti á að kannanir sýndu að um 40% Banda- ríkjamanna líti á sig sem íhaldsmenn og 20% sem frjálslynda. Haidt hélt því fram að sálfræðingar væru „sið- ferðislegt ættbálkasamfélag“ sam- einað af „heilögum gildum“ sem stæðu rannsóknum fyrir þrifum og græfu undan trúverðugleika þeirra. x x x Haidt sagði að ávallt þegar sál-fræðingar sæju að konur eða minnihlutahópar ættu sér tvisvar til þrisvar sinnum færri fulltrúa á ein- hverju sviði en næmi hlutfalli þeirra í samfélaginu kæmi mismunun fyrst upp í hugann. En þegar komi í ljós að íhaldsmenn séu margfalt færri í sálfræði, en almennt í samfélaginu, finnist öllum sjálfsagt að finna aðrar ástæður. Sagði Haidt að hann hefði fengið tölvupósta frá nemendum, sem ekki væru frjálslyndir, og lýstu þeir svipuðu hugarástandi og hefði verið meðal samkynhneigðra, sem þorðu ekki að koma út úr skápnum á níunda áratugnum. Haidt segir að meðal sálfræðiprófessora í Banda- ríkjunum séu 12 demókratar á móti hverjum einum repúblikana og þeir deili siðferðislegum viðmiðum, sem bæði „bindi og blindi“ – fagni niður- stöðum, sem styðji við hugmyndir þeirra, en hafni því, sem brýtur í bága við þær. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 greftrun, 4 fatn- aður, 7 setjum, 8 rangt, 9 guð, 11 lifa, 13 sögustaður, 14 þolið, 15 vonda byssu, 17 keyrir, 20 guði, 22 hand- samar, 23 druslu, 24 bætt við, 25 eftirsjá. Lóðrétt | 1 ásýnd, 2 útlimur, 3 vítt, 4 kosning, 5 fýla, 6 dáni, 10 úði, 12 ílát, 13 beina að, 15 refsa, 16 lævís, 18 hreysi, 19 höfðingsskapur, 20 yfrið nóg, 21 súrefni. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 handtekur, 8 hrafl, 9 fella, 10 lái, 11 fenna, 13 rúnir, 15 seggs, 18 sinna, 21 tók, 22 sellu, 23 aðild, 24 hundeltir. Lóðrétt: 2 asann, 3 della, 4 erfir, 5 uglan, 6 óhóf, 7 marr, 12 nóg, 14 úði, 15 sess, 16 guldu, 17 stund, 18 skafl, 19 neiti, 20 alda. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 e6 5. Bg5 Rbd7 6. e3 Da5 7. cxd5 Rxd5 8. Dd2 Bb4 9. Hc1 h6 10. Bh4 c5 11. Bc4 Rxc3 12. bxc3 Ba3 13. Hb1 a6 14. Be2 O-O 15. O-O b5 16. c4 Bb4 17. Dc2 Bb7 18. Hfd1 bxc4 19. dxc5 Rxc5 20. Hd4 Hab8 21. Re5 Bd5 22. Be7 Hfe8 23. Bd6 Hbd8 Staðan kom upp í A-flokki Tata Steel skákhátíðarinnar sem lauk fyrir skömmu í Wijk aan Zee í Hollandi. Indverski heimsmeistarinn Visw- anathan Anand (2810) hafði hvítt gegn spænska stórmeistaranum Alexey Shi- rov (2722). 24. Bh5! Hxd6 25. Bxf7+ Kf8 26. Bxe8 og svartur gafst upp enda situr hann uppi með tapað tafl eftir 26… Kxe8 27. Dg6+ Kd8 28. Rxc4 (28. Hxd5 vinnur líka). Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Tölvan segir já. N-NS. Norður ♠Á42 ♥ÁKD4 ♦Á10 ♣K1097 Vestur Austur ♠D108765 ♠K ♥108 ♥G9753 ♦D8 ♦9765 ♣D54 ♣G62 Suður ♠G93 ♥62 ♦KG432 ♣Á83 Suður spilar 6♦. Áratugir eru síðan tölvuforrit tóku að sér það hlutverk að útdeila spilum í stórmótum. Og þróunin heldur áfram. Núorðið eru flest gjafaforrit gædd ýmsum aukaeiginleikum, svo sem að reikna út par skor í hverju spili, en „par skor“ er besti árangur í báðar átt- ir. Spilið að ofan er frá sveitakeppni Bridshátíðar og yfirleitt enduðu sagnir í 3G, sem unnust með 1-2 yfirslögum. En samkvæmt hinu alsjáandi tölvu- auga má vinna tígulslemmu í N-S. Sér lesandinn hvernig? Gerum ráð fyrir spaðaútspili. Sagn- hafi fer upp með ásinn, spilar laufi heim og svínar ♦10. Hann tekur ♦Á, svo ♥Á-K og trompar hjarta. Austur er aflúsaður með ♦K-G og loks er laufi rúllað yfir á gosann hans. Þetta gefur tólf slagi. 9. febrúar 1827 Kambsránið. Brotist var inn og peningum rænt á Kambi í Flóa. Ránsmennirnir voru síð- ar handteknir og dæmdir að loknum umfangsmiklum rétt- arhöldum. 9. febrúar 1941 Þýsk sprengjuflugvél af gerð- inni Heinkel HE 111 skaut á breskar herbúðir við Ölfusá. Einn hermaður lést. Vélin flaug einnig lágt yfir Skerja- fjörð, Hafnarfjörð og Kefla- vík. „Fyrstu hernaðaraðgerðir á Íslandi,“ sagði í fyrirsögn í Morgunblaðinu. 9. febrúar 1946 Maður hrapaði í djúpa gjá í Aðaldalshrauni í Þingeyjar- sýslu. Hann fannst ekki fyrr en eftir þrjá daga og var þá „heill og hress,“ eins og það var orðað í Morgunblaðinu. 9. febrúar 1959 Togarinn Júlí frá Hafnarfirði, fórst í fárviðri við Nýfundna- land og með honum 30 manns á aldrinum frá 16 til 48 ára. „Eitt mesta sjóslys á þessari öld,“ sagði Morgunblaðið. 9. febrúar 1984 Maður með lambhúshettu rændi á fjórða hundrað þús- und krónum í útibúi Iðn- aðarbankans í Breiðholti, að starfsfólki viðstöddu. Málið upplýstist ekki. 9. febrúar 2009 Sigurbjörn Bernharðs- son fiðlu- leikari hlaut Grammy- verðlaun með Paci- fica- kvart- ettinum. „Þetta hvetur okkur til dáða,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… „Mér finnst þetta ekkert öðru vísi en þegar ég var um tvítugt,“ sagði Rúnar H. Vilbergsson, fagott- leikari, sem fagnar 60 ára afmæli í dag. Hann er í Sinfóníuhljómsveit Íslands en hefur leikið með fleiri hljómsveitum og það gjörólíkum. „Ég hef verið svo lánssamur að spila með hljómsveitum sem hafa verið á meðal þeirra fremstu hver á sínu sviði. Það eru Sinfóníuhljómsveitin, Þursaflokk- urinn og BG og Ingibjörg á Ísafirði,“ sagði Rúnar. Hann reiknaði ekki með miklum veisluhöldum vegna sextugsafmælisins, kannski kaffi og pönnu- kökum. En fertugsafmælið er honum minnisstætt. „Þá var ég með heljarinnar partí í tvennu lagi. Sinfóníuhljómsveitin kom fyrst og fór síðan á árshátíð. Vinir og ættingjar komu á eftir.“ Rúnar sagði að þegar hans kynslóð var að vaxa úr grasi hafi ungt fólk barist fyrir alls konar stórum hugsjónum. Honum finnst að nokk- uð vel hafi ræst úr baráttumálum blómakynslóðarinnar á síðustu öld. „Sumir segja að við höfum bara kastað blómagallanum og farið í jakkafötin en égheld að margt af því sem mín kynslóð barðist fyrir hafi gerst og að það hafi orðið heilmiklar breytingar í þjóðfélaginu til hins betra,“ sagði Rúnar. gudni@mbl.is Rúnar H. Vilbergsson fagottleikari 60 ára í dag Margt breytt til hins betra Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is Flóðogfjara 9. febrúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 3.43 0,9 9.51 3,4 16.05 0,9 22.14 3,3 9.44 17.41 Ísafjörður 5.46 0,5 11.47 1,7 18.12 0,4 10.02 17.33 Siglufjörður 2.14 1,0 8.11 0,3 14.38 1,0 20.27 0,3 9.45 17.16 Djúpivogur 0.57 0,4 6.53 1,6 13.10 0,4 19.17 1,6 9.17 17.07 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú veist hvað er best fyrir þig og þar af leiðandi hvað er best fyrir aðra – þó að þeir komi kannski ekki auga á það. Rök- hugsun þín er eitthvað skert þessa dagana. (20. apríl - 20. maí)  Naut Allt virðist leika í höndunum á þér og þú nýtur aðdáunar annarra. Þú tekur í taum- ana í uppeldinu. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Ef þú reynir ekkert á þig fer þér bara að leiðast. Gefðu þér tíma til þess að skipuleggja framtíðina betur. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Ykkur má ljóst vera að mannskepnan er lík sjálfri sér hvar sem er. Einbeittu þér að því að umgangast jákvætt fólk. Innsæi þitt er með ólíkindum. Hver vill bregða fyrir þig fæti? (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Reyndu að stilla þig um að eyða pen- ingum í eitthvert dót. Þú særir aðra með þögninni. Félagslífið gæti verið fjörugra. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Haltu þinni stefnu í starfi því þú munt ná betri árangri eftir því sem á líður. Gerðu góðverk á næstunni. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Reyndu að setja þig í spor annarra. Láttu þó ekki draga þig inn í tilgangslausar þrætur. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Einhverjum finnst þú æði. Hálfn- að er verk þá hafið er. Einhver særir þig alveg óvart. Lærðu að fyrirgefa og taka lífinu léttar en þú hefur gert hingað til. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Lífið er í föstum skorðum og þú ert hæstánægð/ur. Brúaðu bilið, þú ert virki- lega sannfærandi þegar þú tekur þig til. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það er nauðsynlegt að huga að hverju smáatriði ef heildarútkoman á að vera rétt. Þú vilt fórna ýmsu fyrir rólegra líf. Farðu fljótlega í frí. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það vantar eitthvað í þá gátu, sem þú ert að glíma við. Einhver elskar þig, þú elskar einhvern annan og sá hinn sami elskar gæludýrið mest. Fúlt, en svona er þetta stundum. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Láttu ekki værðina ná svo sterkum tökum á þér að þú hafir ekki dug í þér til að vinna þau verk sem þarf að vinna. Vertu ekki of stolt/ur til að leita eftir aðstoð. Stjörnuspá

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.