Morgunblaðið - 09.02.2011, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2011
Andri Karl
andri@mbl.is
Raunhæfur möguleiki er á því að
næsti vígslubiskup í Skálholti verði
kona. Fari svo verður brotið blað í
sögu kirkjunnar á Íslandi því aldrei
hefur kona gegnt embætti vígslu-
biskups hér á landi og aðeins einu
sinni hefur kona verið í kjöri til
embættisins. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins eru þegar tvær
konur í kjöri og getur þeim enn
fjölgað enda skulu tilnefningar
ásamt skriflegu samþykki hlutað-
eigandi hafa borist kjörstjórn með
sannanlegum hætti á Biskupsstofu
fyrir kl. 16 hinn 22. mars nk.
Tveir vígslubiskupar eru á Íslandi
og situr annar á Hólum í Hjaltadal í
Skagafirði en hinn í Skálholti í Bisk-
upstungum. Vígslubiskup er það
embætti innan íslensku þjóðkirkj-
unnar og sambærilegra kirkna sem
er næst fyrir neðan biskup og næst
fyrir ofan prófast.
Síðasta vígslubiskupskjör fór
fram árið 2003, á Hólum, og þá bauð
Dalla Þórðardóttir sig fram, en
einnig Kristján Valur Ingólfsson og
Jón Aðalsteinn Baldvinsson sem var
kjörinn.
Brautin rudd í síðasta kjöri
Að því er Morgunblaðið kemst
næst hafa fjórar tilnefningar þegar
komið fram. Þar á meðal eru Agnes
M. Sigurðardóttir, prófastur í Vest-
fjarðaprófastsdæmi og sóknarprest-
ur í Bolungarvíkurprestakalli, og
Sigrún Óskarsdóttir, prestur í Ár-
bæjarkirkju.
„Ég tel að það muni geta haft afar
góð áhrif á kirkjuna ef kona kemur
þarna inn, því það brýtur blað. Ég
held raunar einnig að það fari svolít-
ið eftir því hvað sú kona sem kemur
til starfa gerir sjálf í þessu emb-
ætti,“ segir Auður Eir Vilhjálms-
dóttir, sem sjálf var fyrsti kven-
prestur á Íslandi. Auður segir
algjörlega tímabært að kona gegni
embætti vígslubiskups hér á landi.
Dóttir Auðar, fyrrnefnd Dalla,
tók þátt í síðasta kjöri, og segir
Auður að það hafi verið undirbún-
ingur fyrir þetta kjör. „Þá er búið að
vinna svona verk, búið er að tilnefna
konu, eða hún bauð sig raunar fram.
Það er undirbúningur fyrir þetta
vígslukjör. Þetta kemur allt svona
stig af stigi. Það þarf að plægja
jörðina sem svo gengið er eftir.“
Myndi bæta ímynd kirkjunnar
Segja má að þjóðkirkjan hafi
gengið í gegnum töluvert erfiða
tíma undanfarin misseri. Aðspurð
telur Auður að kjör konu í embætti
vígslubiskups geti bætt ímynd kirkj-
unnar á nýjan leik. „Kirkjan sýnir
styrk sinn til nýrra skrefa með því
að kjósa konu. Ég held hún þurfi
það og vona innilega að það gerist.“
Þegar talið berst að því hvað kona
í embætti vígslubisups þurfi að gera
segist Auður telja að embættið þurfi
að vera þannig að það sé til þjónustu
fyrir prestana í hvorum landshlut-
anum fyrir sig, það sé mikilvægast.
Einnig hefur Morgunblaðið heim-
ildir fyrir því að tilnefndir hafi verið
Jón Dalbú Hróbjartsson, sóknar-
prestur í Hallgrímskirkju, og áður-
nefndur Kristján Valur, verkefnis-
stjóri á Biskupsstofu og lektor við
guðfræðideild.
Ráðgert er að kosning hefjist í
byrjun apríl og gæti verið lokið um
páska. Ef fara þarf aðra umferð þá
yrði henni lokið u.þ.b. mánuði
seinna. Kjörgengur er hver guð-
fræðikandídat sem fullnægir skil-
yrðum til þess að vera skipaður
prestur í þjóðkirkjunni. Til að til-
nefning sé gild þurfa 10 af hundraði
kosningabærra manna að lágmarki
að standa að henni, en óheimilt er
þó fleirum en 25 af hundraði að
standa að tilnefningu vígslubiskups-
efnis.
Tvær konur eru í vígslubiskupskjöri í Skálholti og því möguleiki á fyrsta kvenvígslubiskup Íslands
Fyrsti kvenprestur landsins telur það tímabært og yrði til að styrkja kirkjuna á erfiðum tímum
„Sýnir styrk sinn til nýrra skrefa“
Agnes M.
Sigurðardóttir
Sigrún
Óskarsdóttir
Haraldur Flosi Tryggvason, stjórn-
arformaður Orkuveitu Reykjavíkur,
segist hafa lagt mikla áherslu á að
staðið væri eins faglega að ráðningu
nýs forstjóra OR og kostur væri á.
Stjórn OR hefur ráðið Bjarna
Bjarnason, jarðfræðing og verk-
fræðing, forstjóra fyrirtækisins.
Tekur hann við starfinu af Helga
Þór Ingasyni, sem ráðinn var tíma-
bundið í ágúst í fyrra.
Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins í stjórn OR, hefur
gagnrýnt ráðningarferlið, m.a. að
stjórn OR hafi ekki fengið að taka
þátt í ferlinu á öllum stigum þess.
Haraldur segist vera undrandi á
gagnrýninni. „Það var farin sú leið
að hafa hæfisnefnd og ferlið sem
farið var eftir var ákveðið fyrirfram.
Það lá því fyrir hvernig þetta yrði
unnið og stjórnin var upplýst um
framvinduna á öllum stigum máls-
ins,“ segir Haraldur.
Gögnin aðgengileg stjórninni
„Gögnin hafa á öllum stigum verið
aðgengileg stjórnarmönnum, bæði
nafnalisti umsækjendanna 60 og all-
ar umsóknir og fylgigögn,“ segir
hann. Tillaga að ráðningarferlinu og
starfslýsingu forstjóra var lögð fyrir
stjórn OR og að sögn Haraldar var á
seinustu stigum ráðningarferlisins
stuðst við mjög
stífan mæli-
kvarða á hæfi
umsækjenda,
sem hefðu geng-
ist undir um-
fangsmikil hæfn-
is- og
persónuleikapróf,
sem ráðningar-
fyrirtæki önnuð-
ust.
Sextíu sóttu um starfið en smám
saman þrengdist hópurinn niður í
10-12 sem teknir voru í viðtöl. „Við-
tölin voru stöðluð og fyrirfram
ákveðnir mælikvarðar notaðir til að
meta árangur þeirra. Þetta var allt
kynnt fyrir stjórninni. Að þessu
loknu voru fjórir umsækjendur eftir
sem fóru í umfangsmikil próf hjá
Hagvangi og Capacent.“ Um var að
ræða persónuleikapróf, talnarýni-
próf o.fl. auk leikinna æfinga í
stjórnun funda.
„Hugmyndin var sú að gera þetta
eins faglega og kostur væri á, en ef
menn eru ekki vanir þessu verklagi
horfir þetta kannski skringilega
við,“ segir Haraldur, sem kveðst
mjög ánægður með ráðningu
Bjarna. „Ég tel að þetta ferli hafi
leitt til farsællar niðurstöðu.“
Bjarni tekur til starfa 1. mars.
Vildi gera þetta
eins faglega og
kostur væri á
Tóku m.a. persónuleika- og talnarýnipróf
Haraldur Flosi
Tryggvason
Ólíklegt er talið að það kjöt og
mjólk sem hugsanlega var yfir
mörkum að díoxíni í Skutulsfirði,
nálægum fjörðum og á Svínafelli
og fór á markað hafi áhrif á heilsu
fólks. Þetta kemur fram í sameig-
inlegri tilkynningu frá Matvæla-
stofnun, Sóttvarnalækni og Um-
hverfisstofnun.
Ekki áhrif á fólk
Eru mælingar sagðar benda til
að lítill hluti af sex og hálfu tonni
af kjöti sem fór á markaði hafi
verið yfir mörkum. Af þeim fóru
fimm tonn til útflutnings en eitt
og hálft tonn fór ferskt á innan-
landsmarkað og er líklega ekki
lengur á markaði. Matvælastofnun
vinnur að því að kanna hvert kjöt-
ið fór og taka það af markaði ef
enn er eitthvað í dreifingu.
Þá bendi frumathuganir ekki til
merkjanlegra eitrunaráhrifa á
fólk, samkvæmt upplýsingum
sóttvarnalæknis. Sóttvarnalæknir
mun engu að síður standa að
rannsóknum á fólki til að ganga úr
skugga um hvort díoxín hafi borist
í það og þá í hvaða magni. Haldnir
verða borgarafundir í nágrenni
eldri sorpbrennslna þar sem íbú-
um verður kynnt staða mála og
næstu skref.
Díoxínmengunin líklega
ekki verið hættuleg
Kjartan Kjartansson
Andri Karl
Stefnuljósanotkun ökumanna á höfuðborgarsvæðinu
virðist vera töluvert ábótavant. Lögregla stoppaði í
gær um 80 ökumenn sem fóru um Grandatorg í
Reykjavík án þess að gefa stefnumerki. Fylgist lög-
reglan sérstaklega með notkun stefnuljósa í febrúar.
„Flestir taka okkur vel og hafa skilning á þessu
og iðrast. Menn verða að líta á stefnumerkjagjöf ekki
sem skyldu heldur að þeir séu að leiðbeina öðrum öku-
mönnum um hvert þeir ætla þannig að aðrir vegfar-
endur geti tekið tillit til þeirra,“ segir Guðbrandur
Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglu
höfuðborgarsvæðisins. Notkun stefnumerkja sé því í
þágu eigin öryggis ökumanna.
Tímasetning stefnuljósa ekki síður mikilvæg
Í nýlegri könnun Umferðarstofu kom í ljós að
innan við helmingur ökumanna gaf stefnuljós á tveim-
ur hringtorgum í borginni. Jón Haukur Edwald, for-
maður stjórnar Ökukennarafélags Íslands, segir þess-
ar tölur staðfesta tilfinningu sem hann hefur haft en
hann kunni ekki skýringar á því hvers vegna svo
margir noti ekki stefnuljós. „Það held ég að finni allir
sem eru í umferðinni að þetta má vera miklu betra,“
segir hann. Mikil áhersla sé lögð á notkun stefnuljósa í
ökunámi og segist hann hafa grun um að yngra fólkið
sé jafnvel betra í notkun þeirra en það eldra.
Jón Haukur bendir einnig á að það sé ekki síður
mikilvægt hvernig fólk notar stefnuljósin. „Fólk gefur
oft seint stefnuljós, oft á tíðum um leið og það beygir.
Það skilar mjög takmörkuðum upplýsingum í viðbót
við það sem þegar er orðið ljóst.“
Í ökunáminu sé lögð áhersla á að stefnuljósin séu
notuð rétt. Þá sé oft miðað við þá þumalputtareglu að
gefa stefnuljós fimm sekúndum áður en beygt er
þannig að það sé ljóst hvað ökumaður vill gera.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Stefnuljós Lögreglan fylgdist með ökumönnum á Grandatorgi í vesturbæ Reykjavíkur í gær í tvo tíma. Á
þeim tíma voru áttatíu stefnulausir ökumenn stoppaðir sem notuðu ekki stefnuljós í hringtorginu.
Stoppa stefnulausa
Lögreglan í átaki í febrúar til að fylgjast með notkun
stefnuljósa 80 ökumenn stoppaðir í gær í Reykjavík
Morgunblaðið/Sigurgeir
Eftirlit Sérstök áhersla verður lögð á eftirlit með
stefnuljósanotkun í febrúar hjá lögreglu.