Morgunblaðið - 09.02.2011, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.02.2011, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2011 Lágmúla - Laugavegi - Garðatorgi - Smáralind - Smáratorgi - Setbergi - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Patreksfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Blönduósi - Hvammstanga Skagaströnd - Sauðárkróki - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstöðum - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Fáskrúðsfirði - Höfn - Laugarási - Selfossi - Grindavík - Keflavík - Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A S IA .I S L Y F 53 52 6 02 /1 1 afsláttur af allri snyrtivöru og ilmi 9. og 10. febrúar. 20% Snyrtidagar Gríptu tækifærið og nýttu þér frábæran afslátt af snyrtivörum í verslunum Lyfju um land allt. Valtýr Sigurðs- son, ríkis- saksóknari, hef- ur ákveðið að láta af störfum þann 1. apríl. Verður embættið auglýst á næstu dögum. „Þegar menn eru búnir að vera 40 ár starfandi í opinbera geiranum þá er komið nóg ,“ segir Valtýr sem verð- ur 66 ára á þessu ári. Það eigi eftir að koma í ljós hvort hann snúi sér að einhverju öðru í kjölfarið. Embætti ríkissaksóknara verður 50 ára þann 1. júlí og segir Valtýr að eðlilegt sé að nýr ríkissaksókn- ari taki við og gefi tóninn á þessum tímamótum. Hann segir gríðarlegt álag á embættinu og lítið bóli á und- irbúningi embættis héraðssaksókn- ara sem stofna á þann 1. janúar 2012 og átti að taka að sér helming verkefna ríkissaksóknara. Ákvörð- un um það hafi verið frestað í tví- gang. „Ég set spurningarmerki við það hvort þetta sé embætti sem þörf sé á. Ég vil efla ákæruvald lögreglu og færa fleiri verkefni frá okkur þang- að og spara þennan millilið,“ segir Valtýr sem lagði þetta til árið 2009 en segist engin svör hafa fengið við þeim hugmyndum. Hann vill að ákveðið verði að gera annað hvort en svo virðist sem ekki sé hægt að taka ákvörðun um það heldur. Valtýr tók við embætti ríkis- saksóknara þann 1. janúar 2008 en áður var hann meðal annars for- stjóri Fangelsismálastofnunar, hér- aðsdómari í Reykjavík og borgar- fógeti. kjartan@mbl.is Valtýr hættir sem saksóknari Nýr maður taki við á fimmtíu ára afmælinu Valtýr Sigurðsson Mannanafnanefnd hefur hafnað um- sókn manns sem sótti um að fá að heita Grimmi. Nefndin samþykkti hins vegar nöfnin Elvis, Alida, Þór- björn og Mundína. Nafnið Elvis er í eignarfalli Elvisar. Samkvæmt lögum verða eiginnöfn að geta tekið íslenska eignarfalls- endingu eða hafa unnið sér hefð í ís- lensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Þá má stúlku aðeins gefa kvenmannsnafn og dreng karlmannsnafn. Ennfrem- ur má nafn ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Getur orðið börnum til ama Í úrskurði mannanafnanefndar segir að svo hátti til þegar fullorðinn maður sæki um að taka upp nýtt nafn að ekki sé unnt að fullyrða að nafnið verði nafnbera til ama. Hins vegar verði ekki hjá því komist að hafa í huga að með því að nafn sé sett á mannanafnaskrá sé það um leið orðið mögulegt nafn fyrir nýfædd börn. „Gera má ráð fyrir að eigin- nafnið Grimmi geti hugsanlega orðið barni til ama og því er ekki heppilegt að slíkt nafn sé á mannanafnaskrá. Benda má á að fólki er frjálst að nota nafn, t.d. listamannsnafn, á ýmsum vettvangi þótt það sé ekki hið form- lega skráða nafn viðkomandi í Þjóð- skrá.“ Nefndin hafnaði líka nöfnun- um Annarr, Nikolaison og Kjárr. Má heita Elvis en ekki Grimmi  Mannanafnanefnd hafnar umsókn um nafnið Grimmi  Jákvæð í garð Elvisar  Nöfn verði ekki nafnbera til ama Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur upplýst innbrot í Gull- og silfur- verslun Steingríms Benediktssonar við Vestmannabraut sem tilkynnt var að morgni gamlársdags. Þá var brotin rúða í versluninni og skart- gripum og úrum sem voru í gluggan- um stolið. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar hefur þýfið úr innbrotinu að mestu verið endurheimt en það mun hafa fundist í húsi í bænum. Maður, sem var handtekinn fljótlega í tengslum við rannsókn málsins, er grunaður um verknaðinn. Hann hef- ur áður komið við sögu lögregl- unnar. Ekki er talið að þjófurinn hafi reynt að koma skartgripunum í verð. Þeir eru metnir á hundruð þús- unda króna. Þýfið úr Gull- búðinni fundið og málið leyst Skokkarinn sem var sagður hafa veist að 12 ára dreng utan við Breiðumörk í Hveragerði á mánu- dagskvöld gaf sig fram við lögreglu í gær stuttu eftir að auglýst var eftir upplýsingum um málið í fjölmiðlum. Mætti hann til skýrslutöku hjá lög- reglu á Selfossi og skýrði mál sitt. Maðurinn, sem býr á höfuðborg- arsvæðinu, hafði gert sér ferð í Hveragerði til að skokka þar um götur sér til heilsubótar að því er segir í tilkynningu lögreglunnar. Drengurinn hafði ásamt tveimur félögum sínum verið á götunni er þeir sáu til manns á skokki. Piltarnir tóku upp á því að grínast og elta manninn. Skokkarinn brást við með því að stoppa snarlega og veitast að einum drengjanna; sló hann í andlit- ið, tók hann kverkataki og keyrði niður í gangstéttina, skv. lýsingu drengjanna. Maðurinn sleppti síðan taki á drengnum og hélt sína leið. Dreng- urinn hlaut minniháttar áverka en var nokkuð skelkaður eftir meðferð- ina. kjartan@mbl.is Skokkarinn gaf sig fram við lögreglu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.