Morgunblaðið - 09.02.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.02.2011, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 40. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318 1. Skokkari réðist á 12 ára dreng 2. Flegnasti kjóll sögunnar? 3. Fær að halda börnunum 4. Borgarstjóri á spítala »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Danshljómsveit Vilhjálms Guðjóns- sonar leikur fyrir dansi í gyllta saln- um á Borginni næstkomandi sunnu- dag. Að sögn meðlima hefur vantað bæði stað og sveit til að sinna dans- þyrstum Íslendingum. » 30 Nú er kominn tími til að dansa!  Tónlistarmaðurinn Biggi Hilmars segir frá því á vef sínum að um 105 milljónir Bandaríkjamanna hafi hlustað á nýjustu tónsmíð hans fyrir sjónvarpsauglýsingu fyrir- tækisins Motorola. Auglýsingin var sýnd þegar úrslitaleikur inn í bandarísku ruðningsdeildinni fór fram, Ofur- skálin svo- nefnda. Tónlist Bigga í Mot- orola-auglýsingu  Heimildar- myndin Stríðs- börnin, sem fjallar um barnaher- menn í Úganda, verður sýnd í Bíó Paradís annað kvöld klukkan 20. Að lokinni sýn- ingu segja höf- undur myndarinnar, Bryan Single, og Flóki Guðmundsson, fjáröflunar- fulltrúi Barnahjálpar SÞ, frá reynslu sinni af stríðshrjáðum svæðum í Norður-Úganda. Höfundur Stríðs- barna í Bíó Paradís Á fimmtudag Suðlæg átt, 5-10 og dálítil él suðvestan- og vestanlands, en annars þurrt og bjart að mestu. Hiti um frostmark, en frost 1 til 8 stig á N- og A-landi. Vaxandi SA-átt með rigningu og hlýnandi veðri síðdegis, fyrst SV-til. Á föstudag Ákveðin sunnanátt með slyddu eða rigningu um mestallt land. Hiti 1 til 7 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Skúrir og síðar él V- og S-til, en styttir upp að mestu norðaust- anlands undir kvöld. Hiti 0 til 5 stig en frost 0 til 6 stig norðan- og austantil fram á nótt. Kólnar heldur. VEÐUR Heimsmeistaramótið í alpa- greinum hófst í gær en það fer fram í Garmisch- Partenkirchen í Þýskalandi. Ísland á sjö keppendur að þessu sinni sem er meira en mörg undanfarin ár. Þeir hefja keppni 17. febrúar og keppa allir í svigi og stór- svigi ef undan er skilinn Björgvin Björgvinsson sem keppir aðeins í svigi. »2 Sjö íslenskir skíðamenn á HM Þrepamót Fimleikasambands Íslands fór fram í Versölum í Kópavogi um síðustu helgi og þar kepptu 240 börn og unglingar. Ljósmyndari Morgun- blaðsins mætti á staðinn og afrakst- urinn af því má sjá í íþróttablaðinu í dag. »4 Fjölmennt þrepamót í fimleikum í Versölum Sverrir Garðarsson þurfti samkvæmt læknisráði að hætta knattspyrnuiðk- un fyrir tæpu ári vegna höfuðmeiðsla en nú hefur hann ákveðið að taka fram skóna á nýjan leik. Hann er hættur í handboltanum og hefur haf- ið æfingar með bikarmeisturum FH og hyggst spila með Hafnarfjarðarlið- inu í sumar. »1 Sverrir spilar með FH-ingum í sumar ÍÞRÓTTIR Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is „Þú verður að koma eftir hádegi. Ég er alveg upptekinn þangað til,“ sagði Haraldur M. Helgason á Akureyri þegar blaðamaður hringdi til hans um tíuleytið í gærmorgun. Halli varð níræður í gær en hélt sínu striki þrátt fyrir tímamótin; sat við símann og seldi kjöt fyrir Kjarnafæði, eins og hann hefur gert árum saman, og heldur ekki upp á afmælið fyrr en á laugardaginn. Halli Helga, eins og Akureyringar kalla Harald, hefur fengist við versl- unarstörf í 78 ár! Byrjaði sem sendill í Kjötbúð KEA 12 ára gamall árið 1933, vann sig fljótt upp og hefur ver- ið á sömu braut síðan. Var í versl- uninni hjá KEA í 26 ár en tók þá við starfi kaupfélagsstjóra í Kaupfélagi verkamanna, gegndi því embætti í tvo áratugi, frá 1960 til 1980, og hefur unnið sjálfstætt síðan. „Það er allt óbreytt hjá mér. Ég vinn alla daga nema laugardaga og sunnudaga. Það er hálfa lífið að hafa eitthvað að gera,“ sagði Halli þegar Morgunblaðið kom til hans í Goða- byggðina. Húsið númer 2 við þá götu byggðu þau fyrir miðja síðustu öld, Halli og Áslaug Jónína Einarsdóttir eiginkona hans, alltaf kölluð Ninna. Hún lést árið 2006. Halli segist aðallega vinna fyrir há- degi. „Á þeim tíma kemst ég yfirleitt yfir það sem ég þarf að gera, nema á mánudögum því þá er ég með svo marga kúnna. Og yfir vetur- inn vinn ég reyndar meira, þá sel ég í svo marga skóla,“ segir hann. Halli er ekki síður þekktur fyrir félags- störf en versl- un. „Það var fyrst og fremst fyrir Þór,“ segir sá gamli, en hann var formaður íþróttafélagsins í tvo áratugi, sömu ár og hann var hjá Kaupfélagi verkamanna. Þá er Halli eðalkrati og starfaði mikið og lengi í Alþýðuflokksfélagi Akureyrar á með- an það var og hét, og síðustu ár í Samfylkingunni. Svo söng hann í kór í hvorki meira né minna en 43 ár. „Ég var 2. tenór,“ segir hann aðspurður og svarar ekki neitandi þegar spurt er hvort hann hafi ekki verið býsna góður söngvari. „Ég tek enn smárok- ur þegar liggur vel á mér.“ Í lokin ítrekar Halli að hann sé hvergi nærri hættur að vinna og það standi ekki til. „Ef einhver hefur heyrt það þá er það ekki eftir mér haft!“ segir hann með bros á vör, og fær sér í nefið … Níræður og nóg að gera Haraldur Helga- son hélt upp á daginn í vinnunni Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Nóg að gera Haraldur Marinó Helgason á Akureyri. „Það er hálfa lífið að hafa eitthvað að gera,“ segir hann. Halli er alla jafna vopnaður tób- aksklút en þegar hans menn etja kappi við önnur íþróttafélög dugar ekki einn. „Alltaf þegar Þór er að spila er ég með tvo klúta í vinstri buxnavasanum og einn í þeim hægri,“ segir Halli og glottir. Þetta segist hann hafa haft fyrir sið al- veg frá því hann varð formað- ur Þórs árið 1960. Halli er heiðursformaður í Þór og Ninna eiginkona hans var gerð að heiðursfélaga á 90 ára afmæli félagsins, ári áður en hún lést. „Þeir bjuggu hér í kjall- aranum í mörg ár,“ segir Halli og vísar til Þórsara; þar var nokkurs konar félagsheimili þeirra. Afmæl- isfagnað heldur Halli hins vegar í núverandi félagsheimili Þórs, Hamri, á laugardaginn. „Ég verð auðvitað á heimavelli,“ segir hann. „Þórssvæðið er eitt glæsilegasta íþróttasvæði landsins og stundin þegar við fluttum þangað út eftir 1975 er ógleymanleg,“ segir Halli. Tveir klútar í vinstri vasa … ÁFRAM ÞÓR! Haraldur Helgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.