Morgunblaðið - 09.02.2011, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2011
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Gísli Tryggvason hefur farið fram
á endurupptöku á ákvörðun
Hæstaréttar um ógildingu stjórn-
lagaþingskosningar. Krefst hann
þess að kosningin verði látin
standa þrátt fyrir formgalla sem
hann telur að hafi ekki haft áhrif á
niðurstöðu hennar en til vara að
ákveðin verði endurtalning at-
kvæða vegna þeirra annmarka sem
Hæstiréttur sá á henni og bæta
megi úr.
Gísli krefst þess að Jón Steinar
Gunnlaugsson víki sæti við af-
greiðslu beiðni sinnar vegna þess
að hann hafi tjáð sig efnislega um
kærumálin og ákvörðun Hæsta-
réttar í sjónvarpsþætti.
Gísli var kjörinn á stjórnlagaþing
í kosningu sem Hæstiréttur ógilti
með ákvörðun sinni 25. janúar sl.
Hæstiréttur taldi fjölmarga ágalla
hafa verið á framkvæmd kosning-
arinnar og ekki yrði hjá því komist
að ógilda hana.
Vill flýta málsmeðferð
Gísli grundvallar kröfu sína á því
að Hæstiréttur hafi byggt ákvörð-
un sína á röngum eða ófullnægj-
andi upplýsingum, einkum varðandi
áhrif númerunar atkvæðaseðla og
möguleika á að rekja þá til ein-
stakra kjósenda. Hann segir það
ekki rétt að alkunna sé að sú að-
ferð sé oft viðhöfð í kjördeildum að
nöfn kjósenda séu rituð í þeirri röð
sem þeir koma og greiða atkvæði,
eins og nefnt er í niðurstöðu
Hæstaréttar. Vísar Gísli til ýmissa
heimilda um þetta, meðal annars
upplýsinga sem fram hafi komið á
fundum um ógildingu kosning-
arinnar hjá Lögfræðingafélagi Ís-
lands og lagadeild Háskóla Ís-
lands.
Stjórnlagaþing á samkvæmt lög-
um að koma saman ekki síðar en
15. febrúar. Gísli óskar eftir því að
málsmeðferð verði flýtt þannig að
niðurstaða fáist fyrir þann tíma.
helgi@mbl.is
Farið fram á endurupptöku
Gísli Tryggvason telur að Hæstiréttur hafi byggt ákvörðun á röngum eða ófullnægjandi
upplýsingum Vill að Jón Steinar Gunnlaugsson víki sæti við afgreiðslu málsins vegna viðtals
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Gísli
Tryggvason
Kjarna-
fjölskyldur á Ís-
landi voru
77.370 þann 1.
janúar 2011 en
voru 77.227 ári
áður, samkvæmt
nýrri samantekt
Hagstofunnar.
Þar kemur
einnig fram að
um áramótin voru 3.843 ein-
staklingar í hjónabandi en ekki
samvistum við maka. Hagstofan
segir að hér sé um að ræða ein-
staklinga sem skilið hafi að borði
og sæng og hjónabönd þar sem
annar makinn hafi flutt lögheim-
ili sitt til útlanda. Nokkuð hefur
fjölgað í þessum hópi á síðustu
tveimur árum.
77.370 kjarnafjöl-
skyldur á landinu
um áramótin
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ekki liggur endanlega fyrir hverjir
skipa landsdóm sem dæma mun í
máli Alþingis gegn Geir H. Haarde,
fyrrverandi forsætisráðherra. Það
mun væntanlega skýrast á fyrsta
fundi dómsins sem boðað er til á
morgun vegna áfrýjunar lögmanns
Geirs á úrskurði Héraðsdóms
Reykjavíkur um heimild til að krefj-
ast frávísunar málsins. Margir víkja
sæti vegna vanhæfis eða reyndust
ekki kjörgengir þegar til átti að taka.
Í landsdómi eiga sæti fimmtán
dómendur. Það eru þeir fimm dóm-
arar Hæstaréttar sem lengst hafa
setið, dómstjórinn í Reykjavík, pró-
fessorinn í stjórnskipunarrétti við
Háskóla Íslands og átta menn kosnir
af Alþingi.
Hæstaréttardómararnir eru Ingi-
björg Benediktsdóttir, forseti
Hæstaréttar, Garðar Gíslason,
Gunnlaugur Claessen, Markús Sig-
urbjörnsson og Viðar Már Matthías-
son. Viðar Már hefur setið styst
dómara réttarins en tekur sæti í
landsdómi vegna þess að Árni Kol-
beinsson, Ólafur Börkur Þorvalds-
son, Jón Steinar Gunnlaugsson og
Páll Hreinsson víkja sæti.
Helgi I. Jónsson er dómstjóri Hér-
aðsdóms Reykjavíkur. Benedikt
Bogason, dósent við lagadeild HÍ,
tekur sæti sem kjörinn varamaður
Bjargar Thorarensen prófessors.
Af þeim sem Alþingi kaus í lands-
dóm taka sæti Linda Rós Mich-
aelsdóttir kennari, Sigrún Magnús-
dóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi,
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæsta-
réttarlögmaður, Fannar Jónasson
viðskiptafræðingur, Hlöðver Kjart-
ansson hæstaréttarlögmaður og
Brynhildur G. Flóvenz, dósent við
lagadeild Háskóla Íslands.
Ekki kjörgeng vegna aldurs
Ekki er endanlega ljóst með tvö
síðustu sætin. Jóna Valgerður Krist-
jánsdóttir var kjörin í landsdóm en
hún er orðin sjötug og því ekki leng-
ur kjörgeng, samkvæmt sextíu ára
gömlum lögum um landsdóm. Lára
V. Júlíusdóttir, fyrsti varamaður
hennar, er talin vanhæf og Svein-
björn Hafliðason er kominn yfir ald-
ursmörkin. Er því líklegast að
Magnús Reynir Guðmundsson, fyrr-
verandi bæjarfulltrúi á Ísafirði, taki
sæti. Annar aðalmaður, Dögg Páls-
dóttir hrl., hefur vakið athygli for-
seta landsdóms á hugsanlegu van-
hæfi sínu vegna þess að hún hefur
gegnt varaþingmannsstörfum í fjar-
veru Geirs H. Haarde. Ef hún víkur
sæti tekur Ástríður Grímsdóttir
sýslumaður væntanlega sæti hennar.
Margir dómendur
lýsa yfir vanhæfi
Landsdómur kemur saman í fyrsta skipti á morgun
Fimmtán skipa landsdóm
ENN ER ÓLJÓST MEÐ TVO DÓMENDUR
Viðar Már
Matthíasson
Ingibjörg
Benedikts-
dóttir
Garðar
Gíslason
Markús
Sigurbjörnsson
Gunnlaugur
Claessen
Helgi I.
Jónsson
Benedikt
Bogason
Linda Rós
Michaelsdóttir
Sigrún
Magnúsdóttir
Fannar
Jónassson
Hlöðver
Kjartansson
Vilhjálmur H.
Vilhjálmsson
Brynhildur
G. Flóvenz
Magnús Reynir
Guðmundsson
Ekki frágengið
Dögg
Pálsdóttir
Hæfi metið
Björgunarsveitir höfðu í nógu að
snúast í óveðrinu sem gekk yfir
landið í gærkvöldi og nótt. Voru
sveitir kallaðar út í Hveragerði,
Reykjanesbæ, á Kjalarnesi og Sel-
fossi. Var þar um að ræða lausar
klæðningar og þakplötur á húsum
auk fjúkandi hluta. Þá þurfti að að-
stoða ökumenn í bílum sínum og að-
gæta báta sem voru festir í höfnum.
Ekki bárust þó fregnir af miklu
tjóni. Trilla sökk í smábátahöfninni í
Hafnarfirði rétt eftir klukkan níu en
ekki var vitað hvort það var vegna
veðursins eða vélarbilunar.
Í Vestmannaeyjum var veðrið
einna verst en vindhraði fór upp í 50
metra á sekúndu á Stórhöfða. Að
sögn Adolfs Þórssonar, formanns
Björgunarfélags Vestmannaeyja,
var bærinn bókstaflega á floti. Var
töluvert um útköll vegna vatnsveð-
ursins. Þurfti að dæla upp úr litlum
hraðbát sem maraði við flotbryggju í
hálfu kafi er eigandinn kom að.
Á tímabili var Hellisheiði,
Þrengslum og Sandskeiði lokað fyrir
umferð en þeir vegir voru opnaðir á
ný þegar leið á kvöldið.
kjartan@mbl.is
Trilla sökk
í Hafnarfirði
í óveðrinu
Vonskuveður Það gekk mikið á í smábátahöfninni við Ægisgarð í gærkvöldi í óveðrinu. Þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi hafði slökkvilið aðeins farið í
eitt útkall vegna leysingavatns sem hafði runnið í kjallara í Hafnarfirði en búist var við fleiri útköllum af þeim toga eftir því sem liði á nóttina.
Morgunblaðið/Árni Sæberg