Morgunblaðið - 09.02.2011, Síða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2011
Elsku Ásta. Margt á
ég þér að þakka og
margs er að minnast.
Ung kom ég inn í þína
Ástríður
Oddbergsdóttir
✝ Ástríður Odd-bergsdóttir (Ásta)
fæddist á Vesturgötu
18 í Reykjavík 21. jan-
úar 1915. Hún lést á
Hjúkrunarheimili
HSSA á Hornafirði
22. desember 2010.
Útför Ástu fór fram
frá Hafnarkirkju 29.
desember 2010.
fjölskyldu. Flutti ég í
Brautarholt til þín og
Marteins. Þegar mest
var í heimili vorum við
10 manns. Allt gekk
þetta vel og ekki
heyrði ég ykkur
kvarta. Þú varst dug-
leg að hjálpa með
prjónaskap, mat-
reiðslu og fleira. Þú
kenndir mér að stoppa
í sokka og prjóna hæl.
Enn fer ég eftir upp-
skriftinni þinni að
slátrinu. Þið Marteinn
reyndust mér vel. Síðast þegar ég
hitti þig þá var verið að gefa ljóðin
hans Marteins út, í hundrað ára
minningu hans. Og þú hefðir orðið 96
ára þann 21. janúar.
Eftir að ég flutti suður spjölluðum
við oft saman í síma. Alltaf spurðir
þú um stelpurnar og hvort væri ekki
allt gott að frétta af barnabörnunum,
og samtalið endaði alltaf á að þú
baðst að heilsa þeim. Það biðja allir
að heilsa þér, Ásta mín.
Þegar þú hittir Mustafa tókstu
honum opnum örmum, það segir allt
sem segja þarf. Bestu kveðjur frá
honum. Alltaf var ég tengdadóttir
þín, aldrei fann ég annað. Og þú
besta tengdamamma sem hægt er að
óska sér. Ég veit að Marteinn hefur
tekið vel á móti þér og Eiríkur er hjá
ykkur. Guð blessi minningu þína.
Þín tengdadóttir,
Jóna.
Í janúar 2010 fékk
Birna systir mín þær
fréttir að hún væri með
krabbamein í lungum
og strax ákvað hún að hún gæti alveg
verið með þetta helv. … krabbamein
en hún nennti ekki að vera veik, þá
vildi hún nú frekar bara deyja.
Og það gekk eftir, kvöldið 16. jan-
úar ári eftir að hún greinist veikist
hún og á hádegi 17. janúar dó hún,
þetta kallar maður sérmeðferð.
En þessa meðferð átti hún svo
sannarlega skilið, hún var búin að
berjast nóg á sinni ævi, ein með Þórir
Magna eignaðist hún íbúð og bíl, kom
Þóri til manns og í hendurnar á
Klöru.
Síðustu 10 árin hafa verið árin okk-
ar Birnu, við urðum mjög góðar og
samrýndar vinkonur, hún bjó hjá mér
í rúmt ár og það varð til þess að
styrkja enn frekar vináttu okkar. Það
sem ég gat ekki gert gerði hún fyrir
mig og það sem hún gat ekki gert
gerði ég fyrir hana, svo voru einstaka
hlutir sem við gátum hvorugar þá
gerði Reynir það fyrir okkur. Þannig
að það var fátt sem við vildum en gát-
um ekki. Eitt af því sem við fengum
Birna Katrín
Þorsteinsdóttir
✝ Birna Katrín Þor-steinsdóttir fædd-
ist á Hólmavík 28.
nóvember 1955. Hún
lést á Landspít-
alanum 17. janúar
2011.
Útför Birnu Katr-
ínar fór fram frá
Hólmavíkurkirkju 23.
janúar 2011.
ekki var Svíþjóðarferð-
in sem við ætluðum að
fara núna 20. febrúar
að heimsækja Júlíu,
góða vinkonu Birnu, en
læknarnir gáfu það út
að flugið yrði of erfitt
fyrir hana og það
fannst henni sárt. En
að ferðast var það
skemmtilegasta sem
hún gerði. Við vissum
alveg að hverju dró en
ekki að það myndi ger-
ast svona snemma og
svona snöggt.
Birna vissi að ég skrifaði ekki
minningargreinar, ég sagðist frekar
geta sagt henni hvað mér fyndist um
hana strax heldur en að vera að
dásama hana í einhverri grein sem
hún sæi ekki sjálf. En minningar-
greininni lofaði ég henni og svík það
ekki.
Og það er það sem maður á að
gera, sýna fólki að maður kunni að
meta það og þyki vænt um það áður
en það er of seint. Það gerði hún, hún
sagði mér og stelpunum mínum að
hún elskaði okkur og ég veit að þau
orð voru sögð af öllu hjarta, hún var
alltaf þakklát fyrir allt sem var gert
fyrir hana og fannst aldrei neitt mál
að gera öðrum greiða. Síðasta árið
var hún mikið hjá mér og Þóri til
skiptis og oftar en ekki réð staðsetn-
ingin hvort annað okkar þyrfti meira
á henni að halda en hitt. Þórir fékk
síðustu jólin og ég áramótin, svona
gerði hún allt sem kom okkur best en
setti sig í annað sæti.
Ég vill líka þakka öllum sem komu í
55 ára afmælið hennar í Sævangi, það
var henni ótrúlega mikils virði og eins
og hún sagði sjálf „takk fyrir að koma
hér núna en ekki bíða eftir erfi-
drykkjunni“ og munið það, ekki láta
einhverjar heiðar eða hálsa stoppa
ykkur, hittið fólkið ykkar og vini eins
oft og þið getið því tíminn sem við höf-
um saman er ekki ómældur.
Ég hef átt erfitt síðan ég kvaddi
systur mína og vil þakka öllum vinum
mínum og fjölskyldu fyrir stuðning-
inn og þeim sem hjálpuðu okkur að
gera útfarardaginn hennar Birnu
eins fallegan og hann gat orðið. Þóri
Magna, Klöru og dætrum þeirra
sendi ég hlýjar hugsanir á hverjum
degi.
Steinunn Þorsteinsdóttir.
Hún elsku Birna mín var heil-
steypt, trygg, einlæg, hreinskilin og
hlý vinkona. Ég er þakklát þeim sam-
verustundum sem við fengum saman,
þær eru margar og allar góðar. Það
var sama hvað var langt eða stutt á
milli þess að við heyrðumst eða hitt-
umst, vináttan var söm og sterk. Fjöl-
skyldan var alltaf númer eitt hjá
Birnu og þá meina ég ekki bara Þóri
Magna og fjölskyldu, systkini og
þeirra fjölskyldur voru stór hluti af
lífi hennar. Allt lék í höndunum á
henni og var þá sama hvað maður
nefnir, prjóna, hekla, sauma út, vefa,
sauma, og eru örugglega margir fleiri
en ég sem meta mikils það sem hún
vann og gaf. Einnig var hún skörung-
ur við bakstur og muna örugglega
flestir eftir kleinunum góðu, en ekki
þarf að telja það allt upp, hún var
rösk og vann allt vel sem hún tók sig
til við.
Elsku Þórir Magni, Klara, Íris
Anný, Viktoría Hrund og Steina og
fjölskylda, við sendum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Júlía og fjölskylda.
Elsku hjartans vin-
kona og frænka mín
Þorbjörg Gísladóttir
er látin, hún lést að kveldi miðviku-
dags 24.11. 2010 á Droplaugarstöð-
um og fór útför hennar fram frá
Hallgrímskirkju 3. desember 2010.
Blessuð sé minning elsku frænku
minnar. Hún var mjög glöð og
áhugasöm og mikil dama. Þorbjörg
var mjög trúuð, var opin og talaði við
presta þegar á þurfti að halda.
Hún var mjög minnug og fylgdist
vel með öllu, var með allt á hreinu.
Henni fannst gaman að fara út að
keyra, fórum við í kirkjugarðana og
hún vissi nákvæmlega hvar leiðin
voru, keypti blóm til að hafa fínt þar.
Einu sinni var unglingsstúlka með
Þorbjörg Gísladóttir
✝ Þorbjörg Gísla-dóttir fæddist að
Ytrihúsum í Dýrafirði
16. ágúst 1917. Hún
andaðist á hjúkr-
unarheimilinu Drop-
laugarstöðum 24.
nóvember 2010.
Úför Þorbjargar
var gerð frá Hall-
grímskirkju í Reykja-
vík 3. desember 2010.
okkur og henni þótti
svo vænt um Þor-
björgu og bauðst til að
hlúa að gröf Guðrúnar
heitinnar og henni
fannst gott að hafa
ömmu.
Svona er lífið og rétt
fyrir jólin kvaddi Þor-
björg frænka. Þor-
björg frænka mín
þakkaði fyrir allt hið
góða og ég bið góðan
Guð um að blessa ykk-
ur og varðveita. Marg-
sinnis fórum við í
Kringluna, til augnlæknisins og vissi
hún nákvæmlega hvar hann var. Og
allar búðir skoðaðar og dagkrem frá
Elisabeth Arden eins og Gísli sonur
hennar hafði gefið henni og ekkert
annað. Föt voru hennar yndi og oft
keypt og fórum við víðsvegar, hún
var mikil smekkmanneskja. Hún
elskaði að drekka kaffi og oft var ek-
ið til að finna rómantískt kaffihús og
farið var í Perluna til að borða ís, og
á kaffitorg Neskirkju og vildi hún
bjóða öllum þar. Vildi hún taka á
leigu sal til að bjóða þeim sem stæðu
nærri henni, hún elskaði að hafa
börnin sín og tengdabörnin og
barnabörnin og ömmubörn nálægt
sér og þá leið henni vel. Draumur að
hún kæmist vestur, í Hveragerði í
sumarbústað og heim til mín, og
hana langaði að búa úti í bæ og geta
tekið vel á móti skyldfólki sínu. Við
fórum á myndlistarsýningar, í hús-
dýragarðinn og þar var gustur á
minni, fannst það svo dásamlegt að
vera þar og farið var í Árbæjarsafn.
Eitt kvöld fórum við út að borða á
veitingastaðinn Ítalíu á Laugavegin-
um og þar naut hún sín.
Þorbjörg var minnug og skörp og
fékk ég alveg skýrslu um hvar og
hvernig fólkið hennar væri og hvern-
ig því vegnaði. Hún hafði gaman af
því þegar ég sagði henni fréttir og
var oft ráðagóð. Ég sagði henni að nú
væri ég búin að eignast vin og varð
hún mjög ánægð. En fyrir nokkrum
árum varð hún fyrir því að hún datt
og brotnaði og varð að vera í gipsi og
eftir það var hún bundin við hjóla-
stól. Henni þótti þetta miður, hún
var mjög félagslynd og lífsglöð.
Fjötrar geta verið slæmir. Í síðasta
skiptið sem ég heimsótti hana opnaði
hún augun og ætlaði að segja mér
eitthvað en hún var svo máttvana að
það komst ekki til skila. Ég votta öll-
um djúpa samúð.
Guð blessi þig, elsku frænka mín,
og ástarþakkir fyrir þína elskusemi
og kærleika.
Guðrún Ingibjörg.
Páll Arason konung-
ur öræfanna kvaddi
þennan heim í janúar.
Hann var ævintýra-
maður sem lét sín æv-
intýri rætast og einnig
okkar sem nutum þeirra forréttinda
að ferðast með Palla um miðja síðustu
öld. Á staði sem engum hafði dottið í
hug að fara á bíl, en hann setti ekkert
fyrir sig. Ár og vegleysur voru til að
sigrast á og við hin fylgdumst með og
eigum þvílíkar minningar sem elli og
ár geta ekki máð.
Svo fróður var Palli að maður fékk
svör við öllum sínum spurningum.
Hann fór aldrei troðnar slóðir það sá
ég best þegar ég heimsótti hann á
Bug. Nú er Palli áreiðanlega búinn að
sannfæra almættið um að leyfa hon-
um að ferðast um eilífðarlandið og ég
panta að vera með þegar kallið kemur
og vera liðtæk í eldhúsinu.
Ég vil þakka Palla fyrir að hafa
kynnt mér öræfadýrðina. Góði vinur
góða ferð.
Halldóra Guðmunds-
dóttir (Dóra).
Það var fyrir tæpum tuttugu árum
að til mín hringdi maður og kynnti sig
sem frænda minn úr Hörgárdal.
Hann sagðist heita Páll Arason og að
sig langaði bara rétt sisvona að heyra
af mínum högum. Mér fannst þetta
óvenjulegt, sérstaklega þar sem við
höfðum aldrei hist fyrr í neinu sam-
hengi. En Páll var auðvitað óvenju-
legur maður á margan hátt. Okkur
kom saman um að í næstu norðurferð
minni kæmi ég við og heilsaði upp á
hann.
Sumarið eftir ók ég svo upp af-
Páll Arason
✝ Páll Arasonferðafrömuður
fæddist á Akureyri 2.
júní 1915. Hann lést á
Akureyri 7. janúar
2011.
Útför Páls fór fram
frá Akureyrarkirkju
21. janúar 2011.
leggjarann að Bugi og
út á hlaðið kom þessi
snaggaralegi og létt-
fætti frændi minn,
breiddi út faðminn og
heilsaði að gömlum
sveitasið. Leiddi mig
síðan í hús sitt og bauð
upp á eitt sérrístaup í
sólstofunni. Þar sátum
við lengi dags og bár-
um saman bækur okk-
ar um ættir og upp-
runa, spjölluðum um
landsins gagn og gæði,
um menn og málefni,
um silungarækt og
trjágróður, um ferðalög og önnur æv-
intýri. Páll var ótrúlegur sögumaður
og gat hnökralaust þulið ártöl,
mannanöfn, atburði, ættartengsl og
eiginlega hvað sem var. Sjálfur sagði
hann að þetta ótrúlega minni stafaði
líklega af því að þegar hann sem
drengur fann fyrir lesblindu ákvað
hann að temja sér að læra alltaf allt
utanað sem hann heyrði – og muna
það. Enda varð ég vör við það smám
saman að hann var ekki bara góður
sögumaður heldur líka góður hlust-
andi sem mundi allt sem við hann var
sagt. Næstu árin héldum við áfram að
hringjast á og hittast.
Meðan Páll fór enn ferða sinna um
landið stakk hann stundum nefinu inn
hjá okkur fjölskyldunni í Reykjavík
en helst vildi hann fá að vera vertinn
okkar í Bugi. Þar var hann í essinu
sínu og þar var hann náttúrubarnið
sem gerði óspart og góðlátlegt grín að
heimsborgaranum í sjálfum sér sem
væri svolítið snobbaður og stuðaði
stundum samborgara sína, og svo hló
hann dátt að allri vitleysunni. Þó að
Páll gæti stundum komið sérkenni-
lega fyrir þegar hann var með hatt og
slaufu átti hann líka þá hlið sem var
íhugul, nærgætin, einlæg og ákaflega
skemmtileg. Þannig var hann alla tíð
gagnvart mér og mínum og fyrir það
þakka ég.
Vertu ævinlega margblessaður og
sæll, frændi, og Guði geymdur.
Hulda B. Hákonardóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á
reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar
✝
Okkar innilegustu þakkir færum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
FRIÐFINNS FRIÐFINNSSONAR
frá Baugaseli.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Einihlíðar fyrir
frábæra umönnun og einstaka hlýju.
Rannveig Ragnarsdóttir,
Elín Una Friðfinnsdóttir, Ketill Hólm Freysson,
Erla Hrund Friðfinnsdóttir, Páll Baldursson,
Elsa B. Friðfinnsdóttir, Kristinn H. Gunnarsson,
Emil Friðfinnsson, Sabine Friðfinnsson,
Ragnar Árnason, Ingibjörg Sigurðardóttir,
afa- og langafabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og
stuðning vegna andláts og útfarar okkar ástkæra
HAUKS MÁS SIGURÐSSONAR,
Krosseyrarvegi 1,
Hafnarfirði.
Ágústa Hera Birgisdóttir,
Hjördís Hera Hauksdóttir, Stefán Breiðfjörð Gunnlaugsson,
Sigurður Birgir Magnússon, Hjördís Hentze,
Ólafur Sigurðsson, Winnie Bertholdsen,
Björn Bragi Sigurðsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir,
Freyja M. Sigurðardóttir, Helgi Jón Harðarson,
Erla Gísladóttir.