Morgunblaðið - 09.02.2011, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þeir 25 semfengu útgef-in kjörbréf
til setu á svo köll-
uðu stjórnlaga-
þingi, sem voru
afturkölluð af
Landskjörstjórn eftir af-
greiðslu Hæstaréttar á kærum
vegna kosninganna bera enga
sök á því klúðri sem varð. Það á
rót í flumbrugangi við lagasetn-
ingu þar sem kapp var mikið en
forsjá lítil. En þessi 25 manna
hópur verður þó að sætta sig
við að umboð þeirra er úr gildi
fallið og einstaklingarnir sem
skipa hann hafa ekkert meira
með málið að gera en aðrir Ís-
lendingar.
Ekkert eitt atriði leiddi til
niðurstöðu Hæstaréttar lands-
ins sem sagðist ekki hafa kom-
ist hjá að taka þá afstöðu sem
hann tók. Ákvörðun réttarins
var ítarlega rökstudd og það er
óviðeigandi að hártoga hana
með þeim hætti sem borið hefur
á. Það er hárrétt sem Stefán
Gunnar Sveinsson sagði í grein
hér í blaðinu: „Venjan hefur
verið sú í vestrænum lýðræðis-
ríkjum að kosningin sé leynileg
en talningin opin. Hér var farið
þveröfugt að.“ Þannig var þetta
og hvernig gat Hæstiréttur lát-
ið eins og ekkert væri fyrst
málið var að lögum borið undir
hann?
Lýsing Atla Harðarsonar í
annarri grein í blaðinu á hraða
og flumbrugangi í aðdraganda
stjórnlagaþingsins
og hinni flumbru-
kenndu umgjörð
sem því var ætluð
er einnig sláandi:
„Þingið átti ein-
faldlega að starfa
með hraði eftir að það hafði
verið kosið með skömmum fyr-
irvara samkvæmt lögum sem
voru sett í miklum flýti og
breytt á síðustu stundu. Þetta
leit út eins og tilraun til að setja
heimsmet í flumbrugangi.“ En
Atli er ekki viss um að allt sé
sem sýnist. Hann bætir við: „Í
júní 2010 skipaði Alþingi 7
manna stjórnlaganefnd sem
skyldi meðal annars leggja
hugmyndir um breytingar á
stjórnarskrá fyrir stjórnlaga-
þingið. Átti þessi 7 manna hóp-
ur sem var valinn af Alþingi í
sumar kannski að búa til nýja
stjórnarskrá? Var stjórnlaga-
þingið bara til að gefa breyting-
unum sem keyra átti í gegn án
opinskárrar umræðu lýðræðis-
legt yfirbragð? Ég veit þetta
auðvitað ekki. En mér finnst
ekki koma heim og saman að
það hafi raunverulega staðið til
að kjörnir fulltrúar almennings
ynnu að stjórnarbót en væri
hvorki veittur tími til að undir-
búa framboð og rökræða kosti í
stöðunni né til að vinna verkið.
Kannski var þetta allt saman
úthugsuð sýndarmennska en
ekki eintómt bráðræði og óða-
got?“ Þetta er mjög áhugaverð
spurning.
Spurningin sem
varpað er fram er
þessi: Er ekki allt
sem sýnist?}
Úthugsuð
sýndarmennska?
Stjórnmálamennsvara því
stundum til, þegar
reynt er að fá þá út í
óþægilegar vanga-
veltur, að þeir vilji
ekki svara spurningum í við-
tengingarhætti. Iðulega er í
raun átt við þáskildagatíð, en
hún er mönnum sjálfsagt enn
fjarlægari en viðtengingarhátt-
urinn, sem nú mun eiga undir
högg að sækja. En þó að stjórn-
málamönnum sé kennt um
margt verður þeim ekki umfram
aðra menn kennt um vanda við-
tengingarháttarins þrátt fyrir
að þeir misstígi sig stundum í
beygingakerfi sagna.
Sagnbeygingar eru hins veg-
ar á undanhaldi, ef marka má
rannsókn Hildar Ýrar Ísberg,
nema í íslensku við Háskóla Ís-
lands, sem sagt var frá í Morg-
unblaðinu í gær. Þar kemur
fram að ungmenni nota viðteng-
ingarhátt mun sjaldnar en þeir
sem eldri eru, sem þýðir með
öðrum orðum að viðtengingar-
hátturinn gæti fallið út úr mál-
inu.
Þeir sem flytja
fréttir kunna að
bera nokkra ábyrgð
umfram aðra í
þessu sambandi,
enda verður því
ekki neitað að alloft sjást sagnir
í framsöguhætti þar sem nota
skyldi viðtengingarhátt, ekki
síst í óbeinni ræðu. Foreldrar og
skólar hljóta einnig að bera sína
ábyrgð, því að þeir hafa mikil
áhrif á máltilfinningu ung-
menna.
Íslendingar eiga saman fal-
legt tungumál sem sjálfsagt er
að fara vel með og varðveita.
Vitaskuld þróast tungan, sem er
eðlilegt. En þegar við nennum
ekki lengur að hafa fyrir því að
beygja orðin dregur úr fjöl-
breytni en flatneskja breiðist út.
Þá hverfa líka mikilvæg og
skemmtileg blæbrigði úr málinu
og íslensk menning verður fá-
tækari. Það er nauðsynlegt að
verja viðtengingarháttinn og
spyrna einnig við fótum þegar
okkur sýnist við vera að missa
tökin á tungunni á öðrum svið-
um.
Ný kynslóð gæti
týnt niður viðteng-
ingarhættinum}
Forðumst flatneskjuna
E
itt af helgiritum unglingsára
minna var bókin One-Dimensio-
nal Man eftir þýska heimspek-
inginn Herbert Marcuse. Á þeim
tíma, í upphafi áttunda áratug-
arins, var annar hver maður að blaða í Mar-
cuse, þótt ekki hafi skilningurinn á verkinu
kannski verið ýkja mikill. Ég man þó að mér
þótti það flott greining á kapítalismanum að í
neyslusamfélagi hans muni sál almúgans felast
í varningi, bílum, stereógræjum (hvað er það
annars), pallaraðhúsi og eldhústækjum. (Víst
er þetta einföldun en á líka að vera það.)
Því er þetta rifjað upp hér að ég rakst á One-
Dimensional Man í bókabúð í fyrrakvöld og fór
að fletta henni mér til gamans. Þar var margt
sem hefur ekki staðist tímans tönn og inn á
milli gullkorn eins og óborganleg tilvitnun í
annan mikinn marxista, Jean-Paul Sartre. Sartre var sam-
tímamaður Marcuse, nokkru yngri þó, og þeirra skoðanir
lágu saman að mörgu leyti. Tilvitnunin sem Marcuse tínir
til er úr ritinu Critique de la raison dialectique og fjallar
um erótíska drauma kvennanna við vélina. Ég man ekki
eftir að hafa tekið sérstaklega eftir henni á sínum tíma, en
ég tók eftir henni núna og þá sérstaklega kvenfyrirlitning-
unni sem bjó undir.
Víst er innbyggt í fræði Marcuse, líkt og svo oft í vinstri-
mennsku, lítið álit á almúganum, sem hann og aðrir marx-
istar vildu vernda fyrir vondu kapítalistunum, en litu um
leið niður á fyrir óstéttvísi, menntunarskort og smáborg-
araskap. Minna hefur farið fyrir umræðu um
það hvernig eðlislæg kvenfyrirlitning þess
tíma smitaðist inn í byltingarfræðin.
Svonefnd ’68-kynslóð tignaði Sartre sem
spámann og hann stóð líka með byltingarsinn-
uðum ungmennum á götum Parísar í lok sjö-
unda áratugarins. Sagan hefur leitt í ljós að
þótt hann hafi verið merkilegur á sinn hátt var
sambýliskona hans og sálufélagi í gegnum ár-
in, Simone de Beauvoir, mun næmari á það
sem fram fór. Hún sá það sem var að í vinstri-
hreyfingu þess tíma: Það var barist fyrir frelsi,
og þá frelsi karla, en það var enn langt í land
að konur fengju að njóta þess frelsis: „Karlar
fluttu ræður, en konur vélrituðu þær. Karlar
stóðu á sápukössum og í ræðupúlti, en kon-
urnar voru inni í eldhúsi að búa til kaffi,“ er
haft eftir Beauvoir, og það var ekki fyrr en
konurnar áttuðu sig á því að þær þyrftu að hrinda af stað
eigin byltingu að hjólin tóku að snúast: „Ég skildi það loks
að konur gætu ekki vænst þess að frelsun þeirra myndi
spretta af almennri byltingu, þær þyrftu að hrinda af stað
eigin byltingu. Karlar voru alltaf að segja þeim að þarfir
byltingarinnar gengju fyrir og síðar myndi röðin koma að
þeim.“
Þess má geta að lokum að lykilrit Beauvoir, Hitt kynið,
„Le Deuxieme Sexe“, kom út fyrir rúmum 60 árum.
Franska dagblaðið Le Monde nefndi hana elleftu merk-
ustu bók síðustu aldar í samantekt sem birtist um síðustu
aldamót. arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Mann- og kvenfyrirlitning
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
U
m 100 manns starfa í
þeim níu loðnuverk-
smiðjum þar sem nú
hefur verið boðað
ótímabundið verkfall
frá miðri næstu viku. Deiluaðilar
hafa ekki rætt málin formlega síðan
á sunnudag, en í gær var boðað til
sáttafundar á morgun. Útgerðar-
menn hafa íhugað að landa loðnu í
nágrannalöndum komi til verkfalls;
Færeyjar hafa einkum verið nefndar
í því sambandi, en einnig Danmörk,
Skotland og Noregur. Þess má geta
að Skotar hafa krafist banns á lönd-
un makríls af Íslandsmiðum.
Framundan ætti að vera verð-
mætasti tími vertíðarinnar, hrogna-
tíminn með heilfrystingu og hrogna-
kreistingu. Verði af verkfalli gæti
þurft að afskrifa hana að miklu leyti.
Sú vinnsla þarf að fara fram sam-
hliða loðnubræðslu.
Vel hefur veiðst síðustu daga og
skipin einkum verið við Ingólfshöfða.
Útgerðarmenn hafa verið í kapp-
hlaupi við mögulegt verkfall og eru
einhverjir langt komnir með afla-
heimildir. Loðnan hefur ýmist verið
brædd eða fryst á landi eða sjó síð-
ustu daga. Gott verð hefur fengist
fyrir mjöl og lýsi undanfarið. Mark-
aðir voru þungir á tímabili fyrir
frysta loðnu, en sú starfsemi skapar
mörg störf.
Nær ekki til Helguvíkur
og Þórshafnar
Boðun verkfalls nær ekki til
verksmiðjanna á Þórshöfn og í
Helguvík. Verkalýðs- og sjómanna-
félag Keflavíkur fer með samninga í
Helguvík, en verksmiðjan er í eigu
Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Hún hefur oft verið starfrækt í lok
loðnuvertíðar þegar loðnan hefur
nálgast Reykjanesið.
Aðalsteinn Árni Baldursson,
formaður Framsýnar á Húsavík,
sem fer með viðræður um kjaramál í
bræðslunni á Þórshöfn fyrir hönd
verkalýðsfélagsins á staðnum, segir
að komið verði í veg fyrir landanir úr
öðrum skipum en þeim sem reglu-
lega landa á Þórshöfn. Verksmiðjan
er í eigu Ísfélagsins og fá skip ann-
arra fyrirtækja ekki að landa þar
komi til verkfalls, að sögn Aðal-
steins. „Við höfum alls konar áhöld
til þess og eigum samleið með hin-
um félögunum,“ sagði Aðalsteinn.
Slógu af kröfum sínum
„Það verður þýðingarmikill
fundur í deilunni á miðvikudag [í
dag] og að honum loknum reikna ég
með að starfsmenn ákveði fram-
haldið. Við erum ekki enn með verk-
fallsheimild og höfum ekki vísað
deilunni til ríkissáttasemjara,“ segir
Aðalsteinn. Hann segir að auk ým-
issa sérmála sé krafa bræðslu-
manna á Þórshöfn um 32% launa-
hækkun, en upphafleg krafa Afls á
Austurlandi og Drífanda í Vest-
mannaeyjum var um 27% hækkun.
Auk þessara félaga hefur verið boð-
að verkfall í verksmiðjunni á Akra-
nesi.
Aðalsteinn segir muninn eink-
um felast í ólíkri kröfu um orlofs- og
desemberuppbót, en sé í raun sam-
bærileg. Afl og Drífandi lækkuðu
sínar kröfur um síðustu helgi og er
nú krafist 8,5-10% launahækkunar
eða sem jafngildir um 20 þúsund
króna flatri hækkun á mánuði í
samningi sem gildir til 30. nóv-
ember. Félagið á Þórshöfn hefur
ekki slakað á í sínum
kröfum, en í
bræðslunni þar
starfa 18 manns,
sem er fleira en
víða annars stað-
ar.
Íhuga loðnulöndun
í nágrannalöndum
Loðnuverksmiðjur og loðnuflotinn
Loðnuflotinn er
staddur undan
Ingólfshöfða
Um
100
starfsmenn starfa í níu loðnu-
bræðslum þar sem verkfall gæti
skollið á ummiðja næstu viku
Verksmiðjur þar sem verkfall er að skella á
Verksmiðjur þar sem ekki er boðað verkfall
Vestmannaeyjar
Akranes
Þórshöfn
Helguvík
Höfn
Neskaupstaður
Seyðisfjörður
Eskifjörður
Vopnafjörður
Fáskrúðsfjörður
„Það gæti orðið lítið úr þeim
ávinningi fyrir þjóðarbúið, sem
átti að koma með meiri kvóta.
Ætli Norðmenn brosi ekki breitt
þessa dagana og hugsi sem svo
að það sé gott að fá minni sam-
keppni á mörkuðum,“ segir Jó-
hann P. Andersen hjá félagi fiski-
mjölsframleiðenda. Hann segir
hugsanlegt að landa í Færeyjum,
Skotlandi, Danmörku og víðar.
Upphafskvótinn var 200 þús-
und tonn, en var aukinn um 125
þúsund tonn. Af þeim heimildum
koma 252 þúsund tonn í hlut ís-
lenskra skipa. Áætlað var að
aukningin skapaði yfir sex millj-
arða fyrir þjóðarbúið, en vertíðin
í heild 14-15 milljarða. Búið er að
landa um 125 þúsund tonnum
samkvæmt vef Fiskistofu.
Minni
ávinningur
125 ÞÚSUND TONN Á LAND