Morgunblaðið - 25.02.2011, Page 6

Morgunblaðið - 25.02.2011, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2011 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hækkarnir á hrávöru á heimsmark- aði sem mikið hefur verið rætt um að undanförnu eru ekki komnar af fullum þunga inn í vöruverð hér á landi. Þær hækkanir sem neyslu- verðsvísitalan sýnir á milli mánaða eru aðallega vegna útsöluloka og hækkunar á innlendum matvörum. Neysluverðsvísitalan hækkaði um 1,2% frá janúar, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í gær. Það er mun meiri hækkun en sést hefur í meira en ár og líkist helst tölum frá árinu 2008. Verðbólgan var hins vegar að minnka allt síðasta ár og þegar litið er á þróun vísitölunnar síðustu tólf mánuði mælist hún 1,9% sem er vel undir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. Hækkun á mjólk og kjöti Miklar hækkanir hafa orðið á hrá- vörum á heimsmarkaði. Umtalaðar eru afleiðingar þurrka og uppskeru- brests í Austur-Evrópu á síðasta ári og síðan þurrka í Kína og flóða í Ástralíu. Nú bætist óróinn í Norður- Afríku og Mið-Austurlöndum við. Hækkanir á heimsmarkaði hrá- vöru skila sér fyrr eða síðar í heim- ilsbókhald venjulegra Íslendinga. Hluti hækkananna er raunar þegar kominn fram. Þegar breytingar á vísitölu neysluverðs eru skoðaðar vekur at- hygli að innlendar vörur hækka vísi- töluna meira en innfluttar. Þar má nefna mjólk og nautakjöt sem dæmi en mjólkurverð var hækkað fyrir skömmu. Þá hækkaði húsnæðislið- urinn vegna hækkandi markaðs- verðs á húsnæði og ferðakostnaður vegna hækkunar á bensíni og far- gjöldum. Þá eru ótaldar hækkanir á fatnaði, skóm og húsgögnum í kjöl- far þess að útsölum er lokið. Viðmælendur Morgunblaðsins telja að hækkanir á mikilvægum vörum á heimsmarkaði muni fyrr eða síðar leiða til frekari hækkana á matvælaverði hér á landi. Verð á korni og olíu er þar afdrifaríkast. Kornið er mikilvægt hráefni í fjölda- margar framleiðsluvörur, bæði inn- lendar og innfluttar, og er auk þess uppistaðan í fóðri margra búfjárteg- unda. Bjarni Már Gylfason, hagfræð- ingur Samtaka iðnaðarins, telur að matvælaframleiðendur séu að halda aftur af verðhækkunum. „Eftir- spurnarhliðin er veik í öllu hagkerf- inu og menn treysta sér ekki til að velta hækkunum út í verðlagið,“ segir Bjarni. Hann tekur fram að það gangi ekki endalaust en sárs- aukamörkin séu misjöfn á milli fyr- irtækja. Spurður nánar út í þetta bendir Bjarni Már á að jólaútsölurn- ar hafi byrjað snemma og staðið lengi. „Það er vísbending um að fólk haldi að sér höndum.“ Þannig hefur minni kaupmáttur almennings unn- ið gegn vöruverðshækkunum. „Fyr- irtækin hafa verið að laga sig að þessum raunveruleika síðasta árið,“ segir Bjarni og bætir við: „Það er óvissa í okkar efnahagsumhverfi og vantar forsendur til að byggja upp jákvæðar væntingar sem stuðla að aukinni neyslu,“ segir Bjarni Már. Eftirspurn umfram framleiðslu Óvissa ríkir um þróun heims- markaðsverðs á helstu hrávörum á næstu mánuðum og frekar talið að ekki hafi verið séð fyrir endann á þeim en að verðið gangi til baka. Bjarni segir að ákveðinn ótti sé við að hækkanir á matvælum verði við- varandi en ekki tímabundið skot eins og stundum hafi gerst, til dæm- is 2008. Það er rökstutt með aukinni eftirspurn, umfram matvælafram- leiðslu, meðal annars vegna fólks- fjölgunar í heiminum og lífskjara- breytinga í Asíulöndum. Morgunblaðið/Kristinn Brauð Kornverð hefur afdrifarík áhrif á matarverð í heiminum. Ekki komu þó fram hækkanir á brauði og kornvörum í neysluverðsvísitölunni í gær. Verðbólguskot í upphafi árs  Ekki er séð fyrir endann á hækkunum á hrávöru á heimsmarkaði  Framleiðendur draga við sig hækkanir vegna lítillar eftirspurnar í kerfinu Nathan Deal, rík- isstjóri Georgíu í Bandaríkjunum, tilkynnti í gær að íslenski tölvu- leikjaframleið- andinn CCP hygðist færa bandaríska starfsstöð sína til Decatur í De- Kalb-sýslu og að með flutningunum væri vonast til þess að um 150 ný störf yrðu til. Starfsstöðin var áður í Gwinnett-sýslu. Standist áætlanir verða starfsmenn fyrirtækisins í Bandaríkjunum orðnir 300 árið 2013. Netleikur CCP, EVE, var ný- verið valinn frumlegasti leikur árs- ins 2010 af lesendum netleikjasíð- unnar MMORPG.com. Auk þróunar EVE vinnur CCP að gerð nýrra leikja; DUST 514, sem tengjast mun fyrrnefnda leiknum, og World of Darkness, sem byggist á samnefndum hlutverkaleik. CCP var stofnað á Íslandi árið 1997 og er nú með starfsstöðvar í þremur lönd- um utan Íslands, Bretlandi, Kína og Bandaríkjunum. CCP færir sig til vestanhafs  Vonast er til þess að 150 störf verði til Nathan Deal Dr. Norbert Lammert, forseti þýska Sam- bandsþingsins, kemur í opinbera heimsókn til Ís- lands þann 28. febrúar næst- komandi og verð- ur til 3. mars. Dr. Lammert kemur hingað til lands í boði Ástu R. Jóhannesdóttur, for- seta Alþingis. Með honum í för verða Michael Georg Link, þingmaður Frjálslyndra demókrata, auk starfs- manna Sambandsþingsins. Dr. Lammert mun funda með for- seta Alþingis og starfshópi utanrík- ismálanefndar, auk þess að funda með fulltrúum þingflokka. Enn- fremur mun hann funda með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, og forsætis-, fjármála- og utanrík- isráðherrum. einarorn@mbl.is Forseti þýska þingsins í heimsókn Dr. Norbert Lammert Fágætt og verðmætt safn með íslenskum frímerkjum er á leiðinni á uppboð hjá sænska uppboðshúsinu Postiljo- nen í Malmö í næsta mánuði. Mun safnið, sem er marg- verðlaunað, vera í eigu Englendings, að sögn Magna R. Magnússonar safnara. Er þetta fyrri hluti uppboðsins, sá seinni fer fram næsta haust. Hæsta ásetta verð er 25 þús- und evrur, eða jafnvirði 4 milljóna króna. Þá eru 20 þús- und evrur, um 3,2 milljónir króna, settar á svonefnt skild- ingabréf sem hefur að geyma skildingafrímerki á umslagi sem stílað er á Einar Hálfdánarson, snikkara á Hvítanesi í Ísafjarðarsýslu, árið 1874. Einnig er á upp- boðinu póstávísun með frímerkjum þar sem ásett verð er 5 þúsund evrur, jafnvirði um 800 þúsund króna. Magni hefur fylgst með þessu frímerkjasafni frá upp- hafi, eða síðan það kom fyrst á uppboð hjá Harmer Rooke í London árið 1965, haldið á vegum Frimärks- huset í Stokkhólmi. Magni var þar viðstaddur en boðið var upp á íslenskt brennivín fyrir uppboðið! Á uppboðinu nú í Malmö eru nokkrir hlutir sem einnig voru í boði í London árið 1965, m.a. skildingabréfið stílað á Einar snikkara. Safnið er margverðlaunað og hefur m.a. verið til sýnis hér á landi. Fyrri eigendur eru m.a. Roger Schnell, Gene Scott og Roger Swanson, sem var mikill Ís- landsvinur. Magni segir hluta úr þessu safni hafa verið seldan, eða umslag með tveggja skildinga frímerkjum sem hafi farið á 100 þúsund evrur, eða litlar 16 milljónir króna. bjb@mbl.is Verðmæt frímerkjasöfn metin á milljónir króna  Fágæt skildingabréf og frímerki á uppboði í Svíþjóð í mars Skildingabréf Bréf stílað á Einar Hálfdánarson snikk- ara á Hvítanesi, uppsett verð um 3,2 milljónir króna. Hækkun á heimsmarkaði mat- væla bætir samkeppnisstöðu innlendra framleiðenda. „Við megum ekki gleyma því að Ís- land er í grunninn matvælafram- leiðandi sem stór framleiðandi sjávarafurða,“ segir Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Sam- taka iðnaðarins. „Samkeppnisstaða okkar verður betri,“ segir Erna Bjarna- dóttir, hagfræðingur Bænda- samtaka Íslands. Sem dæmi um það nefnir hún að dregið hafi stórlega úr innflutningi kjöt- afurða frá því sem var þegar gengi íslensku krónunnar var sem hæst og tollkvótar séu ekki nýttir nema að hluta. Þá hefur útflutningur á kindakjöti aukist og vegið upp þann samdrátt sem orðið hefur á sölu hér inn- anlands. „Matvælaverð hefur verið lágt í áratugi. Þær breytingar sem nú eru að verða draga athyglina að mikilvægi matvælaframleiðsl- unnar og hvað gera þarf til að tryggja nægilegt framboð af mat. Það snýr að stjórnvöldum einstaka ríkja og er einnig al- þjóðlegt verkefni,“ segir Erna. Matvælaframleiðsla í sviðsljósi STAÐA INNLENDRA FRAMLEIÐENDA STYRKIST Hæstiréttur ógilti í gær sýknudóm yfir fyrrverandi starfsmanni Lands- bankans, sem ákærður var fyrir að hafa dregið sér 118 milljónir meðan hann starfaði hjá bankanum. Maðurinn hélt því fram að vísa bæri málinu frá Hæstarétti þar sem sérstakur saksóknari færi með mál tengd hruni íslenska bankakerfisins og að ríkissaksóknari hefði með um- mælum sínum á opinberum vett- vangi látið í ljós huglæga afstöðu sína til sérstaks hæfis síns. Ekki tekið tillit til allra gagna Hæstiréttur hafnaði kröfunni þar sem millifærslan á fé NBI Holding Ltd, félags á vegum bankans, hefði ekki tengst hruni bankanna þótt hún hefði átt sér stað á tímamarki þegar upplausnarástand ríkti hjá Lands- bankanum vegna hrunsins. Með vísan til vitnisburðar fyrrver- andi bankastjóra og regluvarðar Landsbankans auk samnings milli bankans og tilgreindrar lög- mannsstofu á eyj- unni Guernsey taldi Hæstiréttur ljóst að Lands- bankinn hefði í raun haft fulla stjórn á félaginu NBI Holding og að Landsbankinn og dótturfélag hans hefðu átt að njóta góðs af eignum NBI Holding. Sú lýsing í ákæru að NBI Holding hefði verið félag á vegum Lands- bankans væri því rétt. Í dómi Hæstaréttar var komist að þeirri niðurstöðu að héraðsdómur hefði ekki fellt dóm á málið með til- liti til allra gagna sem fyrir honum lágu. Hæstiréttur ómerkti því dóm- inn og vísaði málinu til meðferðar í héraðsdómi á ný. Sýknudómur hér- aðsdóms ógiltur Hæstiréttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.