Morgunblaðið - 25.02.2011, Page 10

Morgunblaðið - 25.02.2011, Page 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2011 Komdu í VIST og hafðu samskipta- og upplýsinga- tæknimál fyrirtækisins á einum og öruggum stað. VIST byggir á grunnpakka sem inniheldur m.a. heimasvæði, tölvupóst, öryggisvarnir og afritun – á föstu mánaðargjaldi fyrir hvern starfsmann. [VIST] UT-lausnir fyrir þitt fyrirtæki Það er 800 4000 – siminn.isAfritun Öryggi Rekstrarþjónusta Hýsing Tímasparnaður Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Við vissum ekki mikið umÍsland áður en við komumhingað, en það hefur sann-arlega komið á óvart. Mannlífið er frábært og hér þekkja allir alla og allt er svo frjálst og af- slappað í skólanum,“ segja þau Phil Widiger og Alexandra Llouquet sem bæði hafa verið skiptinemar hér á Íslandi frá því í ágúst á síðasta ári. Phil er frá Þýskalandi og er 17 ára en Alexandra er frönsk og sextán ára. Þau stunda nám í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti og kunna því vel. Þau segja skólareglurnar mun strangari í heimalöndum þeirra en hér á landi. „Í Frakklandi og Þýska- landi er miklu stærra bil á milli kennara og nemenda. Hér eru allir meira eins og jafningjar. Hér má borða í tímum og fara á klósettið ef maður þarf og það er ekkert stórmál þótt síminn hringi. Við yrðum rekin úr tíma ef það gerðist heima hjá okkur, síminn yrði sennilega tekinn af okkur. Heima í Þýskalandi er líka allt svo niðurnjörvað og skipulagt, ólíkt því sem hér er,“ segir Phil. Hann er umvafinn stelpum Alexandra segir að heima í Frakklandi sé skóladagurinn líka miklu lengri. „Mér finnst frábært að hafa svona mikinn tíma til að vera með vinum mínum hér á Íslandi. Við höfum líka miklu meira val hérna þegar kemur að fögum í skólanum. Ég er til dæmis í jóga og Phil er í júdó.“ En hvernig er að vera útlendur nemandi á Íslandi? Eru krakkarnir spenntir fyrir þeim af því þau eru útlendingar eða forðast þau af þeim sökum? „Það er misjafnt, en íslensk- ar stelpur eru mun opnari fyrir er- lendum nemendum en strákarnir. Íslenskir vinir okkar eru langflestir kvenkyns, Phil er umvafinn stelpum öllum stundum,“ segir Alexandra og hlær og bætir við að hún eigi aðeins einn íslenskan strák fyrir vin, allir hinir vinirnir séu stelpur. Þau segja skemmtanalífið hér ekki svo ólíkt því sem þau eigi að venjast í sínum heimalöndum, margir krakkar á framhaldsskólaaldri fari út á lífið og séu byrjuð að drekka. Phil segist fara meira í samkvæmi heima í Þýskalandi og þar gisti hann oft hjá vinum sínum en hér þurfi hann helst að vera kominn heim um klukkan eitt eftir miðnætti. Víkingar og ísbirnir Alexandra segir ástæðu þess að hún kom hingað sem skipti- nemi þá að það sé nánast hefð í hennar fjöl- skyldu að fara til útlanda sem skipti- nemi. „Mamma fór sem skiptinemi til Bandaríkjanna og systir mín fór til Panama, en hún starfar auk þess núna í AFS- samtökunum. Mér finnst gaman að ferðast og ég var því ákveðin í að prófa þetta. Þegar ég valdi Ísland vissi ég í raun ekkert um landið frekar en aðrir Frakkar sem tengja Ísland við víkinga sem lifa með ís- björnum á norðurpólnum. Og vinir mínir sögðu mér að passa mig á mörgæsunum. En þegar ég fór að lesa mér til fannst mér landið mjög spennandi og sé ekki eftir að hafa komið hingað.“ Phil segir ástæðu þess að hann ákvað að gerast skipti- nemi vera þá að hann hefur mikinn áhuga á tungumálum og langaði til að kynnast ólíkri menningu og mannlífi annars lands. „Foreldrar mínir hvöttu mig óspart, sögðu þetta tækifæri aðeins gefast einu sinni og ég ætti ekki að láta það framhjá mér fara. Nokkrir vina minna höfðu komið til Íslands og sögðu náttúr- una hér fallega og samfélagið skemmtilegt, svo ég ákvað að fara hingað, mér fannst það mátulega ævintýralegt.“ Phil segir að Ísland hafi farið Passið ykkur á mörgæsunum Þeim finnst allt frekar afslappað og notalegt hér á Íslandi og merkilegt hvernig all- ir þekkja alla. Þeim finnst íslenska tónlistarflóran kræsileg og landið og lífið hér hefur komið skiptinemunum Phil og Alexöndru skemmtilega á óvart. Frakkland Á heimaslóðum Alexöndru, Torcy, rétt utan við París. Svalur Phil lætur sig fljóta um í sjónum í sumarfríi heima í Þýskalandi. Það fer sjaldan jafn mikið fyrir vef- síðum fyrir karla og konur. Ein karla- síða ber þó af þeim sem í boði eru, síðan Artofmanliness.com þar sem karlmenn ættu að finna svör við öll- um sínum spurningum og meira til. Það eru hjónin Brett og Kate McKay sem stofnuðu síðuna í janúar 2008 og hefur heimsóknum á hana fjölgað í hverri viku síðan. Brett seg- ir að hugmyndin að Art of Manliness hafi komið þegar hann var að lesa karlatímarit í bókabúð og fannst innihald þeirra heldur rýrt, eintómar greinar um kynlíf og magavöðva, eins og það sé það eina sem karl- mennskan snýst um. Þau ákváðu því að setja á fót þessa vefsíðu og af- hjúpa listina að vera karlmaður sem var týnd að þeirra mati. Þau líta mikið til fortíðar og finna þar dæmi um karlmennsku í verki. Á Artofmanliness.com má lesa greinar sem eiga að hjálpa karl- mönnum að verða betri eiginmenn, feður og betri karlmenn. Þarna má lesa greinar um hvernig karlmenn eiga að klæða sig og hugsa um sig, um sambönd og fjölskyldulíf, vinn- una, heilsu og íþróttir og bara líf karlmannsins almennt. Hægt er að sjá hvert er vinsælasta efnið á síð- unni og í gær var efst listi yfir 100 bækur sem karlmenn verða að lesa, svo kemur grein um hvernig á að raka sig eins og afi gerði, einnig er grein um það hvernig á að kveikja eld án eldfæra, listi yfir tíu verstu vörur sem hafa verið framleiddar fyrir karlmenn, hvernig á að ganga með hatt og grein um það hvernig karlmenn eiga að hætta að hanga með konum og fara frekar á stefnu- mót með þeim. Aðdáendur sjón- varpsþáttanna Mad Men, þar sem karlmennskan og snyrtimennskan er í hávegum höfð, eiga eftir að vera hrifnir af þess- ari vefsíðu. Vefsíðan www.artofmanliness.com Karlmennska Hvernig á að vera herramaður af gamla skólanum? List karlmennskunnar Það er stundum erfitt að bíða þeg- ar von er á góðu. Í byrjun mars- mánaðar sendir Sin Fang (hét áður fullu nafni Sin Fang Bous) frá sér sína aðra sólóplötu, mun hún bera nafnið Summer Echoes. Sú fyrri nefnist Clangour og kom út 2008. Sin Fang er Sindri Már Sigfússon í Seabear og þeir sem hafa fylgst með Seabear og fyrri sólóverk- efnum Sindra bíða nú líklega óþreyjufullir eftir því sem verður eflaust næsta meistaraverk. Fyrir óþreyjufulla er hægt er að sjá mjög flott myndband við lagið „Because of The Blood“, sem er á nýju plöt- unni, á netinu, til dæmis á Youtube. Hlakkið svo til. Endilega … … hlakkið til Summer Echoes Morgunblaðið/Eggert Sin Fang Sindri Már er að senda frá sér sína aðra sólóplötu sem Sin Fang.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.