Morgunblaðið - 25.02.2011, Page 11

Morgunblaðið - 25.02.2011, Page 11
Vinir Alexandra og Phil við matsalinn í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, þar sem þau kunna mjög vel við sig. langt fram úr vonum hans og komið skemmtilega á óvart. „Ég hélt að líf- ið á Íslandi væri ekki svona líkt því sem er úti í Evrópu. Tungumálið er vissulega mjög ólíkt og erfitt, en við lærum íslensku fyrir útlendinga í skólanum en förum auk þess tvisvar í viku í Alþjóðahúsið í íslenskutíma,“ segir Phil sem spilar á gítar og er verulega hrifinn af íslensku tónlist- arlífi. Hljómsveitin Agent Fresco er í miklu uppáhaldi hjá honum. „Ég spjallaði við söngvarann á Facebo- ok, það hefði aldrei getað gerst í Þýskalandi. Hér þekkja allir alla. Hvort sem maður fer í Kringluna, niður í bæ eða í sund, þá eru allir alltaf að heilsa öllum.“ Kynnst ótrúlega mörgum Alexöndru finnst lífið á Íslandi skemmtilegur suðupottur þar sem ægir saman norrænni menningu, evrópskri og bandarískri. „Hér eru allir svo opnir. Ég bjóst við að eign- ast kannski örfáa vini en nú er ég búin að kynnast öllu þessu brjálaða fólki hér á Íslandi. Þetta hefur verið rosalega skemmtilegur tími,“ segir hún og skellihlær. Þau hafa ekki enn ferðast mikið um landið en þó fóru þau með vinum sínum að sjá Gullfoss og Geysi eins og lög gera ráð fyrir. Alexandra hef- ur farið til Akureyrar með íslensku fjölskyldunni sinni og einnig í sum- arbústað nálægt Þingvöllum. Ís- lenska mamma hennar ætlar með hana hringveginn í sumar áður en hún yfirgefur landið í júní. Phil von- ast til að ferðast um landið í sumar en hann fór með íslensku fjölskyld- unni sinni í skíðaferðalag til Ítalíu í janúar. Hann er eina barn foreldra sinna en hann býr hér á Íslandi hjá fimm manna fjölskyldu. „Það er skemmtilegt og mjög ólíkt því sem ég á að venjast. Vissulega gefast fá tækifæri til að vera einn, en á móti kemur að það er alltaf líf og fjör.“ Hjá Alexöndru er þessu öfugt farið, hún á stóra fjölskyldu heima í Frakklandi en hér á Íslandi býr hún hjá konu sem á aðeins eina dóttur. „Ég var svolítið stressuð yfir því að það yrði erfitt fyrir mig að koma inn í líf þeirra, en þær hafa tekið mér mjög vel og sambýlið við þær hefur gengið vel. Svo búa líka tveir latir kettir á heimilinu.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2011 • Sömu eigendur. • Sama kennitala. • Sama góða verðið • Sama mikla vöruúrvalið. • Sama persónulega þjónustan. ERUM FLUTT ÚR KRINGLUNNI Á LAUGAVEG 178 OPNUNARTILBOÐ AF ÖLLUM MATAR & KAFFISTELLUM RÚMTEPPUM IITTALA VÖRUM HNÍFAPÖRUM RCR KRISTAL RÚMFÖTUM HITAFÖTUM OG ÖLLUM GLÖSUM O.FL. O.FL. L A U G A V E G I 1 7 8 Velkomin í nýja og glæsilega verslun AFSLÁTTUR Á MORGUN LAUGARDAG 26. FEB. OPIÐ kl.11-16 -20% -20% -20% FURSTYNJAN -20% TRIO Það ætlaði allt vitlaust að verða þeg- ar leikkonan Jennifer Aniston birtist með nýja klippingu á frumsýningu nýjustu myndar sinnar, Just Go With It, á þriðjudaginn í Madrid. Aniston hefur löngum haft áhrif á hártískuna, skemmst er að minnast „Rachel“-klippingarinnar frægu sem margar konur fengu sér um 1994, spurning er hvort þessi nýja klipping verði jafn vinsæl. Hárgreiðslumaður Aniston heitir Chris McMillan og sagði hann í viðtali við Allure-tímaritið að það hefði verið kominn tími á breytingu hjá Aniston. „Þessi klipping kallast „bob“ og fylgir hún kjálkalínunni niður, hárið er styttra í hnakkann og lengra að framan. Klippingin er innblásin af Vi- dal Sassoon og Julie Christie úr Shampoo. Það var kominn tími á breytingar, við höfðum mjög gaman af því að gera þetta og við höfum bæði alltaf verið hrifin af þessari línu,“ sagði McMillan um klipp- inguna. Spáð var fyrir áramót að þetta yrði vinsælasta hárlínan í ár og mátti meðal annars sjá Scarlett Joh- ansson skarta svipaðri klippingu síð- asta haust. Tíska Reuters Nýja Ekki er hægt að segja að þetta séu róttækar breytingar. Aniston með nýja klippingu Gamla Aniston var búin að vera í mörg ár með síða ljósa lokka. AFS eru alþjóðleg fræðslu- samtök sem starfa í yfir 50 löndum í öllum heimsálfum. Aðalviðfangsefni samtakanna hér á landi er nemendaskipti unglinga á aldrinum 15-18 ára. Uppruna samtakanna má rekja til bandarískra sjálfboðaliða sem óku sjúkrabílum á vígvöll- um Frakklands í fyrri heims- styrjöldinni. Sjálfboðaliðarnir stofnuðu í kjölfarið samtökin AFS eða American Field Ser- vice. Þeir töldu að aukin kynni og skilningur milli þjóða gætu dregið úr líkum á því að hörm- ungar stríðsins endurtækju sig og að nemendaskipti væru leið til að ná þessu markmiði. Ísland sendir árlega milli 100 og 120 skiptinema til dvalar á erlendri grund og tekur á móti 35-40 er- lendum nemum ár hvert. Hvað er AFS? FRÆÐSLA OG SAMSKIPTI Stefnumótaheimurinn er ekki flókinn heimureins og margir vilja halda fram og dæsa umleið. Að finna sér maka getur jú verið svolítilfyrirhöfn, hann kemur ekki í heimsendingu, en það má ekki líta á það verkefni eins og fjallið sem eng- inn kemst yfir nema fuglinn fljúgandi. Það má einfalda sér málið með því að líta á makaleit eins og leit að réttu flíkinni. Vissulega getur stundum verið erfitt að finna rétta kjólinn, allt hefst það yfirleitt að lokum með smá þolinmæði en það kemur fyrir að maður endar ekki með alveg eins kjóll og haft var í huga að kaupa í upphafi. Ég veit ekki hvort það má segja að konur fari í svip- aðan ham á búðarápi og barrápi en það má alveg ímynda sér það. Þegar gengið er inn í fatabúð blasa við ótalmargar flíkur sem hægt er að velja úr, stór hluti þeirra er strax útilokaður með einu augnatilliti en svo kemur að hinum sem koma til greina, það þarf að taka þær af slánni, skoða og þreifa og velta aðeins fyrir sér hvort eigi að máta. Svo er farið með nokkrar flíkur sem koma til greina inn í mátunarklefann – það eru aldrei of margar flíkur mátaðar þegar maður er fullorðinn og fjárhagslega sjálfstæður. Sumar þeirra passa alls ekki við fyrstu mátun og það var kannski grunur um að þær myndu ekki passa þó að ákveðið væri að máta þær, það er nefnilega ekki vitað hvað passar fyrr en það er mátað. Aðrar flíkur passa vel en það er samt eitthvað sem virkar ekki, þær passa ekki manngerðinni, eru með galla sem ekki er hægt að horfa framhjá eða eru bara á einhvern hátt ekki réttar. Svo er komið að flíkunum sem passa mjög vel, eru flottar og verða líklega keyptar og notaðar í einhvern tíma, en eitthvað vantar samt upp á að þær verði ómissandi. Að lokum eru það fötin sem eru eins og sniðin á mann og verða mikið notuð, þau verða alltaf í uppáhaldi og fara aldrei í endurvinnsluna. Makaleitin er ekki ósvipuð, það verður að máta þá sem koma til greina, vissulega getur einhver litið fullkomlega út þar sem hann stendur íbygginn við barborðið en þegar hann er dreginn frá borðinu og aðeins kannaður kemur kannski í ljós að hann er algjörlega ónothæfur og verður ekki dreginn inn í „mátunarklefann“. Síðan eru aðrir sem þarf að máta, máta aðeins aftur og velta fyrir sér hvort þeir passa, aðrir passa strax alveg ágætlega og fylgja manni kannski einhvern hluta úr lífsleiðinni en fá aldrei sér- hillu í fataskápnum. Þá kemur að þeim sem allir eru að leita að, þeim sem smellpassar. Við fyrsta tillit er vitað að þessi „flík“ hentar og maður bara verður að eignast hana, það þarf ekkert að breyta eða bæta, hún er eins og sniðin á mann og maður skilur hana aldrei við sig. Yfirvegun er lykilorðið í allri mátun, það verður að íhuga öll kaup vel. Það verður líka að sætta sig við að ef flík pass- ar ekki þá passar hún ekki, sama hversu mikil löngunin er í hana. Makaleit þarf ekkert að vera flóknari en mátun ef maður vill einfalda sér lífið, það getur tekið tíma að finna réttu flíkina eins og þann rétta en það má aldrei gefast upp og sitja heima, það verður að halda búðarápinu áfram og einn daginn verður rétta flíkin á vegi þínum. »Við fyrsta tillit er vitað að þessi „flík“hentar og maður bara verður að eign- ast hana, það þarf ekkert að þrengja eða stytta, hún er eins og sniðin á mann og maður skilur hana aldrei við sig. HeimurIngveldar Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.