Morgunblaðið - 25.02.2011, Síða 15

Morgunblaðið - 25.02.2011, Síða 15
Muammar Gaddafi kenndi Osama bin Laden og hryðjuverka- samtökunum al-Qaeda um uppreisnina í Líbíu þegar hann flutti sjónvarpsávarp í gær. Fyrr í vikunni sýndi líbíska ríkissjónvarpið 75 mínútna ræðu sem Gaddafi flutti fyrir utan heimili sitt í Trípolí. Í gær lét hann hins vegar nægja að hringja í sjónvarpið og talaði að- eins í 20 mínútur. Ekki var ljóst hvar hann var staddur og vakti það spurningar um hvort hann hefði flúið frá höfuðborginni. Gaddafi sakaði íbúa bæjarins Zawiyah, um 50 km vestan við Trípolí, um að vera á bandi Osama bin Ladens og al-Qaeda. „Þið í Zawiyah hafið snúist á sveif með bin Laden,“ sagði hann. „Þeir gefa ykkur eiturlyf. Þeir hafa heilaþvegið börnin á svæðinu og sagt þeim að haga sér illa. Þetta eru þau sem eru undir áhrifum og á valdi bin Lad- ens, undir áhrifum eiturlyfja.“ Líbískt dagblað sagði að tíu manns hefðu beðið bana í Zawiyah þegar sveitir Gaddafis hefðu ráðist á bæinn í gær. Tugir manna hefðu særst en ekki hefði verið hægt að koma þeim á sjúkrahús vegna skotárása. Ríkisfjölmiðlar Líbíu sögðu að „hryðjuverkamenn“ hefðu ráðist á lögreglustöð í bænum og myrt þrjá lögreglumenn. Kennir al- Qaeda um GADDAFI FLYTUR RÆÐU Gaddafi FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2011 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Andstæðingar Muammars Gaddafis sóttu í sig veðrið í vesturhluta Líbíu í gær eftir að hafa náð öllum eystri helmingi landsins á sitt vald. Hermt var að uppreisnarmenn hefðu m.a. náð yfirráðum yfir þriðju stærstu borg landsins, Misurata, og bæjum vestan við höfuðborgina Trípolí. Breska blaðið The Guardian sagði að aðeins hlutar Trípolí og ef til vill nokkur svæði í miðhluta landsins væru enn á valdi einræðisstjórnar Gaddafis. Öll olíuvinnslusvæði í sunn- anverðu landinu eru á valdi andstæð- inga hans og þeir sögðust hafa stöðv- að olíuútflutning þaðan til Evrópu. Öryggissveitir Gaddafis hófu þó gagnsókn í gær. Fréttastofan Reut- ers sagði að öryggissveitir undir stjórn eins af sjö sonum Gaddafis, Khamis, hefðu ráðist á mótmælendur nálægt flugvelli Misurata-borgar sem er um 200 km austan við Trípolí. Göt- ur höfuðborgarinnar voru nær mann- lausar en fregnir hermdu að hleypt hefði verið af byssum í austurhluta hennar. Financial Times sagði að andstæð- ingar Gaddafis hefðu náð yfirráðum yfir öllum helstu byggðum við Mið- jarðarhafsströnd Líbíu frá Misurata og alveg að landamærunum að Egyptalandi í austri, að undanskild- um bænum Sirte, fæðingarbæ Gadd- afis. Sirte er mitt á milli Misurata og Benghazi. Reynt að koma á lögum og reglu Fréttamaður The Guardian í Beng- hazi sagði að borgin væri nú undir stjórn bráðabirgðaráðs dómara, lög- fræðinga og fleiri borgarbúa sem hefðu fengið það verkefni að koma borginni í eðlilegt horf. Ungt fólk á vegum ráðsins er á götunum til að stjórna umferðinni og halda uppi lög- um og reglu. „Fólkið áttar sig núna á mætti sín- um,“ hafði The Guardian eftir lækn- inum Heitham Gheriani, einum þeirra sem skipulögðu uppreisnina í Beng- hazi. „Þau hófu mótmælin friðsam- lega og unga fólkið gekk síðan til liðs við þau. Og þegar Gaddafi hóf mann- drápin reis fólkið upp. En satt að segja bjuggumst við ekki við því að þetta myndi gerast svona hratt.“ Um 200 íbúar Al-Bayda í austur- hlutanum, þeirra á meðal ættbálka- höfðingjar og prófessorar, komu sam- an í fyrradag til að skipuleggja endurreisn borgarinnar. Á fundinum voru m.a. stofnaðar nefndir sem eiga að skipuleggja löggæslu, matvæla- dreifingu, opnun skóla og söfnun vopna sem rænt var í mótmælunum. The Wall Street Journal hafði eftir einum fundarmannanna, Masoud Ab- dullah prófessor, að þeir hefðu m.a. rætt hvað gera ætti við hundruð her- manna sem voru handteknir í upp- reisninni. „Unga fólkið vildi að þeir yrðu drepnir en við sögðum að það kæmi ekki til greina,“ sagði hann. Ungt fólk gerði hróp að öldungunum á fundinum fyrir utan fundarstaðinn. „Þau kölluðu okkur hræsnara og svik- ara,“ sagði Abdullah. „Einn ungling- anna hrópaði til mín: þeir drápu tvo bræður mína. Hvernig getið þið fyr- irgefið þeim?“ Uppreisnarmenn króa Gaddafi af Reuters Fögnuður Andstæðingar Muammars Gaddafis og fyrrverandi hermenn fagna í herstöð í líbísku borginni Benghazi.  Andstæðingar einræðisherrans hafa náð flestum borgum og bæjum í Líbíu á sitt vald  Aðeins höfuðborgin og nokkur önnur svæði á valdi Gaddafis  Uppreisnarmenn hóta að stöðva olíuútflutning 200 km Heimildir: Reuters, fréttir fjölmiðla L Í B Í A Tripolí Ras Lanuf Misurata Darnah Al-Bayda Ajdabiya TÚNIS GRIKKLAND Miðjarðarhaf Benghazi Mótmælin í Líbíu hófust hér MISURATA Þriðja stærsta borg Líbíu er nú á valdi andstæðinga Muammars Gaddafis Mótmælin í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum eru talin hafa breytt valdajafnvæginu í þessum heimshluta, styrkt stöðu klerkastjórnarinnar í Ír- an og veikt helstu keppinauta hennar, stjórnvöld í Sádi- Arabíu. The New York Times hefur eftir sérfræðingum í mál- efnum Mið-Austurlanda að Ír- anar hafi þegar haft hag af mótmælabylgjunni sem hefur orðið til þess að tveir einræð- isherrar hafa sagt af sér, auk þess sem hún hefur grafið undan alræðisvaldi annarra ráðamanna úr röðum súnníta og helstu andstæðinga klerka- stjórnarinnar. Sádi-Arabía dregur nafn sitt af konungsættinni Al-Sád sem er einráð í landinu. Flest- ir Sádi-Arabar eru súnní- múslímar og konungs- fjölskyldan aðhyllist kenn- ingar vahabíta, sem eru mjög strangtrúaðir, túlka Kóraninn bókstaflega og álíta sjía- múslima trúvillinga. Súnnítar eru 80-85% músl- íma í heiminum en sjítar eru í meirihluta eða mjög stór hluti íbúa í Íran, Aserbaídsjan, Írak, Jemen, Líbanon og Bar- ein. Í Katar, Kúveit og Sam- einuðu arabísku furstadæm- unum eru einnig fjölmennir minnihlutahópar sjíta. Ráðamennirnir í Sádi- Arabíu og Barein saka mót- mælendur úr röðum sjíta um að vera á bandi klerka- stjórnarinnar í Íran. Sjítarnir neita þessu og segja að mark- miðið með ásökuninni sé að réttlæta einræði og andstöðu við lýðræðisumbætur. The New York Times hefur eftir sérfræðingum að ráða- mennirnir í Sádi-Arabíu hafi miklar áhyggjur af því að klerkastjórnin í Íran notfæri sér mótmælin til að auka áhrif sín. „Íran er helsti sigur- vegarinn hérna,“ sagði einn þeirra. Sérfræðingarnar sögðu þó að staða klerkastjórnarinnar kynni að veikjast að nýju ef hún gengi of langt í afskiptum af málefnum grannríkjanna. Því færi fjarri að öruggt væri að hreyfingar vinveittar Írön- um kæmust til valda í Egypta- landi, Túnis eða öðrum lönd- um í þessum heimshluta. Mótmælin talin hafa styrkt stöðu Írana  Áhrif ráðamanna í Sádi-Arabíu hafa dvínað Reuters Súnnítar Hamad bin Isa, konungur Bareins, og Sultan bin Ab- dul Aziz, krónprins Sádi-Arabíu, á flugvellinum í Riyadh. Dómari undirréttar í Bret- landi kvað upp þann dóm í gær að framselja bæri Julian Assange, stofnanda Wiki- Leaks, til Svíþjóðar. Lög- fræðingar Assange sögðust ætla að áfrýja dómnum og bú- ist er við að málaferlin standi í nokkra mánuði. Tvær konur í Svíþjóð hafa sakað Assange um nauðgun og önnur kynferðisbrot. Ass- ange hefur ekki verið ákærð- ur en sænskir saksóknarar óskuðu eftir framsali hans til að geta yfirheyrt hann. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að leyfilegt væri að framselja menn á grund- velli slíkra ásakana og sagði að Svíar hefðu staðið rétt að gerð framsalsbeiðninnar. Ekki mannréttindabrot Dómarinn sagði að sænsk- ur lögfræðingur Assange hefði „reynt af ásettu ráði að villa um fyrir réttinum“ þegar hann kvaðst ekki hafa getað náð sambandi við Assange til að koma því í kring að sak- sóknararnir gætu yfirheyrt hann. Verjendur Assange sögðu einnig að hann myndi ekki fá réttláta dómsmeðferð vegna þess að réttað væri fyrir lukt- um dyrum í slíkum málum í Svíþjóð. Lögfræðingur sænskra yfirvalda sagði að vitnaleiðslur myndu fara fram fyrir luktum dyrum en ekki röksemdafærslur verjenda og sækjenda. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að þetta þýddi ekki að Assange fengi óréttláta málsmeðferð eða að brotið væri á mannréttindum. Fredrik Reinfeldt, for- sætisráðherra Svíþjóðar, hafði sakað Assange um að virða ekki réttindi kvenna og verjendurnir töldu að með ummælunum hefði Reinfeldt gert Assange að „óvini ríkis- ins númer eitt“ í Svíþjóð. Dómarinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að „mjög ólíklegt“ væri að ummæli for- sætisráðherrans hefðu áhrif á málsmeðferðina. Assange neitar sök og segir að ákærurnar séu af pólitísk- um rótum runnar vegna bandarískra leyniskjala sem WikiLeaks hefur birt. Reuters Framseldur? Julian Assange kemur fyrir rétt í London. Assange áfrýjar fram- salsdómi í Bretlandi  Talið að mála- ferlin standi í nokkra mánuði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.