Morgunblaðið - 25.02.2011, Side 23

Morgunblaðið - 25.02.2011, Side 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2011 ✝ Júlía SæunnHannesdóttir fæddist í Reykja- vík 26. ágúst 1929. Hún lést á Hrafnistu Hafn- arfirði 18. febrúar 2011. Hún var dóttir hjónanna Hannesar Júl- íussonar og Mar- grétar Ein- arsdóttur. Alsystkini hennar eru: Svavar, Sigurður Einar, Júlíus Svavar, Ellert Nóvember, Ásta Sigrún, Eiríksson, f. 20.1. 1951. Þeirra börn eru: Davíð Rúrik, maki Þóra Björg Gylfadóttir. Helga, maki Hjörtur Sindri Harð- arson. Eiríkur, maki Berglind Gunnarsdóttir. Haraldur Óli, sambýliskona Jakobína Sig- urgeirsdóttir. 2) Hörður, f. 2.6. 1951, d. 9.11. 1952. 3) Sigurður Einar, f. 4.7. 1954, d. 30.8. 1954. 4) Ólöf Stefanía, f. 20.5. 1957, eiginmaður hennar er Martin Guðmundsson, f. 9.1. 1957. Þeirra börn eru: Davíð Rúrik, sambýliskona Brynja Stefánsdóttir. Guðmundur Stef- án, sambýliskona Sandra Dögg Ólafsdóttir. Barnabarnabörnin eru tíu. Júlía Sæunn verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju í dag, 25. febrúar 2011, og hefst athöfnin kl. 11. Guðrún Svandís, Hafsteinn, Ragn- heiður. Systir sam- feðra: Dagný Björk. Júlía giftist 13. júlí 1955 Davíð Rú- rik Höjgaard, f. 30.8. 1924. Hann er sonur hjónanna Einars Ásmundar Jónssonar Höjga- ard og Ólafar Stef- aníu Davíðsdóttur. Börn Júlíu og Davíðs eru: 1) Margrét Svandís, f. 8.6. 1950, eiginmaður hennar er Ólafur Ef sérð þú gamla konu, þá minnstu móður þinnar, sem mildast átti hjartað og þyngstu störfin vann og fórnaði þér kröftum og fegurð æsku sinnar og fræddi þig um lífið og gerði úr þér mann. (Davíð Stefánsson.) Elsku mamma. Þessi vísubrot eiga stað í hjarta mínu á þessari kveðjustund. Ljóð voru þér mjög hugleikin og tjá svo margt sem erfitt er að koma orðum að. Mamma sem skildi allt án orða, gaf okkur mikla ást, hlýju og kærleik sem ég og fjöl- skylda mín fengum notið. Því aðeins færð þú heiðrað og metið þína móður, að minning hennar verði þér alltaf hrein og skír, og veki hjá þér löngun til að vera öðrum góður og vaxa inn í himin – þar sem kærleikurinn býr. (Davíð Stefánsson.) Þín verður sárt saknað. Ólöf. Elsku mamma mín. Það verður erfitt að geta ekki knúsað þig lengur og fundið hlýjuna þína. Þú vildir öllum svo vel. Það sýnir best að litla fjölskylda Lúllu og Davíðs var orðin ansi stór. Hann- es afi bjó alltaf hjá okkur, Gugga vinkona þín um tíma og Benni frændi, Haddi bróðir þinn, Aðal- björg frænka á veturna þegar hún kom suður í framhaldsskóla og ekki síst Davíð sonur minn sem átti þarna sitt annað heimili. Elsku mamma, þú varst yndisleg. Það var alltaf pláss fyrir alla í þínu hjarta. Þegar þú bjóst á Suðurlands- brautinni bjuggu systur þínar Ásta og Ragna í næstu húsum við þig með fullt af börnum sem þér þótti svo vænt um. Enda höfðu þau samband við þig til síðustu stundar. Þitt helsta áhugamál var ljóð og söngur enda kunnir þú alla texta. Maður þurfti ekki að leita í bókum til að finna þá, heldur fór maður til þín. Það voru frábærar stundir þegar þið systur og vin- konur tókuð lagið saman og pabbi spilaði stundum undir á harmon- ikkuna sína „Hvítir mávar“ eða „Til eru fræ“. Þetta voru yndis- legar stundir. Það voru forrétt- indi að eiga svona yndislega móð- ur eins og þig. Nú hvílir þú með litlu drengjunum þínum. Ég veit þú hugsar vel um þá eins og þú hugsaðir vel um okkur öll. Elsku mamma mín, ég á eftir að sakna þín mikið. Þín dóttir, Margrét. Elsku Lúlla mín. Nú er ég sestur niður og ætla að reyna að koma einhverju á blað. Þegar ég kom inn í þína fjöl- skyldu fyrir 44 árum tókst þú mér eins og ég væri sonur þinn, það vil ég þakka þér og fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mína, og allar hamingjustundirnar sem við átt- um saman, ferðalög til Spánar og Bakkafjarðar, alltaf varstu kát og hress. Og þegar maður var yngri var heimili þitt opið fyrir öllum vinum okkar Margrétar, Pétri heitnum Kristjáns, Gunna, Adda, Kristni og mörgum fleiri þótti gott að koma og fá vínarbrauð og snúða sem þú bakaðir af mikilli snilld. Einnig vil ég þakka þér fyrir aðstoðina við elsta soninn, Davíð, sem átti sitt annað heimili hjá ömmu og afa. En eitt tókst mér aldrei, en það var að fá þig með í eina ferð í siglingu með mér þótt ég reyndi oft. Hvíl þú nú í friði, elsku Lúlla mín. Þinn tengdasonur, Ólafur (Óli). Elsku langamma okkar. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Við þökkum fyrir allar þær stundir sem við fengum að deila með þér, þú varst alltaf svo góð við okkur öll. Alltaf þegar við komum í heimsókn varstu með eitthvað handa okkur og passaðir að allir fengju nóg, t.d vínarbrauð og snúða. Þegar þið áttuð heima í Hæðargarðinum hérna í næstu götu við okkur komum við svo oft í heimsókn til þín. Við munum aldrei gleyma þér, elsku amma mín, en nú er komið að kveðju- stund og þín á eftir að verða sárt saknað. Þín langömmubörn, Júlía Margrét, Ólafur Þór og Gylfi. Í dag kveð ég kæra vinkonu sem ég hef átt samleið með í næstum sjötíu ár. Júlía var árinu eldri en ég, en kom oft í heimsókn í hverfið sem ég bjó í og þar myndaðist vinátta sem aldrei bar skugga á. Júlía var aðeins tólf ára þegar hún missti móður sína og fór í fóstur til systur sinnar, Ástu. Móðurmissinn tók Júlía af sama æðruleysi og öllu öðru sem fyrir kom í lífinu. Júlía var afar söngelsk og hún kunni allar vísur og ljóð. Sumarið 1946 ákváðum við að fara í síld- arævintýri á Siglufirði og það varð ógleymanlegt sumar. Hauk- ur Morthens söng á síldarböllun- um og Júlía tók undir með honum í einu af eftirlætislögum sínum „Til eru fræ“. Þetta eina sumar í síldinni á Siglufirði nægði Júlíu alveg. Það var mér til happs að Júlía giftist á undan mér því hún og eiginmaður hennar, Davíð Höjga- ard, voru svo elskuleg að leigja mér eitt herbergi í íbúðinni sinni. Það voru því skemmtilegir morgnarnir yfir kaffibolla og samtali áður en haldið var til vinnu. Júlía starfaði í áratugi fyr- ir Slysavarnafélag Íslands, þar sem hún bæði annaðist þrif og veisluhöld. Þeim Davíð varð tveggja dætra auðið, þeirra Mar- grétar og Ólafar. Ég fylgdist með þeim stelpum alla tíð, en vináttan óx og dafnaði enn meira eftir að þær urðu fullorðnar. Það lýsti vel þeim hjónum Júl- íu og Davíð að þegar ég missti manninn minn árið 1998 tóku þau ekki annað í mál en að ég kæmi með þeim til Benidorm í einn mánuð til að dreifa huganum. Það voru góðar stundir sem við áttum saman þar. Fyrir tveimur árum keyptu þau hjónin sér fallegt raðhús við Boðahlein í Hafnarfirði, en Júlíu auðnaðist ekki að búa þar nema í eitt ár. Þá veiktist hún og dvaldi á DAS í Hafnarfirði síðasta árið sem hún lifði. Ég á eftir að sakna söngsins okkar og glaðværðarinnar í kringum Júlíu. Hún var skemmti- leg og kát, en umfram allt góð manneskja. Ég og börnin mín kveðjum Júl- íu með þakklæti fyrir langa og trygga vináttu og kveðjum hana með ljóði sem lýsir vel vináttu okkar: Mér kenndi móðir mitt að geyma hjarta trútt, þó heimur brygðist; þaðan er mér kominn kraftur vináttu, ástin ótrauða, sem mér aldrei deyr. (Benedikt Gröndal.) Guðbjörg Jónsdóttir. Mig langar að minnast mömmu vinkonu minnar Möggu Davíðs, eins og ég hef alltaf kallað hana. Ég kynntist henni í Sælgætis- gerðinni Víkingi 1966, pabbi hennar kom henni þangað í gegn- um vin sinn Frímann sem vann þar. Ég komst í gegnum Eirík af því að hann var maðurinn hennar Rakelar frænku. Svona var þetta allt, allt í gegnum alla. Júlía Sæ- unn eða Lúlla eins og hún var allt- af kölluð, var lagleg kona og skemmtileg, ég kom stundum í heimsókn til hennar og Davíðs, alltaf heitt á könnunni, þau bæði alltaf svo glaðleg og hress. Það var alltaf svo gott að koma til þeirra. Svo hittumst við alltaf reglulega í afmælum og veislum hjá Möggu Davíðs vinkonu og Óla manninum hennar. Það var oft gaman hjá okkur. Ég vil bara þakka þér Lúlla mín fyrir allt gott í gegnum öll árin sem ég hef feng- ið að njóta með þér. Hafðu þökk fyrir allt, elsku Lúlla mín, Guð geymi þig. Elsku Davíð, kæra vinkona Magga Davíðs, Óli og fjölskyldur. Ég og mín fjölskylda sendum ykkur innilegustu samúðarkveðj- ur. Ingibjörg Bjarnadóttir. Júlía Sæunn Hannesdóttir móti okkur þegar við komum til ykkar ömmu í Tungu og ekki vantaði gestrisnina. Þú varst svo sannarlega höfðingi heim að sækja. Okkur þótti svo gaman að sitja heima langt fram eftir á kvöldin að spjalla við þig um heima og geima og hlusta á þig segja sögur frá því í gamla daga því þú hafðir frá svo mörgu að segja, sagðir svo skemmtilega frá, varst svo klár, hafðir góðan húmor og skemmtir okkur stundum með því að stíga létt dansspor. Það þótti okkur allt- af jafnfyndið. Þegar þú komst í heimsókn þá komstu sjaldnast tómhentur. Þú lagðir alla þína alúð við að finna hluti sem við vorum að safna og grúskaðir í öllu mögulegu. Þannig urðu okkar áhugamál að þínum. Þér var líka svo annt um að okkur gengi vel í skólanum, þú hvattir okkur áfram og kenndir margt. Við munum aldrei gleyma skemmtilegu ferðalögunum sem við fórum í saman. Veiðiferðunum austur, þegar við fórum á Snæ- fellsnesið og þú sýndir okkur Rauðkollsstaði þar sem þú áttir sumardvöl í æsku og ekki má gleyma öllum stundunum sem við áttum saman í Sléttuhlíð svo eitt- hvað sé nefnt. Það var líka alltaf svo einstak- lega gott að koma til ykkar ömmu í Tungu því þar ríkti svo mikil ró og þið dekruðuð við okkur. Það var fátt betra en að sofna í ömmu og afa bóli þegar við fengum að gista og að vakna á morgnana, sjá þig sitja í röndóttu náttfötunum inni í skála að lesa Moggann, heyra suðið í rafmagnsrakvélinni og amma að leysa krossgátur eða með handavinnu. Þú gafst svo mikið af þér og umhyggja þín og ást til okkar var einlæg og óeig- ingjörn. Þessar fallegu minningar munu lifa innra með okkur alla tíð. Þú varst alltaf svo stoltur af okkur barnabörnunum. Við erum líka stolt af þér, afi, svo stolt og þakklát fyrir að hafa átt þig að, svona vandaðan mann og vel af Guði gerðan. Þú varst okkur ein- stakur vinur. Megi Guð varðveita þig, elsku afi, þangað til við sjáumst næst. Þín barnabörn, Kristján Flygenring, Stefanía Áslaug og Gunnar Bjarni. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Við systkinin viljum minnast elskulegs bróður okkar, sem í dag verður kvaddur frá kirkju feðra okkar hér í Hafnarfirði. Hann bróðir okkar lagði fram þekkingu sína við hönnun endur- bóta kirkjunnar stuttu áður en hann kvaddi þennan heim á björt- um og sólríkum degi. Minningar okkar frá uppvaxtarárum í heima- húsum eru dýrmætar þar sem hann var alltaf sá ljúfi góði bróðir sem aldrei brást. Hann fór ungur út í heim að nema verkfræði, sem hann síðan starfaði við og naut þar vinsælda og virðingar í störfum alla tíð. Við vottum fjölskyldu hans, sem var honum alltaf svo mikils virði, einlæga samúð á kveðjustund. Fyrir hönd okkar systkina, Ólafur bróðir. Vinur minn Kristján Flygenr- ing er fallinn frá. Leiðir okkar Kristjáns lágu saman í Verslunarskólanum á Grundarstíg 1943. Vinátta tókst okkar á milli og hefur varað alla tíð síðan þó á stundum hafi orðið fulllangt milli funda. En því hefur ráðið m.a. vinna á ólíkum stöðum. Það breytti þó engu um vináttuna. Við Kristján ákváðum með ráð- um kennara okkar, Guðmundar Arnlaugssonar, Sigurkarls Stef- ánssonar og Unnsteins Stefáns- sonar að komast inn í verkfræði- deild HÍ, til þess urðum við að taka próf út úr stærðfræðideild Menntaskólans, og það urðum við að gera á hálfu síðasta skólaári fyrir stúdentspróf í Versló. Við unnum mikið saman í þessu og náðum í gegn og svo áfram gegn- um verkfræðideildina og til Kaup- mannahafnar í DTH þar skildi leiðir, þar sem við völdum álíkar greinar. En leiðir lágu aftur saman eftir heimkomu frá námi, í gegnum verkefni og félagsmálastörf, vor- um til dæmis báðir endurskoðend- ur reikninga hjá Lífeyrissjóði verkfræðinga þegar hann var að slíta barnsskónum. Kristján var alltaf jafn heill í öllu sem hann tók fyrir, ansi fastur fyrir á köflum, og alltaf sami trausti maðurinn og góði félagi. Á kveðjustund lít ég því til baka yfir góðar og skemmtilegar minn- ingar um traustan félaga, og þakka fyrir að hafa fengið að kynnast honum og njóta hans vin- áttu. Við hjónin vottum Margréti og fjölskyldunni innilega samúð á þessari kveðjustund góðs drengs Egill Skúli Ingibergsson. Í dag kveðjum við læriföður og félaga í hartnær þrjá áratugi. Kynni okkar hófust þegar við félagar hófum störf hjá Verk- fræðistofu Guðmundar og Krist- jáns hf. á níunda áratug síðustu aldar. Kristján var einn af frum- kvöðlum í hönnun loftræsti- og lagnakerfa og leiðandi í óháðri ráðgjöf slíkra kerfa upp úr miðri síðustu öld. Við gátum því varla fengið betri læriföður þegar við hófum störf hjá VGK. Verkefnin sem Kristján vann að á þessum fyrstu árum okkar voru mjög spennandi, s.s. Útvarpshúsið, Seðlabankinn, Þjóðarbókhlaðan, stækkun Hótel Sögu, stækkun Háskólabíós, Hóladómkirkja, Við- eyjarstofa og fleiri slíkar bygging- ar. Það voru því spennandi verk- efni sem við fengum að fást við undir handleiðslu Kristjáns, enda höfðu honum verið falin þessi verkefni vegna þess orðspors sem hann hafði getið sér. Ekki vorum við alltaf sammála um lausnir, þar tókust á nýjungagirni nýútskrif- aðra annars vegar og hins vegar þekking og reynsla. Alltaf voru þessi mál þó leyst í rólegheitum og á þann hátt að báðir aðilar töldu að þeir hefðu náð sínu fram. Kristján var af þeirri kynslóð þar sem hönnuðir handteiknuðu allar teikningar og skrifuðu texta með tækniskrift. Teikningar sem Kristján teiknaði eru margar hverjar hreinustu listaverk. Okk- ur fannst þetta ótrúlega gamal- dags enda voru þá komin fram skriftar- og tækjaskapalón sem okkur þótti vera nútíminn. Þegar maður rekst á þessar handteikn- uðu teikningar í dag kann maður að meta þessi listaverk. Þegar við hugsum til baka þá leitar hugur- inn upp á 4ju hæðina á Laufásveg- inum þar sem Kristján undi sér best við gamla teikniborðið sitt og leysti hvert verkefnið á fætur öðru. Það var umtalað að ef ein- hvers staðar væri ljós í glugga í húsinu þá væri það hjá Kristjáni. Hann vann mikið og nokkrar vinnunætur vorum við með hon- um að klára gögn sem lofað hafði verið á ákveðnum tíma. Væri verkið á eftir áætlum var það ekki valkostur að skila of seint, þá var bara að bretta upp ermar og taka síðustu daga og nætur í beit og klára verkið. Þetta eru í minning- unni skemmtilegar stundir því gleðin var sönn þegar við náðum að klára að hefta saman gögnin rétt fyrir afhendingu og þá var oft hlaupið út í bakarí og keypt eitt- hvað gott til að halda upp á árang- urinn. Nú hafa tölvurnar tekið yfir við hönnunarvinnu og allar teikn- ingar eru án persónuleika, en gamla teikniborðið er þó enn í básnum hans Kristjáns í lagna- deildinni og vonum við að það fái fastan sess í deildinni til að minna okkur á frumkvöðlana í faginu. Um leið og við þökkum Krist- jáni samfylgdina, sendum við inni- legar samúðarkveðjur til fjöl- skyldu hans. Eggert Aðalsteinsson og Sigurgeir Þórarinsson. Einu sinni fyrir langalöngu var ég 22 ára gamall reynslulaus og blankur verkfræðinemi við Há- skóla Íslands. Leitaði ég þá til lít- illar verkfræðistofu. Hún hét þá Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns, stofnuð af tveimur heið- ursmönnum, þeim Guðmundi Björnssyni, sem er löngu látinn, og Kristjáni Á. Flygenring, sem í dag verður jarðsettur. Þeir tóku mér vel þótt reynslulaus væri og buðu mér vinnu. Ég vann mest með Kristjáni og reyndist hann mér afskaplega vel. Afgreiddi vit- leysurnar í mér ljúfmannlega með bros á vör. Margt kemur upp í hugann þegar hugsað er til baka. Oft var vinnudagurinn langur og erfitt að halda tímafresti í að skila gögnum á réttum tíma fyrir útboð. Þá þurfti oft að vinna allan daginn og kvöldið og nóttina fram undir hádegi næsta dags í einum rykk. En yfirleitt tókst að skila á réttum tíma. Eftir svona lotur fórum við starfsmennirnir stundum í morg- unmat eða hádegismat, órakaðir, sveittir og sjúskaðir. Létum við stundum eins og fífl, hlógum og flissuðum enda spennufallið mikið eftir svona tarnir. Það var alltaf stutt í brosið og kímnina hjá Kristjáni. Kristján var mikill sæl- keri og bauð mér stundum með sér á Hressó, en þar voru þá seld- ar risa rjómatertur, mörg lög af kremi og rjóma. Kristján vissi ekkert betra en kakó og þykka rjómatertusneið. Oftast gat ég ekki klárað mína sneið, klígjaði við öllum rjómanum og yfirleitt end- aði hálf sneiðin mín hjá Kristjáni. En Kristján var ekki bara sælkeri, hann var fyrst og fremst fagur- keri, sem féll auðveldlega fyrir listmunum af öllu tagi, safnaði málverkum, postulínsmunum og öðrum listmunum. Ég man líka eftir dögum þegar mikið var að gera og Kristján kom til mín svona rétt fyrir kl. 5 og sagði: „Eigum við ekki að skjótast í fimm bíó?“ Ég var alveg til í það, oftast var valin hressileg hasarmynd og komum við endurnærðir til baka og tókumst tvíefldir á við verkefn- in fram eftir kvöldi. Það var ekki fyrr en síðar, sem ég áttaði mig á því hve snjöll aðferð þetta var til að rjúfa stressaðan vinnudag, taka sér hlé og gera eitthvað allt annað við heilann, en að hugsa um verkefni vinnunnar og snúa svo til baka með hlaðin batterí. Við unn- um saman í um 12 ár, síðan fór ég annað, en stundum er sagt að lífið fari í hring, enda byrjaði ég aftur að vinna hjá Verkfræðistofu Guð- mundar og Kristjáns árið 1999 og þar tókust kynni á ný með okkur Kristjáni eins og að ég hefði bara skroppið aðeins frá. Ég ætla ekki að telja upp öll þau verk og mann- virki sem Kristján kom að sem hönnuður, en hann setti mark sitt á lagna- og loftræstikerfi í ótal byggingum. Kristján gat verið nokkuð íhaldssamur gagnvart tækninýjungum. Hann vildi að nýjar vörur sönnuðu sig áður en hann færi að fyrirskrifa þær í sinni hönnun og stundum reyndist þessi íhaldssemi koma sér vel. Kristján var einn af þessum sam- ferðamönnum, sem maður kynn- ist snemma á lífsleiðinni og þykir vænt um alla ævi eftir það. Ég sendi eiginkonu og börnum mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Matthías H. Matthíasson.  Fleiri minningargreinar um Kristján Ágúst Flygenr- ing bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.