Morgunblaðið - 25.02.2011, Page 30

Morgunblaðið - 25.02.2011, Page 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2011 Árni Matthíasson arnim@mbl.is Hljómsveitin goðsagnakennda Ham heldur tónleika í kvöld, sem er kannski ekki í frásögur færandi, þeir Ham liðar hafa spilað öðru hvoru undanfarin ár. Þegar grannt er skoðað býr þó meira undir; þetta eru fyrstu eiginlegu Ham-tónleikarnir, tónleikar sem sveitin heldur sjálf, frá sumrinu 2006, og að auki tón- leikar þar sem uppistaða dagskrár- innar verða nýir ópusar, ný lög sem stendur til að hljóðrita í byrjun næsta mánaðar til útgáfu í haust. Fyrsta blómaskeið Ham var í lok níunda áratugarins og í upphafi þess tíunda. Hljómsveitin hélt kveðju- tónleika sumarið 1994, en sneri svo aftur til að hita upp fyrir þýsku rokksveitina Rammstein í Laug- ardalshöll sumarið 2001. Eins og þeir Flosi Þorgeirsson og Sigurjón Kjartansson rekja söguna kviknaði með þeim áhugi á að vinna meira saman. Síðustu ár hafa þeir félagar svo leikið á tvennum til þrennum tónleikum á ári og á æfingum fyrir þá tónleika hafa jafnan komið fram hugmyndir sem margar hafa endað sem lög. Goðsagnakennd rokksveit Eins og getið er hefur orðstír Ham batnað svo með tímanum að óhætt að skipa hljómsveitinni á bekk með goðsagnakenndum rokk- sveitum íslenskum. Þeir félagar segja að sú staðreynd sé þeim ekki ofarlega í huga og Sigurjón segist til að mynda aldrei velta því fyrir sér. Flosir segir þó frá því að sér hafi lið- ið mjög einkennilega þegar hann átt- aði sig á því að Ham lifði meðal þjóð- arinnar þó að hljómsveitin hefði hætt 1984. „Ég bjó úti í Danmörku í nokkur ár og velti Ham ekkert fyrir mér þar. Síðan fljótlega eftir að ég flutti heim var ég að bíða eftir strætó og þá voru þar nokkrar þrett- án til fjórtán ára stelpur að hlusta á eitthvað og ég áttaði mig skyndilega á því að það var Animalia,“ segir hann og dæsir, „þá leið mér mjög einkennilega.“ Upptökur framundan Næst á dagskrá hjá sveitinni eru upptökur, því það stendur til að taka upp nýja plötu í næsta mánuði. „Við förum með níu til tíu lög í stúdíóið,“ segir Sigurjón og leggur áherslu á að platan megi ekki vera of löng, „mér er illa við langar plötur“. Þeir sem sáu sveitin spila á Iceland Airwaves sl. haust fengu að heyra nokkur af nýju lögunum sem eru í senn Ham-leg og nýstárleg, greini- legt að sveitin er ekki að reyna að semja lög í gömlum stíl heldur hefur hún þróað tónmál sitt í gegnum árin. Sigurjón tekur undir þetta og seg- ir að þeir félagar séu að eldast upp í hlutverkið, séu nú loks að komast á þann aldur sem þarf til að spila svo stórkarlalega tónlist. „Við vorum um tvítugt þegar Hold varð til og við vorum alltaf að spila upp fyrir okk- ur, vorum að þykjast geta spilað tón- list sem hæfði miklu frekar fertug- um mönnum með skegg. Mér óx ekki einu sinni skegg á þeim tíma, en samt var ég að spila mjög stórkarla- lega. Við erum orðnir nógu gamlir núna og gætum alveg eins orðið sjö- tugir í Ham, það er alveg hægt.“ Stórkarlaleg tónlist Æfing Sigurjón á æfingu með HAM, stilla úr myndskeiði af mbl.is, en í því heimsækir Nilli hljómsveitina. Morgunblaðið/Sigurgeir S Kaffi Blaðamaður ræðir við þá Sigurjón og Flosa, liðsmenn HAM.  Ham heldur tónleika á Nasa í kvöld  Loksins orðnir nógu gamlir fyrir tónlistina Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Farsinn Nei ráðherra! verður frum- sýndur á Stóra sviði Borgarleik- hússins í kvöld og það er leik- hússtjórinn sjálfur, Magnús Geir Þórðarson, sem stýrir verkinu. Nei ráðherra! er breskur gamanleikur frá árinu 1990 eftir Ray Cooney og heitir á frummálinu Out of Order. Cooney hlaut bresku Olivier- leiklistarverðlaunin árið 1991 fyrir verkið en hann á að baki fjölda far- sælla farsa og hafa nokkrir þeirra verið settir upp hér á landi, t.d. Með vífið í lúkunum, Sex í sama rúmi og Viltu finna milljón. Í verkinu segir af ráðherra sem ætlar að eiga notalega stund með viðhaldinu í svítu á Hótel Borg. Babb kemur í bátinn þegar í ljós kemur að dauður maður er í svít- unni. Hvað gerir ráðherra þá? Jú, hringir í strangheiðarlegan og vammlausan aðstoðarmann sinn og lætur hann sjá um skítverkin, eins og söguþræðinum er lýst á vef Borgarleikhússins. Sjá þarf um við- haldið, fela verksummerki, losa sig við líkið og halda öllu leyndu fyrir afbrýðisömum eiginmönnum og -konum, svo fátt eitt sé nefnt. Tækni og nákvæmni Blaðamaður tók leikstjórann og leikhússtjórann tali í fyrradag og spurði hann fyrst hvort ekki væri töluverður munur á því að leikstýra farsa og öðrum gamanleikjum. „Já og nei. Farsinn er sérstakur fyrir margra hluta sakir og eitt af því sem blasir við er að hann krefst mjög mikillar tækni og nákvæmni, með tímasetningum, leiktækni og þess háttar. Hins vegar finnst mér mjög mikilvægt að nálgast farsa af alvöru, þetta er venjulegt fólk sem lendir í óvenjulegum kringumstæðum og bregst svo vitlaust við því og líður herfilega illa. Í rauninni er fars- inn harmleikur fyrir persónurnar sjálfar. Áhorfendur horfa á þetta venjulega fólk klúðra málunum svona rækilega, fylgjast með fólkinu engjast um sundur og saman og það er það sem er fyndið,“ segir Magnús Geir. „Ef þetta er of stórkarlalegt grín eða ýkt þá er þetta svo langt frá okkur að við náum engri teng- ingu við það. Mér finnst alltaf skemmtilegastir þeir farsar sem unnir eru af alvöru. Maður finnur fyrir sársaukanum hjá persónunni og hlær að því. Maður sér það í mörgum, góðum gamanþáttum, t.d. Klovn-þáttunum og bíómyndinni.“ Ekki Icesave Gísli Rúnar Jónsson sá um að staðfæra verkið og sögusviðið Ís- land í dag, ráðherrann er í rík- isstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og heitir Örvar Gauti Scheving. „Það er ekki þannig að á sviðinu birtist eftirhermur að leika nafntogaða einstaklinga, Steingrímur J. sést ekkert á sviðinu. Þetta eru tilbúnar persónur en hins vegar eru vísanir í samtímann og það er drepfyndið og skemmtilegt. Þó höfum við gætt þess að velta okkur ekki upp úr ein- hverju dægurþrasi, það þarf enginn að hafa áhyggjur af því að sitja undir umræðum um Icesave eða stjórnlagaþing,“ ítrekar Magnús Geir. Æfingaferlið hafi verið afar skemmtilegt, hann hafi verið í hlát- urskasti síðustu vikurnar með leik- urunum. Viðbrögð gesta á prufu- sýningum hafi verið mjög góð og því kvíði hann ekki frumsýningunni. Vonandi takist að kæta þúsundir landsmanna, veita þeim hvíld frá öllum neikvæðu fréttunum. Líkið í svítunni leikur Þröstur Leó Gunnarsson og segir Magnús Geir Þröst sýna kostulegan leik í því hlutverki. Hann vill þó ekki fara nánar út í af hverju jafnvinsæll og virtur leikari fái hlutverk sem við fyrstu sýn virðist fjörlítið og segir að þetta hlutverk sé flóknara og kostulegra en það virðist í fyrstu. Framhjáhald Ráðherrann lætur vel að viðhaldinu. Guðjón Davíð Karlsson og Lára Jóhanna Jónsdóttir í farsanum Nei ráðherra! í Borgarleikhúsinu. Farsinn er harmleikur  Ráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu í mikilli klípu í farsanum Nei ráðherra! Í aðalhlutverkum í Nei ráðherra! eru þau Guðjón Davíð Karlsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir og Sigurður Sigurjónsson en auk þeirra leika í verkinu Hilmar Guðjónsson, Bergur Þór Ingólfsson, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason og Elma Lísa Gunn- arsdóttir. Baggalútur semur tónlistina við verkið og hefur titillag þess „Ónáðið ekki“ hljómað á öldum ljósvakans upp á síðkastið. Snorri Freyr Hilmarsson sér um leikmynd verksins og Björn Berg- steinn Guðmundsson um lýsingu. Gísli Rúnar Jónsson þýddi og heimfærði verkið. AÐSTANDENDUR NEI RÁÐHERRA! Magnús Geir, leikstjóri og leikhússtjóri. Gói, Siggi og Lára

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.