Morgunblaðið - 28.02.2011, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2011
Dæmi um að útlendingar séu
látnir víkja fyrir Íslendingum
BAKSVIÐ
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
„Margir sem missa vinnuna upplifa
það þannig að þeir hafi gengisfallið
í samfélaginu og ef þú ert útlend-
ingur er hættan líka sú að þú missir
öll tengsl og hættir að umgangast
fólk. Því vinnan skiptir máli fyrir
okkur öll, en jafnvel meira máli fyr-
ir útlendinga sem oft eru á jaðri
samfélagsins,“ segir Gerður Gests-
dóttir, ráðgjafi hjá Vinnumálastofn-
un.
Atvinnuleysi er hlutfallslega
hærra meðal erlendra ríkisborgara
en íslenskra, og mældist 15,5% í
þeim hópi í janúar 2011, samanborið
við 8,5% atvinnuleysi á landsvísu,
samkvæmt tölum Vinnumálastofn-
unar. Ekki er hinsvegar mikill mun-
ur á langtímaatvinnuleysi erlendra
og íslenskra ríkisborgara. 33% at-
vinnulausra Íslendinga hafa verið
án vinnu í meira en 1 ár en 29% út-
lendinga.
Framan af bitnaði atvinnuleysið
mest á körlum í byggingariðnaði,
eins og sést á því að 455 erlendir
karlar hafa verið atvinnulausir í
meira en 1 ár á móti 221 erlendri
konu. Eftir því sem líður á krepp-
una hefur atvinnuleysið hinsvegar
tekið að bíta bæði kynin.
Útlendingar fyrst reknir?
Joanna Ewa Dominiczak, formað-
ur Félags kvenna af erlendum upp-
runa, segist óttast að staða erlendra
kvenna á vinnumarkaði fari versn-
andi í ljósi niðurskurðar í velferð-
arkerfinu, sem meðal annars sé
framkvæmdur með því að fækka
„kvennastörfum“ s.s. við ummönn-
un eða ræstingar og skólaliðum.
„Ég er hrædd um að sagan muni
endurtaka sig og þeir sem missi
vinnuna fyrst verði erlendir rík-
isborgarar.“
Þeir innflytjendur sem blaðamað-
ur ræddi við nefndu allir að mik-
ilvægasti lykillinn að aðlögun í ís-
lensku samfélagi væri að læra
tungumálið. Það virðist sérstaklega
veigamikið nú, því svo virðist sem
kröfur um íslenskukunnáttu séu
mun harðari nú en þær voru fyrir
kreppu, sem gerir mörgum innflytj-
endum mjög erfitt fyrir að fá vinnu.
Joanna segist hafa heyrt þess dæmi
að útlendingum hafi verið sagt upp
störfum, sem þeir áður þóttu full-
góðir til að sinna, og Íslendingar
ráðnir í staðinn í sömu stöðu.
Vinnumálastofnun hefur boðið
upp á ýmis úrræði fyrir þá sem eru
á atvinnuleysisskrá, jafnt íslenska
sem erlenda ríkisborgara. Í janúar
voru útlendingar 428 eða 14%
þeirra sem tóku þátt í þessum úr-
ræðum sem m.a. ganga út á aðstoð
við starfsleit, nýsköpun, íslensku-
nám og ýmis starfstengd námskeið.
Gerður Gestsdóttir, ráðgjafi hjá
Vinnumálastofnun, hefur umsjón
með málefnum atvinnulausra á
aldrinum 16-30 ára sem ekki tala ís-
lensku. Hún segir að staða þessa
hóps sé að mörgu leyti flóknari og
erfiðari en staða atvinnulausra Ís-
lendinga.
Niðurlægjandi upplifun
„Við það eitt að vera útlendingur
virðistu standa aðeins verr að vígi á
vinnumarkaði,“ segir Gerður. Lítil
íslenskukunnátta takmarki t.a.m.
möguleika þeirra mun meira nú en
áður auk þess sem þau eigi sér
minni von um að fá starf sem hæfi
menntun þeirra.
Sumir þekki illa réttindi sín og
erfitt geti líka reynst að veita þeim
fullnægjandi þjónustu sem tala
enga íslensku og litla sem enga
ensku. Margir upplifi það auk þess
sem niðurlægjandi að ganga á milli
stofnana og biðja um peninga.
„Þetta er ömurleg staða fyrir hvern
sem er og ennþá verri ef þú kannt
ekki á kerfið og talar ekki tungu-
málið,“ segir Gerður.
Viðhorfin í hópnum eru einnig
margvísleg að hennar sögn. Margir
leggja sig alla fram við að læra ís-
lensku og halda sér virkum þar til
vinna fæst. Aðrir sjái hinsvegar lít-
inn tilgang í því að eyða orku í ís-
lenskunám þegar þá langar hvort
eð er ekki til að búa á Íslandi, en
eiga ekki kost á að fara. „Ég upplifi
þeirra stöðu mjög slæma, vegna
þess að margir virðast fastir milli
steins og sleggju,“ segir Gerður.
Atvinnuleysi meira hjá útlendingum
Hættara við félagslegri einangrun
Minni von um að menntunin nýtist
Mannvirkjagerð 540
Iðnaður 291
Verslun 266
Gisting/veitingastarfs. 244
Ýmis þjónusta 225
Flutningastarfsemi 134
Fiskvinnsla 162
Annað/óvíst 480
Samtals 2.342
Skipting atvinnulausra erlendra
ríkisborgara eftir starfsgeira
(í lok janúar 2011)
540
291
266
244
225
134
162
480
Fjöldi atvinnulausra erlendra
ríkisborgara, eftir kyni og búsetu
(í lok janúar 2011)
Karlar Konur
1.415
927
1.686
656
Höfuð-
borgar-
svæðið
Lands-
byggðin
Lengd atvinnuleysis meðal erlendra
ríkisborgara eftir kyni
(í lok janúar 2011)
0-12
vikur
13-25
vikur
26-38
vikur
39-51
vikur
52 vikur
og meira
326
244
363
259
175
120
96
83
455
221
Heimild: Vinnumálastofnun
Þriðjudagur
Nánar verður fjallað um
stöðu innflytjenda í kreppunni
í blaðinu á morgun.
Erlendir ríkisborgarar sem hingað koma til vinnu greiða
skatt frá fyrsta degi og eiga því sama rétt og Íslend-
ingar til atvinnuleysisbóta. Hafi þeir unnið fullt starf í
heilt ár ávinna þeir sér fullan bóta rétt til þriggja ára
eins og aðrir. Staða útlendinga sem hingað koma frá
löndum EES er þó talsvert flóknari en annarra og rétt-
indi þeirra takmarkaðari.
Eitt af því sem setur stein í götu sumra er þau skil-
yrði sem sett eru í lögum um ríkisborgararétt að um-
sækjandi hafi ekki þegið framfærslustyrk frá sveitarfé-
lagi í tvö ár. Þeir sem ekki eiga rétt á fullum
atvinnuleysisbótum geta leitaðð til félagsþjónustu
sveitarfélaga eftir framfærslu. Geri útlendingar það
fyrirgera þeir hinsvegar um leið rétti sínum til að sækja
um ríkisborgararétt í tvö ár. Að sögn Gerðar hafa komið
til Vinnumálastofnunar innflytjendur sem reyna að bíta
á jaxlinn og framfleyta fjölskyldu sinni á litlum sem
engum tekjum til að halda í þann möguleika að geta
fengið íslenskt ríkisfang. Sumir sæki ekki einu sinni um
atvinnuleysisbætur því þeir haldi að það sama eigi við
og vilji ekki missa réttindi sín.
Joanna segir sömu sögu og nefnir dæmi um fjöl-
skyldur frá löndum utan EES-svæðisins þar sem fyr-
irvinnan kom fyrst til landsins. Á eftir fylgdu maki og
börn, sem sitja heima því makinn fái ekki atvinnuleyfi.
Börnin taki ekki þátt í tómstunda- og félagsstörfum því
það kostar og fara ekki á leikskóla því annað foreldrið
er heima með þau. Þetta hafi mikil áhrif á heilu fjöl-
skyldurnar, sem einangrist, læri enga íslensku og séu
ekki þátttakendur í samfélaginu. una@mbl.is
Neita sér um að þiggja félagslegar bætur
ÓTTAST AÐ FYRIRGERA RÉTTINUM TIL ÍSLENSKS RÍKISFANGS
Staða innflytjenda á Íslandi