Morgunblaðið - 28.02.2011, Síða 14

Morgunblaðið - 28.02.2011, Síða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2011 –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Föstudaginn 4. mars kemur út hið árlega Fermingarblað Morgunblaðsins. Fermingarblaðið hefur verið eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins í gegnum árin og verður blaðið í ár sérstaklega glæsilegt. MEÐAL EFNIS: Veitingar í veisluna. Mismunandi fermingar. Fermingartíska. Hárgreiðslan. Myndatakan. Fermingargjafir. Fermingar erlendis. Hvað þýðir fermingin? Viðtöl við fermingarbörn. Nöfn fermingarbarna. Fermingarskeytin. Boðskort. Ásamt fullt af spennandi efni. FERMI GAR PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 28. febrúar. Ferm ing S É R B L A Ð Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Tískuvöruverslanakeðjan All Saints er nú sögð vera í söluferli, en skila- nefndir Kaupþings og Glitnis eiga báðar hlut í fyrirtækinu. Sagt var frá þessu í breskum fjölmiðlum í gær. Breski kaupsýslumaðurinn Kevin Stanford er meirihlutaeig- andi All Saints og heldur á um 65% hlut. Stanford þessi hefur í gegnum tíðina stundað viðskipti með Baugi Group, sem átti um tíma 35% hlut í All Saints, sem skilanefndirnar leystu til sín þegar BG Holding, dótturfélag Baugs Group, var tekið yfir af kröfuhöfum. Baugur keypti hlutinn í All Saints árið 2006. Skilanefndirnar sem eiga hlut í All Saints eru sagðar hafa þrýst á um söluna, en talið er að allt að því 140 milljónir punda getið fengist fyrir All Saints. Það samsvarar tæplega 27 milljörðum íslenskra króna. Stanford átti einnig 25% hlut í fé- laginu Unity Investments, á móti FL Group og Baugi sem áttu sinn hvorn 37,5% hlutinn. Stanford var meðeigandi að Materia Invest, ásamt Þorsteini M. Jónssyni. Ma- teria var stór hluthafi í FL Group. Tapaði dómsmáli Stanford er talinn skulda skilanefnd Kaupþings um 250 milljónir punda. Í mars á síðasta ári tapaði Stanford dómsmáli gegn skilanefndinni, en þá hugðist hann gefa út nýtt hlutafé í All Saints. Skilanefnd Kaupþings lagðist gegn því og sagði að útgáfa nýs hlutafjár myndi rýra þau veð sem Stanford hafði lagt Kaupþingi til í All Saints, til að fjármagna persónulegar lántökur. Morgunblaðið/Ómar Kaupþing Kaupsýslumaðurinn Kevin Stanford er sagður skulda skilanefnd bankans um 250 milljónir punda, eða tæplega 50 milljarða íslenskra króna. All Saints-versl- anir í söluferli  Skilanefndir sagðar þrýsta á sölu FRÉTTASKÝRING Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Einstaklingar úr ýmsum geirum samfélagsins hvöttu eindregið til þess að Icesave-samningur númer II yrði að lögum. Sá samningur var sem kunnugt er felldur með 98% atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu, eftir að Ólafur Ragnar Grímsson hafði synj- að lögum þar að lútandi staðfestingar þann 5. janúar 2010. Þórólfur Matt- híasson, sem í dag er deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, sagði í samtali við Fréttablaðið 26. júní að stríðsástand gæti skapast í efnahagslífi Íslands, færi svo að þing- menn myndu ekki samþykkja ríkis- ábyrgð, en á þessum tímapunkti stóð meirihluti fyrir málinu ansi tæpt á Alþingi. Benti Þórólfur á í sama við- tali að yrði ríkisábyrgð ekki sam- þykkt myndi engin erlend lánafyrir- greiðsla fást til landsins, fyrirtæki myndu fara unnvörpum í gjaldþrot og Ísland yrði á sama stalli og Norð- ur-Kórea og Kúba. „Þetta er alveg hrikalega ljót sviðsmynd sem þá kemur upp,“ var haft eftir Þórólfi í Fréttablaðinu. „Ég þori eiginlega ekki að hugsa þessar hugsanir alveg til enda. Þess vegna er ég mjög hissa á þeirri óábyrgu afstöðu sem stjórn- málamennirnir sýna.“ Glapræði að borga ekki Raunar áttu fleiri en Þórólfur eftir að grípa til þess að líkja Íslandi við Kúbu, færi svo að Icesave II yrði ekki að lögum. Það gerði Gylfi Magnús- son, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og þáverandi við- skiptaráðherra, í júní 2009. „Við vær- um þá eiginlega búin að einangra okkur frá umheiminum, værum kom- in aftur á nokkurs konar Kúbustig,“ sagði viðskiptaráðherrann þáverandi í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. Í júlí 2009 sagði einnig í aðsendri grein Gylfa í Morgunblaðinu um Icesave II: „Það er sama hvernig reiknað er. Ekkert bendir til annars en að lands- menn geti staðið undir skuldbinding- um sínum vegna Icesave. Það verður að sönnu ekkert gleðiefni. Full ástæða er til að draga þá til ábyrgðar sem komu Íslandi í þessa stöðu, bæði fyrrverandi forsvarsmenn Lands- bankans og aðra. Það væri hins vegar hreint glapræði að stefna endurreisn Íslands og öllum okkar samskiptum við umheiminn í stórhættu með því að neita að gangast við skuldbinding- um okkar vegna Icesave og byggja það á þeirri augljóslega röngu for- sendu að við ráðum ekki við þær,“ skrifaði ráðherrann. Ólafur Ísleifsson, lektor við við- skiptafræðideild Háskólans í Reykja- vík, sagði í samtali við Fréttablaðið sumarið 2009 að Íslendingar ættu varla annarra kosta völ en að sam- þykkja þann Icesave-samning sem þá lá fyrir. „[H]ugsanlega sé sá kost- ur að hafna samkomulaginu lakari vegna afleiðinga sem það kann að hafa í för með sér,“ sagði hann. Ólaf- ur kom að sama skapi í viðtal á Rás 2, skömmu eftir að forseti Íslands skaut Icesave. Nefndi Ólafur þá að Íslend- ingar þyrftu á utanaðkomandi aðstoð að halda til að höggva á þann hnút, og vísaði þá helst á Evrópusambandið. „Mér sýnist að það gæti verið mjög æskilegt að leita eftir því, til dæmis við Þjóðverja. Þar er nú kona for- sætisráðherra, eða kanslari, í fyrsta sinn í sögu Þýskalands. Alveg eins og við erum hér með konu í fyrsta sinn sem forsætisráðherra á Íslandi. Ég á ekki von á öðru en þar gæti tekist gott samtal,“ sagði Ólafur við Ríkis- útvarpið snemma árs 2010. Samtök atvinnulífsins þrýstu mjög á það árið 2009 að Icesave-lög II yrðu samþykkt. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri samtakanna, sagði þannig í viðtali við Viðskipta- blaðið í ágúst 2009 að töfin á Icesave hefði tafið alla framþróun á Íslandi. Sagðist Vilhjálmur vona að málið myndi klárast sem fyrst, enda hefði það áhrif á fjármögnun atvinnulífs- ins, lánshæfismat og aðra þætti. Vil- hjálmur var inntur eftir því hvort ís- lenska ríkið bæri ábyrgð á greiðslum vegna Icesave. Svaraði hann því þá til að pólitískt samkomulag væri fyrir hendi í málinu: „Bretar og Hollend- ingar eru búnir að greiða þetta út. Það gerðu þeir í þeirri trú að við myndum greiða,“ sagði hann. Dýpkar kreppuna Jón Steindór Valdimarsson, þáver- andi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifaði í aðsendri grein í Morgunblaðinu í júlí 2009 að af- greiðsla Icesave þyldi enga bið. „Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda að deilur um Icesave dragist á langinn með tilheyrandi frystingu lánafyrir- greiðslu til Íslands, áframhaldandi óþolandi óvissu og viðvarandi úti- stöðum Íslands við nágrannaríki. Það að hafa slíkt hangandi yfir sér leiðir til frekari einangrunar Íslands og dýpkar og lengir kreppuna. Engin fyrirtæki geta búið við slíka óvissu, íslenskt atvinnulíf getur ekki búið við einangrun. Það getur þjóðin ekki heldur,“ sagði í grein Jóns Steindórs. Vart þarf að fjölyrða um að spádóm- ar framkvæmdastjóra þessara tvennra hagsmunasamtaka um fryst- ingu lánafyrirgreiðslu rættust ekki að fullu. Er skemmst að minnast þess að stoðtækjaframleiðandinn Össur sótti sér hundruð milljóna danskra króna í hlutafjárútboði í Danmörku haustið 2009. Jafnframt tryggði Mar- el sér erlenda fjármögnun síðastliðið haust fyrir 350 milljónir evra, sem aðallega hollenskir bankar stóðu að. Icelandic Group fékk að sama skapi stóra endurfjármögnun hjá erlend- um bönkum fyrir alls 150 milljónir evra. Morgunblaðið/Ómar Icesave III Nýjustu Icesave-lögin voru samþykkt á Alþingi fyrir skemmstu með 44 atkvæðum gegn 16, ríflega einu ári eftir samþykkt Icesave II. Icesave sagt þola enga bið sumarið 2009  Ýmsir háskólamenn töldu afskaplega mikilvægt að samþykkja Icesave II

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.