Morgunblaðið - 28.02.2011, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2011
✝ ViggóTryggvason
fæddist á Seyð-
isfirði 2. október
1917. Hann lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Skjóli 15.
febrúar 2011. For-
eldrar hans voru
hjónin Tryggvi
Guðmundsson,
kaupmaður á Seyð-
isfirði, síðast gjald-
keri hjá Áfengis- og lyfjaversl-
un ríkisins í Reykjavík, f. 8.9.
1871, d. 18.9. 1942, og Gunn-
dóra Benjamínsdóttir, hús-
freyja í Reykjavík (seinni kona
Tryggva), f. 15.7. 1881, d. 7.1.
1964. Alsystkini Viggós voru
Ólafur Tryggvason úrsmiður, f.
24.11. 1910, d. 16.11. 2004, og
Nína Tryggvadóttir listmálari,
f. 16.3. 1913, d. 18.6. 1968. Hálf-
systkini hans af fyrra hjóna-
bandi föður voru: Guðný Valdís,
f. 12.4. 1899, d. 15.3. 1985,
Laufey, f. 16.12. 1900, d. 30.12.
1990, Jóhanna Guðríður, f. 17.1.
1902, d. 22.5. 1968, Jón Þórir, f.
26.3. 1903, d. 6.7. 1954, og Þor-
1947, eiginmaður Leifur Teits-
son, f. 3.12. 1945, (skildu), þau
eignuðust fjögur börn, Kristínu,
f. 1966, Hrafn, f. 1968, Hauk, f.
1974 (látinn) og Skúla, f. 1980.
4) Gunndóra, f. 25.6. 1950, hár-
greiðslumeistari, maki Ásgeir
Arnoldsson, f. 2.5. 1949, þau
eiga þrjú börn: Viggó, f. 1972,
Ásgeir Örn, f. 1973, og Hrefnu
Lind, f. 1982. Hrafnhildur kona
Viggós eignaðist dóttur, Ástu
Björt Thoroddsen, f. 15.5. 1942,
sem var ættleidd af móðurafa
sínum og seinni konu hans,
Siglín Guðmundsdóttur Thor-
oddsen, f. 17.6. 1901, d. 22.5.
1966. Ásta Björt eignaðist fimm
börn.
Viggó fluttist til Reykjavíkur
2ja ára gamall, bjó fyrst við Óð-
insgötu og síðar Bárugötu 7 og
að lokum við Rauðalæk 35.
Viggó er stúdent frá MR 1937
og cand. jur. frá HÍ 1945. Hann
starfaði lengst af við embætti
Borgarfógetans í Reykjavík en
lét af störfum 1988 sökum ald-
urs. Viggó var alla tíð ákafur
áhugamaður um listir, einkum
tónlist og lék mikið á píanó.
Útför Viggós verður gerð frá
Bústaðakirkju í dag, 28. febr-
úar 2011, og hefst athöfnin kl.
15.
steinn, f. 6.1. 1905,
d. 13.3. 1970.
Hinn 28.8. 1943
kvæntist Viggó
Hrafnhildi Grímu
Thoroddsen, f.
27.2. 1923. For-
eldrar hennar
voru: Guðmundur
Thoroddsen, pró-
fessor, f. 1.2. 1887,
d. 6.7. 1968, og
Regína Magdalena
Benediksdóttir, f. 23.6. 1887, d.
28.4. 1929. Börn Viggós og
Hrafnhildar eru: 1) Tryggvi,
lögmaður, f. 7.1. 1945, maki
Snjólaug Anna Sigurjónsdóttir,
f. 23.3. 1942, börn: Hrafnhildur,
f. 1974, Þórður, f. 1978, og Sig-
urjón Þorvaldur, f. 1966, stjúp-
sonur af fyrra hjónabandi konu.
2) Guðmundur, augnlæknir, f.
22.4. 1946, fyrri maki Sigríður
Kristín Ragnarsdóttir, f. 12.12.
1943 (látin), börn þeirra Ragnar
Bjartur, f. 1973, og Hrafnhildur
Björt, f. 1975. Seinni maki Lí-
ney Þórðardóttir, f. 30.1. 1952,
barn þeirra Margrét, f. 1992. 3)
Regína, leikskólastjóri, f. 1.5.
Við andlát tengdaföður míns
Viggós Tryggvasonar leita marg-
ar ljúfar minningar á hugann.
Viggó var skemmtilegur og
gáfaður maður sem hafði mjög
gaman af því að fá fólk í heimsókn
til þess að ræða öll heimsins mál
og leið best þegar sem flestir tóku
þátt í umræðunni. Þegar gesti
bar að garði var hann boðinn og
búinn að stjana við þá og bera
fram veitingar sem honum fannst
aldrei vera nóg af. Hann var mik-
ill heimspekingur að eðlisfari og
hafði oft sérstaka sýn á hlutina
sem leiddu til langra umræðna en
hann var óþreytandi að koma
skoðunum sínum á framfæri.
Viggó var fróður um flesta
hluti og fylgdist vel með öllu sem
gerðist í fjölskyldunni og í þjóð-
félaginu fram á síðasta dag. Hann
var mjög listhneigður og var mús-
íkin stór þáttur í lífi hans. Hann
var góður píanóleikari og mikill
unnandi klassískrar tónlistar
enda tíður gestur á tónleikum og
vildi helst alltaf bjóða einhverjum
ættingjum með sér til að aðrir
fengju að njóta tónlistarinnar
með honum.
Einnig hafði hann gaman af
lestri góðra bóka og eyddi drjúg-
um tíma á fornbókasölum eftir að
hann hætti að vinna. Ósjaldan
kom hann klyfjaður í strætis-
vagni af bókamörkuðum og hélt
því áfram á meðan kraftar hans
leyfðu, þrátt fyrir að geta ekki
lesið lengur vegna sjóndepru
enda vildi hann að aðrir nytu bók-
menntanna með sér.
Viggó var mikill myndlistar-
unnandi og það var skemmtilegt
að fara með honum á myndlist-
arsýningar og heyra hans túlkun
á myndverkinu. Hann var óþreyt-
andi að uppfræða aðra um það
sem hann hafði lært á langri ævi
sinni um lífið og tilveruna. Ef far-
ið var með hann í bíltúra var hann
stöðugt að ræða um landslagið og
fegurðina í íslenskri náttúru sem
honum fannst vera ótrúleg.
Fallinn er frá mikill öðlings
maður sem ekkert aumt mátti sjá
og hafði húmor fyrir lífinu og til-
verunni allt fram á síðustu
stundu. Ég er þakklátur fyrir að
hafa kynnst Viggó og átt hann
sem tengdaföður. Ég votta
Hrafnhildi tengdamóður minni,
börnum og barnabörnum innilega
samúð.
Ásgeir Arnoldsson.
Elsku afi okkar. Við kveðjum
þig með söknuði en ekki síður
þakklæti. Þú varst einstakur
maður á margan hátt – hógvær,
nægjusamur, gjafmildur, spaug-
samur, gáfaður og listrænn.
Það var notalegt að heimsækja
ykkur ömmu á Rauðalæk, fá sér
kaffi og ristað brauð og spjalla við
þig um heima og geima. Þú varst
einstaklega gestrisinn og þegar
okkur bar að garði brástu þér í
hlutverk þjónsins, tíndir til það
besta úr búrinu og gættir þess að
vel færi um okkur. Sjálfur settist
þú svo í óþægilegasta stólinn milli
þess sem þú stóðst upp til að bæta
í glös eða á diska. Umræðan við
eldhúsborðið var oft mjög lífleg
hvort sem skólaskylduna eða
skaparann bar á góma og þú
kenndir okkur strax frá unga
aldri að rökræða og standa fyrir
máli okkar. Þá varstu gríðarlega
vel lesinn og fram á síðasta dag
vel inni í umræðu líðandi stundar.
Alltaf náðir þú að nálgast um-
ræðuefnin út frá heimspekilegu
sjónarmiði og koma með nýja og
óvænta sýn á hlutina. Þú hafðir
áhyggjur af böli heimsins og
sagðir oft í því samhengi að ef all-
ir myndu bjarga einum manni þá
yrði heiminum bjargað. Þetta er
lýsandi dæmi um hvaða mann þú
hafðir að geyma. En þótt alvarleg
málefni væru mikið rædd var
grínið sjaldnast langt undan. Þú
áttir mjög auðvelt með koma
auga á spaugilegu hliðar mann-
lífsins en þegar spaug þitt fór yfir
strikið kenndir þú gjarnan púk-
anum sem sæti á öxlinni á þér um.
Þú varst mikill listunnandi og
kenndir okkur að meta sígilda
tónlist, myndlist og bókmenntir.
Við munum alltaf búa að því. Oft
sátum við í stofunni á Rauða-
læknum og nutum þess að hlusta
á þig spila á flygilinn eða fara með
ljóð eftir Jónas Hallgrímsson og
aðra snillinga. Stofan var líka
sannkallað listasafn og þar
fræddir þú okkur um meistara ís-
lenskrar myndlistar. Einnig
hvattir þú okkur til að fara með
þér á tónleika og myndlistarsýn-
ingar sem þú varst mjög dugleg-
ur að sækja.
Fram undir það síðasta varst
þú alveg ótrúlega sprækur og oft
sást til þín hlaupandi á eftir
strætó með bækur í annarri hendi
og harðfisk úr Kolaportinu í
hinni. Hreysti þína og langlífi má
eflaust bæði þakka reglusemi
þinni og því að þú fórst allra þinna
ferða annað hvort fótgangandi
eða með strætisvagni. Líkams-
ræktaráhugi réð þó ekki mestu
um ferðamáta þinn heldur nægju-
semi. Þú lagðir lítið upp úr ver-
aldlegum gæðum og naust þess
best að deila þeim með öðrum.
Elsku afi, þú varst litríkur per-
sónuleiki. Við munum minnast
þín, segja af þér sögur, hafa eftir
þér spakmæli og brandara svo
lengi sem við lifum. Minning um
skemmtilegan, vitran og ekki síst
góðan mann lifir.
Þín barnabörn,
Viggó, Ásgeir Örn
og Hrefna Lind.
Afi á Rauðó. Hann var stór-
brotinn maður, hann afi. Bæði
listamaður og heimspekingur,
næmur og tilfinningaríkur og
sóttist eftir fullkomnun í því
hversdagslega. Við þekkjum eng-
an annan sem bakaði vöfflur og
hengdi þær upp á snúru með
klemmum til að þær myndu verða
fullkomlega stökkar og góðar.
Hann sá betur en flestir aðrir
fegurðina í því sem fyrir augu
bar, enda listamaður fram í fing-
urgóma. Jafnvel eftir að hann var
búinn að missa sjónina nær alveg
gat hann samt alltaf séð það fal-
lega. Hann var líka sá örlátasti
maður sem við höfum kynnst og
mátti ekkert aumt sjá. Í hvert
skipti sem við komum í heimsókn
tæmdi hann úr ísskápnum á borð-
ið og máttu hverskyns mótbárur
sín lítils. Hann var skemmtilegur
og aldrei nein lognmolla í kring-
um hann.
Það er okkur ógleymanlegt
þegar við fengum að gista á
Viggó Tryggvason
✝ Elfar Berg Sig-urðsson fæddist
á Patreksfirði 21.
mars 1939. Hann
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 18. febrúar
2011. Foreldrar
hans voru Sigurður
G. Jóhannsson, f.
22.10. 1909, d.
13.10. 1970, og
Bergljót Sturludótt-
ir, f. 2.10. 1919, d. 2.10. 1992.
Systkini, andvana drengur, f.
29.4. 1940, Sigurrós Berg, f. 1.4.
1943, Kristín Holmberg Martino,
f. 10.4. 1943, Sturla Berg, f. 16.5.
1946, d. 2.12. 2003. Lilja Berg, f.
12.11. 1952, hálfsystir sam-
mæðra Hera Garðarsdóttir, f.
15.1. 1958, hálfsystkini samfeðra
Hafdís Berg, f. 17.6. 1960, Jó-
hann Berg, f. 12.11. 1962, og Sig-
urbjörn Berg, f. 22.4. 1967.
Elfar kvæntist 3. september
1965 Guðfinnu Sigurbjörns-
dóttur, f. 14.2. 1945, foreldrar
hennar voru Sigurbjörn Mey-
vantsson, f. 26.6. 1919, d. 31.1.
1951, og Unnur Guðnadóttir, f.
Eyjafjöllum er hann var 15 ára.
Elfar lærði prentverk hjá Fé-
lagsprentsmiðjunni og lauk
sveinsprófi 1960. Hann var sölu-
stjóri hjá Bifreiðum og landbún-
aðarvélum 1965-1972 og starfaði
hjá Landsvirkjun 1972-1974. Elf-
ar stundaði verslunarrekstur í
Hafnarfirði í 27 ár, frá 1974-
2000, en þá hóf hann störf hjá Ol-
ís og starfaði þar fram að andláti
sínu. Um tíma var Elfar í stjórn
Sjálfstæðisfélagsins Fram, Fé-
lags íslenskra hljómlistarmanna,
formaður Kaupmannafélags
Hafnarfjarðar og forseti Kiw-
anisklúbbsins Eldborgar í Hafn-
arfirði auk þess sem hann var
virkur í starfi Á-listans á Álfta-
nesi. Elfar var einn af stofn-
endum hljómsveitarinnar Lúdó
og Stefán og hljómsveitarstjóri.
Hann spilaði með Lúdó frá árinu
1959 til dánardags, eða í rúm-
lega hálfa öld. Hann spilaði einn-
ig með flestum ástsælustu hljóm-
listarmönnum þjóðarinnar sem
voru honum samtíða. Fyrir
stofnun Lúdó rak hann eigin
hljómsveit, Hljómsveit Elfars
Berg. Elfar og Guðfinna störf-
uðu saman alla tíð í rekstri sínum
til ársins 2000 en þá hóf Elfar
störf hjá Olís.
Elfar verður jarðsunginn frá
Víðistaðakirkju í dag, 28. febr-
úar 2011, og hefst athöfnin kl.
13.
1.8. 1917, d. 15.11.
1990. Börn Elfars
og Guðfinnu eru
Unnur Berg, f. 30.3.
1966, gift Guðgeiri
Magnússyni, f. 21.9.
1964, dætur þeirra
Guðfinna Margrét
Berg, f. 11.2. 1998,
d. 12.2. 1998, og
Rakel Berg, f. 3.4.
2002, d. 5.4. 2002,
Bjarni Berg, f. 20.7.
1969, kvæntur Berglindi Lib-
ungan, f. 26.3. 1974, dætur
þeirra Ylfa Berg, f. 8.3. 1998, og
Birna Berg, f. 26.3. 2003.
Elfar og Guðfinna hófu bú-
skap á Baldursgötu í Reykjavík
en fluttu þaðan til Hafnarfjarðar
árið 1966 og bjuggu þar til ársins
1996 er þau fluttu á Álftanes og
er heimili þeirra þar í dag. Elfar
er fæddur á Bergstöðum á Pat-
reksfirði. Hann flutti til Reykja-
víkur 1948 þá í Mávahlíð 1.Vorið
1955 flutti fjölskyldan í Hátröð 6,
Kópavogi. Sem ungur drengur
var hann í sveit í Tungumúla á
Barðaströnd. Einnig var hann
eitt sumar í sveit austur undir
Elsku hjartans pabbi minn,
mér þykir skrýtið að vera að
skrifa um þig minningarorð.
Hlutirnir hafa gengið afar hratt
fyrir sig í veikindum þínum og ég
átta mig eiginlega ekki alveg á
öllu saman. Þú varst yndislegur
faðir og vinur minn, alltaf tilbú-
inn að dekra og vera til staðar
fyrir mig. Við erum samhent fjöl-
skylda í einu og öllu og þú verður
áfram alltaf með okkur. Ég veit
að þegar Bjarni fer að syngja og
ég spila á píanóið með honum
verður þú áfram við hliðina á mér
þegar við spilum okkar frægu
fjórhentu slagara.
Við höfum verið dugleg að búa
okkur til fallegar minningar og
haldið vel saman og er það ómet-
anlegt. Dugnaður þinn og metn-
aður í að búa okkur fallegt heim-
ili, og í öllu sem við fjölskyldan
höfum tekið okkur fyrir hendur í
lífinu hefur þú aðstoðað okkur í
einu og öllu og ég þakka þér fyrir
það, elsku pabbi. Við Guðgeir er-
um þeirrar gæfu aðnjótandi að
búa skammt frá ykkur mömmu
og við höfum verið dugleg að
bralla ýmislegt saman og hittast
um helgar og elda góðan mat og
eiga góðar stundir, það er ómet-
anlegt þegar vina- og kærleiks-
böndin eru svona sterk. Fallegu
bláu augun þín þegar þú horfðir
yfir litlu stórfjölskylduna þína
eru góð minning, eins og við sögð-
um stundum í gríni, það er ekki
magnið heldur gæðin.
Það eru orð manna sem verða
á vegi mínum að þú varst góður
maður, duglegur og aldrei átti
nokkur maður illt orð frá þér og
það eru orð að sönnu. Við höfum
nú gengið í gegnum ýmislegt
saman hvort sem er gleði eða
sorg og allar góðu minningarnar
ætla ég að geyma eins og gull í
hjarta mínu. Tvær litlar dömur
hafa nú tekið vel á móti þér, Guð-
finna Margrét og Rakel ætla
núna að passa afa sinn. Þú og
mamma hafið alltaf verið bestu
félagar og vinir og ég lofa þér,
elsku pabbi, að við Guðgeir ætl-
um að umvefja hana ást og hlýju.
Elsku hjartans pabbi minn,
minningu um föður, góðan vin og
félaga ber ég með stolti í hjarta
mínu og ég bið Guð og englana að
vaka yfir þér.
Þín elsku dóttir,
Unnur.
Maður fæðist, lifir og deyr.
Þetta er einföld lífsspeki frum-
byggja Kanada. Það er einmitt
þessi millikafli sem við viljum
þakka fyrir. Sem faðir, tengda-
faðir og afi, verðum við að segja
að þú varst afskaplega vel heppn-
aður. Við gerðum okkur grein
fyrir því þegar þú lást bana-
leguna að aldrei hafði hrokkið
styggðaryrði af vörum þínum til
okkar. Heiðarlegur og grandvar
varstu þú í öllum þínum gjörðum.
Við erum þakklát fyrir þetta sein-
asta ár, sem við kjósum að líta á
sem einkennalaust ár með lífs-
hættulegan sjúkdóm. Siglt var á
seglbátnum Heklu í sænska
skerjagarðinum þar sem þú
naust þín. Nú er höggvið skarð í
áhöfnina og hefur Birna ákveðið
að taka að sér skyldur afa síns um
borð. Þú leiddir einkadóttur þína
að altarinu og endaðir árið 2010 á
mánaðarferð til Taílands sem
verður öllum ógleymanleg í fjöl-
skyldunni. Þar naust þú lífsins
með okkur, fórst í fyrsta skipti á
fílsbak og borðaðir hrísgrjón á
hverjum degi sem þú hélst að þú
gætir aldrei vanist. Einnig sigld-
um við að fallegustu eyjum og fló-
um sem finnast í Taílandi og kom-
um heim endurnærð og full af
ánægju.
Þegar við sitjum og hripum
niður þessi orð á blað og spyrjum
yngsta barnabarnið Birnu hvað
hún vilji segja um afa sinn, þá
kom bara eitt orð í huga hennar:
„Góður“.
Við spurðum Ylfu einnig sömu
spurningar. Þá flóðu út þessi
gullkorn: „Yndislegi afi minn
kenndi mér að labba þegar ég var
lítil, kenndi mér að spila á píanó
þegar ég náði upp. Var svo ein-
staklega jákvæður, hann var sá
eini sem hlustaði á mig þegar ég
bað um Louis Vuitton-tösku á
Taílandi. Svarið var: „Ekkert
mál, dúllan mín“. Alltaf þegar ég
fór að sofa og kyssti afa góða nótt
sagði afi: “„Góða nótt, prinessan
mín.“
Hvíl í friði, takk fyrir sam-
veruna.
Bjarni Berg, Berglind,
Ylfa og Birna.
Fallinn er frá mikill heiðurs-
maður, tengdafaðir minn og vin-
ur Elfar Berg.
Við Unnur dóttir þín hófum
okkar búskap á heimili ykkar
hjóna árið 1990 þar sem við
bjuggum fyrsta árið. Það tók ekki
langan tíma fyrir mig að sjá
hversu mikið var í þennan smá-
vaxna mann spunnið, hæglátur,
yfirvegaður og með mikið jafnað-
argeð auk þess að vera mikill
húmoristi.
Þú varst einn þeirra manna
sem eru ekki orðmargir en er þú
talaðir hlustaðir á fólk af athygli
og til marks um hæglæti þitt
heyrði ég þig aldrei hallmæla eða
tala illa um nokkurn mann á þeim
tæpu 22 árum er við áttum sam-
leið.
Þú varst ráðagóður maður og
bónfús, þar var öruggt ef þú varst
beðinn að gera greiða að það
þurfti ekki að biðja tvisvar. Ég
hef einnig orðið þeirra forrétt-
inda aðnjótandi að vera tekinn
inn í samheldna fjölskyldu sem
kann að skemmta sér á góðum
stundum og ófáar eru þær minn-
ingarnar um þig spilandi á píanó-
ið og restina af fjölskyldunni
syngjandi með lögin hans Magga
Eiríks, „We’ll meet again, it’s a
wonderful World“ og fleiri perlur
tónlistarsögunnar.
Hversu ánægjulegt er það líka
að þú skyldir ná því að smita Ylfu
af tónlistaráhuganum og geta
kennt henni fyrstu skrefin á pí-
anóinu.
Þú varst mikill fjölskyldumað-
ur og þínar stærstu stundir voru
er börnin og barnabörnin voru öll
samankomin og var yndislegt að
sjá er þú horfðir yfir litla hópinn
þinn og augun fylltust stolti.
Er mér bárust fregnir af veik-
indum þínum kom upp í huga mér
setning sem ég tel lýsa þínu lífs-
hlaupi vel „Að elska og vera elsk-
aður eru forréttindi en ekki sjálf-
sagður hlutur.“ Þarna var Elfari
Berg rétt lýst, þú gekkst aldrei
að því vísu að ástin kæmi af sjálfu
sér heldur hlúðir að ástinni til
Guðfinnu þinnar, sem sést best á
því að þið voruð í verslunar-
rekstri saman í um 30 ár, fóruð
saman í vinnuna á morgnana og
komuð saman heim á kvöldin og
alltaf jafn stolt og ánægð með
hvort annað.
Árið 2010 var ár mikilla at-
hafna hjá ykkur Guðfinnu, sigling
með Bjarna, Beggu, Birnu og
Ylfu í hálfan mánuð um sænska
skerjagarðinn og upp til Noregs,
þar sem leyndir siglingahæfileik-
ar ættföðurins komu í ljós, Unnur
dóttir þín gifti sig (loksins), auk
jóla- og áramótaferðar með
Bjarna, Beggu og stelpunum til
Taílands, ferð sem var ykkur
hjónum ógleymanleg. Að þeirri
ferð lokinni beið þín því miður
annað ferðalag.
Guð veri með þér á þinni
hinstu ferð. Það var með stolti
sem ég kallaði þig tengdapabba
minn og mundu að láta Rakel
ekki svindla á þér í ólsen ólsen.
Sagt er að þeir deyi ungir sem
guðirnir elska en sumir deyja
ekki fyrr en 72 ára gamlir og
munum að fallegri sál fylgja fal-
legar minningar.
Þinn tengdasonur,
Guðgeir Magnússon.
Kveðja.
Við komum hér á kveðjustund
að kistu þinni, bróðir
að hafa við þig hinsta fund
og horfa á gengnar slóðir.
Og ógn oss vekja örlög hörð,
en ennþá koma í hópinn skörð,
og barn sitt faðmi byrgir jörð,
vor bleika, trygga móðir.
En minning þín er mjúk og hlý
og mun oss standa nærri.
Með hverju vori hún vex á ný
og verður ávallt kærri.
Ef lífsins gáta á lausnir til,
þær ljóma bak við dauðans þil.
Og því er gröfin þeim í vil,
sem þráðu útsýn stærri.
(Úr kvæðas.
Magnúsar Ásgeirss.)
Minning um kæran bróður lif-
ir, ljúf og björt.
Elsku Guðfinna, Unnur, Guð-
geir, Bjarni, Berglind og dætur.
Megi guð gefa ykkur styrk til
að takast á við þessa þungu raun.
Lilja Ruth og fjölskylda.
Gef mér, faðir, ævi alla
æðrulaust að dvelja hér
Uns þú lætur á mig kalla
í öllu mun ég treysta þér.
(G.J.)
Kær vinur okkar og samstarfs-
maður yfir hálfa öld Elfar Berg
Elfar Berg
Sigurðsson